Þjóðviljinn - 18.04.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.04.1980, Blaðsíða 8
8 SIPA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. aprll 1980 Föstudagur 18. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Frá blaðamannafundinum I gær, taliö frá v.: Haukur Már Haraldsson ritstjóri Vinnunnar, Katja Hanik- ainen starfsmaöur heimsfribarrábsins, dr. Ingimar Jónsson formaöur islensku fribarnefndarinnar, og Gordon Schaffer stjórnarmabur og einn af stofnendum heimsfribarrábsins. — Mynd —gel. Heimsfridarráösmenn í heimsókn Fyrst afvopnun Viö erum hingab komin til aö vekja athygli á hættulegri þróun vfgbúnabarkapphlaups i Evrópu á undanförnum misserum, sagbi Gordon Schaffer, einn af stofn- endum og stjórnarmönnum lleimsfribarrábsins á blaba- mannafundi i gær. Schaffer kom til iandsins ásamt Kötju Hani- kainen, starfsmanni samtak- anna, á vegum islensku fribar- nefndarinnar. Schaffer tók dæmi af sinu Iandi, Bretlandi. Hann taldi sig hafa hvitbækur varnarmálaráöu- neytisins breska og orð sér- fræðinga fyrir þvi, að i stórum dráttum væri fyrir hendi hernaðarlegt jafnvægi, en engu að síður væri það ekki notað til að byggja á afvopnunarviðræður, heldur þvert á móti væri nú hert á vigbúnaði. Bæði með stuðningi stjórnvalda við aukinn eldflauga- búnað i Evrópu og svo meö eins- konar sálrænum hernaði, þar sem borgarstjórnum og slikum aðilum eru gefin fyrirmæli um það hvernig bregðast ætti við kjarn- orkuárás. Með þessu væri verið aö koma inn fölskum hugmynd- um hjá fólki um aö siömenntað þjóðfélag gæti yfirhöfð iifaö af kjarnorkustyrjöid i Evrópu. Hann sagði, að i Bretlandi væri af stað farin mjög viðtæk herferö gegn eldflaugakapphlaupinu, sem öll friöarsamtök styddu — m.a. Friðarnefndin breska og og svo... CND, Baráttusamtök gegn kjarn- orkuvopnum. Sjálft ætlar heims- friðarráðið, sem hefur starfaö i rúm 30 ár, að efna til mikillar ráðstefnu i haust um þessi mál i Búlgaríu og er Gordon Schaffer m.a. að kynna þann fund Isiend- ingum. Spurning: istórum dráttum eru uppi þrennskonar viðhorf til vig- búnaðarkapphlaupsins: að kenna Nató um það, að kenna Sovét- rikjunum eða þá að kalla hernaðarbandalögin bæði til sekt- ar. Hefur það ekki komið i veg fyrir að þeir mörgu, sem vilja skipta ábyrgð á vigbúnaðaræðinu milli blakkanna hefðu samskipti við Heimsfriðarráðiö, að þaö hef- ur i stórum dráttum samsamað sig sovéskri utanrikisstefnu? Gordon Schaffer kvaðst persónulega lita svo á, að þær al- mennu tillögur um afvopnunar- mál sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt væru sér að skapi. Hann vissi svo að þær væru að verulegu leyti frá sósialiskum rikjum komnar. ,,t þeim skilningi er ég þá Sovétvinur, ef þær kæmu frá Bandarikjamönnum þá væri hann þá þeim hollur”. En ef farið væri aftur i sögu þá mætti finna ýmisleg dæmi um að Baridarikjamenn hefðu áformað eða hótað að nota atómsprengjur og það hefði ekki litil áhrif á af- stöðu sina til þessara mála. Gordon Schaffer reyndist i flestu mjög fylgjandi sovéskum sjónarmiðum bæði i túlkun á mannréttindamálum (Heims- friðarráðið hefur gert ýmsar samþykktir um þau efni en aldrei um nein mannréttindamál sem varða Sovétrikin eða Austur- Evrópuriki) og svo Afganistan (hann tók undir kenninguna um ihlutun frá Pakistan). En hann vildi lita svo á, að ef riki heims héldu áfram á þeim grundvelli bættrar sambúðar sem byrjað var á I Helsinkisamþykktun þá væri um leið hægt að leysa ein- stök mál, bæði Afgaistan og mannréttindamál fyrir austan. Aðalatriðið væri að skapa það viðhorf að það væri i raun og veru mögulegt að taka upp niðurskurð á vigbúnaði og ná