Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. mai 1980 Þriðjudagur 20. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Vigdís og Gudlaugur vinsælust á Dalvik Tveir forsetaframbjóöendanna, þau Guölaugur Þorvaldsson og Vigdis Finnbogadóttir höfðu al- gera sérstöðu i úrslitum skoöana- könnunar sem framhaldsdeild Dalvikurskóla gekkst fyrir I april um vinsældir frambjóðenda. Fengu þau samkvæmt skoðana- könnuninni samanlagt um þriá fjórðu allra atkvæða á Dalvik. Frá könnuninni og úrslitum hennar er sagt I nýjasta tölublaði „Norðurslóðar”, sem fylgdist með framkvæmd könnunarinnar. 122 greiddu atkvæði og uröu úr- slitin aö Albert Guömundsson fékk 12 atkvæði 9.8%, Guðlaugur Þorvaldsson 42 atkv. 34.4%, Rögnvaldur Pálsson latkv. 0.8%, Vigdis Finnbogadóttir 48 atkv. 39.4%, Pétur Thorsteinsson 0 atkv. 0.0%, en óákveönir og auöir seðlar voru 19 15.6%. Úrtakiö var fundið þannig að fimmti hver maður á kjörskrá I alþingiskosningunum i desember s.l. var tekinn I þaö. Samtals voru iúrtakinu 148Dalvikingar eða um 20% allra atkvæðisbærra manna. Þeir fengu sendan seðil og voru beönir að krossa við þann fram- bjóðanda sem þeir kysu helst. Einnig var á seölinum unnt aö krossa við sérstakan reit ef þátttakandi var óákveðinn, haföi ekki enn gert upp hug sinn. Nemendur framhaldsdeildar- innar fóru svo á stúfana nokkrum dögum siðar meö lokaöan ,,at- kvæðakassa” og fundu þá, sem voru I úrtakinu að máli. Var þá seðlinum stungiö I kassann án þess aö nokkuö væri um það rætt hvað á honum stæöi. Ekki tókst að innheimta alla at- kvæðaseölana. 122 skiluöu sér, og er það um 82.4% þeirra sem i úr- takinu voru. Hlutfalliö ér ámðta og kosningaþátttaka i kosningum siöustu ára. Hjá starfsfólki fyrirtækja KEA á Dalvik fór fram sérstök skoðanakönnun með 74 þátttakendum og urðu úrslit þar að Guðlaugur fékk 38 atkvæði, Vigdis 28, Albert 1, Pétur og Rögnvaldur 0, en óákveðnir voru 7. —vh „Lygi um” ,Hlýðni við’ 1 dag, 16. mai sá ég fyrst Þjóð- viljann frá 9. mai sl. Þar var fréttaskýring eftir mig um verk- bönn og verkföll i Svfþjóð. í henni var litil en meinleg villa. Þar stóð að Vinnuveitendasambandið sænska ætlaði „sér að vinna deil- una á hinni sænsku lygi um lög- lega kjörin yfirvöld”. En samkvæmt handriti minu átti að standa að vinnuveitendur ætluöu „sér aö vinna deiluna á hinni sænsku hlýöni viö löglega kjörin yfirvöld”. Fréttaskýringuna las ég i sima til Þjóöviljans. Ég vil ekki leggja neinn dóm á hver á sök á villunni. Vel má vera aö ég eigi sök á henni með lélegum upplestri. En ég tel nauðsynlegt aö leiðrétta þetta bótt langt sé liðiö frá birtingu ein- faldlega vegna sjálfs mln og með hliösjón af upplýsingasöfnun sendiráða og hugsanlegum útúr- snúningum svarthöföa og ann- arra kynjadýra I Islensku þjóð- „ llfi. Gisli Gunnarsson Vigdis efst i Torfunni 15 manns eru nú að vinna að lagfæringu og viðgerðum á Bern- höftstorfu. Þetta eru málarar, smiðir, verkamenn og rafvirkjar. Fyrir skömmu framkvæmdu þeir prófkjör I kaffitima og urðu úr- slitin þau, að Vigdls Finnboga- dóttir fékk 10 atkvæði, Albert Guðmundsson 2, Guðlaugur Þor- valdsson 2 og Pétur Thorsteins- son 1. -ih Hin nýju lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum: Merkur áfangi í vinnu- vernd ; ■ ■ , — Þessi nýju lög um aöbúnað og hollustuhætti á vinnustööum eru