Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 15
Miövikudagur 9. apríl 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Flóttinn yf ir K j öl Sjónvarp kl. 22.05 t kvöld verður sýndur I sjón- varpinu fyrsti þátturinn af fjórum um styrjaldarárin siðari I Skandinaviu. Þessi heimildamyndaflokkur er gerður af sænska og norska sjónvarpinu i sameiningu. 1 fyrsta þættinum er m.a. lýst innrás þýska hersins i Noreg, 9. april 1940. Hákon Noregskonungur, Ólafur krón- prins og fleiri flýja til Sviþjóðar. Þýðandi þáttanna er Jón Gunnarsson. -ih Heillandi heimur Sjónvarp kl. 21.05 „Heillandi heimur” nefnist annar þáttur breska fram- haldsmyndaflokksins um Charles Darwin, þann sem fyrstur manna vogaði sér að segja að viö værum öll af öp- um komin. Þættirnir eru að mestu leyti byggðir á sjálfsævisögu þessa umdeilda visindamanns, og segja frá ævintýralegum leiðangri til Suður-Ameriku. I fyrsta þætti kynntumst við Darwin, ungum læknissyni i Shrewsbury. Hann vill hvorki verða læknir né prestur, en hefur hinsvegar mikinn áhuga á náttúrufræöi. I Cambridge kynnist hann prófessor Hens- low, sem verður örlagavaldur hans. Prófessorinn útvegar unga manninum starf um borð i „Beagle”, einu af skipum breska flotans, og i desember 1831 er lagt úr höfn i mikinn ævintýraleiðangur. Þýöandi er óskar Ingimars- Enn um megrun Útvarp kl. 20.45 Þeir hjá útvarpinu eru stað- ráönir i að láta landsmenn megra sig. I síðustu viku stjórnaði Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir fyrsta þættin- um af fjórum um megrun, og I kvöld veröur þessu haldiö áfram, enda mun vart af veita, eftir páskaátið. Guðrún Guölaugsdóttir stjórnar þættinum i kvöld, sem nefnist„Hætta skal á hárri lyst”. Þar veröur fjallað um heilsuhæliö I Hveragerði og gildi náttúrulækninga og heilsufæöis. Rætt verður við Þórhall ólafsson lækni, Pálinu R. Kjartansdóttur matráðs- konu, dr. Laufeyju Stein- grimsdóttur næringarfræöing, og fleiri. í næstu viku mun Ingvi Hrafn Jónsson fjalla um Lln- una, og I siðasta þættinum kynnir Kristján Guölaugsson austurlenskar megrunaraö- ferðir. -ih Súrheys- turninn á Lundi og Torfu- nefs- bryggja I Norðurlandi, málgagni sósialista I Norðurlandskjör- dæmi eystra, birtist 20. mars s.l. eftirfarandi pístill eftir Böðvar Guðmundsson: Vikur nú sögunni til Akureyr- ar. Þar er fólk að keppast við að flaka fisk og spinna ull, nokkrir súta skinn og aðrir smiöa öngla og skeifur. Dálaglegur hópur fólks vinnur við að hleypa skyr og osta, þar má einnig sjá mikil undanrennutrog og rýkur úr húsum þar sem krofin hanga. Þar er verið að byggja fagran bæ, breiðar götur og greiðar. Þar er höfn betri en annars staða'r á Norðurlandi. Sá hefur þó verið ljóður á bæjarbrag þar að umferð um miðbæ hefur löngum verið treg, götur gaml- ar og þröngar enda frá dögum dönsku verslunarinnar þegar ekkert fór breiðara um veg en kaupmaður Jensen. Nú er ætlunin að brjóta blaö i sögu bæjarins og breikka götur. Það er þó dálitlum erfiðleikum háð, þar sem breikkun verður aðeins gerð á kostnað sjávar. Undir hinum breiða miðbæjar- veginum eins og hann litur út á teikningum lendir reyndar Torfunefsbryggja og hefur orðið ágreiningsefni. En hvað er verið að sýta þaö þó ein höfn, — reyndar góö, — lendi undir vegi sem verður sönn staðarprýði og menningar- verðmæti þegar fram i sækir. Upphófst flokkur i bænum og safnaði undirskriftum gegn hin- um breiða veginum og með höfninni. Ég er einn þeirra sem lét vélast og skrifaði nafn mitt undir skjalið. Ingólfur Arnason hefur siðan bent á aö þeir sem nöfn sin rituðu á skjaliö eru ann- að af þessu tvennu, utanbæjar- menn eða unglingar. (Nema hvort tveggja sé, — sem er svi- virðilegast af öllu) Ég er á fimmtugsaldri og á lögheimili á Akureyri og veit varla mitt rjúkandi ráö, hvorn flokkinn ég eigi heldur að fylla. Best er að vera hvorugt, utan- bæjarmaður eða unglingur. Þess vegna hef ég breytt um skoðun. Ég vil fá fallega hrað- braut þar sem bryggjuræksnið stendur, og ég vil fá fallegan veg yfir leirurnar, helst vildi ég aö hægt væri að fylla upp i fjörð- inn fyrir innan Hrisey og mal- bika yfir. Prestur kom á bæ aö húsvitja, á bænum var fátt fyrir er viö söguna koma, getið er aðeins konunnar og drengs hennar er Ólafur hét. Prestur spuröi dreng og var hann fáfróður mjög og gat fáu svaraö. Siöast spyr prestur hann hvort hann mundi heldur vilja fara til himnarikis eða helvitis. ólafur varö hér sem fyrri seinn til svars, en móðir hans greip máli fyrir og mælti: „Sittu kyrr á skák þinni og farðu hvorugt, Láfi litli.” Melasigðir, notaðar til að skera melgrcsi (Þjóðminjasafnið — Ljósm. :gel) Sumir eru að spá siðbúnu páskahreti Iár. Þeir bjartsýnu segja þó að bráðum komi betri tið með blóm i haga, og lóan hlýtur ltka að standa I þeirri meiningu, þvl hún er komin. Kannski verður rokið og slabbið að leiðinlegri minningu innan skamms. Ljós. —eik—. ins á meðap fúnir bryggju- stólparnir visa niður i fúlt diki botndrullunnar. Næst þegar unglingarnir og utanbæjarmenn finna hjá sér löngun til að blanda sér i mál efni Akureyrar ættu þeir að safna gögnum um sögu súrheys- turnsins, safna umsögnum fólks sem hirti hey i hann, safna myndum af kúm sem úr honum átu og siðast en ekki sist safna undirskriftum þeirra sem ekki vilja láta rifa hann eða leggja veg i gegnum hann. Björgum súrheysturninum á Lundi. Bryggjan á ekkert skylt við menningarverðmæti, hún er tákn fornrar niðurlægingar og ófremdarástands þegar danskir réðu fyrir verslun og islenskir voru látnir púla við uppskipun fyrir sultarlaun. Slikir staöir eru ekki menningarverðmæti. Það er aftur á móti súrheys- turninn á Lundi. Hann ætti að varðveita. Ekki er vist að nokk- ur bær (BORG) geti státað af súrheysturni i hjarta sinu annar er Akureyri. Auk þess er súr- heysturninn tákn bændamenn- ingar og brattsækinna framfara, hann bendir til him- Gamlir munir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.