Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Nýbýlavegurinn mun eftir breytinguna nema við bllskúrsendann og vera i sömu hæð og vegurinn sem fyrir er. Veröur þvi oröið all- þröngt um húsin við Grenigrund sem sjást fjær á myndinni (Ljósm.: gel) RREIKKIJN NÝBÝLAVEGAR: „Breytir hæðum í Hjónin Skúli Ingvarsson og Elisabet Sveinsdóttir að Grenigrund 10 I Kópavogi. Fjarlægja verður 30-40 stór tré úr garði þeirra og auk þess limgerði. Nýbýlavegurinn mun gnæfa yfir hús þeirra og breyta þviúr hæðikjallara eins og þau sögðu ( Ljósm.: gel) Þaö er betra að fórna þessu heldur en aö fá Fossvogsbraut- ina, en eftir að þessi breikkun er komin til framkvæmda veröur húsið okkar kjallari I staö hæðar þvi aö Nýbýlavegurinn mun gnæfa yfir húsið, sögöu hjónin Skúli Ingvarsson og Elisabet Sveinsdóttir aö Grenigrund 10 I Kópavogi I samtali við Þjóðvilj- ann I gær. Hafnar eru framkvæmdir við P_____________________________ að breikka Nýbýlaveginn i Kópavogi og kemur sú breikkun illa viö marga húseigendur fyrir norðan veginn þvi að breikkunin mun skerða garða þeirra tölu- vert og húsin nánast verða I skjóli þessarar miklu umferðar- götu. Hjá þeim Skúla og Ellsabet verður t.d. að fjarlægja milli 30 og 40 tré og limgerði úr garöi þeirra en þau hafa búið þarna i um 30 ár. Skúli Norödahl skipulagsarki- tekt Kópavogskaupstaöar sagði i samtali við Þjóðviljann að þessi braut hefði þegar veriö ákveðin 1 aðalskipulagi fyrir 10 árum og þeir sem hafa byggt eftir þann tima norðan við Nýbýlaveg hefðu þvi vitað að hverju þeir gengju en að visu væru 4 hús viö Grenigrundina reist áöur. Búiö væri hins vegar að semja um lóðabreytingar við eigendur þeirra. Þetta kemur aö visu ekki heim og saman við það sem hjónin aö Grenigrund 10 sögöu. Þau sögðu að ekkert m samband viö sig hefði enn veriö | haft um lóðina. Nýbýlavegur flokkast undir • þjóðvegi I þéttbýli og er það þvl 1 Vegagerð ríkisins sem annast ■ um framkvæmdir. Skúli Norð- I dahl sagði aö enn væri óákveðiö ! hversu breið brautin yrði. Upp- | haflega áttu að vera tvær ■ akreinar I hvora átt meö eyju á I milli en nú kæmi til greina að " hætta við eyjuna og hafa götuna ■ með þremur akreinum eöa * 10 1/2 metri að breidd I staö 14 Z metra. Aðalfundur Dagsbrúnar: Lágu launin hafi algjöran forgang A aðalfundi Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar, sem hald- inn var s.l. sunnudag, var ein- róma samþykkt ályktun um samninga- og kjaramálin, þar sem taliö er „óviðunaandi ástand að ekki sé gengið til samninga um að bæta kjör verkafólks”. Dags- brúnarmenn minna á þá stað- reynd ,,að tsland er eitt I hópi þeirra 10 rikja sem hæstar þjóðartekjur hafa á mann, en þó er kaup fyrir unna klukkustund ekki I neinu samræmi við þessa þjóöarframleiöslu, heldur eru vinnulaun mun lægri hjá verka- fólki hér heldur en i öðrum hliö- stæðum löndum”. 1 ályktuninni segir ennfremur, að almennasti taxti Dagsbrúnar sé þriöji taxtinn, þar sem dag- vinnulaun eru 265.508 krónur á mánuði eftir fjögurra ára starf. „Af þessu kaupi getur enginn maðurlifað eölilegu llfi. Fundur- inn telur þvl að rekstur íslenskra fyrirtækja þurfi róttækrar endur- skoöunar viö”. Lyst er hneykslan fundarins á þeirri afstöðu Vinnuveitenda- sambandsins „að þegar bornar eru fram hógværar kröfur verka- fólks þá sé þvl svarað með kröfu um aukna launaskerðingu og þeirri afstöðu aö gera samninga- viöræður að marklausu tali I stað eðlilegra samningaviðræðna. Verkamannafélagið Dagsbrún vill vara Vinnuveitendasam- bandiö við þessari afstöðu og