Þjóðviljinn - 18.04.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. april 1980
MOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
i'tgefandi: Útgáfufélag ÞjóBviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ölafsson
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
úmsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson
Rekstrarstjóri: Úlfar ÞormóÖsson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Rlaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, GuÖjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús'H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson
Ctlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Safnvöröur:Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir,
Skrifstofa -.Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösia: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurÖardóttir
Símavarsia: Ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Fiskur
undir steini
• Eftir samningalotuna í Jan Mayen málinu sem lauk í
Reykjavík sl. þriðjudagskvöld eru fyrirætlanir Norð-
manna Ijósar. Þeir hyggjast knýja Islendinga til þess að
viðurkenna norska efnahagslögsögu út frá Jan Mayen
án þess að samþykkja íslenskar 200 mílur f átt til Jan
Mayen, án þess að nokkur trygging fáist fyrir fram-
tíðarveiðum islendinga á svæðinu og án þess að nokkuð
verði samið um nýtingu hafsbotnsins á neðansjávar-
hryggnum milli Islands og Jan Mayen.
• [ stað þess að ógna (slendingum og búa til tíma-
pressu á samningamenn með hótunum um sovéska eða
norska ofveiði á loðnu veifa Norðmenn því nú að Efna-
hagsbandalagið og Danir muni færa út lögsögu norðan
67. breiddargráðu við Grænland fyrir 1. júní. Fyrir þann
tíma þurf i þeir að hafa fært út við Jan Mayen til þess að
tryggja miðlínu milli Grænlands og Jan Mayen
• Því er haldið fram í stjórnarmálgögnum í Noregi að
danskir skoðanabræður hins tungulipra norska utan-
rikisráðherra séu að hjálpa Norðmönnum með því að
hraða stækkun landhelgi við Austur-Grænland. Ekkert
liggur þó opinberlega fyrir um þetta atriði og ákvörðun
verður ekki tekin um útfærsluna f yrr en eftir mánuð eða
svo. Þeir íslenskir stjórnmálamenn sem vilja taka hót-
anir Norðmanna alvarlega og telja (slendinga vera
komna út í horn í Jan Mayen málinu ættu að láta Efna-
hagsbandalagið og dönsku stjórnina segja sér það milli-
liðalaust. Þess verður að kref jast að gengið sé í skrokk á
EBE og Dönum og rætt við þá af f ullri einurð fyrir næsta
fund í Jan Mayen deilunni um íslenska fiskveiðihags-
muni. Takist Norðmönnum sú ætlan sín að fá
Islendinga til þess að faliast á norska 200 mílna efna-
hagslögsögu án nokkurra trygginga um f ramtíðarveiðar
eða nýtingu hafsbotnsins er eftirleikurinn ójafn en um
leið fyrirsjáanlegur. Norskir þjóðréttarfræðingan sem
norska rfkisstjórnín styðst við, telja einsýnt að með því
að norsk efnahagslögsaga hefði verið viðurkennd á Jan
Mayen svæðinu mundi verða litið á hana sem norskt
land, í lagalegum skilningi. Af því leiðir að draga mætti
þá ráðherra sem semdu um hafsbotnsréttindi eða fisk-
veiðiréttindi um alla framtíð innan þessa svæðis fyrir
landsrétt og dæma fyrir landráð. Og jafnvel þótt ekki
væri svo langt gengið verður að gera ráð fyrir að mikil
tilfinningasemi með víðtækum pólitfskum afleiðingum
gæti gripið um sig í Noregi ef semja ætti um afnot af
svæði sem samningsaöili hefði þegar viðurkennt sem
norskt land.
• Mergurinn málsins er sá að hefði islenska samn-,
inganefndin fallist á þau samningadrög sem fyrir lágu
seinni dag síðustu samningalotu hefðu Norðmenn náð
öllu sínu fram.inæstu lotuhefði komið í Ijós að þeir teldu
sig ekki hafa rétt til þess að semja um frambúðarveiðar
né hafsbotnsnýtingu. Líklegter að þeir hefðu aðeins ver-
ið reiðubúnir að þrýsta Islendingum til að fallast á mið-
línu milli (slands og Jan Mayen. Osigur (slendinga væri
þá fullkomnaður.
• Það var útsmogin samningatækni hjá Frydenlund að
koma til Islands án þess að hafa umboð til að semja um
hafsbotnsmál. Þar lá sannarlega fiskur undir steini.