aö minum dómi afar merkur áfangi i vinnuvernd hér hjá okk- ur, sagöi Guöjón Jónsson formaö- ur Málm og skipasmiðasambands islands en hann átti sæti I nefnd þeirri er frumvarpiö samdi. Guðjón sagði að við könnun sem nefndin lét gera á ástandinu kom I ljós að það er mjög slæmt á vinnustöðum almennt. Aöstæður voru kannaðar hjá 160 fyrirtækj- um I öllum starfsgreinum og um allt land og mun þetta úrtak vera um þaö bil 10% af skráðum fyrir- tækjum i landinu. — Sem dæmi get ég nefnt hvernig ástandið var i málmiðn- aðarvinnustööum þegar könnunin fór fram, en samkvæmt skýrslu var hún þessi: 23 fyrirtæki voru athuguð. Mötuneyti er hjá tveim. Kaffi- stofur hjá öllum nema einu. Ræsting kaffistofanna er full- nægjandi hjá 11 fyrirtækjum, en ábótavant f 12. Fataskiptaaöstööu vantaði hjá 10 fyrirtækjum af 23. Baö- og þvottaaðstööuvantaöi hjá 17 fyrirtækjum af 23. Salernivoru fyrir hendi hjá öllum fyrirtækjun- um 23. Ræstingusalerna var áfátt 118 tilfellum og mikið ábótavant I 14 tilfellum. 88 vinnusalir og vinnurými voru athuguð hjá þessum fyrirtækjum. Lýsingvar talin fullnægjandi i 45 þeirra, en ábótarvant I 43. Sérlýs- ing var talin fullnægjandi I 35 vinnusölum en ekki fyrir hendi eöa ábótavant 153. Hitunvar talin fullnægjandi I 51 vinnusal, en ábótavant i 37. Vélknúin loftræst- ing var talin fullnægjandi i 13 vinnusala en ekki fyrir hendi eöa ábótavant I 75 vinnusölum. Opn- anlegir gluggar voru ekki fyrir hendi i 36 vinnusölum af 88. Há- vaði var I 40 vinnusölum af 88. Rykmengun var I 37 vinnusölum af 88. Gas og/eða leysiefnameng- un var I 48 vinnusölum af 88. Óþefurvar i 40 vinnusölum af 88. Ræsting var ófullnægjandi I 56 vinnusölum af 88. Umgengnivar áfátt í 58 vinnusala af 88. Ýmsar aðrar eftirtektarverðar upplýsingar koma fram i niður- stöðum könnunarinnar. Við laús- legan samanburð á niðurstööum úr öðrum starfsgreinum virðist ástandið þar svipað, i sumum atr- iðum skárra og i öðrum lakara. Hvaða atriði I nýju lögunum þykja þér merkilegust Guðjón? I lagafrumvarpinu eru ýmis athyglisverð nýmæli og nauösyn- legar breytingar frá eldri lögum, þ.e. lögum nr. 23, frá 1. febrúar 1952, um öryggisráöstafanir á vinnustöðum.og lögum nr. 12 frá 17. mars 1969, um heilbrigöiseft- irlit. Þýðingarmestu atriði i hinu nýja lagafrumvarpi eru að min- um dómi þessi: 1. Eftirlit með aöbúnaði, holl- ustuháttum og öryggi á vinnu- stöðum verður hjá einni stofn- un, Vinnueftirliti rikisins, sem kemur i stað þeirra stofnana sem til þessa hafa fylgst með vinnuumhverfi verkafólks. Að- ilar vinnumarkaöarins skulu tilnefna I stjórn Vinnueftirlits- ins 7 af 9 stjórnarmönnum en ekki stjórnmálaflokkarnir. Könnun var gerð á vinnuaðbúnaði og hollustu- háttum í 160 fyrirtækjum og niðurstaðan var vægt sagt slæm 2. Stjórn Vinnueftirlitsins hefur vald til aðgerða og ráðstafana til verndar verkafólki við vinnu og getur m.a. látið stöðva vinnu og hætta starfsemi, ef heilbrigði og öryggi starfs- fólksins er i hættu. 3. Leitast er viö að skapa sam- starfsvettvang milli verka- fólks, verkstjóra og atvinnu- rekenda, til að stuðla að bætt- um aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi. 1 þvi skyni skal verkafólk tilnefna sérstakan öryggistrúnaðarmann, og at- vinnurekandi öryggisvörð. A vinnustööum með 20 starfs- mönnum eða fleiri skal stofnuð öryggisnefnd, sem vinni að endurbótum á aöbúnaði, heil- brigðismálum og öryggi. 