Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. aprfl 1980 Sf. Stuðlastál Akranesi Framleiðum sorpbrennsluofna (sjá Sveitarstjórnarmál). Pantanir óskast sem fyrst. Simar: 93-1614, 1581 og 2490. Einnig eftir kl. 5 á daginn. i ! STUÐLASTAL i.. . , ! Skákkeppni i stofnana 1980 hefst i A-riðli mánudaginn 14. april kl. 20.00. og i B-riðli miðvikudaginn 16. april kl. 20.00. j Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad ; kerfi i hvorum riðli fyrir sig og fer keppnin fram að Grensásvegi 46. Hver sveit skal skipuð 4 mönnum auk 1 — 4 til vara. Þátttöku i keppnina má tilkynna i sima Taflfélagsins á kvöldin kl. 20—22. Lokaskráning i A-riðil verður sunnudag- inn 13. april kl. 14-17 en i B-riðil þriðjudag- inn 15. april kl. 20—22. TAFLFÉLAG REYKJA VÍKUR GRENSÁSVEGI 46 REYKJA VÍK, SÍMI 83540 NÓT SveinaféLag netagerðarmanna Þeir félagsmenn, sem ætla að sækja um lán til lifeyrissjóðs félagsins, sendi um- sóknir fyrir 15.april. Stjórnin. r ! i I I i i í i I I í i I Akraneskaupstaður Laus er til umsóknar staða bæjarritara Akraneskaupstaðar frá 1. júni nk. að telja. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og bæjarritari i sima 93-1211 eða 93-1320. Umsóknir er greini aldui\ menntun og fyrri störf þurfa að berast á Bæjarskrif- stofuna Kirkjubraut 8 fyrir 1. mai n.k.. Akranesi 2. april 1980. Bæjarstjórinn. % v % % % V % Nýr helgarsfmi Við viljum vekja athygli á nýjum helgarsima af- greiðslunnar. Laugardaga frá kl. 9—12 og 17—19 er af- greiðslan opin og kvörtun- um sinnt i sima 81663. — Virka daga skal hringt i að- alsima blaðsins, 81333. ÞMMUINN simi 81333 — virka daga simi 81663 — laugardaga Styrktarfélag aldraöra á Suðurnesjum Vel staðið að málum ætlað er að þeir geti orðið allt að 60 siðar meir. Bændum á svæöinu skal sér- staklega bent á að hafa sem fyrst samband við félagið og gerast félagar. Framhalds- stofnfundur verður haldinn að loknum vorönnum. ístjórn félagsins voru kjörnir Sveinberg Laxdal, Túnsbergi formaður, Kristján Hannesson, Kaupangi, Eirikur Sigfússon, Silastöðum, Guðmundur Þóris- son, Hléskógum og Ingi Þór Ingimarsson, Neðri-Dálksstöð- um. —mhg Félag kartöflu- bænda við Eyjafjörð Þann 13. mars sl. var stofnað „Félag kartöflubænda við Eyja- fjörð”. Tilgangur félagsins er aö vinna alhliða að vexti og við- gangi kartöfluræktar á félags- svæðinuen það er svæði Búnað- arsambands Eyjafjarðar og tveir vestustu hreppar Suður- Þingeyjarsýslu, Grýtubakka- hreppur og Svalbarösströnd. Samkvæmt lögum félagsins, sem samþykkt voru á stofn- fundinum, geta þeir orðið fé- lagsmenn sem rækta kartöflur til sölu og eru ábúendur á lög- býli og/ eða eru heimilisfastir á lögbýli. Félagið hyggst beita sér fyrir stofnun landssambands kart- öflubænda og einnig neytenda. Núverandi ástand I framleiðslu- málum landbúnaðarins almennt gerir það mjög brýnt að vel sé hugað að þeim búgreinum, sem eiga enn eftir að geta vaxið og dafnað. Þrjátlu bændur gerðust félagar á stofnfundinum en á- • Hin slðari árin hefur mjög I vaxið skilningur manna á nauð- I syn þess að sinna betur málum I aldraðs fólks en löngum hefur • verið gert á landi hér. Hafa ibú- I ar Suðumesja i engu verið eftir- I bátar annarra hvað þetta snert- I ir. Styrktarfélag aldraðra hefur ■ starfaö þar i 6 ár. Var stofnað 3. I febr. 1974. Samkvæmt lögum félagsins ' er tilgangur þess m.a. sá, ,,að J stuðla að atvinnumöguleikum I fyrir aldraö fólk og vinna að vel- I ferðarmálum þess með þvi að • vekja og auka skilning almenn- J ings og forráðamanna bæjar og I rikis og stuðla að þvl að slík I þjónusta veröi veitt”. Styrktarfélag aldraðra á Suð- ! umesjum hefur unnið mikið og I gott starf. Meðal annars um I starfsemiþessmá nefna, aöþað ■ hefur haft „opin hús” til skiptis ! á hinum ýmsu stöðum á féiags- I svæöinu. Þar er spilað, þar j Aðalfundur ! Tónlistar- | félags i Fljóts- dalshéraðs Aðalfundur Tónlistarfélags | Fljótsdalshéraös er nú nýaf- ■ staðinn. Félagið hefur ekki I starfaöaðundanförnu en hyggst I nú taka til höndum á nýjan leik, | að þvi er Austurland greinir frá. • Miklar umræður og fjörugar I urðu á fundinum um