Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.04.1980, Blaðsíða 9
Miövikudagur 9. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hamlet vorra tíma Leikfélag Reykjavikur sýnir HEMMA eftir Véstein Liiöviksson Leikstjórn: Marla Kristjánsdóttir Leikmvnd: Magnús Pálsson Tónlist: Siguróur Rúnar Jónsson 1 þessu nýja leikriti reynir Vésteinn aö brjótast út úr viöjum þess natúralisma sem hann fylgdi svo rækilega I Stalin er ekki hér. Til þess aö vinna úr efniviö sem á rætur aörekja tilgamallar harm- sögu úr stéttabaráttunni á Siglu- firöi tekur hann söguramma Hamletsognotartilaö vefa islna eigin söguflækju, sem spunnin er út frá áöurnefndum viöburöi. Likindin viö Shakespeare ná ekki aöeins til sögurammans heldur einnigaö nokkru til sviösog sögu- aöferöar. Sviöiö er einfalt og bert, engar leikmyndaskiptingar fara fram, hvert stutt atriöiö tekur viö af ööru, máliö er óhversdagslegt, upphafiö, viöa bundiö. Fléttun söguþráöarins og fram- vinda er hins vegar miklu fremur i ætt viö nitjándualdardrama. Eins og i öörum verkum sinum býr Vésteinnhértilm argslunginn söguþráö, samanofna fléttu sem knýr leikinn áfram. Fléttur sinar gerirVésteinnaf mikilli Iþrótt, en stundum getur hvarflaö aö áhorf- anda eöa lesanda sú hugsun aö fléttan sé farin aö ráöskast meö persónurnar. Leiksaga þessi er sett fram i rammaleik: leikfélag i litlu þorpi ætlar aö fara aö sýna Hamlet, en þykír þaö verk gamlaö oröiö og tekur til bragös aö imynda sér hvernigþaögæti gengiöfyrir sig i umhverfi fólksins sjálfs. Meö þessum ramma og meö þvi að nota Hamlet sem fyrirmynd nær Vésteinn fram þeirri fjarlægö frá hversdagslegum veruleik sem gerir honum kleift aö nota óhversdagslega, upphafna ræöu i texta sinn og sömuleiðis öölast hannvisstfrelsi til stilfærslu. Mér sýnist hér hafa orðið allmikill ávinningur i textanum, sem er viöa mjög vel gerður, skáldlegur og áhrifamikill. Hins vegar kann þaö frekar aö leika á tveim tungum hvort Vé- steini hefur endanlega tekist aö glæöa meginþema leikritsins raunverulegu lifi. Mér viröist grundvallarhugsun verksins vera sú aö verkalýöurinn I kapitalisku þjóöfélagi falli einatt i þá gryfju aö þröngva forystuhlutverki uppá einstaklinga til þess aö firra sjálfan sig ábyrgö, en þessir ein- staklingar séu þar meö komnir i falska stööu sem geri þaö aö verkum aö þeim hljóti aö mis- heppnast og svikja sjálfa sig og verkalýðinn á einhvern hátt. Spurningin er hvort tekist hefur að fá þessu þema lif i persónum sem skipta áhorfandann raun- verulegu máli. Þessari spurningu veröur hver áhorfandi aö svara fyrir sig, en mér fannst nokkuö bresta á aö svo væri. Efnisþráöur leikritsins er of flókinn til þess aö hann verði hér brotinn til mergjar i öllum atriöum, en meginatriöi er aö þegar Hemmi kemur heim frá námi i Þýskalandi, uppfullur af sósialiskum hugmyndum sem hann á erfitt með aö sjá hvernig hrinda eigi í framkvæmd, birtist honum vofa frá horfinni tiö sem segir honum að þaö hafi veriö stjúpi hans sem dró fööur hans, hinn dáöa verkalýösleiötoga, til dauöa meö sviviröilegum áburöi I blaöagrein. Hemmi hyggst gera upp gamlar sakir og nota sann- leikann til þess aö klekkja á kaptialistum staöarins i yfir- standandi deilu þeirra viö verka- fólk, en kemst þá aö þvi aö sann- leikurinn er hvorki einfaldur né einhlitur: hin dáöa verkalýös- hetja var enginn hvitþveginn engill þegar grannt er skoöað. Hemmi stendur hér frammi fyrir illyrmislegum vanda. Hann hefur annars vegar i höndum sannanir fyrir glæpsamlegu at- ferli stjúpa sins, sem gætu reynst