Miðað við það að einhverjir stjórnmálamenn íslenskir
hafa látið samningatækni Norðmanna rugla sig í ríminu
er það áhyggjuefni að næsta samningalota skuli fara
f ram í Osló. Þar er ekkert Alþingi til þess að taka í taum-
ana ef samningamenn taka að hallast í hnakkanum. Af
þeirri ástæðu er óhjákvæmilegt að vara eindregið við
pólitískum einleik í Jan Mayen málinu og alþingismenn
ættu að reisa við því skorður fyrirfram að Alþingi verði
stillt upp f yrir orðnum hlut eftir samningalotuna i Osló.
-ekh
Hlrippt
Vilmundur Gylfason al-
þingismaöur hefur óskaö
birtingar á meöfylgjandi
grein meö eftirfarandi
oröum:
Þessi grein var á
mánudagsmorgun send
Alþýöublaöí en þó einnig
SÉ RSTAKLEGA Þjóö-
vilja, enda haföi bókun
ólafs R. Einarssonar,
sem greinin f jallar um,
birst I Þjóöviljanum ein-
um blaöa. Ég ræddi viö
úlfar Þormóðsson, sem
kvaö þvl ekkert til fyrir-
stööu aö Þjóðviljinn birti
greinina á þriöju-
dag/miövikudag. Sföar
um daginn komst Kjartan
Ólafsson, ritstjóri, I
greinina, og hafnaöi
henni. Alþýöublaöiö er
ekki nægjanlega útbreitt
blaö, því miöur. Þjóö-
viljinn er eins og
hallærisleg vasabrotsút-
gáfa af spánska rann-
sóknarréttinum — ég hef
lengi haft Kjartan ólafs-
son grunaðan um aö rit-
skoöa minningargreinar!
■ Pislarvotturinn
I Vilmundur
Erfiölega gengur mönnum að
átta sig á Þjóðviljanum. Vil-
mundur Gylfason segir tam. i
Visi s.l. miðvikudag að hann sé
„hallærisleg vasabrotsútgáfa af
spánska rannsóknarréttinum.”.
Þessi fullyrðingastill er vist
kallaður „understatement”
með enskum þar sem Vil-
mundur hefur lært. Tilefni er aö
þingmaðurinn telur að grein
eftir hann hafi verið hafnað af
ritstjórum Þjóðviljans.
Eins og venjulega fer
Vilmundur frjálslega með sann-
leikann. Hið rétta er að hann
ræddi aldrei við ritstjóra Þjóð-
viljans og greininni var aldrei
hafnað. Hinsvegar hefur
Vilmundur engan forgang i
Þjóðviljanum umfram annað
efni að þvi er vitaö er. Ekki þótti
heldur ástæða til þess að flýta
birtingu á greininni „Komma-
intellektið er á hraðri niðurleiö”
vegna þess aö hún kom i Alþýöu-
blaðinu s.l. þriðjudag, en meö
skilaboðum fylgdu engar
upplýsingar um að greinin væri
öðrum blö6um ætluð en
Þjóðviljanum. Þó veit
Vilmundur Gylfason mætavel
að það mun nánast vera skilyrði
annarsstaðar t.d. á Morgun-
blaðinu að greinar sem það
tekur til birtingar komi ekki i
öðrum blöðum, eða að minnsta
kosti ekki á undan. Fylgja
þessum skilyrðum oft samn-
ingaviöræður við ritstjóra
Morgunblaðsins.
Ef það er í ætt við spænska
rannsóknarréttinn að þjóna ekki
skilyrðislaust bráðlæti og
flumbrugangi Vilmundar
Gylfasonar má Þjóðviljinn vel
við einkunnina una. En næst
þegar þingmaðurinn hyggst fá
grein birta i Þjóðviljanum væri
reynandi fyrir hann að ræða
málið við ritstjóra blaðsins.
Þeir eru nú orðnir þrir svo ekki
ætti að vera ókleifur hamar
fyrir mann með blaðamanna-
reynslu að ná tali af a.m.k.
einum þeirra.
Nýtt
upplýsingarit
Komiö er út upplýsingarit um
ISAL og áliðnað á vegum RSU.
Það er skammstöfun sem að
baki stendur: Rannsóknarmið-
stöð um stefnumörkun og utan-
rikismál. „Miðstööin er frjálst
framtak einstaklinga um öflun,
vinnslu og miðlun upplýsinga
varðandi starfsemi fjölþjóða
fyrirtækja og samskipti islands
við erlenda hagsmunaaðila.