4. öryggistrúnaðarmönnum verkafólks og öryggisvörðum atvinnurekenda er skylt að hlutast til um að vinna veröi stöðvuð strax ef skapast hefur bráð hætta á heilsutjóni eða slysum. 5.1 lögunum er sérstakur kafli um heilsuvernd, læknisskoöan- ir og rannsóknir sem miði að þvi að koma i veg fyrir atvinnu- sjúkdóma. 6. Gert er ráð fyrir að aðilar vinnumarkaðarins komi á fót öryggisnefndum fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar, sem fjalli um nýjar reglugeröir sem settar verða eöa geri tillögur um breytingar á eldri reglum. 7. Vinnueftirlit rikisins skal veita, i samstarfi við aðila vinnumarkaöarins og örygg- isnefndir, fræðslu og upplýs- ingar varðandi hættur á vinnu- stöðum og varnir gegn þeim, svo og um nýja tækni og þekk- ingu, sem stuðlað getur að um- bótum á aðbúnaði, hollustu- háttum og öryggi á vinnustöð- um. Lltil sem engin fræðsla hefur verið veitt I þessum efn- um hérlendis á undanförnum árum. 8. I lagafrumvarpinu er ákvæði um lágmark hvildartima og frldaga, svo og um takmarkan- ir á vinnu barna og unglinga. Samfelldur lágmarks hvildar- timi, sem nú er 8 klst.,er lengd- ur I 10 klst. á sólarhring. 9. 1 bráðabirgöaákvæði með laga- frumvarpinu er Seðlabanka Is- lands gert skylt að útvega á næstu fimm árum fjármagn, 500 miljónir króna á ári, miöað við verðlag 1. janúar 1979, til lánveitinga til fyrirtækja sem þurfa að framkvæma umbætur á aöbúnaöi, hollustuháttum og öryggi við vinnu. Mörg fleiri mikilsverð ákvæöi eru i hinu nýja lagafrumvarpi sem of langan tlma tæki að telja upp hér. Nýja lagafrumvarpið er um rammalöggjöf og við samningu þess er gert ráð fyrir að settar verði ýtarlegar reglugerðir varð- andi framkvæmd ýmissa ákvæða þess, svo sem varðandi vinnuað- búnað, vinnuframkvæmd, vinnu- skilyrði, vinnuöryggi og heil- brigðismál vinnustaöa almennt. Að lokum sagðist Guðjón Jóns- son fagna mjög þessum nýju lög- um, þau ættu eftir að gerbreyta til batnaðar þvi slæma ástandi sem alltof vlöa rikir I þessum efnum hér á landi. — S.dói Rætt vid Gudjón Jónsson formann Málm- og skipasmiða- sambands íslands Eftir tilkomu ^ laganna er hægt ad ^ knýja ^ lagfæringar ^ igegn, V en það var 14 ekki ^ hægt áður .—■—■ ■ '"'■■■■ :»S»- á dasskrá >,,Viðreisnin” var efnahagsaðgerð í anda Keynes. Sósíalistar snerust gegn „viðreisninni”, og þeir hljóta enn að vísa hvers kyns keynesisma á bug. sérstaklega róttæk og gottefekki byltingarsinnuð). Ef viö höfum ekki gagnrýnu augun hjá okkur þegar við skoðum kapitalismann, er hætt við þvi að okkur fari likt og blindu mönnunum þegar þeir voru að reyna að átta sig á filnum. Einn þreifaði á rananum og fannst f 111- inn vera sivalur, annar á hliðinni á honum og fannst hann vera eins og veggur — og fleira fundu þeir út um sköpulag skepnunnar. Kapitalisminn er ekki bara efna- hagskerfið á tslandi (einkenni: verðbólga), eða i Bretlandi (ein- kenni: járnfrú), eða i Hongkong (einkenni: ekkert stjórnmálalif). Kapitalisminn er þetta allt, bæði sérstaklega og i samtengingu. Hann er líka auðlegð Norður- Ameriku og fátækt Suöur-- Ameriku, og þau fyrirbrigði sam- Keynesisminn sem mýrar- ljós sósíalistum Gaman var að fylgjast með þvi i sjónvarpi um daginn, hve vel fréttamanni tókst að sýna innviði