honum skætt vopn til þess aö fylkja verkalýönum gegn honum, en hins vegar fylgir sá böggull skammrifi að allur sannleikurinn mundi svipta þennan sama verkalýö sinu forna átrúnaöar- goði, sem hann er áfjáöur i aö hefja á stall og helst i bronslik- neskismynd. Hér togast á fjölmargir kraftar og i þeirri togstreitu er pólitisk umræöa verksins fólgin. Verka- fólkiö kallar á leiötoga sem þaö sér annars vegar i pislarvotti sinum og dýrlingi, Sverri, og hins vegar i syni hans, Hemma. Sonurinn tregöast viö aö taka aö sér leiötogahlutverkiö og lenda i jafn mótsagnakenndri aöstööu og faðir hans geröi. Hemmi tekur þá ákvöröun aö segja fólkinu allan sannleikann, bæöi um stjúpa sinn og fööur, og láta á þaö reyna hvort þvi veröi um megn aö kingja þeim stóra bita. Af þvf uppgjöri veröur þó aldrei af tveimur ástæöum. Annars vegar upplýsist aö Hemmi hefur þegiö peninga úr hendi auövaldsins (sem hann ætlaðiað visu aö nota til aö kaupa sannleikann!) og hins vegar hefur hann faliö taugabilaöri fyrrverandi unnustu sinni (sem hanntrúlofaðist til aö komast yfir peningana) sönnunargögnin i hendur og þar meö glatast þau sem vænta mátti. Hemmi stendur þvi uppi i lokin rúinn trausti verkalýösins og þeim gögnum sem gætu upplýst þann sama verkalýö um sannleik sem hann er reyndar ekkert sérlega mót- tækilegur fyrir. Hann býöur þvi algert skipbrot i lokin, nema hvaö vilji hans til verksins brást ekki. I þessari framvindu allri orkar einna mesttvimælis sú kúvending sem gerist við eyöileggingu sönnunargagnanna. Burtséö frá þvi aö atburöarás öll I kringum þann atburð er meö afar meló- dramatiskum hætti, sviptir hún öllum völdum yfir gangi leiksins óforvandis úr höndum Hemma, hann er geröur ófær um aö gera upp sin eigin örlög, eins og stefna leiksins benti þó ótvirætt á aö hann hlyti aö gera. Og áhorf- andinn stendur hér frammi fyrir spurningunni: hvers vegna fékk Hemmi Hjördisi kassann i hend- ur? Og viö þeirri spurningu finnst mér leikritið ekki gefa neitt full- nægjandi svar. t uppsetningu sinni hefur Maria Kristjánsdóttir reynt aö draga sem skýrastar linur og undir- strika fjarlægingu leikritsins meö samsvarandi leikstil. Þetta tekst oft ágætlega meö sterkum uppstillingum á einföldu sviöinu (og lýsing er einatt sérlega góö), en sums staöar hriktir nokkuö I. Þaö vantar t.d. ansi mikiö uppá aö Kjartani Ragnarssyni takist aö gefa okkur sannfærandi mynd af verkalýösleiötoganum. Viö trúum þvi einfaldlega ekki aö þessi maöur hafi oröiö átrúnaöar- goð fólksins, og það veikir óhjá- kvæmilega allt sem á eftir kemur. Mér þótti Margrét Helga fara alltof geyst og frekjulega meö hlutverk móöur Hemma, og Guörún Asmundsdóttir átti i nokkrum brösum meö hlutverk móöur Hjördisar, en þaö hlutverk er lika alltorrætt á köflum, svo sem I hárkolluatriöinu. Langbestu atriði leiksins eru milli Hemma og drykkjurútsins Daviös. Bæöi eru þau vel skrifuö og svo er leikur Hjalta Rögn- valdssonar I hlutverki Daviðs á alveg upphöföu plani, svo sterkur, nákvæmur, hófstilltur og sannfærandi aö sjaldgæft má teljast. Þetta er fjóröi leiksigur Hjalta á þessum vetri, og geri aörir betur. Harald G. Haralds- son var reyndar traustur i hlut- verki Hemma. Hemmi er mjög metnaðarfull og athyglisverö tilraun til aö fara nýjar leiöir stillega i islensku leikhúsi, svo og aö fjalla um alvarlegar pólitiskar spurningar án einföldunar. Og þó svo aö hún heppnist ekki til fullnustu ætti enginn áhugamaöur um þessa hluti aö láta hana fram hjá sér fara. Sverrir Hóimarsson Stéttarfélag islenskra félagsráðgjafa: Stuðningur við farandverkafólk A aöalfundi Stéttarfélags is- lenskra félagsráögjafa, sem haldinn var 20. mars sL.voru tvær ályktanir samþykktar. Annars vegar fullur stuöning- ur viö baráttu farandverka- fólks og var ákveöiö aö senda táknrænt stuöningsframlag sem svarar einu félagsgjaldi til baráttuhóps farandverka- fólks. Þá var og samþykkt á- lytkun þar sem skoraö er á BSRB aö fylgja fast eftir kröfugerö sinni og bent er á aö félagslegar réttarbætur geti ekki komiö i staö grunnkaups- hækkana. Stjórn stéttarfélagsins skipa nú: Þórunn Öskarsdóttir for- maöur, Helga Jóhannesdóttir varaformaöur, Helga Agústs- dóttir ritari, Guölaug Magnús- dóttir gjaldkeri og Sólveig Reynisdóttir varamaöur. Ólag á sjónvarps- útsendingu i A -Hún. „Við borgum ekki” nema úr verði bætt segja sjónvarps- notendur Mjög mikiö ólag er og hefur verið undanfariö á útsendingu sjónvarps sumsstaöar I Austur- Húnav.atnssýslu. Viröast sjón- varpssendarnir á Hnjúkum viö Blönduós og I Vatnsdal gegna heldur hraklega hlutverki slnu. Fólk noröur þar unir þessu aö vonum illa og hefur nú staöiö vfir undirskriftasöfnun meöal sjón- varpsnotenda á Blönuósi, Skaga- strönd og I Vatnsdal, þar sem mælt er til aö úr þessu ástandi veröi bætt sem fyrst , ella veröi af- notagjöld ekki greidd. Undirskriftaskjaliö er á þessa leið: ,,Viö undirritaöir sjónvarpsnot- endur á Skagaströnd, Blönduósi og nærliggjandi sveitum viljum vekja athygli þeirra, er meö viöhald og endumýjun sjónvarps- senda hafa að gera, á þvi, aö ástand sendis á Hnjúkum við Blönudós viröist vera mjög slæmt, þar sem sendingar rofna þegar minnst varir og hafa verib mjög mikil brögð að þessu nú undanfarið, eða siöan fyrir s.l. jól. Viljum við undirrituð þvi vinsamlegast fara fram á aö bót verði ráðin á þessu ástandi sem fyrst.að öðrum kosti munu undir- rituð sjá sig knúin til að neita að greiða afnotagjöld sjónvarps.” Undir þetta hafa skrifað 477 sjónvarpsnotendur. Er þá ókominn undirskriftalisti, sem á ferö er i Vatnsdal, en þar munu sjónvarpssendingar sjást hvaö lakast á þessu svæði. -mhg. Húsaleiguverö og eftirlit: Einföldun en engin eölis- breyting Frétt Þjóöviljans um eftirlit meö húsaleigu hefur áreiöanlega vakiö hjá ýmsuir. vonir um aö nú myndi eitthvaö breytast á þeim markaöi, þar scm iög frumskógarins hafa gilt óáreitt eins og allir vita. Þvi miöur er sú víst ekki raunin. Þjóðviljinn leitaöi frekari upplýsinga um þetta mál og fékk þær skýringar hjá Björgvin Guðmundssyni, skrifstofustjóra Viðskiptaráöuneytis.að hér væri aðeins um e.k. tilflutning milli embætta aö ræöa og einföldun. í raun heföi framkvæmdinni ekki verið breytt eða eftirlit hert. Björgvin sagði, aö áöur heföi Verölagsráö fjallaö um húsa- leigu og þar heföi þurft aö bera upp hækkanir og heföi þaö verið gert einu sinni til tvisvar á ári. Þetta verkefni heföi nú verið tekið af Verölagsráöi og þvi heföi verið nauösynlegt að fela það öðrum, — Verðlagsstofnun, en jafnframt var ákveöiö aö húsa- leiga mætti hækka á þriggja mánaða fresti i samræmi við vfsitölu húsnæöiskostnaöar. Þetta þýðir að menn geta hringt i Hagstofuna og fengið visitöluna uppgefna á hverju verötimabili en Verðlagsstofnunin mun annast þessi mál að öðru leyti, sagöi Björgvin. Hann tók fram aö þó ekki væri gert ráö fyrir hertu eftirliti meb húsaleiguhækkunum (sem raunar hefur verið litiö eöa ekki neitt hingað til), þá gætu menn auövitaö kært til Verölags- stofnunar, ef þeir teldu aö á sér væri brotiö i þessum efnum. — AI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.