Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. mars 1980 AF GÚLAG OG GRINDAVÍK Það mun hafa verið um 1770 sem breski sæfarinn Cook nam land á suðausturströnd Astralíu, helgaði bresku krúnunni talsvert landsvæði og nefndi það New South Wales. Nokkrum árum síðar var svo sett á stofn fanganýlenda við Botany Bay, og má því segja aðnákvæmlega tvær aldir haf i liðið milli þess, að Bretar hófu að senda fólk til þrælkunar- vinnu í Astralíu, þar til Ástralíumenn fóru að leggja leið sína hingað til lands sömu erinda. Víst hefði mátt ætla að afkomendur þraut- píndra afbrota- og þræikunarmanna kölluðu ekki allt ömmu sína á vinnustöðum, enda ýmsu vanir úr sögu forfeðranna, enef marka má blöðin mun aðbúnaður þrælkunarfanga Bretaveldis á ofanverðri átjándu öld hafa verið hrein himnaríkissæla miðað við það sem gerist í vissum verstöðvum hérlendis. Nú er mér sagt að nafntogað frystihús í Grindavík sé að reyna að fá blámenn úr nám- unum í Ródesíu til starfa og að sú umleitan sé aðalbrandarinn í S-Afríku um þessar mundir. Þeir segjast víst ekki láta bjóða sér hvað sem er í Simbabwe. Kannski eru fslendingar þeir einu í veröld- inni, sem geta kyngt aðbúnaðinum í alræmd- ustu verbúðum íslensks fiskiðnaðar og njóta þess máski, að þeir eru að drjúgum hluta af írsku þrælakyni. En það er nú andskotans sama þótt búsk- menn og blámenn séu ekkert yf ir sig hrif nir af félagslegri snyrtiaðstöðu í fiskverkunar- húsum og verbúðum Islands, einn virðist þó vera sá maður sem virkilega hreifst af fyrr- nefndum athafnasvæðum, en það var gestur vor hér á dögunum, sjálfur aðstoðarkennslu- málaráðherra Eistlands, aðstoðarfiskimála- ráðherra Sovétríkjanna, og formaður vináttu- félagsins i Eistlandi (eins og segir orðrétt í Vísi). Mér datt nú strax í hug að hann hefði meira en lítiðað gera þessi. Látum nú vera, að hann skuli vera kennslumálaráðherra og fiskimálaráðherra. En maður hefði nú haldið, að það væri heilsdagsstarf eða meira að vera formaður sovésks vináttufélags í Eistlandi, nema náttúrlega að þeir, sem á að stofna til vináttu við, séu farnir úr landinu. Jæja, þessi heiðursmaður — Nikolaj P. Kúdrjavtsév — hreifst mjög af frystihúsi ís- bjarnarins, fór svo til Vestmannaeyja til að kynna sér vinnuaðstöðu og verbúðalíf í eyja- klasanum. Vonandi hefur sú för verið lær- dómsrík, og væri óskandi að hann gæti miðlað landsmönnum sínum af þeim fróðleik sem hann hef ur numið um það hvernig vinnubúða- líf í eyjaklösum eigi að vera. Að sjálf sögðu þorði enginn að f ara með hinn erlenda vináttu-, fræðslu- og fiskimálasér- fræðing í íslenska verbúð, þar sem fólk á þær óskir heitastar að vera sóðar til þess að þurfa ekki að baða sig, í hungurverkfalli til að þurfa ekki að kaupa dýran og óætan mat, með hægðateppu til að þurfa ekki að nota kamar- inn, og í dvala til að eiga ekfci á hættu að vera hand- og fótjárnað af lögreglunni. Hætt er þá við, að hinir sovésku fulltrúar hefðu hugsað með sér: „Nú, Gúlag er þá ekki sem verst". Allt þetta endaði svo með því, að vin- áttu-, fræðslu- og fiskimálaráðherrann hélt ræðu, þar sem hann sagði að gosið hefði í Vestmannaeyjum 1973 og viðbrögð eyjar- skeggja hefðu verið stórkostleg. Þeir hefðu án þess að hugsa sig um tvisvar f lúið