Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN MiAvikudagur 9. aprfl 1980 I---------------------- j Ingólfur Margeirsson: Heimilisdraugar Undarlegur maður Böðvar Guðmundsson. t stað þess að svara grein Einars Karls Haraldssonar þ. 25. mars á forsendum rökræðna um Þjóðviljann, velur hann þann kostinn að hafa langan aðdraganda að máli slnu þar sem hann reifar viðskipti sin við starfsmenn blaðsins og þó aöal- lega við undirritaðan. Það leiðinlega er hins vegar aö Böðvar lýgur sumu en sleppi.r öðru i hinum langa for- mála að greininni ,;Sá vondi spirall”, sem birtist í Þjóðvilj- anum þ. 3. april. j i Þegar mér barst grein IBöðvars Guðmundssonar i hendur, „Hin dýra membrana”, fimmtudag, þ. 13. mars, las ég ■ hana að sjálfsögðu yfir. Gert Ivar ráð fyrir birtingu hennar i Sunnudagsblaði þ, 16. mars. Eftir lestur greinarinnar lagði • ég ritsmið skáldsins fyrir rit- Istjóra Þjóöviljans og spurði hvort þeir vildu svara grein- inni. Einar Karl svaraöi þvi • játandi og óskaði eftir þvi að Isvargrein hans birtist i sama blaöi. Sem umsjónarmaöur Sunnudagsblaðsins kvaöst ég • ekki geta samþykkt þá Iráðstöfun nema bera málið undir Böðvar Guðmundsson. Litill timi var til stefnu og • miklar annir á heröum Iumsjónarmannsins, enda að nálgast vikulok. Engu að siður gerði ég Itrekaðar tilraunir til • að ná sambandi viö Böðvar Guðmundsson bæði I heimasima og sima Menntaskólans á Akur- eyri, en án árangurs. ■ Þar sem sýnt var að ég I______________________________ næði ekki tali við Böðvar áður en ég gengi frá umræddu Sunnudagsblaöi (siðustu skil eru á föstudegi), tók ég þá ákvörðun að biöa með birtingu greinar hans fram á næstu helgi. Hélt ég svosimaeltingar- leiknum áfram og náði loks i Böðvar i Reykjavik, föstudags- kvöld, þ. 14 mars, nokkru fyrir miðnætti. (Ekki laugardag eins og Böðvar skrifar). Lagði ég málið fyrir Böðvar, og kvaðst hann ekki samþykkja að Einar Karl svaraði I sama blaði. Stakk ég þá upp á því að báðar greinarnar my.ndu birtast sem dagskrárgreinar.enBÖðvar tókþvi viðs fjarri. Loks kom Böðvar meö þá hugmynd að birta svar sitt við svari Einars við sinni upphaflegu grein, allt i sama Sunnudagsblaði,,og sam- þykkti ég það enda orðinn þreyttur að standa I stappi við skáldiö. — o — 1 sjálfu sér er það tít I hött aí fara að rekja simtöl I blaða- greinum. En þetta finnst Böðvari Guðmundssyni við- eigandi, og kemst ég þvi ekki hjá þvi aö leiðrétta leik- skáldið örlitið. Að mér þætti ekki greinin birtingarhæf er ein- faldlega lýgi. Við áttum langt simtal saman og talið barst að sjálfsögöu að umræddri grein og ég sagði Böðvari eins og mér fannst, að þarna ætti mikil einföldun sér stað, þótt ég væri sammála ákveðnum þáttum greinarinnar. Ég tek hins vegar aldrei miö af skoðunum manna er ég vel greinar til birt- ingar. Það veit Böövar manna best, þvi þann eiginleika telur hann minn mesta glæp sem blaðamanns: Að ræða viö menn með andverða skoðun I pólitik og skrifa ekki samkvæmt ritningum marxista I einu og öllu er brottrekstrarsök af mál- gagni sósialista. Þarafleiðandi á ég betur heima á Helgar- póstinum