Þjóðviljinn - 09.05.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 09.05.1980, Síða 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 9. mai 1980 AÐALFUNDUR Hlns íslenzka prentarafélags 1980 verður haldinn laugardaginn 10. mai 1980 i félagsheimilinu, Hverfisgötu 21, og hefst kl. 13.15. Dagskrá: 1. Lagðir fram til úrskurðar endurskoð- aðir reikningar félagsins. 2. Skýrsla stjórnar og nefnda um liðið starfsár. 3. Stjórnarskipti. 4. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 5. Kosning ritnefndar Prentarans. 6. Nefndakosningar. 7. Kjör heiðursfélaga. 8. Tillaga um aukningu hlutafjár i Alþýðubankanum hf.. 9. Tillaga um aukningu hlutafjár i Lista- skála alþýðu hf.. 10. Tillaga um félagsslit. 11. Tillaga um að skrifuð verði saga félagsins. 12. önnur mál, ef fram koma. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þannig virkan þátt i af- greiðslu og umræðum um sin eigin málefni. Stjórnin Utboð I Vestmannaeyjabær óskar hér með eftir tilboðum i byggingu 6 ibúða sambýlishúss fyrir aldraða við Hraunbúðir Vestmanna- eyjum. Verkinu er skipt i eftirfarandi 7 verk- hluta: 1. Fokhelt hús frágengið að utan. 2. Múrverk. 3. Pipulagnir. 4. Tréverk. 5. Raflagnir. 6. Málning. 7. Lóðarfrágangur. Heimilt er að bjóða I verkið i heild eða ; hvern einstakan verkhluta. Húsið skal fullgert 1. júni 1981. Panta skal útboðs- j gögn hjá tæknideild Vestmannaeyjabæj- J ar, simi 98-1088, eða Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar, simi 91-28740, i siðasta lagi 1 12. maí. útboðsgögn verða afhent 14. maí gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð i Ráðhúsinu Vest- mannaeyjum 30. mai kl. 14.00 að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarstjórinn I Vestmannaeyjum. íbúð óskast Óskum eftir 4ra herb. ibúð til leigu. Helst i Þingholtunúm eða Vesturbæ. Góð umgengni. Fyrirframgreiðsla eða öruggar mánaðargreiðslur. Möguleiki á skiptum á 4ra herb. einbýlishúsi á Akur- eyri. Upplýsingar i sima 26352. Litli leikklúbburinn á ísafirði: Frumsýnir „I Iart í bak” Litli leikklúbburinn á ísafirði frumsýnir n.k. sunnudag leikritið „Hart i bak” eftir Jökul Jakobs- son. Leikritið er fært upp I tilefni 15 ára afmælis klúbbsins sem var 24. april sl. Þetta er 32. verkefni LL til þessa. Æfingar hófust upp úr miðjum mars og hefur verið unniö af fullum krafti siðan, en frumsýning verður sunnd. 11. maf i Alþýðuhúsinu á Isafirði. Með fjögur helstu hlutverk leiksins fara: Guðrún Eyþórsdóttir, Kristján Finnbogason, Elisabet Þorgeirsdóttir og Reynir Sigurðs- son. Leikstjóri er Margrét óskarsdóttir. Starfsemi Litla leikklúbbsins hefur verið mjög blómleg þessi 15 ár frá þvi hann var stofnaður. Af 32 verkefnum klúbbsins frá upp- hafi eru 11 Islensk verk og fjögur leikrit hafa verið frumflutningur hér á landi, Kristján Finnbogason og Elisabet Þorgeirsdóttir i hlutverkum sinum f „Hart f bak” eftir Jökul Jakobsson, sem Litli leikkiúbburinn á isafirði frumsýnir nk. sunnudag ki. 21.00 f Alþýðuhúsinu á isafirði. Húsakynni Hjálpræðishersins við Kirkjustræti Kosningaskrifstofa fyrir Guðlaug flutt Stuðningsmenn Guðlaugs Þor- valdssonar hafa nú flutt kosn- ingaskrifstofu sina I Reykjavik i rúmgott húsnæði að Brautarholti 2, þar sem áður var Húsgagna- verslun Reykjavikur. Sjálfboðaliðar skipta með sér störfum á skrifstofunni en for stööumaður er Hrafnkell B. Guð- jónsson. Skrifstofan er opin dag- lega til kl. 22, símar 39830 og 39831.1 tengslum við skrifstofuna starfa ýmsar nefndir með af- mörkuð verkefni og formenn helstu starfsnefnda mynda fram- kvæmdaráð. 