Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 Úr upplýsingum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar Reykingar eða heilbrigði Þitt er valið Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn er haldinn sjöunda dag aprilmán- aðar ár hvert til að ieggja áherslu á markmið i stofnskrá Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, sem tók gildi fyrir 32 dögum. Valin eru kjörorð dagsins hverju sinni og nú eru þau: Reykingar eða heii- brigði — þitt er valið. Sýnir þetta ljóslega hve mikla áherslu stofnunin leggur á alþjóð- lega vakningu til aukinnar baráttu gegn þvi mikla böli sem hlýst af reykingum. Af tilefni alþjóðlega heil- brigðisdagsins sendi stofnunin frá sér flokk greina, sem fjalla allar um reykingavandamálið. Það sem fer hér á eftir er að mestu unnið upp Ur nokkrum þeirra. Drepsótt úr vestri Aður fyrr byrjuðu svartidauöi og kólerufaraldrar I Austurlönd- um fjær og bárust smám saman til hins vestræna heims. Þessir faraldrar stráfelldu miljónir manna á leið sinni. Fáfræði um orsök þeirra kom I veg fyrir aö gripið væri til áhrifarikra að- gerða. Nú ógnar nýr faraldur heimin- um. Hann á upptök sin hjá vest- rænum rikjum og getur verið jaöiskæður og áðurnefndar drep- sóttir. Afleiöingar hans eru ekki eins augljósar og hann breiðist dult út. Samt er orsök þessarar farsóttar þekkt og útbreiðsla hennar er dyggilega studd af þeim sem hafa fjárfest i siga- rettuf ramleiðslunni. Þaöhæfirvel aö árið 1980 verði timamótaár sem heimurinn helg- ar reykingavandamálinu. Þótt „smitunin” hafi breiöst út og nái nú til allra hluta heims er ennþá unnt að stöðva hana og minnka fjölda þeirra barna sem taka upp ósiðinn og eiga á hættu að deyja eða verða örkumla af hans völd- um. 1 Bretlandi er sigarettureykur lang alvarlegasta umhverfis- mengunin og reykingar ein meginorsök hárrar dánartiðni úr lungnakrabbameini, kransæða- sjúkdómum og langvinnri berkju- bólgu. Einn af hverjum þremur sem taka upp á þessum ósið deyr fyrir aldur fram vegna reykinga. Aukning sigarettureykinga i hinum vestfæna heimi varð þrjátiu árum áður en menn áttúðu sig á þvi að þær eru skað- legar heilsunni. 1 þróunarrikjun- um er aukningin rétt að hefjast. Ef stjórnum þessarra rikja tekst ekki að hafa hemil á vágestinum, munu þær þurfa að gera áætlun um hvemig bregðast skuli við þeim faraldri sjúkdóma sem örugglega koma i kjölfarið. Fáir bera skynbragð á tölur um tiöni sjúkdóma af völdum reyk- inga í ýmsum löndum eða heim- inum öllum. Hins vegar skiljum við vel þegar talaö er um ein- staklinga sem i hlut eiga. Þau einstök dæmi, sem fara hér á eftir, eru af sjúklingum á sjúkra- húsi i London en þau gætu hafa gerst hvar sem er. 1 Bretlandi verður lungna- krabbi 36.000 manns aö aldurtitla árlega.Umhelmingurþessa fólks er á vinnualdri. 1 90% tilfella er orsökin sigarettureykingar. 34 ára gamall vörubilstjóri haföi reykt 40 sigarettur á dag i mörg ár. Þegar hann hóstaði upp blóði kom i ljós aö hann hafði óskurðtækt lungnakrabbamein og dó hann þremur mánuðum seinna. Ekkja hans varð það þunglynd að hún varð að fara á geðsjúkrahús. Börnin fimm, sem Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn 1980 Alþjóða heilbrigðisstofnunin voru á aldrinum frá 5 til 12 ára, varð að skilja að og koma þeim fyrir hjá fósturforeldrum. Þýöir þá nokkuö að hætta að reykja? Vissulega. Fyrrverandi reykingamenn, sem hafa ekki reykt i 10 ár, hafa þá litlu meiri likur á að fá lungnakrabbamein en þeir sem aldrei hafa reykt. Um 150.000 manns deyja árlega iBretlandi vegna kransæðastiflu. Margt þessa fólks er á starfsaldri og álitið er aö í fjórðungi tilfell- anna megi rekja orsökina til reykinga. Undir fimmtugu hafa stórreykingamenn um 10 sinnum meiri likur á að deyja úr hjarta- áfalli en þeir sem reykja ekki. Þeir sem hætta að reykja eftir hjartaáfall minnka um helming likur sinar á að fá annað kast. 47 ára gift kona, fékk sáran brjóstverk er hún var á ferðalagi i mars 1978. Tveim mánuðum seinna, þegar hún var komin heim aftur, fékk hún bráða kransæðastiflu en virtist ætla að ná sér vel aftur. Hún reykti 15 sigarettur á dag, var ráölagt að hætta en geröi þaöekki. Fáeinum vikum seinna dó hún skyndilega á heimili sinu. Langvjnn berkjubólga og þungnaþan eru næstum alltaf af völdum sigarettureykinga en oft hefur stórborgarmengun gert illt verra. Eina lækningin er að hætta að reykja meöan sjúkdómurinn er á byrjunarstigi. 