eöa Helgarblaöi VIsis. (Sjá „Hin dýra membrana”.) Þetta er sá sami Böövar Guðmundsson sem sakar mig um stalinisma (,,Sá vondi spirall”). Ég benti Böðvari einnig á,að skáld sem hann bæru betra skynbragð á skrifaðan texta og hefðu meiri tima að velta fyrir sér stflbrögöum ýmiss konar en önnum kafnir blaðamenn. Hins vegar hefðu blaðamenn meiri reynslu og þekkingu á fréttaöfl- un og blaðavinnslu en leikrita- höfundur á Akureyri, og þess vegna væru mörg gagnrýnisatr- iöi Böðvars út i hött og skrifuð af vanþekkingu. Böðvar segir mig hafa skammað sig og ég hafi verið i töluveröri hugaræsingu (,,Svall móður”). Ég man ekki betur en að samtal okkar hafi farið prúð- mannlega fram, að fráskildum nokkrum áherslusetningum þar sem söngvarinn Böövar Guðmundsson hækkaði sig um eina áttund eða svo, allt eftir hljómfalli umræðnanna. — o — Framhaldiö er eins og hér segir: Næstu viku (8. viku) fór ég að hugleiða mál þessi og sá þá skripaleikinn fyrir mér I Sunnudagsblaðinu: Böðvar skrifar um Þjóðviljann, Einar Karl svarar Böðvari, Böðvar svarar Einari Karli — og allt i sama blaðinu. Ég lagði þvi leið mlna til Einars Karls, og sagðist ætla aö birta grein Böðvars svaralaust i næsta Sunnudagsblaði (24. mars), og lagði til að grein Einars birtist sem dagskrár- grein i fyrsta blaði eftir helgi (þriðjudag 25. mars). Samþykkti Einar það án athugasemda. Siðan hófst ný lota I sima- leiknum „Leitaö aö leikrita- höfundi”. Ekki var Böðvar heima, nýfarinn úr Menntaskól- anum, alls ókominn heim og þar fram eftir götunum. Til að kóróna allt fékk ég þær upplýs- ingar á Akureyri á föstudag,að skáldið væri farið til Isafjarðar en þar stæði yfir kynning á verkum hans og væri ekki hægt að ná i hann i sima. Akvað ég þá að birta grein Böðvars eina á parti, þótt svar- grein hans við svari Einars hefði borist I millitfðinni. Og þannig fóru leikar: Sunnu- daginn 23. mars birtist grein Böðvars, þriðjudag grein Einars. Sama dag og svargrein .Einars birtist náöi ég simsam- bandi við Böðvar og tjáði honum gang mála, og bætti við að hægðarleikur væri að birta svargrein hans við svari Einars sem dagskrárgrein sömu viku, ef felldar væru niður nokkrar setningar sem höfðuðu til þess að svargreinin átti upprunalega að birtast i Sunnudagsblaöi. Nei, það var ekki hægt. Hann hafði skrifaö sina grein sem svargrein við svari Einars við upphaflegu greininni og allur sá pakki átti aö birtast I Sunnu- Magni Kristjánsson skipstjóri: Kolmunnamessur Undirritaður hefur yfirleitt ekki fundiö hjá sér hvöt til að hlaupa I fjölmiðla meö leiörétt- ingar þö stundum sýnist þar hall- að réttu máli eða sannleikanum misþyrmt með þögninni. Hér skal þó gerð undantekning. Á sunnudaginn var talaði fréttamaður útvarps við forstöðu- mann Rannsóknarstofnunar fisk- iðnarins Björn Dagbjartsson i fréttaauka. Umræöuefnið var norrænt samstarf um margt er lýtur að kolmunnaveiöum. Veið- arfærin, vinnslutilraunir o.fl. Fréttamaðurinn spurði hvað komiö heföi út úr þessum tilraun- um og I svari Björns er ómaklega vegið að islenskum skipstjórnar- og útgerðarmönnum. Auk þess er hallað