svonefndrar „frjálshyggju” i viðtali við austurriska háskóla- kennarann Friðrik Hayek. (Sá lifir nú I heiðurselli á Englandi, en var hér staddur i heimsókn hjá aðdáendum sinum i Heimdalli). Það var hvorttveggja að frétta- maður vissi nákvæmlega hvar stinga skyldi á kýlinu, og hitt að Hayek gamli var alls ófeiminn við að viðra skoðanir sinar. Það kom vitanlega i ljós að „frjálshyggj- an” er bara vörumerki örgustu markaðshyggju. Hér er á ferð eins konar ofsatrú á kaup- mennsku: að inntak mannlifsins opinberist að fullu I peninga- viðskiptum manna á milli. Á bakvið þetta glittir i hugmyndir um hinn sterka einstakling. Yfir- gangur hinna atburðameiri i þjóðfélaginu er talinn heilla- merki, en allur fjöldinn á ekki að vera til nema sem neytendur er sé það eitt eftir skilið að greiða „atkvæði” með þvi að fara i búð. Óll samtök, önnur en um kaup- skap, eru til ills eins, þvi þau trufla hina heilögu hringrás vöru og peninga. Gildir þá einu, hvort menn i kjánaskap sinum bindast samtökum um framgang menn- ingarlegra hugðarefna (Vinaróperan) eða mynda félög til varnar einhverjum grund- vallar mannréttindum, td. þeim að hafa hönd I bagga um ákvörð- un eigin launakjara (það hefur verið hressandi fyrir Heim- dellinga að fá hreinskilnislega fasistayfirlýsingu karlsins um bölvun verklýðsfélaga i Bret- landi). Stjórnmál voru að mati þessa kynlega fræðimanns ákaf- lega varasöm, þvi að stjórnmála- menn eru svo gjarnir á að beita rikisvaldinu sem tæki til að koma fram markmiðum sinum án milligöngu markaðarins, og það er vitaskuld ótækt samkvæmt trúarjátningunni. kaunar virtist mér mjög til efs hvort margra flokka kerfi og pólitisk fjölvera yfirleitt fengi þrifist i þvi dýrðar- riki sem Hayek taldi markaðsleik sinn geta skapað. Er þá vitanlega komið að þeirri spurningu, hvort þarna sé nokkurt lýðræðiskerfi á ferð en ekki andstæða alls lýðræðis, samtakafrelsis og menningarlegrar viðleitni yfir- höfuð? Reyndar er ekkert nýtt að mannréttindi séu skilin sem borgaraleg markaðsréttindi ein- vörðungu, eignin sé höfð i þunga- miðju réttindanna en ekki mað- urinn. Það er þó gæfa vestrænna þjóðfélaga aö mannúðarstefna hefur aldrei yfirgefið þau að fullu, þótt syrt hafi i álinn á stundum. Viðast hvar á Vesturlöndum er uppi tvihyggja að þessu leyti, annars vegar er mikið lagt upp úr friðhelgi eignarréttárins, en að hinu leytinu eru ýmis mannrétt- indi sett ofar eignarumsýslu og viðskiptum. Við,sem teljum okkur lýðræðissinna, viljum að minnsta kosti trúa að svo sé. Og þau okkar, sem viljum vera sósialistar, byggjum tilveru okkar á þvi að svo eigi það að vera. Hins vegar litur út fyrir að til séu svo stækir markaðssinnar, að þeir vilji svipta fólk þeim rétt- indum að mega vera sósialistar. Mér er nær að halda að sá gamli Hayek sé þess sinnis, og varla er ástæða til að efast um afstöðu helstu gestgjafa hans á tslandi. Kapitalisminn hefur margar ásjónur. Ein þeirra ber svip hins gullintennta Hayeks, önnur er mótuð af hinum þungbúna aðals- manni Keynes. Það er ástæða til að staldra við Keynes þennan. Þvi hefur verið haldið fram að enginn einn hagfræðingur annar hafi haft önnur eins áhrif og þessi hástéttarbreti (einn af fáum þekktum hagfræöingum sem ekki er af húsi og kynþætti Daviös). Heimskreppan mikla og baráttan gegn henni var baksviðið að