árangri. Verkalýösfélag Akraness átelur seinaganginn: Kaupmáttur hefur rýrnað síðan samningar runnu út Verkalýösféiag Akraness lagbi á þab áherslu f kjaramálaályktun abalfundar sl. laugardag, ab kaupmáttur hefur rýrnaö veru- lega siöan samningar runnu út fyrir þremur mánubum og átaldi félagib seinaganginn i samninga- vibræbunum. Fundurinn var haldinn sl. laugardag og kom fram ma. að fullgildir félagar eru nú 993 tals- ins og hagur félagsins var góöur á árinu. Fagnaö var þeim áfanga að félagsbygging verkalýðsfélag- anna á Akranesi var nýlega fok- held eftir eins árs byggingatima. Kjaramálaályktun fundarins sem samþykkt var einróma er svohljóðandi: „Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness.haldinn 12.4. 1980, átel- ur harðlega seinagang i samn- ingaviðræöum um nýja kjara- samninga. Nú eru liönir 3 mán- uðir frá þvi aö samningar runnu út, og verkalýöshreyfingin lagöi fram mjög hóflegar kröfur sem miðuðust fyrst og fremst aö þvi aö leiðrétta kjör hinna lægstlaunuðu meö breyttri visi- tölu þeim i hag. A þessu timabili hefur kaup- máttur rýrnaö verulega vegna gifurlegra hækkana sem duniö hafa yfir alþýðuheimili og bætast ekki að fullu vegna skerðinga á visitölu samkvæmt svonefndum Ólafslögum. Fundurinn skorar á verkalýös- hreyfinguna að standa einhuga um allar tiltækar leiðir til að knýja fram kröfur sinar i nýjum samningum.” Stjórn Verkalýðsféla gs Akraness skipa nú Skúli Þóröar- son formaður, Bjarnfriður Leós- dóttir varaform., Garðar Halldórsson ritari, Agnar Jóns- son, Gréta Gunnarsddttir og Sigrún Clausen. Sjómannadeilan og atvinmileysiö á ísafirði Milli okkar er enginn ágreiningur Margir hafa haldið því fram, að sjómenn á línu- bátunum á ísafirði og togarasjómennirnir, sem nú eru allir í verkfalli, eigi ekki samleið í kjaradeilu vegna launamismunar milli háseta á línubát og skuttogara. Bjarni Gests- son, sem er landmaður á línubát á ísafirði, var spurður um þetta mál. — Þaö er fjarstæða að halda • þessu fram. Við, sem erum á linubátunum, værum litils megnugir einir i verkfallinu. Útgerðarmenn myndu ekki ansa okkur ef togararnir fengju að veiöa og þvi er samstaöa með togaramönnunum okkur mikils virði. Ég veit aö þessu hefur verið haldiö á lofti af þeim sem eru andvigir kjarabaráttu okkar og er gert til aö reyna að rjúfa ein- ingu sjómanna á Isafiröi I verk- fallinu, en ég þori að fullyrða að hún er alger. — En er ekki erfitt að setja fram kröfur fyrir þessa tvo hópa vegna launamismunarins? — Vissulega skapar launamis- munurinn ákveðiö vandamál þegar kröfurnar eru samdar, en ég fæ ekki betur séö en að okkar sjónarmið og okkar kröfur komi fullkomlega fram I þessum samn- ingum. Við skulum ekki gleyma þvi að starf sjómannsins er svipað hvernig sem veiöiskipiö er. Það sem orsakar þennan launamismun er fyrst og fremst það hve afkastamikil veiðiskip togararnir eru. Ég hygg að starf togarasjómannanna sé erfiðara en okkar vegna þessa en þeir bera lika meira úr býtum. — Hvaða atriði i kröfum ykkar telur þú mikilvægust? — Ég hygg að fyrir togara- sjómennina sé krafa um að fá unnar frikvaktir greiddar af útgerðinni mest um verð. Þeir telja aö vegna þess að útgerðin greiöir ekki aukalega fyrir unnar frivaktir sé misnotað að kalla menn á dekk á frivöktum þeirra. Hjá okkur á linubátunum má nefna lengingu þess timabils sem við eigum fri á laugardögum. Nú er þaö aðeins yfir sumarið sem við eigum þessi laugardagsfri og viljum fá lengingu á þessu fram á vorið og lengra fram á haustið. Þá hefur tiðkast að skipta I 11 hluti á linubátunum, en við viljum nú aö þvi verði breytt og skipt i 10 hluti. Þetta tel ég afar