félagið, I fortið þess og framtiðarstarf. | Tónlistarfélögin voru yfirleitt • stofnuðl þvi augnamiöi að koma I á fót tónlistarskólum og reka I þá, gangast fyrir heimsóknum I tónlistarmanna og efla tónlist ■ og tónlistaráhuga meöal félags- j manna. Arangurinn af starfi I Tónlistarfélags Fljótsdalshér- I aðs hefur m.a. verið sá, að ■ stuöla aö og raunar koma á fót I Tónkórnum og lúðrasveitinni I Þresti. I Margir nýir félagar gengu til ■ liðs við Tónlistarfélagið á aðal- I fundinum. Fráfarandi stjórn I baöst undan endurkjöri en nú- > verandi stjórn skipa: Guðrún I' Þorbjarnardóttir, Arni Isleifs- son, Hermann Eiriksson, Jón- björg Eyjólfsdóttir og Emilía Sigmarsdóttir. —mm/mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason drekka menn saman kaffisopa og ýmis skemmtiatriði fara þar fram. Astæða er til að geta þess, að Kvenfélag Keflavikur hefur ávallt staðið fyrir skemmtunum fyrir aldraða að loknum ára- mótum en brá nú á hinn bóg- inn á þaðráðfyrir siðustu jól, að hafa jólahugvekju i safnaðar- heimili Innri-Njarðvikur. Var það vel þegiö. En óefað er það rétt, sem seg- ir i Suðumesjatiðindum, aö tómstundastarfiö fyrir aldraða sé eitt hið ágætasta sem félagið beitir sér fyrir. Þaðhófst þegar á árinu 1975, einu sinni I viku, og gerir enn. Til að byrja með var þarna um að ræða alls konar föndur einsog smíöa- og leir- vinnu ýmisskonar. Þá hefur fé- lagið og gengist fyrir stuttum skemmtiferðum innanlands og sólarlandaferðum. A sfðasta ári var efnt til þorrablóts og vegna vinsælda þess var það endurtek- ið i ár. Um 300 manns sátu þorrablótið. Mikilsverðum áfanga var náð þegar sveitarfélög á Suðurnesj- um komu upp dvalarheimili aldraðra, Garðvangi i Garði, sem tekinn var i notkun i nóv. 1976. Nú stendur yfir bygging leiguíbúða fyrir aldraða i Kefla- vik. A aöalfundi félagsins, 2. febrúar, var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Fundurinn fagnar þvi að við- ast hvar á svæðinu hafi veriö komið á heimilishjálp fyrir aldraða og hvetur til þess aö á stöðum sem slikt er ekki fyrir hendi, verði því komið á hið fyrsta. Þá lýsir fundurinn ánægju sinni með það, að þjónusta á Heilsugæslustöð Suðurnesja hafi verið aukin. Nú er þar starfandi sérfræðingar á flest- um sviöum, sem kemur sér einkar vel fyrir aldraða. Um leið villfundurinn benda á að hvergi megi til spara svo að þjónusta við aldraða verði sem best og að þeir, sem við hana vinna, hafi sem besta þekkingu og menntun til þeirra hluta. Einnig fagnar fundurinn þvi, að framkvæmdum við byggingu ibúða fyrir aldraða i Keflavlk miðaði samkvæmt áætlun og hvetur fundurinn til þess, að nú þegar verði hugað að frekari framkvæmdum við byggingu ibúða fyrir aldraða og að einnig verði komið á hiö fyrsta dag- vistarstofnunum fyrir aldraða. Fundurinn vill minna á fram- komna tillögu i bæjarstjórn Keflavíkur þann 27. febr. 1979, um varanlegan vinnustað fyrir aldraða og öryrkja. Vill fundur- inn beina þeirri eindregnu ósk til bæjarstjórnar aö hún láti til- löguna koma til framkvæmda á næsta fjárhagsári”. Stjórn félagsins skipa : Matti Asbjörnsson, form., Elsa Eyjólfsdóttir, Soffia Magnús- dóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Guðrún Sigurbergsdóttir og Astriöur Siguröardóttir. —mhg Sparísjóður Keflavikur: Öflugur og vaxandi Niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings Sparisjóðs Keflavikur fyrir sl.ár eru 1.461.686.954 og er það fast að 100% aukning frá árinu áður. Innistæður jukust um 1.828 milj. kr. eða 63%, velta jókst um 57% en alls varð árs- veltan 164.3 miljarðar. Vara- sjóður Sparisjóðsins er 577.3 milj. Lausafjárstaðan er góð. Þetta kom fram á aðalfundi Sparisjóðsins, sem haldinn var 22. febrúar sl. Hjá útibúi Sparisjóðsins i Njarðvik jukust innstæður um 186%. Aformaö er að hefja i haust byggingu á nýju húsi fyrir sparisjóðinn. Ahúgi er á þvi aö opna útibú frá sjóðnum, bæöi i Garöi og Grindavik og hefur veriö sótt um þaö til Seðlabank- ans en leyfi enn ekki fengist. Sparisjóðurinn rekur tölvu- þjónustu fyrir Suðurnesjasvæð- ið. Starfsmenn eru 37. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.