undán jarð- eldunum, en svo þegar gosið var kulnað hefðu þeir snúið aftur heim til sín. Þetta væri ekki aðeins einkennandi fyrir Vestmannaeyinga, heldur og alla (slendinga. Þeir gæfust ekki upp, heldur snerust gegn erf iðleikunum, sneru heim aftur og sigruðu. Vonandi flytur formaður Vináttufélagsins í Eistlandi þessi tíðindi til síns heima og hvetur þá, sem einhvern tímann einhverra hluta vegna hafa þurft að hverfa frá sinni heima- byggð í Eistlandi/að koma nú aftur og stofna til gagnkvæmrar vináttu. Og að lokum fer vel á því að birta lokaorð ambassadorsins forðum í lauslegri þýðingu: i Gúiag bæði og Grindavík er gott og hollt að vera. i Gúlag er viðhöfð gæska rík, en í Grindavík nóg að gera. Flosi Biyideifur H. Steingrimsson héraðslækiiir á Selfossi: Heilsuvernd og vinnustaður Af tilefni þeirrar um- ræðu, sem nú á sér stað um hollustuhætti oq heilbriqði á vinnustöðum hefir land- læknir mælst til þess að gerð yrði grein fyrir stöðu þessara mála á Selfossi. Eins og kunnugt er varö Selfoss sérstakt sveitarfélag áriö 1946 en kaupsta&ur 1978. Bærinn er þjónustu- og verslunarmiöstöö Arnessýslu, meö sláturhúsum og mjólkuriön- aöi. Byggingariönaöur smárra en stækkandi fyrirtækja setur svip sinn á staöinn. Fiskvinnsla og prjónaiönaöur er i smáum stil. Matvælaiönaöur i tengslum viö sláturhúsin er all-verulegur. íbúar Selfosskaupstaöar 1. des. voru 3304. Um heilbrigöiseftírlit Frá 1970 hefur heilbrigöisnefnd veriö starfandi samkvæmt lögum frá 1969. Frá 1974 hefur heilbrigöisnefnd veriö starfandi á vegum nefndar- innar samkvæmt sömu lögum. Samkvæmt ársskýrslu fyrir ár- iö 1978 voru erindi heilbrigöisfull- trúa eins og hér segir: Varöandi matvæli 29 Varöandi vinnustaöi 39 Sýnitökur 49 Kvartanir 3 ibúöir 2 samt. 122 Eftirlitsskyld fyrirtæki voru talin 1/7 ’79 36. Er hér um aö ræöa matvæla-og byggingariönaö og aöra vinnustaöi. Heilbrigöisfulitrúinn hefur far- iö árlega á þessa vinnustaöi f s.l. sex ár og lýkur þeirri skoöun meö skriflegri umsögn til fyrirtækis- ins. Sumar af þessum eftirlits- feröum hafa veriö farnar I bein- um tengslum viö öryggiseftirlit rikisins. Auk hins reglulega eftir- lits hefur heilbrigöisfulltrúinn unniö aö þeim vandamálum ásamt lækni, sem nefndinni hafa borist. Kvartanir frá starfsmönnum berast oftast fyrst til læknis og þá munnlega, þar sem hér er oft um viökæm mál aö ræöa fyrir starfs- mennina. Dæmi: Starfsmaöur sótti lækni vegna einkenna frá lungum, sem hann taldi stafa frá óhollustu á vinnu- staö. Hann vildi ekk aö nafns sins væri getiö i sambandi viö þessa kvörtun, en heilbrigöisfulltrúinn fékk tilkynningu um máliö og fór á staöinn. Loftræsting var bætt. Hér er um kvörtun aö ræöa frá haustinu 1979. Annaö dæmi um stærra vanda- mál á vinnustaö frá árinu 1976. Trúnaöarmenn kvörtuöu yfir há- vaöa og loftmengun á stóru verk- stæöi sem nýlega haföi veriö tekiö f notkun. Þar átti aö starfrækja bifreiöa- verkstæöi, yfirbyggingar og rétt- ingar bifreiöa og járn- og plötu- verkstæöi allt undir sama þaki. Þetta verkstæöi sem var meir en 2000 ferm. meö mikilli lofthæö, haföi aldrei fengiö viöurkenningu heilbrigöisnefndar. Kvartanir voru þvi: 1) hávaöi. 