mikilsvert atriöi. —-En útgerðarmenn eru ekki til viðtals um þetta frekar en annað? — Nei, þvi miður, maður heyrir þá sifellt tala um að þeir vilji fyrir alla muni bæta kjör okkar linusjómanna, en svo þegar þeir eiga þess kost þá standa þeir þversum. Min skoöun er sú, að togarasjómenn myndu sætta sig við að linusjómenn fengju umtalsveröar bætur, þar á ég við að fórna einhverjum af sfnum kröfum til aö bæta kjör okkar. Bjarni Gestsson Rætt við Bjarna Gests- son bhusjó- mann á ísafirði — Hvað viltu segja um samn- ingana I Bolungarvik? — Þaö eru svo slæmir samn- ingar að þeir hefðu getaö fengið fram þessar smávægilegu breyt- ingar án þess að segja samn- ingunum upp hvaö þá meir. — Hefurðu trú á að samninga- gerðin i Bolungarvlk muni veikja samstöðu ykkar sjómanna á Isafirði? — Nei, þvert á móti, ef þeir snerta okkur eitthvað þá verður það til þess að efla samstööuna, ‘ frekar en hitt. — Voruð þið ekkert hræddir um aö riða á vaðið I samningagerð- inni I stað þess að biða eftir öðrum? — Nei, sjómenn á Vestfjörðum hafa áður haft frumkvæði i samningamálunum, og viö vorum einfaldlega orðnir þreyttir á þessum drætti, sem orðiö hefur á að samningaviðræður færu I gang. Undir það vildum við ekki gangast og riðum þvi óhræddir á vaðið og kviðum ekki úrslitum. -S.dór. Á þessu lifir enginn Rætt við tvær stúlkur sem eru á atvinnuleysisbótum á ísafirði Eins og sagt var frá í Þjóðviljanum í gær eru nú yfir 150 manns á atvinnu- leysisbótum á ísafirði vegna þess að frystihúsin hafa stöðvast vegna sjó- mannaverkfallsins. Það eru mikil viðbrigði fyrir þetta fólk að hverfa úr mikilli vinnu og niður í að þurfa að lifa á þeim smápeningum sem at- vinnuleysisbæturnar eru. Við hittum að máli tvær stúlk- ur, sem voru að láta skrá sig at- vinnulausar á bæjarskrifstofunni á Isafiröi, en þangað verður at- vinnulaust fólk á skrá aö koma daglega og tilkynna sig. Eyrún Guðnadóttir — Þessar bætur eru smánar- lega litlar og alveg ljóst aö á þeim lifir enginn maður. Fyrir ein- hleyping eru þetta rúmar 8 þús- und krónur á dag, og ef við- komandi þarf að greiöa húsnæöi og fæði sjá allir, aö þessi upphæð dugar skammt, hvaðþá fyrir hjón meö börn. — Hefurðu áður lent I að verða atvinnulaus? — Nei, sem betur fer hef ég ekki lent i þvi áður og vona að þetta veröi bæöi fyrsta og siðasta skipt- iö. Þetta er ömurlegt. Annars er ég að hugsa um að fara norður til Akureyrar og fá mér vinnu, og ég veit um fleiri hér á lsafirði sem eru I svipuöum hugleiöingum. Ég hef hitt nokkra sem ætla til Grundarfjarðar ef deilan leysist ekki á næstu dögum. Sólveig Guðjónsdóttir — Ég ætti svo sem ekki að kvarta, ég bý I foreldrahúsum, og get komist af á atvinnuleysisbót- unum, en aftur á móti veit ég ekki hvernig þeir fara að sem þurfa að greiða fullt fæöi og húsnæöi. Þessar bætur hrökkva skammt fyrir þvi. Svo er llka til fólk sem ekki fær þessar bætur af þvi að tekjur maka sl. 12 mánuöi eru yfir ákveðinni upphæð. — Er meirihluti atvinnulausra konur? — Já, yfirgnæfandi meirihluti, Sólveig Guðjónsdóttir. enda eru konur uppistaöan i vinnuafli frystihúsanna, og það er einmitt frystihúsafólkiö, sem er atvinnulaust. Þetta hefur aldrei áður gerst hér á tsafirbi og fólk er að sjálfsögðu mjög óánægt. — Er kurr I fólki? — Já, mikill, og maöur heyrir um að fólk ætli burt úr bænum til að leita sér að atvinnu. Sjálfsagt skilja allir sjónarmið sjð- mannanna, en bæði er aö atvinnu- leysi er nýtt fyrir fólki hér og eins hitt hve bæturnar eru litlar. — Ætlar þú burt að vinna? — Nei, ég ætla ekki, ég ætla bara að biða eftir að verkfallinu ljúki og vinna hefjist á ný. -S.dór ádagskrá 0 I