Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Þriðjudagur 20. maí 1980 Aðalsfmi Þjóöviljans er K1333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L'tan þess tlma er hægt að ná f blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sfmum : Hitstjórn 81382. 81482 og 81527, umbrot 81285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná f afgreiöslu blaðsins isfma 81663. Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 HelgiBjörnsson jöklafræöingur sýnir mæli svæöiö á vestanveröum Vatnajökli. Meginhiuti þess er fyrir neöan reglustrikuna (Ljósm.: gel) Mikilviegiir tjallshnggur tannst undir jöklinum Sérstök ljósmyndatækni er notuö viö þykktar mælingarnar og sjást út- linur fjallsins vel á þessari mynd. Hver rúöa i myndinni jafngildir metrum I dýpi og 200 metrum á breidd. Svarta línan efst er yfirborö jökulsins Skilur aö vatnasvœði Tungnaár- og Skaftárjökuls „Einn helsti ávinningurinn af þessari ferö var sá aö viö fundum samfelidan fjallshrygg, sem skil- ur aö vatnasviö Tungnárjökuis og Skaftár- og Slöujökuls, og er hryggur þessi um 10 km frá jökul- brán Tungnárjökuis, sagöi Heigi Björnsson jöklafræöingur i sam- tali viö Þjóöviljann i gær en hann var leiöangursstjóri I 5 vikna leiö- angri um vestanveröan Vatna- jökui sem lauk nú fyrir helgina. Leiöangurinn var farinn á veg- um Raunvisindastofnunar Há- skdlans og Landsvirkjunar og var tilgangur hans aö kanna hversu stór hluti Vatnajökuls veitir vatni niöur á virkjunarsvæöi Lands- virkjunar og hvernig vatnasviö hans skiptist á milli einstakra fallvatna. Mælingarnar eru framkvæmd- ar þannig aö snjóbill dregur á eft- ir sér sendi og móttakara og eru rafsegulbylgjur sendar niöur I jökulinn. Stöövast þær á botnin- um og berast upp á jökulinn á ný. Þar sem hraöi bylgjunnar er þekktur má finna dýpi niöur á botn jökulsins og lög inni I honum. Svæöi þaö sem nú var mælt er um 400 ferkm. en mælilinurnar voru 5-600 km. aö lengd. Er þá lokiö viö aö mæla um 2/3 hluta þess hluta Vatnajökuls sem veitir vatni vestur. Þess má geta aö fyrr- greindur fjalishryggur er um 300 metrar á hæö og er tæplega 100 metra þykkur is ofan á toppnum. Eins og kunnugt er kemur Skaftá Ur Stöujökli, Tungná úr Tungnárjökli og Kaldakvisl úr Köldukvislarjökli, svo aö dæmi séu nefnd, og sagöi Helgi þaö vera afar mikilvægt aö finna hversu stórt vatnasviö þessara áa væri i jöklinum upp á fullnýtingu þeirra til virkjana. Einnig eru mælingar mikilvægar til þess aö meta lik- indi á aö jökulár geti skyndilega skipt um upptök. Þessi mælitækni hefur s.l. ára- tug veriö notuö á gaddjöklum en Raunvisindastofnunin hefur þró- aö hana svo aö nú er einnig hægt aö nota hana á þiöjöklum. Þess Framhald á bls. 13 X Olafur Ragnar Grímsson í útvarpsumrœðum í gœr: Keflavík í brennidepli Óiafur Ragnar Grimsson var siöasti ræðumaöur Aiþýöubanda- lagsins i eidhúsdagsumræöunum, sem útvarpað var frá Aiþingi I gærkvöldi. Hann ræddi m.a. um herstöövamálið og sagöi: Þær breytingar, sem oröiö hafa á herstööinni hafa gert hana aö lykilþætti i kjarnorkuvopnakerfi Bandárikjamanna á Noröur- Atiantshafi. Ógnarkapphlaup stórveldanna felst fyrst og fremst i þvi, aö staösetning upplýsinga- tækja og vopnabúnaöar skapar árásarhættu. Þaö er ekki iandfræöileg lega landsins, sem gerir Island aö mikilvægu skotmarki, heldur ein- göngu sá tækjabúnaöur, sem Bandarikjamenn hafa hér. — Kaplarnir sem liggja á sjó út og tengdir eru hlustunarduflum neöansjávar, Orion-flugvélarnar, , sem flutt geta sprengjur meö kjarnaoddum, AWACS-flug- vélarnar sem hingaö komu ný- lega og tengslin viö kjarnorku- kafbátana I hafinu hér i kring hafa gert herstööina i Keflavik aö Ólafur Ragnar Grimsson lykilþætti I kjarnorkuvopnakerfi þvi sem þróast hefur á Noröur- Atlantshafi. — Alþýöubandalagiö vill I kvöld - ljúka þessum umræöum meö þvi aö hvetja alla Islendinga til aö hugleiöa i alvöru, rólegri og hleypidómalausri alvöru, þá miklu ógn sem felst I þvi, aö her- stööin hér setur okkur I brenni- depil kjarnorkuvigbúnaöar annars risaveldanna. Sjálfstæðisflokkurinn hótar að stöðva húsnæðismálafrumvarpið ANDVÍGUR AÐILD ASÍ Þingflokkur Sjálfstæöisflokks- ins hefur nú tilkynnt rikisstjórn- inni og formönnum annarra þing- flokka skriflega aö hann muni gera tilraun til aö hindra af- greiöslu á frumvarpinu um hús- næöismál nú i þessari viku. Meö þessu hefur þingflokkur Sjálf- stæöisflokksins rofiö samkomu- lag, sem áöur var búiö aö gera um máliö. S.l. laugardag, var gert sam- komulag milli stjórnar og stjórnarandstööu um þaö, aö hús- næöismálafrumvarpi rikis- stjórnarinnar yröi visaö til nefndar I neöri deild þá um kvöldiö, og aö nefndin heföi máliö til meöferöar mánudag og þriöju- dag. Var þá ráö fyrir þvi gert aö máliö kæmi til 2. umræöu I deild- inni á morgun miövikudag og þaö yröiafgreittsem lög fyrir þingslit nú I vikunni. — Efri deild hefur þegar afgreitt frumvarpiö. Þaö var svo I gær, sem for- maöur þingflokks Sjálfstæöis- flokksins kraföist þess fyrir hönd þingflokksins, aö rikisstjórnin drægi frumvarpiö til baka, og hætti viö afgreiöslu þess á þessu þingi. Þessu var neitaö, og neitaö aö taka viö sllkri kröfu nema hún bærist skriflega. Tilkynnti Sjálf- stæöisflokkurinn þá bréflega, aö hann neitaöi aö fallast á aö hús- næöismálafrumvarpiö fengi af- greiöslu nú I vikunni. Andstaöa Sjálfstæöisflokksins beinist m.a. mjög aö þvl ákvæöi frumvarpsins er tryggir Alþýöu- sambandi Islands 2 fulltrúa af 9 I stjórn stofnunarinnar, en meö þvl ákvæöi er oröiö viö itrekuöum kröfum verkalýöshreyfingar- innar um beina aöild aö stjórn hins félagslega ibúöarlánakerfis. Rlkisstjórnin mun af sinni hálfu leggja kapp á aö koma mál- inu fram. Allt er þvl I óvissu nú um þaö hvenær þingslit fari fram, en þaö veröur a.m.k. hvorki i dag né á morgun. Hlustar þú á eldhúsdagsumræðurnar? ÚRELT FORM? 42 af 50 aðspurðum hafa ekki áhuga „Ég nenni þvi einfaid- lega ekki." „Oröin yfir mig þreytt á þessu þvaðri." „Vil miklu frek- ar horfa á sjónvarpið." ,, Löngu orðinn leiður á þessu þrasi." //Slökkti vegna barnanna." „Mað- ur fær ekkert útúr þessu". //Engan áhuga." „Sama djöfuls þvælan fram og til baka." „Hlusta aldrei á útvarp." ,/Hef skömm á þessu öllu." //Þetta eru svikin loforð og ekkert annað." Þetta eru sýnishorn af svör- um þeirra sem ekki sögöust vera aö hlusta á eldhúsdagsum- ræöurnar frá alþingi i útvarpinu i gærkvöldi þegar Þjóöviljinn geröi smá skyndikönnun. Þeir voru 42 af 50 sem viö spuröum. Tveir höföu reyndar gleymt aö umræöurnar voru, einn var aö ganga frá reikningshaldi fyrir morgundaginn og ein kona á Akureyri var aö lesa undir latinupróf i öldungadeild. Annars var þaö áhugaleysi sem réöi. Þó höföu fjórir hlustaö fram aö sjónvarpsfréttum, en siöan slökkt og einn var aö koma heim og ætlaöi aö kveikja seinna. Af þeim 8 sem voru aö hlusta þegar viö hringdum sagöi ein kona, aö þau hjónin heföu alltaf haft gaman af aö fylgjast meö og þetta mætti ekki missa sig. Einn sagöist hlusta meö ööru eyranu, ein kona sagöist gera þetta af gömlum vana. Einn sagöist alltaf hlusta á útvarp. Flestir, en ekki þó allir, i þess- um hópi voru af eldri kynslóö- inni, og tóku þaö sumir fram sjálfir. (Sem skýringu?) Athugun okkar er vitaskuld engin visindaleg könnun né gerö eftir einhverju „réttu” félags- fræöilegu úrtaki, enda aöeins hringt i 50 manns. En áreiöan- lega gefur hún samt visbend- ingu um áhuga eöa öllu heldur áhugaleysi fólks á þvl formi stjórnmálaumfjöllunar sem eldhúsdagsumræöurnar eru og mætti vera stjórnmálamönnun- um veröugt umhugsunarefni á timum sjónvarps og breyttrar fjölmiölunar yfirleitt. Af þeim 50 sem viö hringdum I völdum viö, af handahófi úr simaskrá, 30 númer I Reykjavik 10 á Akureyri og 10 á Selfossi og nágrenni. Vitandi aö haröasta „Nenni ekki að hlusta á þetta,f var svar flestra samkeppnin viö sjónvarpiö er á fréttatfma þess hófum viö hringingarnar ekki fyrr en eftir kl. 20.30. Meirihluti þeirra sem svöruöu voru konur. Þær voru lika meirihluti þeirra sem voru aö hlusta. Af þessum 30 sem viö töluöum viö i Reykjavik hlust- uöu 6, en 24 voru aö gera eitt- hvaö annaö, flestir viö sjón- varpiö. Af 10 á Selfossi og ná- grenni hlustaöi aöeins einn og af 10 á Akureyri llka aöeins einn. Margir tóku fram, aö sama gilti um annaö heimilisfólk, hjón hlustubu saman eöa þá aö allir voru aö horfa á sjónvarpiö og enginn „nennti aö hanga yfir þessari þvælu.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.