að sllkt verður ekki liöið öllu leng- ur”. „Dagsbrún er reiðubúin I bar- áttu gegn verðbólgu, en vill jafn- framt minna á að lágt kaup verkamanna getur ekki verið or- sök verðbólgunnar á lslandi.” Að lokum segir I ályktuninni að verkaiyðssamtökin hafi sett fram þá kröfu I núverandi kjarasamn- ingum að aukning kaupmáttar lægri launa sé algjör íorgangs- krafa, og er heitiö á Dagsbrúnar- mann að vlkja ekki frá þeirri kröfu að lágu launin hafi algjöran forgang. „Það er verkefni verka- lýðssamtakanna að knýja þá kröfu fram”. Á aöalfundinum kom fram, að fjárhagsleg afkoma félagsins er góð og aö aukning allra sjóöa þess nam 185 miljónum króna á s.l. ári. Samþykktar voru breytingar á reglugerð Styrktarsjóðs Dags- brúnarmanna, sem fela I sér hækkun dagpeninga, fjölgun bótadaga og aukið tillit til þeirra sem eru lengi samfellt frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss. Þá var einnig samþykkt að auka hlutafé Dagsbrúnar I Alþýðubankanum h.f. um 10 miljónir króna. Stjórn Dagsbrúnar skipa nú: Eðvarð Sigurðsson formaður, Guðmundur J. Guömundsson varaformaður, Halldór Björnsson ritari, Jóhann Geirharðsson gjaldkeri, Þóröur Jóhannsson fjármálaritari og meðstjórn- endur Gunnar Hákonarson og Oskar ólafsson. 1 varastjórn sitja þeir Garðar Steingrimsson, Ragnar Geirdal Ingólfsson og Kristvin Kristinsson. — ih Kemur Qash á lista- hátíð? Talin fremsta rokkhljómsveit i heiminum i dag Miklar Hkur eru nú taidar á þvi, að breska rokkhljómsveitin Clash sæki tsland heim á Listahátfð sem hefst 1 byrjun næsta mánað- ar. Hljómsveitin sem er ein þekkt- asta nýbylgjurokkhljómsveit i heiminum 1 dag, hefur þegar gef- ið hálfgildingsloforð fyrir komu sinni, og er verið að ganga frá frekari samningum þessa dag- ana. Nú er rétt liðin þrjú ár frá þvl að Clash gaf út sina fyrstu plötu, en hljómsveitin starfaöi framan af I skugga punkhljómsveitarinn- ar Sex Pistols. En hljómsveitin hefur vaxið með hverju árinu og sló I gegn með þriöju og nýjustu hljómplötu sinni „London calling” og þykir nú tvlmælalaust stærsta nafnið 1 þeirri rokkbylgju sem er að ryðja sér til rúms. Félagarnir I Clash eru öörum hljómsveitum fremur meðvitaöir um þjóðfélagiö og mjög róttækir tónlistarmenn. í textum slnum kryfja þeir markaöinn til mergj- ar og þaö þjóöfélagsástand sem hann býður uppá. Clash er kraftmikil hljómsveit á sviði og hefur henni löngum verið Ukt viö The Rolling Stones að þvf leyti, jafnframt þvi sem spakir menn segja að I Clash sé samankomið þaö besta sem fyrir- fannst I tónlistarheiminum á sjö- unda áratugnum. Það er þvl eftir heilmiklu að slægjast, ef félagarnir I Clash verða meö á Listahátlð. Þrennt slasast r a Þingeyri Alvarlegt umferðarslys varð á Þingeyri um kl. 23:30 s.l. föstu- dagskvöld. Ungur piltur, sem ók vélhjélimisstistjórn á því og lentl á tveimur bílum og konu á reið- hjóli með þeim afleiðingum að pilturinn og stúlka sem með hon- um var á vélhjólinu, svo og konan á reiðhjólinu slösuðust öll. Þau voru öllþrjú flutt I skyndi á sjúkrahús I Reykjavlk, og önnuð- ust 2 flugvélar frá flugfélaginu örnum á ísafiröi sjúkraflutning- ana. Hin slösuðu voru komin á sjúkrahús I Reykjavlk tveimur klukkustundum eftir að slysið varö. Læknir og hjúkrunarkona frá Þingeyri fylgdu þeim suöur. Samkvæmt upplýsingum sjúkrahússins liggur eitt hinna slösuöu á gjörgæsludeild, en hin tvö eru eitthvaö minna slösuð. HLJOMTÆK/ / BILINN MIKIÐ URVAL ÍSETNINGAR Á STAÐNUM SAMDÆGURS HLJOMUR Skipholti 9 s. 10278

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.