Þjóðviljinn - 24.04.1980, Side 4

Þjóðviljinn - 24.04.1980, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. aprll 1980 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis C'tgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson Rekstrarstjóri: Úlfar ÞormóÖsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefdnsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús'H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. , Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla:KristIn Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Slmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjdnsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bánöardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar : Slöumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. B ÚR-jjandskapur Það hefur verið samdóma álit borgarstjórnaflokka að gera þyrfti átak í atvinnumálum Reykvíkinga og snúa við flótta atvinnufyrirtækja frá höfuðborginni. Svo bregður þó við að þegar nýi meirihlutinn í Reykjavík lætur myndarlega að sér kveða í þessum efnum snýst borgarstjórnaríhaldið öndvert við og vill bregða fæti fyrir öll áform um að treysta atvinnulífið. í nýsamþykktri f járhagsáætlun Reykjavíkur er gert ráð fyrir að varið verði 1350 mifjónum króna til atvinnu- mála, auk þess sem aðrir þættir áætlunarinnar eru við það miðaðir að atvinnuástand verði stöðugt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu skera þessa upphæð niður um 350 miljónir króna, en það hefði þýtt að ekkert áfram- hald hefði orðið á uppbyggingu Bæjarútgerðar Reykja- víkur auk þess sem framkvæmd áforma um að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið hefði stöðvast. Afkastageta frystihúss BÚR hefur nær tvöfaldast vegna hagræðingaraðgerða og það með auknum af la og öðrum ráðstöfunum í rekstri fyrirtækisins gerir það að verkum að Bæjarútgerðin er nú í hópi best reknu út- gerðar- og f iskvinnslustöðva, og skilar hagnaði á sl. ári í fyrsta sinn í manna minnum. Til þess að standa við samninga sem gerðir hafa verið við Portúgali og skipa- smíðastöðina Stálvík um kaupá togurum þarf að greiða 1040 miljónir á árinu. Niðurskurðartillaga Sjálfstæðis- manna gerði ekki einu sinni ráð f yrir að staðið yrði við þessa samninga. Alvarlegra er þó að Sjálfstæðismenn vildu strika út framlag til þessaðbyggja upp frystigeymslu, en BÚR er nú mikil þörf á auknu f rystirými. Um það er að velja að greiða 120 miljónir kr. í leigu fyrir slíkar geymslur út um hvippinn og hvappinn, jafnvel allt suður á Reykja- nesi, eða að f járfesta í frystigeymslu sem myndi borga sig upp á tveimur árum. Tillögur Sjálfstæðismanna voru og við það miðaðar að 75 miljón kr. framlag til atvinnumála yrði strikað út á einu bretti. Með því væri fótur settur fyrir áform um álbræðslu í samvinnu við Sambandið, athugun á endur- vipnslu á úrgangspappír í sambandi við þilplötugerð og perlusteinsvinnslu, ráðgerða framleiðslustarfsemi skólafólks í sumar og f leiri mál á sviði nýiðnaðar sem í undirbúningi eru. Sjálfstæðismenn kórónuðu svo tillögugerð sína í borgarstjórn meðþví að vilja klípa af framlagi til skipu- lagsmála/en til þeirra mála er naumt skammtað á f jár- hagsáætlun ef takast á að gera 500-600 lóðir byggingar- hæfaráárinu. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar hef ur einmitt lagt áherslu á að f remur þurf i að bæta við skipulagsmálaframlagið sfðar á árinu heldur en að skera það niður. Miðað við gagnrýni íhaldsins á of lítið lóðaf ramboð og nauðsyn þess að hraða ákvörðunum og undirbúningi í skipulagsmálum voru tillögur þess ill- skiljanlegar. • —ekh Alþingi og ASÍ Miðstjórn Alþýðusambands Islands hef ur hafnað af- skiptum Alþingis af innri málefnum verkalýðshreyf- ingarinnar. I samhljóöa samþykkt miöstjórnarfundar ASi sl. fimmtudag er því beint til Alþingis, aö Alþýöu- sambandið telji þaö óþolandi, aö löggjafarvaldið sé aö ráöskast meö innri