63 ára gamall efnafræðingur var öryrki vegna langvinnrar berkjubólgu á háu stigi. Smám saman jókst hjá honum mæði við minnstu áreynslu svo sem að borða eða ganga nokkur skref. Lifi var haldið I honum meö að gefa honum súrefni 18 tima á sólarhring. Eftir 3 ár fékk hann lungnabólgu og dó. Hann hafði reykt sigarettur frá unglings- aldri. Börn og reykingar Hinskaöleguáhrif reykinga má sjá fyrir fæðingu. Reykingar van- færrar konu geta örvað samdrátt legsins og leitt til þess að fæðing fari of snemma af stað. Fyrirbur- inn er venjulega léttari en full- burða bam og hefur minna viðnám gegn sýkingum. Ahrif óbeinna reykinga á börn- in eru ekki þekkt sem skyldi. Börn foreldra sem reykja fá á fyrsta aldursári tvisvar sinnum oftar berkju- og lungnabólgu en börn þeirra sem reykja ekki. Barn, sem verður fyrir þessum sjúkdómum á fyrsta aldrusári, hefur auknar likur á aö fá sjúkdóm I öndunarfærum seinna. Hugsanlega leggst hér á eitt, reykurinn og hósti og uppgangur reykingarólksins. Fátt er ósmekklegra en að sjá skyni borið fólk svæla yfir hvit- voöungi. Nú er reynt að uppgötva leyndar misþyrmingar á börnum. 1 Sviþjóð hafa nýlega verið sam- þykkt, sem banna að lagðar séu hendur á börn. Er hægt aö hugsa sér aö einhvern timann komi lög sem kveði á um að saknæmt sé að reykja yfir börnum? Mikilvægt er að börn fari ekki að fikta við að reykja — það breytist oft fyrr en varir i dag- legar reykingar. Athuganir sýna að búast má viö að 80% barna, sem reykja að staðaldri, haldi vana sinum þegar þau vaxa úr grasi. Þvl yngri sem menn fara að reykja að staðaldri þeim mun yngri er liklegt aö þeir deyi. Börn sem reykja eru veilli i lungum, standa sig verr i iþróttum og lenda fremur á villigötu en þau sem reykja ekki. Fræösla um skaösemi reykinga er mikilvæg og þarf aö byrja þeg- ar I barnaskóla en áhrif foreldra, eldri systkina og félaga ráða oft úrslitum um það hvort barnið fer aðreykja. Fordæmi kennara sem reykir .ekki er áhrifamikið. Þrátt fyrir að yfirvöld verji víða miklu fé I herferðir gegn reykingum þá er slikt aöeins örlitiö brot af J>ví fjármagni sem tóbaksfyrirtækin verja til augýs- inga. Tóbaksauglýsendur höfða oft til unglinganna með myndum af fallegu hraustu fólki við iðkun iþrótta eðai eftirsóknarverðuum- hverfi. Með sérstöku tilliti til þess hve reykingar ungra stúlkna hafa mikið aukist er brýnt að koll- varpa Imynd hins kynþokkafulla, aðlaðandi reykingamanns sem auglýsingunum er ætlaö að skapa og draga fram I dagsljósið reyk- ingamannin andfúla og kossana sem eru eins og öskubakki á bragðið. Hið eina eðlilega Heilbrigðismálaráöherra Bret- lands lét eftirfarandi orð falla ný- lega: „Vandamál læknisfræöinn- ar verða oft ekki leyst á rannsóknarstofum sjúkrahúsa okkar heldur i þinginu. Litum á sjúkdómana sem helst granda okkur i dag. Nátturan veldur þeim ekki, heldur lifshegðan okk- ar. Gegn þessum sjúkdómum hef- ur læknisfræðin þegar best lætur dýrar og árangurslitlar lækning- ar eða þegar verst tekst til alls , enga lækningu. Besti mótleikur- inn gegn þessum sjúkdómum er ekki að lækna heldur koma i veg fyrir þá”. Takmarkiðer að breyta félags- legu andrúmslofti þannig að litið verðiá reykingar sem ósið en það að reykja ekki sem hið eina eðli- lega. Lokaorð þessarar greinar eru tekin úr ávarpi dr. Mahler, fram- kvæmdastjóra Alþjóðaheil- brigöisstofnunarinnar: „theilsugæslu er lögö áhersla á að hver einstaklingur taki aukna ábyrgð á heilsu sinni og fjöl- skyldu sinnar með