kenningum hans. Keynes ósköp einfaldlega batt i kerfi hagfræði- legra kennisetninga ýmsar sjálf- sagðar aðgerðir sem menn hvort eð var gripu til, svo að kapital- isminn lifði þrengingar krepp- unnar af. Þar ber hæst forsjá rikisins i peningamálum og ihlutun rikisins I fjárfestingar- mál. Það er hins vegar mis- skilningur, ef menn ætla að Keyn- es hafi ekki verið markaðssinni. Hann var einmitt björgunar- maður markaðskerfisins, þvi að hann áleit, vafalaust réttilega, að viss rikisafskipti og inngrip i markaðslögmálin væru nauðsyn- leg til að sjálft kerfið stæðist i bráð og lengd. Hagstjórn allra þróaðra auðvaldslanda hefur nú um 35 ára skeið mótast I veru- legum atriðum af keynesiskum formúlum. Island er þar ekki undantekning, þvi að „viöreisn- in” sæla var ekkert annað en snögg aðgerð til að koma hér á keynesisku markaðskerfi. Allir muna, hvernig islenskir sósialistar brugðust við „viðreisninni”. Það var rökrétt að snúast gegn henni af fullri hörku, og þau viðbrögð voru mjög mótandi um islenska pólitik nokkuðfram á þennan áratug. Nú hafa mál hins vegar skipast svo, að engu er likara en Keynesism- inn sé orðinn að nokkurs konar erfðagóssi hjá Alþýðubanda- laginu, ef marka má suma for- mælendur bess Nú skal á engan hátt i efa dregið að það sé erfitt verk og vanþakklátt að móta efnahags- stefnu sósialisks flokks og halda henni, amk. fræðilega, sæmilega aðskildri frá þeim mála- mioiunum sem þingpontiK og rikisstjórnarsamstarf krefst. En varla veit það á gott, ef stjórn- málamenn flokksins telja að stóra sannleikann i efnahags- málum sé fyrst og fremst að finna hjá keynesiskum stofnunum rikisins og i samantektum hag- fræðinganna. Þvi hvað er hag- fræði nútimans? Hagfræði er framar öllu hugmyndafræði um hið „rétta” gangverk markaðs- kerfisins og um þær aðstæður sem „eiga” að vera, til að allt gangi nú vel. t þessu sambandi er munurinn á Hayek og Keynes bitamunur en ekki fjár. Það er svo tiltölulega aftarlega á verk- efnaskrá hagfræðinnar að skapa tækni til að svara öllum þeim „vitlausu” spurningum sem óhagfróöir geta fundið uppá að spyrja. Þetta kann að þykja skritinn dómur um hagfræðina. Eigum við þá ekki að trúa þvi að hagfræöin sé hlutlaust hjálpartæki stjórn- málamannsins, rétt eins og byggingarverkfræðin er sú hlut- læg fræðigrein sem arkitektinn má sist án vera? Svar mitt er þetta: Fyrsta meginregla sósialistans er að vera gagnrýninn á umhverfi sitt, og önnur meginreglan er að skilja rækilega á milli þjóðfélagsfræða, sem aldrei eru hlutlaus né alsönn, og annarra fræðigreina sem ekki fást beinlinis við þjóðfélagsmál. Það er margt hægt að læra af Karli Marx, þótt eflaust sé það hin mesta villa að innbyröa hann sem tilvitnanasafn. Marx gerði það að ævistarfi sinu að gagnrýna hagfræðina, flest meginrit hans bera heitið „gagnrýni á pólitiska hagfræði”. Hann áleit að hag- fræöin væri veigamesta og mark- tækasta hugmyndafræði sam- timans (hugmyndafræði sem heimsmynd og yfirráðatæki rikj- andi stéttar og þarmeð bæði sönn og blekkjandi i senn). Enginn efi er á þvi að hagfræðin er enn i þessu hlutverki, en upp að hliðinni á hagfræðinni hafa komið fræðigreinar eins og félagsfræði og stjórnmálafræði (skondiö að þau fræði skuli hér á Islandi talin einuð i orsök og afleiðingu. (Oðl- ingurinn Keynes, bjargvættur móðurlandsins