réttu máli, þó vafalaust ekki visvitandi. Enda ekki hægt aðgera þá kröfu til matvælaverk- fræðings aö þekkja þróunarsögu veiöarfæra. Björn taldi að út úr þessu samnorræna samstarfi hefði m.a. komið það að ný veiðitækni heföi komið fram. Norðmenn og Fær- eyingar hefðu nýtt sér þetta, en af „einhverjum ástæöum” hefðu is- lenskir skipstjörar og útgeröar- menn ekki nýtt sér þessa tækni. „Þó var Guðni Þorsteinsson bú- inn aö birta þeim þetta”. Þetta er rangt. Mér vitanlega hafa engir noröurlandabúar markaö spor I þróunarsögu flot- vörpunnar utan einn. Sá heitir Bjarni Ingimarsson skipstjóri, og hann fann upp umrætt veiöarfæri. Hvorki meira né minna. Siðan ekki söguna meir. Frá þeim tima hefur flotvarpan verið i sifelldri þróun. Þau stökk sem Björn á við i þessari þróun, þ.e. stækkun möskvans i vörpu- opinu úr 0.8 — 2 m. i tug eöa tugi metra eru ekki aö frumkvæöi noröurlandabúa. Þann heiður eiga Þjóöverjar og Fransmenn, a.m.k. hér á vesturhveli. Hitt, aö islenskir skipstjórar hafi ekki tekiö sönsum og notaö röng veiðarfæri þrátt fyrir við- leitni Guðna Þorsteinssonar aö leiöa okkur i allan sannleika varöandi veiðibúnaðinn er furöu- leg staðhæfing. Ég á bágt með að trúa aö Björn viti ekki betur. Ég get fullvissað Bjöm um að þessi stóri sannleikur var okkur skip- stjórunum ljtís. Aörar ástæður liggja að baki þess að við höfum dregist aftur úr öðrum þjóðum við kolmunnaveiðarnar. Ég tel mig þekkja þær ástæður aö nokkru,og i sannleika sagt held ég að Bjöm þekki þær lika. A s.l. ári jukust kolmunnaveiðarnar I heiminum úr 560 þús. tn. i 1,2 — 1.4 miljón tn. A sama tima dróst afli Islendinga saman, þ.e.a.s. úr rúmlega 40 þús. tn. 1978 I tæplega 20 þús. tn. 1979. Þó að Bjöm hafi verið aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra á umræddu tima- bili tel ég hann ekki bera neina ábyrgð á þessari óheillaþróun. Aftur á móti hlýtur yfirmaöur hans á umræddu timabili að eiga Magni Kristjánsson hér nokkra sök. Nema djobbið sé bara húmbúkk. Auðvitað gekk kolmunninn dýpra I fyrra en áður. Þrátt fvrir allt var þó veiðisltíöin nær Aust- fjöröum en Murmansk. Ekki hefði sakaö að segja frá i umræddu viðtali aö I vetur hafa tvö stærstu og fullkomnustu kol- munnavéiðiskip Færeyinga verið aö veiöum, að sjálfsögðu með „nýju tæknina” á vegum opin- berra aðila þarlendis. Ólikt höf- umst vér aö. Bjöm er að minu mati afar hæfur maöur 1 sinu starfi, en mér fannst hann hætta sér út á hálan fs i þessu samtali. Við erum áreiðanlega báðir einlægir áhugamenn varðandi framgang kolmunnaveiða og vinnslu hér viö land og þrátt fyrir þessi oröaskipti ætti ekki að þurfa að slettast uppá vinskapinn. Lái mér hver sem vill þó ég reyni aö reka þessi slyðruorð af skipstjórastéttinni og útgerðar- mönnum. Spurningin varðandi framgang kolmunnaveiöanna við Island er þessi: Hvenær hættum við að messa og hefjumst handa? Með þökk fyrir birtinguna. Magni Kristjánsson. Skólaskákmót Sudur-Múlasýslu Skólaskákmót S.-Múlasýslu 1980 var haldið á Eskifirði 15. mars s.I. Keppt var i eldri flokki, 7.- 9. bekk og yngri flokki, 1.