Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. mai 1980 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis llgefandi: Útgáfufélag Þjööviljans Framkvænidastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson- Kjartan Ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglvsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Rekstrarstjóri: Ulfar ÞormóÖsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús'H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson. Gunnar EHsson C'tlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglvsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa-.Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla : Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardótt i' Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Ilúsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halia Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. i tkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavík, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Merk lagasetning Samþykkt lagabálksins um aðbúnað/ hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum í síðustu viku boðar þáttaskil í öryggislöggjöf landsmanna frá og með næstu áramót- um. Rauði þráðurinn i þessari nýju löggjöf er að laða fram frumkvæði og ábyrgðartilfinningu á vinnustöðun- um sjálfum, auk þess sem allt eftirlit færist á eina hönd. Lagasetningin er i samræmi við fyrirheit um aðgerðir í vinnuverndarmálum sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga vorið 1977 og gjörbreyta aðstöðu launa- fólks til þess að knýja á um heilbrigt vinnuumhverf i. ® Nefndin sem vann að samningu laganna lét m.a. gera könnun er náði til um 10% fyrirtækja í öllum starfs- greinum. Hún leiddi í Ijós að ástandið í öryggis- og að- búnaðarmálum var verra en mönnum bauð í grun. I fjölda fyrirtækja var ræstingy, hitun, lýsingu, loftræst- ingu og öðrum þáttum sem snerta vellíðan og heilsufar á vinnustað stórlega ábótavant. Fjöldi þeirra vinnustaða var einnig ógnvekjandi þar sem hávarði, rykmengun, gas- eða leysiefnamegnun, óþefur og slæm umgengni keyrði um þverbak. Tíð vinnuslys sem rekja má til ófull- nægjandi öryggisbúnaðar og hirðuleysis bera þess einnig vitni hversu ábótavant okkar vinnuverndarmálum er. • Samkvæmt hinum nýju lögum er leitast við að skapa samstarfsvettvang milli verkafólks, verkstjóra og atvinnurekenda til að stuðla að bættum aðbúnaði, holl- ustuháttum og öryggi. Á þessum vettvangi eru það öryggistrúnaðarmenn verkafólks, öryggisverðir at- vinnurekenda, öryggisnefndir vinnustaðanna og öryggisnefndir atvinnugreina sem eiga að hafa frum- kvæði að endurbótum og tryggja framkvæmd laganna. Það hlýtur að verða árangursríkast að þeir sem tengdir eru vinnustaðnum hafi með þessum hætti höfuðábyrgð. Mestu skiptir í því sambandi að öryggistrúnaðarmönn- um verkafólks og öryggisvörðum atvinnurekenda er skylt að hlutast til um að vinna verði stöðvuð strax ef skapast hefur bráð hætta á heilsutjóni eða slysum. % Vinnueftirlit ríkisins kemur frá næstu áramótum í stað þeirra stofnana sem til þessa hafa fylgst með vinnuumhverf i verkafólks og skarað verksvið hver ann- arra. Að því hefur verið fundið af hálfu landlæknis að vinnueftirlitið muni draga vald og frumkvæði frá heil- brigðisstéttunum auk þess sem reynsla heilbrigðisnefnd- a og heilbrigðisfulltrúa um land allt muni fara forgörð- um í nýju skipulagi. Sumt í athugasemdum landlæknis kann að vera á rökum reist, en þess ber að gæta að eftir er að setja reglugerðir um ýmislegt er varðar fram- kvæmd laganna, auk þess sem gerð verður úttekt á gild- issviði þeirra er