Þjóðviljinn - 18.04.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.04.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. april 1980 Kópavogur — Sumarstörf Félagsmálastofnunin auglýsir eftir starfsfólki til eftirtalinna sumarstarfa: 1. Iþróttavellir; aðstoðarfólk. 2. íþróttir og útilif; leiðbeinendur (Iþrótta- kennarar), og aðstoðarfólk. 3. Leikvellir; aðstoðarfólk. 4. Skólagarðar; leiðbeinendur og aðstoð- arfólk. 5. Starfsvellir; leiðbeinendur og aðstoðar- fólk. 6. Vinnuskóli; flokksstjórar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á félagsmálastofnuninni Alfhólsvegi 32, og þar eru jafnframt veittar nánari upplýs- ingar. Umsóknarfrestur er til 22. aprll n.k. Ald- urslágmark umsækjenda er 16 ár. Félagsmálastjóri. Aðal- fundur Iðja, félag verksmiðjufólks, heldur fyrri- hluta aðalfundar mánudaginn 21. april 1980, i Domus Medica, kl. 5 slðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á 4. þing Landssam- bands iðnverkafólks. 3. Kjaramál. 4. Tillaga um heimild til stjórnar félags- ins, til endurbyggingar eða nýbygg- ingar ibúðarhúss fyrir ábúanda I Svignaskarði. 5. Tillaga um heimild til kaupa á viðbótar- húsnæði á Skólavörðustlg 16. 6. önnur mál. Stjórnin. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir að ráða eftirtalda starfsmenn: > Pipulagningamann til starfa á Akranesi. Pipuiagningamann til starfa I Borgarnesi. Eftirlitsmenn til starfa I Borgarnesi. Skrifstofumann til starfa á Akranesi. Umsóknarfrestur er til 26. þ.m. Upplýs- ingar veita Guðmundur Vésteinsson Furugrund 24 Akranesi, simar 93-1680 og 93-2022, og Húnbogi Þorsteinsson Borgar- nesi, simar 93-7207, 7224. Umsóknir sendist til sömu aðila. GARÐABÆR Óskum að ráða starfskraft til alm. skrif- stofustarfa i sumarafleysingum. Heilsdagsstarf. Uppl. gefur undirritaður. Bæjarstjóri. Guðjón Björnsson skrifar: Búið er að gera klárt til að meta. Þær eru snotrari pakkningarnar fyrir söltuðu flökin en gömlu, vel þekktu strigaumbúðirnar, sem saumaðar eru utan um saltfiskinn. Hver askja tekur 2,5 kg. af flök- um. — Mynd: Guðjón. m L' Og þau eru óneitanlega matarleg þessi flök, uggalaus og svo til beinlaus. — Mynd: Guðjón. — Ertu ekki „stressaður”, Gunnlaugur, aö fara með mál- efni fyrirtækis, sem veltir miljörðum og þurfa stanslaust að hafa hugann við verðmætt og viðkvæmt hráefni? — JU, auðvitað er maöur „stressaöur”,- og þð — maður er liklega kominn yf- ir það. En þetta er nú töluvert, 80 manns I vinnu, sifelld skipti milli verkefna, öllu þarf að sinna i einu, hluti vinnuaflsins er á hreyfingu, sumir eru i dag, aðrir, á morgun. Þetta er ekki nógu „stabiliseraö” og svo er Iþettaengin plastverksmiðja.þar sem hlutímir geta bara beðið fram yfir næstu helgi, svarar Gunnlaugur og er svo þotinn Ut af skrifstofunni, þar sem við höfum tekið tal saman. Andartaki siðar sést hann á hraðri ferð gegnum vinnslu- salinn. — Guðjón. a ■ u 1 -J Metið, vigtað og pakkað inn. Svo kemur Coaster Emmy og tekur framleiðsluna jafnharðan. Þar gengur útskipunin vel, þvi lyftararnir keyra meö vöruna um borð af bryggjunni. — Mynd: Guðjón. Af högum fískvinnslu í Hrísey Fréttaritari Þjóðviljans i Hrisey hefur sent Landpósti eftirfarandi grein: Framleiðsluverðmæti Fisk- vinnslustöðvar K.E.A. i Hrisey nam 1.42 miljöröum kr. árið 1979 og skiptist þannig milli framleiðslugreina: Freðfiskur 1000 miljónir. Saltfiskur 200 miljónir. Skreið 170 miljónir. Beinamjöl 50 miljónir. Innlagður afli var 4.300 tonn og er það 30% meira en nokkru sinni áður. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur fiskvinnslu- stöðin tekiö á móti 1170 tonnum. A siðustu mánuðum hefur sú breyting orðið á vinnslu aflans, að nokkur hluti þorsksins er flakaður, en fer siðan i salt. Þessi vinnsluaðferð mun fyrst hafa verið reynd á Seyöisfirði en fljótlega var svo fariö að gera slikar tilraunir i Hrisey, eða i okt. i fyrra. Siðan hafa verið unnin á þennan hátt 220 tonn af þorski, en hinsvegar hefur enginn fiskur verið flattur i hálft ár. Slikar tilrauniir munu vera þekktar frá fyrri timum en þó ekki náð fótfestu sem fram- leiðslugrein fyrr en vonandi nú. Aðferð þessi hefur gefist vel og er nú hagstæðari en frysíing. Og þótt vinnulaun aukist miðað við venjulega saltfiskvinnslu; enn- fremur gæðaspursmáliö, er af- urðaverð flakanna hærra i reynd en á saltfiski. Þá reynist þetta vel I aflahrotum þvi þá gefst kostur á að salta og frysta fisk samhliða og framleiðslu- getan eykst. Þar af leiðandi betri hráefnisnýting. Vinnsla flakanna er nokkuð stöðluð, verkunartiminn er styttri en á saltfiski og framleiðslan fer jafnóðum. Og þá ber ekki sist aö geta þess, að fólkinu fellur þessi vinnsla betur. Það var Gunnlaugur Ingvars- son, frystihússtjóri I Hrisey, sem gaf þessar upplýsingar, þegar tiðindamaður blaösins innti hann frétta af fiskvinnsl- unni. Þennan sama dag var verið að meta söltuðu flökin svo að það bar vel i veiði aö sannreyna orð Gunnlaugs hvort fólkinu liki betur þessi vinnsluaðferð: „Jú, þetta er snyrtilegt og léttara á hendi”. — En jafn- framt heyrast raddir þess efnis, að stykkin séu svo smá, að hver handfylli skili minni árangri en þegar gripið er I heiðarlegan saltfisk, sem sagt, maöur sjái minna eftir sig. Nú starfa að jafnaöi um 80 manns við fisk- vinnsluna. Þar af 9 stúlkur frá Astraliu og Nýja-Sjálandi, og svo 5-6 af íslenska megin- landinu. Vinnuaflsskortur er varla sem stendur, en I viku hverri er unnin nokkur yfir- vinna. Vinna um helgar heyrir þó til undantekninga. Guðjón Björnsson. Umsjön: Magnús H. Gislason Gunnlaugur Ingvarsson, frystihússtjóri: Þetta er engin piastverksmiðja. — Mynd: Guðjón. Líklega kominn yfír „stressiö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.