sameiginlegum kröfum hennar verdur því megináhersla ad vera á lægstu launin, og áherslan þeim mun meiri sem launin eru lægri Ragnar Stefáns- son, jaróskjálfta- f ræöingur: Styöjum kröfuna um jafnar verdbætur Ertu sammála þvi aö verö- bólgan verði notuð til að jafna launin?, spurði Omar Ragnars- son i Kastljósi s.l. föstudag. Og framkvæmdastjóri verkamanna- sambandsins svaraði I þessa veru: Ef þú ert að spyrja um mitt persónulega álit, þá er svarið nei. Svo brostu þeir báðir góðlátlega, eins og dálitið fööurlega framan 1 barnaskap þeirra sem vilja „misnota” verðbólguna i þessum tilgangi. Já, hvilik misnotkun. Verðbólgan sem á að vera til einkaafnota fyrir þá stóru. Þá sem geta fjárfest, keypt nýtt og fint og stórt sem heldur verögildi sinu. Þeir voru að tala um veröbóta- kröfu verkamannasambandsins ogASI.Og hefði verið sæmra að i þessum þætti heföi komið fram einhver fyrir hönd verkamanna- sambandsins, sem styddi þessa, kannski mikilvægustu kröfugerö þess, til að kynna hana og verja. Maöur hefur svo sem heyrt eftir nokkrum verkalýösleiötogum, aö þeirtaliaf litilsviröingu um þessa kröfu, sem láglaunahópar innan ASlknúðufram, eða þá að þagaö sé um hana, að þvi er viröist i þeirri von að menn gleymi nú „þessari vitleysu sem þeir hafi glapist til að samþykkja.” Ég ætla þvi að ryfja stuttlega upp þessa kröfugerð og færa rök að mikilvægi hennar. Verðbótakráfa ASl og verkamannasambands- ins. VMSI setti sem sé fram kröfu um aö verðbætur á laun skyldu vera jafnar fyrir alla, og upp- hæðin miöast við fullar visitölu- bætur á miölungslaun. Hugsunin var sú að atvinnurekendur borgi jafnmikiö í veröbætur eins og samkvæmt prósentureglunni, hins vegar skiptist verðbæturnar jafnt á alla. Þetta leiöir auövitaö til hraörar launajöfnunar eins og veröbólgan er núna. Kjaramálaráöstefna ASI samþykkti svo, nær einum rómi eftirfarandi málamiðlun: A mánaöarlaun, sem eru fyrir neöan þaö sem nú er u.þ.b. 330 þúsund komi sömu verðbætur og nemi fullum visitölubótum á kr. 330 þús. Prósetnureglan gildi milli launa sem nú eru 330 til 440 þús. Þar fyrir ofan skulu allir fá verðbætur sem nemi fullum visi tölubótum á 440 þúsnd (alltaf átt viö dagvinnulaun). Þessi kröfu- gerð gengur að visu ekki eins langt og krafa VMSI, en er góð svo langt sem hún nær og mikil- vægt að skapa um hana sem almennasta samstöðu. Sumir hafa gert mikið úr minni háttar hnökrum sem þeir telja á kröfu- geröinni. Væri mikilvægt að þeir settu fram hugmyndir um þaö, hvernig úr þeim mætti bæta, helduren að nota þá til að ófrægja meginhugsun kröfugerðarinnar. Um nauðsyn launajöfn- unar. Um nauðsyn launajöfnunar ætti ekki að þurfa að fjölyröa hér. Flestir sem um þetta tjá sig opin- berlega eiga vart orð til aö lýsa ógeði sinu á lunamisrétti, alla vega miklulaunamisrétti. Margir tala aö visu um að það þurfi aö skapa eitthvert fast hlutfall. Þetta er eðlileg spekúlasjón meðal atvinnurekenda og annarra valdhafa. Markmið verkalýðsbarátt- unnar er hins vegar algert launa- jafnrétti. Launamisrétti er afurð þess þjóðskipulags auðvaldsins sem viö búum við, aöferð til að sundra, skapa samkeppnisanda, til að koma á legg handgengnum verkstýrendum o.s.frv. .