Miðstöðin er óháð fyrirtækjum,
stofnunum og stjórnmálasam-
tökum.” Heimilisfangið er
R.S.U. c/o Elias Daviðs
son.Kársnesbraut 41, Kópavogi,
s. 41648.
1 marshefti upplýsingaritsins
eru m.a. teknar fyrir spurn-
ingarnar: Er ISAL alfarið
stjórnaö af Islendingum? Er I
ISAL rekið með tapi? Hvað
borga önnur álver Alusuisse
fyrir rafmagn? A áliðnaður
framtið fyrir sér á Islandi?
Stundar Alusuisse múturstarf-
semi á alþjóðavettvangi?
Meö tilvitnunum eru m.a.
hraktar ýmsar goðsagnir sem
reynt hefur verið að skapa
kringum álverið. Goðsögn nr. 1.
er tam.:„íSAL er islenskt fyrir-
tæki”. Við Islendinga er sagt:
„Fyrirtækið er islenskt, þótt
það styðjist við erlent
fjármagn.” (Forstjóri ISAL,
Mbl. 23.11. ’77). „ÍSAL er alfariö
stjórnað af tslendingum”
(forstjóri ISAL, útvarpsviðtal
27.12.’79).
1 Sviss er hinsvegar sagt:
„Framleiðslugeta álvcrs
okkar á islandi var nýtt að
97%.” (Forstjóri Alusuisse á
aðalfundi hluthafa 1978). Og i
aðalsamningi rikisstjórnar
Islands við Alusuiesse segir:
„ÍSAL merkir islenska Al-
félagið (Icelandic Aluminium
Company Ltd), dótturfélag
Swiss Aluminium Ltd.
Alusuisse rœður
Af tiu manna stjórn og fram-
kvæmdastjórn ISALs eru tveir
fulltrúar islenska rikisins en
allir hinir eru fulltrúar eöa
starfsmenn Alusuisse. Enda
ræður eigandinn Alusuisse
miklu.
0 ALUSUISSE ræður forstjóra
ÍSAL til vinnu, ákveður kjör
hans og fylgist með frammi-
stöðu hans.
0ALUSUISSE semur við
islensk yfirvöld um aðstöðu,
skatta, raforkugjöld o.fl.-
0ALUSUISSE ákveður hvert
skal senda álið og hvaða
upphæð skal tilgreina á
reikningum.
#ALUSUISSE ákveður
hvaðan skal panta hráefni og
hve mikið skal greiða fyrir
það.
0ALUSUISSE metur og
ákveður fjárfestingar ÍSAL.
ALUSUISSE hefur umsjón
með lánamálum ISAL.
#ALUSUISSE hefur yfir-
umsjón með bókhaídi ÍSAL.
• ...ALUSUISSE sér um
prentun ársskýrslu ISAL...
en gætir þess vandlega að
greina ekki frá þvi, að ISAL
sé dótturfyrirtæki þess, né
þess að ársskýrslan sé
prentuð í Sviss.
Aðrar goðsagnir sem
hraktar eru með svipuðum
hætti i ritinu er „Afkoma
ISAL hefur verið slæm”, og
„Aliðnaður á sér glæsilega
framtlð á IslandL” Hvort
tveggja má hrekja með
tilvitnunum I orö Alusuisse-
manna sjálfra. —ekh.
Ár trésins í Reykjavík
•a skorrid
25 milljóna fjárveiting
Reykjavikurborg hefur ákveðiö
að verja 25 milljónum króna i til-
efni af Ári trésins en auk þess
verður 145 milljónum króna varið
til ýmissa framkvæmda á úti-
vistarsvæöum borgarinnar.
Eins og skýrt hefur verið frá i
fjölmiðlum hyggst Reykjavikur-
borg i samvinnu við Skógræktar-
félag Reykjavikur gangast fyrir
gróðursetningarherferð i borg-
inni um mánaðamótin mai-júni.
Svæði til trjáræktar verða valin i
samvinnu viö félagasamtök
borgarbúa i hinum einstöku
hverfum og ibúar hvattir til þess
að taka þátt i gróðursetningunni i
sjálfboðavinnu. Yfir 150 félaga-
samtökum hefur verið sent bréf
vegna þessa og er vonandi að þau
bregðist skjótt við. — AI