1 þvi eru m.a. Grétar Snær Hjartarson, Guð- Skákskóiinn á Kirkjubæjar- klaustri mun starfa vikuna 24. maf til 1. júnl nk. og veröur kennt i þrem flokkum, byrjenda, 1. stigs og 2. stigs. 1. stigs námskeiðið er fyrir þá sem ætla að ljúka prófum þess stigs frá skólanum i vor og er miðað við nemendur sem þegar eru farnir að tefla svolitið, kunna undirstööuatriðin og eru farnir að glugga i byrjanir og endatöfl. 2. stigiö er fyrir nemendur sem luku 1. stiginu sl. vor og ennfremur fyrir nemendur með skákstig og aðra sem einstök skáksambönd og taflfélög mæla meö. A byrjendanámskeiöinu er farið i grundvallaratriðin, skákreglur og einfaldar byrjanir og endatöfl. Kennarar Skákskólans eru Jón Hjartarson skólastjóri, Jóhann örn Sigurjónsson og Birgir bjartur Gunnarsson, Hrafnkell B. Guöjónsson, Steinar Berg Björns- son og Þóröur Sverrisson. Héraðsnefndir hafa veriö settar á stofn um allt land og hafa þær reglulegt samband við aðalskrif *- stofuna Undirbúningsfundir hafa verið haldnir allviða, en þau Guö- laugur og Kristin hafa aðeins komiö á einn opinn fund, sem haldinn var að Borg i Grimsnesi s.l. mánudagskvöld og sóttu hann um 100 manns. í fréttatilkynningu frá kosningaskrifstofunni eru stuðn- ingsmenn hvattir til að hafa sam- band, þiggja kaffi og ræöa málin. Einarsson, sem kennir sund og Iþróttir og sér um útivist og kynningu á staðnum og nágrenni hans. Þátttökugjald fyrir timabilið er 50 þúsund krónur og er þá innifal- inn fæðiskostnaður, kennsla, sundiaug og húsnæði. Umsóknir þarf að staðfesta 10. mai og greiöa þá helming námskeiðs- gjalds. Kennslufýrirkomulag Skák- skólans er með þeim hætti, að þar skiptist á skákkennsla I tveggja klukkutima lotum, útivist, Iþrðtt- ir og kynningarferðir. Fara amk. 4-6 klst. á dag I beina skák- kennslu, en einnig verða skák- mót, gestir koma I heimsókn og taka fjöltefli og fl. Námskeiðinu lýkur með lokaskákmóti og próf- um. „Herinn” 85 ára Deildarþing i Reykjavik i gær hófst deildarþing hjá Hjálpræðisher islands og Fær- eyja, þar sem m.a. er minnst, að 85 ár eru nú liðin slðan „HER- INN” byrjaöi starf sitt I Reykjavik. 85 ár eru liðin slðan „HERINN” byrjaöi starf sitt I Reykjavlk. Fyrsta samkoman var haldin I Góðtemplarahúsinu þann 12. mai aö viðstöddu miklu fjölmenni. Voru þaö þeir Christian Eriksen, adjutant frá Danmörku og Þorsteinn Davíðsson, kafteinn sem hófu starfiö hér. Þótti mörgum þetta vera undarlegt fólk sem klæddist einkennisbún- ingum, sungu fjöruga söngva og hvöttu fólk til aö láta frelsast. En samkomurnar voru vel sóttar, hermenn voru vigðir og I dag hef- ur herinn starfað I þjónustu Guðs og manna I 85 ár. Hjálpræöisherinn, sem starfar I fyrir 80 löndum er reyndar miklu eldri, þvi hann hóf feril sinn I austurhluta Lundúnaborgar 1865. Stofnendur „hersins” voru þau Catherine og William Booth. Þótt boðun fagnaöarerindisins um hjálpræöisverk Jesú Krists sé aðalmarkmið hersins, þá hefur samt þjóðfélags- og liknarstarf fylgst meö jöfnum höndum, segir I frétt frá honum. William sá, að ekki stoðaöi aö prédika yfir sár- soltnu fólki. Fyrst varð aö gefa þvi að boröa, klæöa, hjálpa og llkna. Komin eru heim til íslands til að stjórna móti hjálpræðis- hermanna brigader Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jónsson og verða þau aðalræðumenn. Þá munu foringjar og hermenn frá Islandi og Færeyjum syngja og vitna, æskulýðssönghópur frá Akureyri skemmtir. A morgun laugardag, mun biskupinn yfir íslandi hr. Sigur- björn Einarsson flytja ávarp, og Hanna Bjarnadóttir syngja ein- söng. SIBar um kvöldiB er miB- nætursamkoma meB ungu fólki I fararbroddi. Skákskólinn á Klaustri Tafl, útivist og íþróttir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.