Þrátt fyrir allan barlóm um slæma stööu atvinnurekenda og rikis- sjóös eru hinir hærra launuðu alltaf yfirborgaöir I einhverju formi. Þannig mun t.d. Þorsteinn Pálsson, sem ráðinn er til að berja lóminn fyrir atvinnurek- endur, hafa mánaðarlaun langt fyriri ofan allan skala. Gegn þessari afurö auövalds- skipulagsins, sem verkalýös- hreyfingin neyöist ain til aö búa viö, þarf hún aö nýta hvern mögu- leika og beita sameinuðum styrk sinum. I sameiginlegum kröfum hennarverður þvi megináherslan aö vera á lægstu launin, og áherslan þeim mun meiri sem launin eru lægri. Astæða þess að hægt er að sameina verkafólk um slikar kröfur er ekki bara að þeim sem hærra eru launaöirhrýs oft hugur viö þvi sem hinir lægra launuðu verða að þola, heldur skilja þeir þetta sem sameininlegt hags- munamál stéttarinnar. Vegna þess hve slik afstaða eflir sam- stööu stéttarinar og þar með styrk hreyfingarinnar i heild i átökum við atvinnurekendur og rikisvald. Og vegna þess að allir geta falliö niöur i þessa neðstu skala. Ekkki þarf annað að koma til en atvinnuleysi. veikindi, slys eöaelli. Bætur almannatrygginga veröa sjálfsagt lengst af fyrir neðan lægstu skala, eða við þá ■ miöaðar, svo dæmi sé tekið. Mililvægi verðbótakröf- unnar i núverandi stöðu. Staða verkalýössamtakanna er veik núna til að knýja fram meiri háttar almenna launahækkun. Ekki ætla ég að rekja hér allar ástæður þess. Ein er sú t.d. að mikilvægur hluti forystusveitar verkafólks er flæktur inn í rikis- stjórn sem lýsir þvi yfir, að almennar grunnkaupshækkanir komiekkki til greina, og lenda þvi hinum megin viö samninga- borðiö. Krafan um sömu verðbætur allra, miðað við miðlungslaun, þýðir að verkalýöshreyfingin lýsir þvi yfir, að þrátt fyrir slæma stöðu skuli ekki upp staðaiö fyrr en tryggt sé aö laun hinna lægra launuðu stórbatni, jafnvel þótt það yrði á kostnað hinna hæst launuðu. Miöað við samningana frá 77 hefur verðbótavisitalan verið skerttrekk I trekk með aðgerðum stjórnvalda, og laun almennt eru nú talin nálægt 15% lægri en þau væru, ef samningarnir þeir væru I gildi. Og hver voru hin bitru vopn sem ihald og atvinnurekendur beittu, og veiktu verkalýðssam- tökin svo mjög að þau létu þetta gerast? Eitt bitrasta vopniö var að i hvert sinn sem greiða átti verðbætur dundi það yfir, aö nú fengi séra Jón margfalt hærri bætur en Jón. Þetta sýndi hvað verðbótakerfið væri brjálaö yfir- leitt. En verkalýðssamtökin taka þá á orðinuog segja, gott og vel, ekki er launamismunurinn okkar hagsmunir. Við erum alveg til i að allir fái sömu veröbætur. Ekki þó þannig aö þiö, atvinnurek- endur.græðið enn þá meira. Nei, þið skuluð sem heild borga sama og annars, en þiö skuluö borga öllum jafnt. Ef verkalýðssamtökin halda svona á spööum, ekki bara i orðum heldur einnig í athöfnum, þá munu þau styrkja stöðu sina til að verja visitöluviðmiðunina almennt. Og ykkur meðal þeirra sem eruö á móti krónutöluveröbótum, af þvi laun ykkar kunni aö skerðast, vil ég spyrja: Er hún þægilegri sú launaskerðing, sem felur I sér að laun þeirra sem verr eru settir lækki um sömu pró- sentu? Þetta hefur skeö undan- farin ár, og mun ske áfram nái launafólk ekki saman i baráttu fyrir þvi aö verja visitöluna i heild sinni. Það er dýrt að vera fátækur. Þeir sem styöja jafnar verö- bætur hafa bent á fleira til stuðn- ingsenéghef gerthér. Eitt er það sem stuttaralega má orða, að það sé dýrt aö vera fátækur og þeim mun dýrara sem veröbólgan sé meiri. Þeir sem hafa það skikkanlegt hafa meiri möguleika til að verjast veröbólgunni en þeir sem berjast í bökkum, geta fjárfest i þvi sem heldur verðgildi sinu, keypt endingarbetri hluti o.sirv. Þvi er það, að þótt pró- sentuvlsitalan varöveiti hin form- legu launahlutföll, þá nær hún ekki aö varöveita hlutföll milli raunverulegra kjara á miklum veröbólgutimum. Það er þvi ekkert fráleitt við þaö, að verð- bólgan sé „notuö til að jafna launin” eins og þeir brosleitu menn héldu fram sem voru I kast- ljósinu s.l. föstudag. 14. april, 1980 Ragnar Stefánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.