Þjóðviljinn - 18.04.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.04.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. aprll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Marta Siguröardóttir. Ljósm. — gel - Hanna Dóra Þórisdóttir. Ljósm. — gel — Snöggsoðnar skyndilausnir Marta S i g ur ö a r d ót tir, formaður Fósturfélags tslands, og Hanna Dóra Þórisdóttir, fulltrúi félagsins, voru verklegir námsskeiðsstjórar og báru hita og þunga undirbúningsins. Jrs.: Hanna Dóra, er náið samstarf milli Fósturfélaganna á Norðurlöndum? Hanna Dóra: Þau hafa sam- eiginlega skrifstofu sem færist milli landanna og er 1 1/2 ár i hverju landi. Norræna skrif- stofan hefur verið á Islandi siðan 1. jan. ’78og núna kom það i okkar hlut að halda námskeið, en námskeið og ráðstefnur eru haldnar með reglulegu millibili. Hér á Hótel Loftleiðum eru 130 manns, þar af 40 tslendingar. Jsr: Hver eru meginmálefnin sem fjallað er um? Hanna Dóra: Geysilega mörg atriði hafa komið til umfjöll- unar eins og yfirskriftin: Staða dagvistarheimila i samfélaginu gefur til kynna. Við höfum skipst á upplýsingum og rætt spurningar eins og hvernig megi bæta innra starf svo dæmi sé tekið. Annað dæmi get ég nefnt. Fyrirlesararnir frá Noregi hafa verið með verkefni sem snertir vinnuframlag barna. Aður fyrr tóku börn meiri þátt i störfum fullorðinna, þau höfðu verkefni sem voru nauösynleg t.d. fyrir fjölskyld- una. Núna eru börn i ákveðnu hólfi i þjóðfélaginu, þar sem þau eiga bara að „leika sér” og fólk á vinnumarkaði i öðru. Þessir heimar snertast ekkert. Viö höf- um rætt þessi mál út frá þvi sjónarhorni að við megum ekki gleyma þvi uppeldislega gildi sem það hefur fyrir börn að finna að þau gera gagn og séu ekki utanveltu við heim fullorðinna, séu ekki ,,i geymslu”. Jrs: Þarf nokkuð að spyrja ykkur hvernig dagvistarmál á íslandi eru samanborið við ástandið á öðrum Norðurlönd- um? Marta: Astandið er alverst á Islandi. Forgangshóparnir, sem til eru vegna þessa mikla skorts á dagvistarrýmum, setja innra starfi þröngar skorður og hafa viss vandamál i för með sér. Ég skal taka dæmUBörn einstæðra mæðra eru hlutfallslega mörg. Flestar þeirra vinna fyrir lág- um launum, eru þ.a.l. i ótryggu leiguhúsnæði og þurfa þess vegna oft að flytja á milli hverfa. Afleiðingin er m.a. sú að of miklar tilfæringar á börnum eiga sér stað, en eins og allir vita getur það verið erfitt bæði fyrir starfsfólk og börnin, sem missa vini burt eða þurfa oft að aðlagast algerlega nýjum hópi barna og starfsfólks. Jrs: Hvernig horfir til með úrbætur? Marta: A fjárlögum fyrir 1980 eru um 500 miljónir. Það dugir rétt til aö ljúka þeim verkefnum sem eru i gangi, en alls ekki til að halda uppbyggingu áfram. Það er stopp i þessum málum þó stjórnvöld viðurkenni það ekki. Jrs: En gerið þið ykkur ekki vorir um að kröfur ASI um úrbætur i dagvistarmálum geti breytt þessari mynd? Hanna Dóra: Við erum ekki bjartsýnar á það. Viö hljótum að taka fjárlögin sem stefnu- yfirlýsingu rikisstjórnarinnar. Samkvæmt þeim virðist ekkert eiga að gerast. Marta: Það eru karlar ráðandi i öllum nefndum, sem hafa takmarkaðan skilning og þekkingu á dagvistarmálum og málefnum barna yfirleitt. Stjórnvöld vanmeta gersam- lega það starf sem fram fer á dagvistarstofnunum, enda hef ur engin stefnumörkun i uppeldismálum átt sér stað af hálfu hins opinbera. Þaö eimir Framhald á bls. 13 Líka á íslandi Jafnréttissiöunni tókst að króa Kristlnu S. Kvaran nám- skeiðsstjóra af i nokkrar mln- útur á milli þess sem hún þeysti milli fundarherbergja. Viö vörpuðum fram spurningunni: Eru börn hagstjórnartæki á lslandi? Kristin: Hvað annað er hægt aö kalla hringlandahátt stjórn- valda? Ef vel árar er margt hægt að gera, þá eru til pen- ingar. Ef þarf að laöa konur út á vinnumarkaöinn eru dagheim- ilinholl og góö. Syrti hins vegar I álinn, verður eitthvaö annaö forga ngsverkefni, þá eru dag- vistarstofnanir ómögulegar og spilað er á samviskubit mæðranna. Hvað er þá að ger- ast? Jú, það þarf að snúa mæörunum aftur inn á heimilin. Við getum auðveldlega séö hvernig afstaða stjórnvalda gengur I bylgjum og almenningsálitið svokallaða snýst meö um það hvaö gott sé fyrir börnin. Þaö er ekki um neina stefnumörkun að ræða sem gengur út frá hagsmunum barna. Það er ekki hægt að segja annað en aö börn séu notuö sem pólittskt hagstjórnar- tæki. Gagnvart þessu getur enginn staðiö álengdar, gagn- vart þessu getur enginn verið hlutlaus. -hj. Söludagar: 18., 19. og 20. apríl Kaupið fjöður R41ÐA FJÖÐRIN til hjálpar heymarskertum \ \ % % % % % % Nýr helgarsími Við viljum vekja athygli á nýjum helgarsima af- greiðslunnar. Laugardaga frá kl. 9—12 og 17—19 er af- greiðslan opin og kvörtun- um sinnt i sima 81663. — Virka daga skal hringt i að- alsima blaðsins, 81333. / / / / / / / / / uomuiNN; simi 81333 — virkadaga £ simi 81663 —laugardaga / 4181333 UOOVIUINN Síðumúla 6 s. 81313

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.