undan kreppunni, sá vist aldrei neitt athugavert við arðrán Breta á Indverjum). Kapitalisminn er millirikjaskipu- lag: hann er alþjóðastofnanir og fjölþjóðafélög, oliuhringir og markaðsbandalög. Siðast en ekki sist er kapítalisminn valdaskipan með drottnurum og undirgefnum, réttlætingu drottnunar og afsökun fyrir undirgefninni. Málið er semsagt það að hag- fræðin þreifar aðeins á einni hlið kapitalismans og finnur efna- hagsmál en ekki mannfélagið i heild. Kapitalisminn er eftilvill fyrst og fremst félagskerfi, en afurð þess er hin margrómaöa framleiðsla: vörur og dreifing þeirra. Og gætum þess að kapital- isminn er ekkert sparsemdar- kerfi þótt hagfræðinni verði tiðrætt um hin knöppu gæði — kapitalisminn er einmitt eyðslu- hitin mesta, sóandi vinnuafli okkar allra i tóma vitleysu mest- an part og ógnandi gervöllu vist- kerfi jarðar. Svo er kapítalisminn ekki aðeins framleiðandi óþrjót- andi auðlegðar i neysluhæfun varningi, heldur einnig fram- leiðandi hugmynda, bæði stað- festandi og andæfandi. Gleymum þvi ekki að kapitalisminn er skapari sósialismans: Sósialism- inn sem hugsæismynd og sem baráttuhreyfing óx i öndverðu i laukagarði kapitalismans, og þar sprettur sósialisminn aftur og aftur i sibreytilegri mynd. Að hinu leytinu er það svo hlálegt, að sú skrumskæling sósíalismans sem Sovétrikin og Kina standa fyrir hefur kapitalismann að við- miðun og keppikefli, en ekki þá mannlegu frelsun sem Marx dreymdi um. Það er þvi mikil kröfugerð fólgin i þvi að vera sósialisti, hvort sem er i einrúmi eða sem flokkur manna. Heildarsýn yfir þjóðfélagstengslin er ekki auðvelt að öðlast. Ég held þó að eitt af grundvallaratriðunum sé viðleitni til skilnings á tak- mörkum efnahagsmála og á hlut- verki hagfræðinnar. Sá stjórn- málaflokkur, sem á sérgreinda efnahagsstefnu er byggir á hag- fræðilegri greiningu einni saman, getur ekki verið sósíaliskur, hvað sem liður yfirlýsingum um hollustu við sósialiska stefnuskrá. Efnahagsstefna hrein og ómenguð hlýtur sem slik að vera borgaraleg, þvi að hún hefur markaðshyggjuna að leiðarljósi og stofnanir markaösveldisins að framkvæmdatæki. Og skiptir þá ekki höfuðmáli hvort J. Haralz er ennþá Keynesisti eða hvort hann kýs að skipa sér i sveit með hinum léttgeggjaða öldunei F Hayek. Hjalti Kristgeirsson Alifuglasláturhús tekið til starfa Fyrsta sláturleyfi sem veitt hefir verið til ali- fuglasláturhúss hér á landi hefir nú verið veitt fyrir- tækinu Hreiður h/f, Mos- fellssveit. Að fyrirtækinu standa u.þ.b. 40 fugla- bændur af suður-og suð- vesturlandi, enda var af- kastageta sláturhússins miðuð við að geta þjónað þessu svæði fullkomlega. Undirbúningur að smiði hússins hófst þegar árið 1977 og ströngum kröfum heilbrigðisyfirvalda framfylgt I hvivetna. óhætt er að segja að þetta sé best búna ali- fuglasláturhús landsins bæöi hvað varðar tækni og hreinlætis- búnað. Fyrirtækið framleiðir undirmerkinu ISFUGL. Fullyrða má, að með tilkomu þessa slátur- húss sé unnt að tryggja markaðn- um vöru, sem slátrað er skv. nútlma kröfum um heilbrigöis-og hollustuhætti, annað sæmir ekki. . Spurningin er aðeins sú, hvort all- ir alifuglabændur sýni þessu þjóðþrifamáli skilning og notfæri sér þessa þjónustu, sem öllum stendur opin, að sjálfsögðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.