því aö móta sjálfur umhverfi sitt og lffsvenjur á heilbrigðan hátt. Herferð gegn reykingum, og sér i lagi gagn út- breiðslu þeirra, meðal barna og unglinga, yrði gott dæmi um það hvernig fólk getur bætt beilsu sina sjálft með stuðningi og leið- sögn yfirvalda. A alþjóðlega heil- brigðisdeginum gefst þjóðum heims tækifæri til þess að miðla hver annarri af reynslu sinni og hefja viðtæka baráttu gegn reyk- ingum”. j Krabbameinsfélag Reykjavíkur “1 Eflum reykingavarnir Aðalfundur Krabbameins- félags Reykjavikur 1980 vekur athygli á þvi að Alþjóða heil- brigðisstofnunin helgar á þessu ári alþjóðlega heilbrigðisdaginn baráttunni gegn reykingum. Er þaðijós vottur um hve stofnunin telur þessa baráttu mikilvæga enda hefur hún itrekað hvatt beita sér fyrir markvissum aðgerðum f þvf skyni að draga úr reykingum. Fundurinn bendir sérstaklega á að sérfræðingar stofn- unarinnar telja afar nauð- synlegtaö löggjafar, stjórnvöld, félagasamtök og áhrifamiklir stéttir og kennarar, taki höndum saman um reykinga- varnir. Leggja þeir i þvi sam- bandi einkum áherslu á öfluga fræðslu, upplýsingar og aðvar- anir á tóbaksumbúðum, algjört bann við tóbaksauglýsingum, hömlur við reykingum á opin- j^rikisstjórnir aðildarrikja til að hópar, svo sem heilbrigðis- berum stöðum og i almennings farartækjum, bann við að selja I börnum tóbak og skipulega aðstoð við fólk sem vill hætta að reykja. Fundurinn heitir á alla hér- * lenda aðila, sem hlut eiga, að bregðast vel við þessu kalli Alþjóða heilbr igðisstofn- unarinnar. erlendar bækur The Penguin Dictionary of Decorative Arts John Flemming and Hugh Honour. Penguin Books 1979. Bókin kom fyrst út hjá Allen Lane og er nú endurprentuð. Þetta er mikið rit,alls 896 blaðsíö- ur, tvidálka meö fjölda mynda auk lista yfir vörumerki frægra postulinsfabrikka og silfursmiða. Alls eru uppsláttarorðin um fjög- ur þúsund og myndir I texta um eitt þúsund. Ttlmamarkið er, hvað Evrópu varðar, miðaldir fram á okkar daga, auk þess er fjallað um kinverskt og japanskt postu- lin. Meginhluti ritsins varðar hús- gögn og innanhússskreytingu, teppi, veggtjöld, silfur, postulin og aðra þá hluti sem menn hafa notað og skreytt með hibýli sfn fyrr og nú. Undanskilin eru mál- verk, veggmálverk bg höggmynd ir, um þau efni má leita i Pelican History of Art. Höfundarnir miða uppsláttarorðin við: skilgrein- ingu hinna ýmsu stila og tækni- hugtök, lýsingu efnis sem notað er í munina og vinnslu þeirra sömu efna, æviþætti fremstu handverks- og listamanna og frá- sögn af helstu verkstæöum og verksmiðjum sem unnið hafa margvislega muni og framleitt kunnar vörur. Bókaskrár, stuttar þó, fylgja mörgum kaflanna og eiga að verða notendum til frek- ari leiðbeininga um lesningu. Höfundarnir hafa stuðst við mörg lykilverk i listiðnaði og skreyt- og húsgagnalist svo sem Thieme u. Becker: Allgemeines Lexi- konder, bildenden Kúnstler, Leip- zig 1907-1950; Honey: European Ceramic Art, from the End of the Middle Ages to about 1815, London 1952; Charleston: World Furniture, London 1965, ásamt fleiri. Þetta er ágætt rit, viðamik- iö og nákvæmt.handhægt öllum þeim sem áhuga hafa á bibýla- prýði svo og þeim sem safna sliku ogsvoþeim sem versla meö slikt. The Portable Voltaire. Edited, and with an introduction, by Ben Ray Redman. Penguin Books 1979. Hér eru birtar: Candide og Zadig óstyttar, greinar úr heim- spekiorðabókinni, nokkur bréf- annajkaflar úr Siðum og eðlisfari nokkurra þjóða og sitt nvað fleira. Þetta er ekki nema brota- brot af öllum. skrifum Voltaires, en veitir þó nokkra hugmynd um manninn og inntak verka hans. Það er sagt að Viking-útgafan hafi hvatt marga til frekari lest- urs með þessum handhægu út- dráttum, sem gefnir voru út um og upp úr miðri þessari cld og er það ekki óliklegt. Penguin-útgáfa endurprentananna ætti að ná viö- ar, þar sem Penguin-útgáfan er mun ódýrari en frumútgafan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.