2) léleg loftræsting. Mælingar voru geröar á vinnu- staönum varöandi báöa þessa þætti, bæöi af heilbrigöisfulltrúa og Oryggiseftirlitinu. Loftræsting reyndist I megnasta ólagi og hávaöinn óviöunandi. Kvartanir starfsmannanna voru þvf á rök- um reistar og ætla mátti aö vinnustaöurinn ylli þeim heilsu- tjóni og minnkaöi vinnugetu og afköst. A vegum heilbrigöisnefndar- innar héldum viö fund meö trúnaöarmönnum starfsmanna og forráöamönnum fyrirtækisins um þetta vandamál, sem ekki varö rakiö til fyrirtækisins heldur hönnuöa hússins. Sýnt var aö byggja þurfti vegg til þess aö skilja aö háværari hluta verkstæöisins. Þaö var fram- kvæmdarkostnaöur á a.m.k. 10 miljónir 1976. Loftræstingu þurfti lika aö bæta. Mál þetta leystist á farsælan hátt. Bflasprautun kom lika til kasta heilbrigöisnefndar og var sú starfsemi lögö niður, eftir að kvartanir höföu borist, og skilyröi sett um starfsemina. Eftirlit og lög Heilbrigöiseftirlit styöst viö lög og reglugeröir, sem i reynd er erfitt aö beita út f hörg. Bryr.leifur H. Steingrfmsson Tvö megin-sjónarmiö höfum viö haft f huga viö þær aögeröir sem « beitt hefur veriö aö hálfu nefndarinnar. 1) Fyrirtækin þurfa umþótt- unar- og aölögunartfma. 2) Starfsmenn hafa mjög mis- munandi aöstööu til þess aö kvarta, því aö menn saga ekki á þá grein, sem þeir sitja á. Heilbrigöiseftirlit hefur fram á sföustu ár veriö af mörgum taliö óþarft og ónauösynlegt. Þegar viö byrjuöum aö starfa aö þessu 1970 voru sjónarmiö okk- ar flestum framandi. Menn sýndu velvilja en skeytingarleysi. En afstaöa starfsmanna og fyrirtækja er gjörbreytt f dag Okkar reynsla er sú, að beiting laganna um hollustuhætti og heil- brigöiseftirlit sé vandasamt verk þar sem skilningur starfsmanna og stjórnenda sé oft mjög ólikur á aöstæöum. Heilsa og heilbrigöi ætti aö vera þaö, sem maöurinn mæti mest eigna sinna. Þaö veröur þvi aldrei of mikil áhersla lögö á hollustuhætti og heilbrigöi á tfmum iönvæöingar og tækni. Þvi ber aö fagna þeirri um- ræöu, sem nú fer fram um þessi mál. Tíma- ritið Mjólk- urmál Út er komiö 1. tbl. ársins 1980 af timariti Tækniféiags mjóikuriön- aöarins, Mjólkurmálum. Eins og alltaf áöur eru margar athyglig- veröar greinar I ritinu. Grein er eftir Pál Lúöviksson, um orkunotkun i mjólkuriönaöi. Guölaugur Björgvinsson skrifar um söluleg og viöskiptafræöileg markmiö I mjólkuriönaöinum. Rekurhannþar nokkuö þróun inn- anlandsneyslu á mjólk og árstföa- sveiflur f mjólkurframleiöslunni. Sföan á árinu 1959 hafa ekki veriö fluttar inn mjólkurafuröir, en þá var smávegis innflutningur. Ariö 1965 var innvegin mjólk 20% um- fram neyslu hér á landi. Þaö er ekki fyrr en áriö 1978 sem umframmagniö veröur jafn mik- iö. Ariö 1974 var umframfram- leiöslan aöeins 3,71% en á sl. ári var hún rétt innan viö 20%. Arstiöarsveiflur I mjólk- urfra m 1 eiös 1 unni eru meiri hér á landi en í nágranna- löndum okkar. Þar er munurinn á minnsta og mesta magni miöað viö mánaöarframleiöslu um 30%. Hér á landi er þessi munur um 100%. Þaö veröur þvf aö draga úr sumarmjólkinni en auka vetrar- mjólkina þegar samdráttur veröur i mjólkurframleiöslunni eftir aö kvóti hefur veriö settur á frmleiösluna. Þá eru greinar f tímaritinu um ýmis tæknileg atriöi I rekstri mjólkurbúa. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.