Þjóðviljinn - 18.04.1980, Blaðsíða 6
6 SIDA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 18. aprll 1980
Elisabet
Bjarnadóttir
Katrin
Didriksen
Eirikur
Guðjónsson
Hildur
Jónsdóttir
Umsjón
af hálfu
Þjóðviljans:
Ingibjörg
Haralds-
dóttir
Ingibjörg
Har aldsdóttir.
Hvert stefnum við
í dagvistarmálum?
Dagana 12. til 18. april var
haldin á Hótel Loftleiðum ráð-
stefna fósturfélaganna á
Norðurlöndum. Yfirskrift ráð-
stefnunnar var: „ Staða dag-
vistarheimila i sam-
félaginu, hvert stefnum við?
Dagskrá ráðstefnunnar var
Séð yfir ráðstefnusalinn á Hótel Loftleiðum. Ljósm — gel.
byggð upp á fyrirlestrum og
hópvinnu, þar sem rætt var út
frá fyrirlestrunum, en þeir voru
5 að tölu, 1 frá hverju landi. lllla
Britta Bruun frá Svfþjóð fjallaði
um dagvistarstofnanir i hug-
myndasögulegu ljósi, fslenski
fyrirlesturinn, fiuttur af þeim
Heiðdisi Gunnarsdóttur, Sigriði
K. Stefánsdóttur, Sigurlaugu
Gisladóttur og Sólveigu
Asgeirsdóttur, fjailaði um
viðhorf og þróun f innra starfi
dagvistarstofnana á tsiandi og
finnski fyrirlesarinn Gunnel
Holmstrim ræddi um viðhorf
samfélagsins annarsvegar og
fjölskyldunnar hins vegar til
da g vistars tofna na. Norö-
mennirnir Hans Petter Wille og
Per Linge fjölluöu siðan um
efnið: Barnaheimiiið sem lif-
andi uppvaxtarumhverfi. Loks
flutti Björn Erikson frá
Danmörku fyrirlestur um áhrif
stjórnmálanna á þróun dag-
vistarstofnana.
Blaðamaður jafnréttissiðu
staldraði við i ráðstefnusölum i
vikunni og fara viðtöl við
nokkra ráðstefnugesti hér á
eftir.
,,Börn eru notuð sem
hagst j órnartæki”
Jafnréttissiðan náði tali af
Björn Erikson félagsfræðingi frá
Danmörku, sem er einn fyrir-
lesaranna á ráðstefnunni, en
hann er trúnaöarmaður i hinu
danska fósturfélagi, Börne og
Ungdomspædagogernes Lands
organisation, B.U.P.L.
Við spurðum hann fyrst um til-
gang ráðstefnunnar.
Björn: Tilgangur ráðstefn-
unnar er tviþættur. I fyrsta lagi
að miðla upplýsingum milli land-
anna, ræða um sameiginleg
vandamál og mögulegar
úrlausnir og i öðru lagi að veita
hvert öðru stuðning og efla sam
stööuna. Þó ástand dagvistar-
mála sé nokkuð mismunandi eru
vandamálin þau sömu, þau eru
aöeins mismunandi stór.
Jrs. Hvað getur þú sagt okkur
um ástandið i Danmörku?
Björn: I Danmörku eru 100
þúsund börn sem ekki komast inn
á dagheimili, það vantar pláss.
Foreldrar og verkalýðsfélög
reyna að þrýsta á um úrbætur en
þau mál horfa mjög illa einmitt
núna.
Jrs. Nú er mikið talað um
kreppu i dönsku efnahagslifi —
snertir hún dagheimilismálin?
Björn: Já. Rikisstjórnin hefur
skorið niður félagslega þjónustu
og ætlar sér aö skera niður
útgjöld til dagvistarmála sömu-
leiðis.
Jrs: Hvernig?
Bjorn: Stjórnin ætlar sér i
fyrsta lagi að troða 10% fleiri
börnum inn á dagvistarstofnanir
án þess að auka dagvistarrýmið
nokkuð eða fjölga starfsfólki.
Þessar fyrirætlanir þýða einfald-
lega að álag á starfsfólki eykst
um 10% og á börnunum enn meir.
1 öðru lagi ætlar rikisstjórnin
að hækka það gjald sem foreldrar
þurfa aö greiöa, sem er nú þegar
mjög hátt. Það myndi leiöa til
þess aö verkafólk sem á t.d. 2-3
börn þyrfti aö taka börnin út af
dagvistarstofnunum.
Þetta er stórpólitikt mál,
sérstaklega hvað snertir þá sem
eru atvinnulausir.
Jrs: Skýrðu þennan punkt
betur...
Björn: Jú, sjáðu til. Hækkun
dagheimilisgjalda mun hafa
geysilegar afleiðingar, einkum
fyrir konur. Þegar foreldrar sem
eru atvinnulausir munu horfast i
augu við hækkanir, þannig að
dagheimilisgjöldin gleyptu t.d.
stærstan hluta af atvinnuleysis-
bótunum, þá vitum við hvernig
fólk mun bregðast við.