skipulagsmál verkalýöshreyfingar- innar. Tilefnið er frumvarp Sjálfstæðismanna um hlut- fallskosningar í verkalýðsfélögunum og eindreginn stuðningur þingmanna Alþýðuf lokksins við það. f viðtölum við Þjóðviljann hafa verkalýðsforingj- arnir Eðvarð Sigurðsson, Björn Þórhallsson og Jón Helgason allir tekið undir það sjónarmið miðstjórnar ASÍ aö óeölilegt sé aö Alþingi skipi fyrir um innri mál- efni alþýðusamtakanna. Þeir eru ennfremur allir þeirrar skoðunar aö hlutfallskosningar muni ýta undir eindregnari flokkspólitiskar kosningar en nú tfökast í verkalýösfélögum og efla pólitískan ófriö f verkalýðs- hreyfingunni. Undarlegt má heita aö talsmenn hlutfallskosninga eru einmitt sömu menn og tuöa mest um flokkspólitfk iy verkalýöshreyfingunni, en vilja þó setja lög um aö þar veröi flokkspólitikin allsráöandi. Hitt er annað mál að skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar hafa lengi verið í deiglu og löngu orðið tfmabært að gera ýmsar kerfis- breytingar. Aðsjálf sögðu er eðlilegt að ræða um þau mál á opinberum vettvangi, en fyrst og f remst er þar um að ræða verkefni verkalýðsfélaganna sjálfra og heildar- samtaka þeirra. ~ekh filippt j í absúrdstíl? Borist hefur bréf, og óskað ■ birtingar á þessum staö i blaö- Iinu: „Reykjavik 22an april 1980. Ég sé i Þjóöviljanum i dag aö ■ þar þykir siölaust af mér aö Ihafa vitnaö i skrif Svavars Gestssonar i Skólablaö Mennta- skólans i Reykjavik áriö 1962, á « þeim forsendum aö greinin sem Ii var vitnaö hafi veriö ,,i þá tiökanlegum absúrdstil” auk þess sem Svavar hafi veriö ■ „ómótaöur unglingur” þegar Ihann skrifaöi greinina. Nú fer ég þess á leit aö Þjóö- viljinn endurprenti þessa grein ■ Svavars i heilu lagi, svo aö Ilesendur blaösins megi kynnast þvi hvaö heilbrigöisráöherrann og ritstjórar Þjóöviljans telja ■ vera „absúrdstil”. Ég man ekki Ibetur en meginefni greinarinn- ar, aö sviviröingum um Halldór Laxness frátöldum, hafi veriö • ástarjátningar til vinnandi Istétta og kröfugerö um Island fyrir Islendinga. 1 einhverri nýliöinni kosninga * baráttu lét frambjóöandinn I Svavar Gestsson halda á sér kynningu þar sem honum var taliö þaö hvaö helst til ágætis aö I1 hann heföi einu sinni unniö verkamannavinnu. Byltingar- sinnaöri vinkonu minni þótti vera „absúrdstfll” á kynning- J unni; þaö er eins og hann haldi, I sagöi hún, aö þetta hafi enginn I annar Islendingur gert. Þegar • Svavar vann verkamannavinn- I" una var hann „ómótaöur ung- lingur”. Það er fróölegt aö sjá að hann skuli meöal annars hafa mótast svo aö nú sé hann oröinn 1“ sammala þessari ágætu konu. Vel aö merkja skilst mér aö það hafi lika þótt siöleysi á t Þjóöviljanum þegar þaö var Irifjað upp á dögunum hvernig ritstjórar blaösins studdu um skeiö málstaö nazista meö ráö- t um og dáö, væntanlega lika á Iþeim forsendum aö Þjóöviljinn hafi þá verið ungt og óharönaö blaö. Viröingarfyllst IÞorsteinn Gylfason.” Rammíslenskt ■ It upphafi svars er rétt aö benda á aö i Klippi er skólablaö ekki skrifað meö stórum upp- Ihafsstaf eins og I bréfi Þor- steins. Annars er það svo rammislenskt að bréfiö mætti t nota sem kennslubókardæmi I" um þrætubókarlist okkar tslendinga: Foröast er aö koma að kjarna máls, hvaö þá aöalat- , riöum, heldur fariö út i aöra Isálma og dvaliö viö aukaatriöi og tittlingaskit. Boöiö er upp á aö svariö veröi i svipuöum stil, og eftir nokkrar ritsennur man ■ enginn lengur upphafiö og þræt- Ian lognast útaf er tilgangsleysiö keyrir um þverbak. Tilefniö var þó þaö aö Þor- • steinn Gylfason vitnaöi i um- mæli Svavars Gestssonar „heil- brigöisráðherra” sem hann viö- haföi á prenti „á sinum tima” ■ um sinnaskipti Halldórs Lax- Iness. Kjarni málsins er sá aö Þorsteinn leyfir sér aö láta aö þvi liggja aö Svavar,sem aöeins ■ hefur verið heilbrigöisráöherra II nokkra mdnuöi hafi ritaö um auövaldshremmingu Halldórs Laxness (nýveriö), án þess aö ■ geta staöar né stundar. Þaö Ihlýtur þó aö teljast lágmark i siöferöilegum kröfum til þeirra sem skrifa i blöö á íslandi aö þeir tilgreini hvenær og hvar ummæli nafngreindra manna, sem vitnaö er íeru viöhöfö. Allt ■ hefur sinn tima, samtiminn set- ur mark á skoöanir manna, og sé ekki sú kvöð á fræöimönnum að setja áttavita á tilvitnanir eru þeir leystir undan öllum vis- indalegum trúnaði við sannleik- ann. Siöabók Þorsteins Einmitt slikt frelsi telur Þor- steinn Gylfason, aö þvi er best verður séð af bréfi hans, sjálf- sagt og I hæsta máta siölegt. Samkvæmthans siöabók ætti þá aö hefja umræöu á æöra stig t.a.m. meö svofelldum hætti: Sigurbjörn Einarsson biskup lét á sfnum sima i ljós samúö meö þýskum þjóernishugmyndum, Jónas Haralz Landsbankastjóri tætti á sinum tima I sig bók Hayeks „Leiöina til ánauöar” þannig aö ekki stóö steinn yfir steini i frjálshyggjuhugmynd- um Hayeks, eöa aö afgreiöa Halldór Laxness meö þvi aö hann hafi veriö kaþólikki sem geröist kommúnisti og fékk Stalínverölaunin eins og segir I nýlegum breskum doöranti um sögu Noröurlanda. Slikar og þvllikar tilvitnanir segja núlifandi og komandi kyn- slóöum aö sjálfsögöu hreint ekki neitt nema um þaö sé getiö frá hvaöa tíma þær eru, hvort þær hafi birst i skólablööum eða viröuiegum timaritum, eöa eru hreinlega villandi lexikonfróö- leikur. Virðingarleysi frœðimanna Ahyggjuefni er þaö aö á siö- ustu misserum hefur vitnast um svipað viröingarleysi fræöi- manna á borö viö Þorstein Gylfason gagnvart gömlum textum. Þannig rakti hag- fræöingur i blaöagrein aö i nýj- ustu bók Ólafs Björnssonar um frjálshyggjuna og alræöis- hyggjuna heföi prófessorinn teygt og togaö texta Marx og Lenins til þess að beygja þá undir tilgang bókarinnar. Þá hefur ungur fræöimaöur, sem mun hafa gengið um heimspeki- garöa Þorsteins Gylfasonar, Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, sýnt meö eftirminnilegum hættifram á hreinan ritstuld dr. Gylfa Þ. Gislasonar i bók hans „Jafnaöarstefnunni”. Þeg- ar viröulegir fræðimenn eru þannig geröir berir aö ónákvæmni er ástæöa til þess aö hafa varann á og láta ekki fræðimannagloriu villa sér sýn. Sérstaklega er slikt átakanlegt þegar það eru einmitt fræði- menn meö hægri sinnuö lifsvið- horf sem nú um stundir hafa hvað mest á orði afturfarir i skólamenntun, ólæsi á islenskt mál og eymd félagsfræða. Varla veröur sagt aö þeir gangi á und- an meö góöu fordæmi né beri vitni betri tlð i skólum landsins áöur fyrr. Stuðningur við nasista Úr tekur þó steininn i til- vitnunarmálum þegar Þor- steinn Gylfason fer aö ber þaö upp á Vilmund Gylfason aö hann hafi sagt I útvarpserindi aö ritstjórar Þjóöviljans hafi ,,um skeiö” stutt „málstaö naz- ista meö ráöum og dáö”. Þaö sagöi Vilmundur hvergi i erindi sinu um ágæti miölunarmanna, heldur rakti hann aö Þjóöviljinn heföi lagt þýskt og breskt auövald aö jöfnu og taliö aö litlu skipti hver ynni strlðiö, þvi auövaldsmenn sem att heföu alþýöu út i heimsstriö myndu hálda áfram aö kúga verka- lýöinn og smáþjóöir sérstaklega aö loknu striöi. Þaö er túlkun á samsetningi Vilmundar aö segja þetta stuöning viö málstaö nasista samkvæmt þeirri re61u aö sá sem er á móti mér (breska ljóninu) sé meö andstæöingnum (þýska erningum). I þessu sambandi mætti lika spyrja hvort þaö hafi ekki verið eindreginn stuöningur viö mál- staö nasista þegar Alþýöublaöiö fagnaöi þvi I forystugrein I júni 1941 aö Þjóðverjar skyldu hafa ráðist inn i Rússland. Svo mikiö fannst þeim liggja við Is- lenskum krötum aö berja á bolsévikum aö þeir fögnuðu inn- í rásinni „á sinum tlma”. Ekki mun þaö mat hafa byggst á her- fræöilegri framsýni þvi enginn at þá vitaö aö þetta yröi bana- iti þýska arnarins. Hér hefur verið reynt aö dvelja viö kjarna málsins, þaö er hvernig skuli umgangast til- vitnanir frá liðinni tiö. önnur atriði I bréfi Þorsteins eru skætingur sem ekki þarfnast svars. — ekh 09 skorið

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.