- 6. bekk. I eldri flokki voru kepp- endur 10 frá 7 sktílum I sýslunni. Skólaskákmeistari varð Þorvaldur Logason, Nes- kaupstað, sigraði alla andstæö- inga sina 9 að tflu. Röð efstu manna: Vinningar. Þorvaldur Logas. Neskst. 9 Magnús Steinþórss. Egilsst. 8 Óskar Bjarnas.Neskst. 6 Guöjón Antoniuss. Eiðum 6 I yngri flokki voru keppendur frá 5 skólum. Hermann Hlöðvers- son, Eskifirði, varö skólaskák- meistari, sigraði alla andstæö- inga sina. Röð efstu manna: Vinningar. Hermann Hlöðverss. Eskif. 8 Hlynur Askelss. Eskif. 5 HelgiHanss. Neskst. 5 Stefán Guöjónss. Stöðvarf. 5 Tveir efstu menn i hvorum flokki halda áfram i Kjördæmis- mót sem haldiö verður I april. Þar verða einnig meöal keppenda 2 úr A-Skaftafellssýlu og 2 úr N- Múlasýslu. Sigurvegari i Kjör- dæmismóti vinnur sér rétt til þátttöku i landsmöti þar sem keppt verður um titilinn Skóla- skákmeistari lslands. dagsblaðinu 23. mars. Fyrst við hefðum breytt þessu, yröi hann að skrifa svar sitt til Einars alveg upp á nýtt sem sjálfstæða dagskrárgrein, sem hann mundi senda siðar. Gott og vel, og skildum við þar að skiptum. — o — Undarlegur maður Böðvar Guðmundsson. Nokkru siðar kemur á rit- stjórnarskrifstofur Þjóðviljans hin „nýja” svargrein hans við skrifum Einars Karls. Og hvað kemur I ljós þegar umslagiö er opnað? Jú, ijósrit af fyrri svar- greininni með áhangandi formála þar sem sorgarsagan er rakin og túlkuð af skáldinu með ivitnunum I einkaviðtöl, og persónulegt samkomulag, sem ég i einfaldleik minum hélt að allir aðilar hefðu sæst á. Það er alltaf sorglegt þegar málefnaleg umræða þarf aö sökkva niður á svona lágt plan. Stjórn Iðn- ráðs Rvíkur Aðalfundur Iðnráðs Reykjavík- ur var haldinn sunnudaginn 2. mars sl., en innan Iðnráðs Reykjavikur eru fulltrúar 36 iðn- greina, 2 fyrir hverja iðngrein — Tryggvi Benediktsson flutti skýrslu framkvæmdastjórnar siöustu fjögurra ára og sam- þykktir voru reikningar sama timabils. Kjörin var ný fram- kvæmdastjórn til næstu fjögurra ára og sitja I henni Tryggvi Bene- diktsson formaður og aörir I stjórn Lúther Jónsson, ólafur Jónsson, Sigurbjörn Guðjónsson og Sigurður Hallvarðsson. Skrifstofa Iönráðs Reykjavikur i Iðnaðarmannahúsinu að Hall- veigarstig 1 er opin á fimmtu- dagskvöldum kl. 18.00 — 19.00. Leiðrétting 1 viðtali, sem undirritaöur átti við Hjalta Pálsson framkvæmda- stjóra um ferðalög á hestum og birtist á forslðu Ferðablaðs Þjóð- viljans 3. april sl. hefur orðið meinlegt slys. Hjalti er aö þvi spurður hvaö það sé, sem dragi hann „svona oft á hestbak til lengri eða skemmri feröalaga”. Hjalti svaraði: „Það er nú kannski ekki svo auö- velt að svara þvl I mjög stuttu máli svo sem hér verður vist að vera. Ef ég ætti að segja þaö I einni knappri setningu þá mundi ég oröa hana þannig: þaöersam- félagið við hestinn og samfélagið við landið.”. Hin „knappa” setning, sem hér er undirstrikuö, týndist hreinlega einhversstaöar I prentverkinu. Þetta er nauðsynlegt að leið- rétta þvi i raun og veru eru þau orð, sem niður hafa fallið, þunga- miöjan I þessu spjalli okkar Hjalta. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.