Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.03.1980, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. mars 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Nokkrar breytingar hafa þegar veriö fyrirhugaöar á þessum teikningum, m.a. aö auka rými fyrir töskur og skó og flytja snyrtiafistöðu fyrir fatlaða yfir I starfsmannaálmu. Þj ónustumiðstöð íBláfjöllum Teikningar af nýju þjónustumiðstöðinni vöktu mikla athygli á ritstjórn Þjóðviljans og hér má sjá þrjá Þjóðviljamenn niðursokkna f þær. Fundu þeir ýmislegt sem betur mætti fara, — en þegar rætt var viö Stefán Kristjánsson Iþróttafulltrúa kom fram aö ábendingar voru vel þegnar og ýmsar athugasemdir okkur voru þegar komnar fram. Ljósm. -eik. Biáfjaiianefnd og iþróttaráð viðkomandi sveitarfélaga hafa iátið gera teikningar af nýrri og glæsilegri þjónustumiðstöð f hin- um vinsælu skiðalöndum f Blá- fjallafólkvangi. Hér er um að ræða 480 fermetra grunnflöt á 180 fermetra kjallara ásamt 150 fer- metra rishæð. Aö sögn Stefáns Kristjánssonar Iþróttafulltrúa hljóðar kostnaðaráætlun upp á 280 miljónir króna og er þá miöað við aö húsið risi á tveimur árum. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum er húsiö hiö myndarleg- asta, en arkitektarnir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson hafa teiknaö það. Umhverfis þaö allt er stór sólpall- ur en gengiö er inn í endum þess, annars vegar inn i starfsmanna- álmu og hins vegar inn i gesta- álmu. 1 starfsmannaálmunni er m.a. sjúkraherbergi, aöstaöa fyrir mótsstjórn ásamt matstofu og fjórum herbergjum. I miöju húsinu er 90 fermetra salur og afgreiösla og eldhús i tengslum viö hann. Þar er ætlaö rými fyrir matstofu og e.k. setu- stofu. I gestaálmunni er snyrtiað- staöa og geymsla fyrir töskur og skó ásamt fatahengi og al- menningssima, en bak viö eld- húsiö er sérinngangur og sorp- geymslur. Stefán Kristjánsson Iþróttafull- trúi sagöi aö hugmyndin væri aö steypa kjallara og grunn uppfrá en vinna húsiö aö sem mestu leyti hér í Reykjavik aö ööru leyti og setja þaö saman uppfrá. Ytra byröi hússins er úr vatnsheldum krossvið sem veröur sniöinn hér og einingarnar slöan fluttar upp- eftir. Eitt af þeim vandamálum sem viö er aö glima I Bláfjallafólk- vangi er klóakiö, þar sem svæöiö er vatnsverndunarsvæöi og þarf þvi sérstakan útbúnaö sem kosta mun á bilinu 25-40 miljónir aö sögn Stefáns. Hann sagði aö miðaö viö 250 miljón króna kostnaö myndi rlkiö greiða 100 miljónir á 4 árum, Reykjavik 100 miljónir og hin sveitarfélögin 6, sem aöild eiga aö fólkvanginum 50 miljónir til samans. Rekstur fólkvangsins kostaöi á slöasta ári 86 miljónir króna en tekjurnar voru 67 miljónir. Auk þess var stólalyftan greidd upp og nam sú greiösla um 65 miljónum króna. Stefán sagöi aö áætlað tap I fyrra heföi veriö 32 miljónir, en vegna mikillar aösóknar I lyfturnar heföi tapiö ekki verið nema 19 miljónir. 1 ár er reiknaö meö aö tapiö veröi um 30 miljón- ir, en Stefán sagöist vera bjart- sýnn á aö þaö yröi mun minna. „Þegar viö erum búnir aö koma upp góöri aöstööu fyrir fólkiö, þá mun rekstur Bláfjallanna ekki vera byröi á sveitarfélögunum”, sagöi Stefán. Bláfjaltanefnd og iþróttaráð fóru fram á 120 miljónir króna til framkvæmdanna á þessu ári frá Reykjavikurborg en sem kunnugt er hefur fjárhagsáætlun borgar- innar enn ekki verið afgreidd. Þegar teikningar af þjónustumiö- stööinni voru kynntar I borgar- ráöi I siöustu viku vildi Albert Guömundsson að aflaö yröi upp- lýsinga um innflutt hús frá Noregi sem hann taldi aö yröi mun ódýr- ara og er nú unniö aö þvi. Iþrótta- ráö og Bláfjallanefnd eru ekki of hrifin af þeirri athugun, — vilja hanna húsiö sérstaklega fyrir fólkvanginn og álíta aö þessi skoöun tefji máliö um of. —AI Húsið á að vera einstakt fyrir þennan stað eins og t.d. sklðaskálinn I Hveradöium var hannaður á slnum tlma, sagði Stefán Kristjánsson IþróttafuIItrúi, en fþróttaráð og Bláfjallanefnd hafa lagst gegn hug- myndum um innflutt bjálkahús. Feröafélagiö Útivist 5 ára: Aðal- fundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sunnudaginn 23. mars n.k. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir ábyrgðarmönnum eða umboðs- mönnum þeirra við innganginn. Stjórnin Félag starfsfólks i veitingahúsum Aðalfundur verður haidinn mánudaginn 31. mars kl. 8.30 að óðinsgötu 7. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin s ooo » Nýr helgarsími Við viljum vekja athygli á nýjum helgarsima af- greiðslunnar. Laugardaga frá kl. 9—12 og 17—19 er af- greiðslan opin og kvörtun- um sinnt i sima 81663. — Virka daga skal hringt i að- alsima blaðsins, 81333. uoanuiNN simi 81333 — virka daga simi 81663 — laugardaga SmÓQuglýsingadeild verður opin um helgina. I dog - lougordQg - kl. 10-14 Á morgun - sunnudog - kl. 14-22 Auglýsingornor birtost monudog Áuglýsingodeild VISIS Simi 86611 - 66611 Tvær afmælisferðir Hjartkær eiginkona mln Feröafélagiö OTIVIST var stofnaö 23. mars 1975 og hefur þvl starfaö I 5 ár um þessar mundir. Stofnfélagar voru rúmlega 50 og nú er féiagatalan um 1400. A þessum árum hafa komiö lít 5 ársrit, sem bera nafniö Útivist 1- 5.1 þessum ritum er blandaö efini, feröasögur, leiöalýsingar, greinar sögulegs efnis, þættir um blóm og steina o.s.frv. Ritiö er mjög myndskreytt, einkum er mikiö lagt i litmyndir, allt upp i 46 litmyndir i hverju riti. Enn er litilsháttar óselt af þessum 5 árs- ritum og nýir félagar geta eignast þau fyrir samtals 15 þds. kr. meöan upplag endist. Er þaö ekki hátt bókaverö nú. Strax i upphafi var efnt til feröalaga og var fyrsta feröin farin á Keili, 6. april 1975. 71 þátt- takandi var i þeirri ferö. Ýmsar Framhald á bls. 17. Júlíana Oddsdóttir andaöist á Landakotsspitala miövikudaginn 19. mars. Magnús Guöbrandsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.