Það verður sagt við konurnar,
verið þið heima, takið börnin af
dagvistarstofnuninni. Enefmæður
taka börnin sin heim, þá eru þær
ekki skilgreindar atvinnulausar
lengur, heldur heimavinnandi og
fá ekki bætur. Þetta lækkar þá
hina opinberu tölu atvinnulausra
og stjórnmálamenn geta státað
sig af þvi að vera svona klárir að
bæta úr atvinnuleysinu. Það
sama gildir um láglaunakonur,
þær geta fariö heim, af þvi að
launin eru hvort sem er svo lág.
Þarna notar danska rikis-
stjórnin börnin beinlinis til að
leysa kreppuna, þ.e.a.s. börnin
eru notuð sem hagstjórnartæki.
Þessu hefur B.U.P.L. mótmælt
kröftugiega.
Nú,svo er það þriðja atriöið.
Alltfram tilsiðasta árs voru börn
með ýmsar sérþarfir á sérstökum
stofnunum með sérþjálfuðu
starfsfólki. A barnaárinu var þvi
breytt og þau voru sett á
aimennar dagvistarstofnanir.
B.U.P.L. krafðist þess þá að sér-
þjálfað starfsfólk yrði ráðið til
viðbótar; annað starfsfólk hefði
ekki næga menntun til að annast
þessi börn. Stjórnin varð við
þessum kröfum.en nd er i ráði að
skera það niður lika. Rikis-
stjórnin vill hafa þann háttinn á,
að ef foreldrar barna með sér-
þarfir viija sérmenntað starfs-
fólk, þá verða þeir sjálfir að
borga fyrir það sérstaklega.
Jrs.: Hvernig getur stéttar-
félag ykkar brugðist við þessum
aðgerðum?
Björn: Varðandi siðast talda
atriðið þá er ljóst að upprunalega
röksemdin fyrir að setja börn
með sérþarfir inn á almennar
dagvistarstofnanir er fallin út.
Það verður ekki hægt að annast
þau á mannsæmandi hátt. Og
hvað með þá foreldra sem ekki
hafa efni á að borga sérþjálfuðu
starfsliöi?
Ef rikisstjórninni tekst að
knýja þessi þrjú atriði i gegn þá
hættir hún ekki við svo búið. Af
þessum ástæðum m.a. er ráð-
stefna sem þessi mjög mikils-
verð. Við i Danmörku þurfum
stuðning frá hinum Norðurlönd-
unum. Fóstrur annarsstaðar geta
svo vafalaust notfært sér okkar
reynslu, þær vita a.m.k. hverju
þærgeta átt von á I framtiöinni ef
þetta kemst I gegn.
Jrs: Eru likur á þvi?
Björn: Það veltur á ýmsu.
Einmitt núna eru fagfélögin um
allt land, bæði á vinnustöðum og i
heildarsamtökunum, að ræða
hvernig skuli bregðast við. Ef
þessar ráðstafanir verða
samþykktar, þá verða verkföll.
B.U.P.L. mun aldrei beygja sig
undir þessar árásir. Við væntum
þess lika að samvinna takist milli
fagfélaganna og foreldrafélag-
anna.
Jrs: Hvernig er sambandinu
við foreldrana háttað og hvernig
gengur samstarfið?
Björn: Foreldrar eiga fulitrúa i
stjórnum dagheimilanna og
foreldrafélög eru starfandi. En
það er við ákveðinn pólitiskan
vanda að etja. Þau gjöld sem
foreldrar greiða eru beint tengd
launakostnaði þannig að ef
starfsfólkið setur fram kröfu um
launahækkun, þá sjá foreldrar
fram á hækkuð dagheimilisgjöld.
Þetta er furðuleg ráðstöfun og
þjónar þeim eina tilgangi að
spilla fyrir möguleikum á
samstöðu milli foreldra og starfs-
fólks I launabaráttunni. Fóstrur
eru aðeins með um 80% af
launum faglærðra verkamanna,
þrátt fyrir 3ja ára nám og mikla
ábyrgð i starfi. Við krefjumst
sömu kjara.
Ennfremur verður að játa að
marga foreldra skortir lágmarks
stéttarvitund. Ef likur eru á að
Björn Erikson: Danska stjórnin
notar börnin til að leysa krepp-
una. Ljósm. —gel—.
fóstrur verði að fara i verkfall, þá
sjá margir foreldrar það sem
beina árás á eigin hagsmuni. En
langtimahagsmunir eru þeir
sömu, báðir aðilar verða að beita
sér sameiginlega fyrir sem best-
um aöbúnaði að börnunum. Það
veröur ekki gert meö þvi aö gera
fóstrur að láglaunahópi og auka
vinnuálag á starfsfólkinu.
Foreldrasamstarfið er
lýðræðislegt á yfirborðinu, en það
háir þvi mjög að þær reglur sem
settar eru af hálfu hins opinbera
setja þvi mjög þröngar skorður.
Framhald á bls. 13
=: