Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 20. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Stöðvunarvald Alþýðu- bandalags gegn leiftur- sókn íhaldsins Þó skammt sé um liöiö geri ég ráö fyrir þvi aö margur maöurinn hafi þegar gleymt þeim róstu- sömu timum beear hér sat að völdum svonefnd „vinstristjórn” 1978 til 1979. 1 stjórninni voru þrir flokkar: tveir þeirra höföu unniö mikla kosningasigra, einn þeirra haföi beöiö stórfelldan ósigur. Svo fór aö stjórnarsamstarfiö bar æ siöan merki þessa; einn flokk- anna hélt áfram látlausri kosn- ingabaráttu siðdegisblaða- mennskunnar, popppólitíkin, sandkassaleikurinn, héldu inn- reiö sina I þetta gamla og virðu- lega hús. Flokkurinn sem ósigur- inn þoldi voriö 1978 var varla samstarfshæfur, þvi hann reyndi stööugt aö ná sér niöri á hinum tveimur. Úr þessu timbri var ekki unnt að reisa trausta bygg- ingu. Þaö kom þvi fáum á óvart þegar þingflokkur Alþýöuflokks- ins, 5. október s.l., ákvaö aö sprengja rikisstjórnina og efna til kosninga. Utanþingsstjórn blasir við Sjálfstæöisflokkurinn studdi Alþýöuflokkinn til þingrofs. í sameiningu tóku flokkarnir tveir á sig ábyrgö á algeru stjórnleysi. Fjárlög höföu ekki veriö sett fyrir islenska rikiö, fjármál þess voru i megnasta ólestri. Fjárhagsáætl- anir allra sveitarfélaga i landinu voru opnar. Engin skattalög voru til aö styöjast viö. Undir brann eldur stéttabaráttunnar þar sem auöstéttin kraföist aukins hlutar vegna þess aö þáttur launatekn- anna var nú oröinn hlutfallslega stærri en áöur. Hver stjórnmála- foringinn á fætur öörum haföi reynt aö mynda rikisstjórn en án árangurs. Ljóst var einnig aö for- setakosningar myndu fara fram á árinu. Allir kjarasamningar voru lausir og megn óvissa rikjandi um afkomu launafólks. Háværar raddir um erlenda stóriöju heyröust hvarvetna, einkum fyrir kosningar. Þaö var hótaö leiftur- sókn, sem siöan rann út i sandinn, merkt einhverjum mister X, sem enginn vill siöan kannast viö. 1 iok janúarmánaöar benti allt til þess aö sett yröi á laggirnar utan- þingsstjórn. Svo mikiö vissu menn um hugsanlega samsetn- ingu hennar aö búast mátti viö niöurskuröi á öllum félagslegum útgjöldum. Viö þessar aöstæöur gat brugöiö til allra átta. Stórfelld óvissa blasti viö. Þaö var ómögu- legt aö segja til um þaö hvernig átökunum lyktaöi. Þegar óvissan er i hámarki, þá gerast þau tlö- indi á elleftu stundu aö mynduö er núverandi rikisstjórn. Vorverkin A skammri stundu veröur til stjórnarsáttmáli og svo rikis- stjórn og nú eru liönir um þrir mánuöir frá þvi aö hún var mynd- uö. Frá þvi aö stjórnin var mynd- uö hafa gengiö yfir nokkrir svipti- vindar, en ekki háskalegir á nokkurn hátt. Stjórnarsamstarfiö hefur 1 heild gengiö vel og þau hafa veriö drjúg vorverkin: Fjár- lög sem lögö voru fram I frumvarpsbúningi 10. mars hafa veriö afgreidd. Rikinu hafa veriö sett skattalög svo og sveitarfélög- unum, þýöingarmikil mál af félagslegu tagi hafa fengiö af- greiösiu á alþingi og I ríkisstjórn- inni. Ekki spillir þaö, aö áriö 1979 kom vel út efnahagslega á marga lund, enda þótt popppólitik Alþýöuflokksins setji enn um sinn mark á skuggalegar veröbólgu- tölurnar. Vissulega hefur heiftar- afstaöa nokkurra þingmanna Sjálfstæöisflokksins I garö rikis- stjórnarinnar ekki flýtt fram- gangi mála; skaöi hefur þó enn ekki hlotist af. Enn eru óafgreidd þrjú meginmál, þaö er fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun fyrir yf- irstandandi ár, lög um stuöning viö þá sem kynda meö oliu og húsnæöismálafrumvarpiö. Vinnuvernd Undirbúin hafa veriö þýöingar- mikil réttindamál alþýöu. Ég vil nefna tvo slika málaflokka. Þessi mál eru frumvarp til laga um nýtt húsnæöiskerfi og frumvarp um aöbúnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnustööum sem var afgreitt sem lög frá alþingi I siöustu viku. 1 hinum nýju lögum, sem eiga rót sina aö rekja aftur til sólstööu- samninganna 1977, er lögö áhersla á þaö aö virkja launafólk- iö sjálft og atvinnurekendur sem best til þess aö stuöla aö öryggi á vinnustööunum. Þaö er augljóst aö viöunandi ástand næst ekki nema meö samstarfi fólksins sem vinnur aö framleiöslunni viö utanaökomandi aöila eins og heil- brigöisyfirvöld. Meö ákvæöum laganna, svo og ákvæöum frum- varps sem liggur fyrir um holl- ustuvernd á aö vera tryggt aö þessi tengsl séu viöunandi. Aöal- atriöiö er þó það, aö fólkiö sjálft gæti sin — fyrirskipanir aö utan og ofan geta aldrei komiö I staö gæslu og árvekni. 500 verkamanna bústaðir á ári í stað 90 Hitt máliö sem ég hyggst nefna hér er húsnæöismálafrumvarpiö, sem nú er i nefnd I siöari deild þingsins og ætti aö vera unnt aö afgreiöa á næstu sólarhringum. 1 þessu frumvarpi, eins og þaö liggur fyrir eftir breytingar nú- verandi rikisstjórnar, er aö fullu komiö til móts viö þau sjónarmið i húsnæöismálum sem verkalýðs- hreyfingin setti fyrst fram 1974 - var lofað að næöu þá fram aö ganga, en ekki hefur veriö staöiö viö. Ég fullyröi aö framganga þessa máls mun marka djúp spor i félagslega aöstööu launafólks á Islandi. I þvi sambandi minni ég aöeins á þessar meginbreytingar frumvarpsins: 1. t fyrsta lagi er framlag til félagslegra Ibúöabygginga stóraukið, eöa tifaldaö frá þvi sem nú er. A siöasta áratug voru reistar aö jafnaöi 90 lbúöir á ári á félagslegum grundvelli. Frumvarpiö I núverandi mynd skapar forsendur til þess aö byrjaö verði á 1.500 ibúðum i verkamannabústööum á næstu þremur árum eða um 500 á ári. 2. t frumvarpinu er gert ráö fyrir stórfelldu átaki til útrým- ingar heilsuspillandi húsnæöis. 3. Þaö er gert ráö fyrir þvi aö skyldusparnaöur unga fólksins veröi verötryggöur aö fullu meö bestu kjörum en ástandiö i þeim efnum hefur veriö óviöun- andi. 4. Siöast en ekki sist ber aö nefna þaö, aö I frumvarpinu er nú gert ráö fyrir helmingsaöild verkalýöshreyfingarinnar aö stjórnum verkamannabústaöa og sérstökum fulltrúum ASt inni I húsnæöismálastjórn. Sú umgjörð, sem mótar líf mannsins I þessum bálkum báöum, sem hér eru til umræðu, þ.e. um öryggi á vinnustööum og um hús- næðismál, er gert ráö fyrir sér- stakri aöild BSRB, opinberra starfsmanna, bæöi aö stjórn Vinnueftirlits rikisins og aö stjórnum verkamannabústaö- anna. Þessi tvö mikilvægu réttinda- mál eru einn þáttur framlags rik- isstjórnarinnar til þeirrar kjara- deilu sem nú stendur yfir. Þaö er þvi ekkert annaö en fjarstæöu- raus þegar þvi er haldiö fram aö rikisstjórnin hafi veriö aögeröar- laus á þessu sviöi. Þvert á móti hefur hún beitt sér fyrir fram gangi stórra og þýöingarmikilla mála á alþingi og þaö væru blind- ir menn sem ekki geröu sér grein fyrir þeim afdrifariku, jákvæðu, áhrifum, sem þessir málaflokkar geta haft fyrir lif og starf is- lenskrar alþýöu. Umhverfi vinn- unnar og húsaskjóliö er sú um- gjörö sem mótar lif hvers manns framar öllu ööru. A undanförnum árum hefur veriö á þaö bent að fjöldi fólks hafi fltíiö land. Astæöurnar til þessa eru margvislegar; oft eru þetta sérfræöingar sem telja sig ekki fá störf viö hæfi hér á landi. Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra. Úr ræðu Svavars Gestssonar,félags- og heilbrigðis- ráðherra, við eldhúsdags- umræðurnar frá Alþingi i gær Miklu oftar er þó hér um aö ræöa launafólk, sem ekki er einasta aö sækjast eftir hærra útborguöu kaupi. Þaö er aö sækjast eftir bættum félagslegum aöbúnaöi, einkum I húsnæöismálum. Is- lenska stjórnkerfiö hefur ekki boöiö upp á sömu kosti 1 hús- næöismálum og grannþjóöir okkar og vissulega gerir hús- næöismálafrumvarpiö þaö ekki I einum áfanga, en forsenda frum- varpsins er sú aö fjármunirnir nýtist þeim sérstaklega sem helst þurfa á þeim aö halda. Mviö átaki af þessu tagi I húsnæöismálum tel ég aö viö værum aö draga mjög verulega úr hættunni á stórfelld- um landflótta á næstu árum. Ég legg einnig áherslu á þá skoöun mina aö núverandi húsnæöiskerfi vinnuþrældóms, vixlafargans og öryggisleysis er háskalegt and- legri og likamlegri heilsu manna; þaö skapar félagsleg vandamál barna og foreldra og siöan alls samfélagsins. Jafnframt hefur þaö kerfi sem hér er viö lýöi bein menningarfjandsamleg áhrif, aö ekki sé talaö um þau neikvæöu áhrif sem þetta fyrirkomulag hef- ur haft á allt efnahagslifiö. Þaö hefur skapaö umframeftirspurn á öllum sviöum, þenslu og loks veröbólgu. Umbætur i húsnæöis- málum snerta þvi nær alla þætti samfélags okkar og þess vegna ber aö leggja á þaö rika áherslu að mál'þetta nái fram aö ganga nú á næstu sólarhringum hér frá alþingi, enda á þaö aö vera unnt ef allt er meö felldu. Fleiri mál mætti telja frá þess- um vetri, en ég tei þetta yfirlit nægilega skýrt til þess aö sýna aö rikisstjórnm hefur meö aögeröum sinum og afgreiðslu félagslegra réttindamála undirbúiö af sinni hálfu gerö kjarasamninganna. Þaö er skoðun rikisstjórnar- innar aö óhjákvæmilegt sé þegar á næstu dögum aö ganga ötullega fram I þvi aö kanna hvort unnt er aö ná kjarasamningum. Aöilar hafa hist á nokkrum samninga- fundum, en litiö sem ekkert hefur miöaö. Ber aö gagnrýna slikt, þar sem mikil ábyrgö hvilir á samn- ingsaðilunum. (Hér sleppum viö þeim kafla úr ræöunni, sem frá er greint á for- siöu Þjóöviljans I dag). Annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið Góöir tilheyrendur, I fjölmiölum birtast daglega fréttir um veruleg átök i grann- rikjum okkar I allri Vestur- Evrópu. Þessi átök koma fram meö þeim hætti aö auöstéttin sækir fram og reynir aö hrifsa til sin ávinninga verkalýösstéttar- innar frá liönum áratugum. Hag- vextinum eru takmörk sett. Þaö er aö koma i ljós. I kjölfar auö- lindakreppunnar birtist allsherj- arkreppa sem sagt er frá i frétt- um oft á dag. Þar er sagt frá stór- felldum niðurskuröi til félags- legra framkvæmda, eins og i Danmörku, þar sem sósial- demókratar fara meö völd, þar er sagt frá viötækustu kjaraatökum á öldinni, eins og i Sviþjóö. 1 kjöl- fariö sigla leiftursóknarmennirn- ir, eins og i Vestur-Þýskalandi, þar sem svartastá afurhald Vest- ur-Evrópu siglir upp til æöstu metoröa. Hver heföi trúaö þvi ár- iö 1968 aö Frans Jósep Stráss ætti eftir aö gefa kost á sér sem leiö- togi Vestur-Þýskalands? Hvar- vetna eru lifskjörin skert og minnkandi hagvöxtur kemur þannig fyrst niður á fólkinu — fjármagniö heldur sinu. A Islandi horfir þetta öðruvisi viö. Hér standa kauplækkunar- öflin ráöþrota. Hér er sótt fram til félagslegra réttinda, hér er aö komast á ákvöröunarstig endan- lega frumvarp til laga um nýtt húsnæöislánakerfi. Hér tala menn um framfarir — annars staöarum afturför, niöurskurö og samdrátt. Hér er sótt fram til efl- ingar innlendra atvinnugreina og átaks i orkumálum meöan fjöl- þjóöahringar láta greipar sópa um frelsi smárikjanna annars staöar I veröldinni. Vissulega eru mörg þeirra réttindamála sem hér eru nú undirbúin þegar komin fram annars staöar, en þaö er þó vist aö bilið veröur sifellt styttra. Þvi skulum viö heldur ekki Framhald á bls. 13 Kveðjuorð / ✓ Astvaldur Helgi Asgeirsson Fæddur 13. júní 1908 Dáinn 8. maí 1980 16. mai s.l. var til moldar bor- inn bróöir okkar Astvaldur Helgi Asgeirsson og var hann sá sjötti af systkinunum sem kveöur þenn- an heim. Hann heföi oröiö 72 ára 13. júni n.k. ef honum heföi enst aldur til. Foreldrar hans, hjónin Þórunn Þorsteinsdóttir og Asgeir As- mundsson, eignuöust fimm syni og fimm dætur og var Helgi næst- el stur. Starfsdagurinn var oröinn langur þar sem hann byrjaöi ung- ur drengur aö vinna fyrir sér. Eins og annars staöar hefur kom- iö frá þá vann hann um árabil viö heildverslun Jóhanns Olafssonar eöa þar til hann stofnaöi sitt eigiö fyrirtæki ásamt Astu konu sinni. Helgi var góöum gáfum gædd- ur, hjálpfús og drengur hinn besti, enda öllum hjartfólginn er honum kynntust. Hann var ljóö- elskur, haföi yndi af góöri tónlist, sem og annarri list. Viö systkini hans minnumst margra ánægjustunda sem viö áttumsamanog þá einkum feröa- laga um Borgarfjörö, Þjórsárdal, Þingvelli og fleiri staöi, en Helgi var náttúruunnandi mikill. ógleymanlegar eru berjaferöirn- ar með börnum okkar, sem litlu frændsystkinin glöddust svo mik- iöyfir. En þvi miöur lögöust þess- ar ferðir smátt og smátt niöur vegna veikinda Hegla sem stóöu yfir mörg hin siöari ár. Bróöir okkar átti þvi láni aö fagna aö eignast elskulega og hugprúöa eiginkonu, Astu Ágústsdóttur, sem bjó honum og dætrum þeirra fagurt heimili i þess orös fyllstu merkingu. Viö erum þakklát fyrir aö hafa fengiö aö kynnast þeirri manndóms- og virðingarveröu. konu. Viö biöjum algóöan guö aö styrkja hana og styöja. Guö blessi minningu vors látna bróöur, styöji og styrki börn, tengdabörn, barnabörn aöra ættingja og vini. Systurnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.