varðar ýmsar stofnanir, ný lagafrum- vörp og eldri lög sem gert er ráð f yrir að falli undir nýju vinnuverndarlögin. Þegar svo róttæk breyting er gerð eins og stefnt er að með þessum lagabálki er eðlilegt að samræmingar sé þörf, en varast ber að láta stofnana- íhaldssemi og meting spilla brýnu úrbótaverkefni. © ( nýju lögunum er sérstakur kafli um heilsuvernd, læknisskoðanir og rannsóknir sem miði að því að koma í veg fyrir atvinnusjúkdóma. Þá er Vinnueftirlitinu falið víðtækt f ræðsluhlutverk og er auðsætt að í þessum atrið- um þarf að samstilla reynslu eldri stof nana ásamt þekk- ingu heilbrigðisstéttanna verkefnum hinnar nýju stofn- unar. • Nýja lagafrumvarpið er rammalöggjöf sem gefur verkalýðshreyfingunni aukna möguleika á að knýja fram nauðsynlegar umbætur. Innan þessa ramma er að sönnu margt óljóst og framkvæmdin veltur á fé, mann- skap og þekkingu þeirra aðila sem hún er falin. Mestu skiptir þó að fenginn er lagalegur grunnur að standa á í þeirri viðleytni að bæta vinnuumhverfi verkafólks. Á næstu árum verður það eitt helsta verkefni verkaiýðs- hreyfinaarinnar að breyta vinnustöðunum í mannsæm- andi vistarverur og auka sjálfsvirðingu verkafólks meö bættu vinnuumhverfi og meira öryggi. —ekh klrippt Réttindi sjómanna Aö vonum hefur sjómanna- stéttin gagnrýnt hve lengi hefur dregist aö efna fyrirheit um úr- bætur i félagslegum réttinda- málum sem gefin voru I tengsl- um viö aögeröir vinstri stjórnarinnar I efnahagsmálum honum sýnist?” 1. desember 1978. Undir- búningur aö reglugeröum og lagaákvæöum sem áttu aö tryggja framgang þessara mála tók lengri tima en ætlaö var og tókst ekki aö afgreiöa laga- frumvörp um lögskráningu og breytingu á sjómannalögum voriö 1979.1 vetur hafa svo veriö slikar uppákomur I stjórn- málunum aö þingstörf hafa fariö meira eöa minna úr skorö- um, og tafir oröiö á þvi aö félagsmálapakki sjómanna kæmist endanlega til skila. Siöastliöiö haust var ýmsum af þessum úrbótum komiö I höfn. Þar má nefna bætta veöurfregnaþjónustu fyrir skip, setningu reglugeröar um öryggisbúnaö viö linu- og neta- spil og öryggi á hringnóta- skipum. Þá var á sl. hausti sett reglugerö um fjarskipti á skip- um þar sem m.a. eru skýr ákvæöi um á hvaöa skipum skuli skylt aö hafa loftskeyta- menn. Einnig var sett I reglu- gerö ákvæöi um örbylgju- neyöarsenda I gúmmbjörgunar- bátum. Veigamesta málið Þau mál sem vöröuöu laga- setningu gengu hinsvegar miklu hægar eins og áöur sagöi. I siö- ustu viku samþykkti Alþingi lög sem eiga aö hindra ótlmabærar og vafasamar lögskráningar úr skiprúmi, sem útgeröarmenn iöka stundum til þess aö spara sér útgjöld. Enda þótt öll þessi atriöi séu mikilvæg fyrir sjómanna- stéttina er þaö mál sem mestu skiptirenn óafgreitt þegar þetta er ritaö. Standa vonir til þess aö þaö fáist afgreitt fyrir þinglok nú, en sannarlega má þaö ekki tæpara vera. Hér er um aö ræöa breytingu á sjómannalögunum sem færa á sjómannastéttinni stóraukinn rétt varöandi greiösl- ur I veikinda og slysatilfellum. Meginefni og tilgangur þess- ara breytinga er aö bæta réttar- stööu sjómanna I slysa- og veik- indatilfellum til jafns við sllk réttindi landverkaíólks, auk þess sem tekiö er á ýmsum öörum málum þar sem talin var brýn úrbótaþörf bæöi aö mati sjómanna og útvegsmanna. Sjómenn og útvegsmenn hafa ekki veriö á eitt sáttir meö þessar breytingar, og I þinginu hafa komiö fram ýmsar efa- semdir. Þar er m.a. rætt um svokallaöa staögengisreglu, veikindafrl I reglubundnum veiöihléum, og fjölmörg önnur atriöi. Meöal annars hefur þaö veriö gagnrýnt aö sjómenn skuli nú fá mánuöi lengra veikindafrl en landverkafólk samkvæmt frumvarpinu. Þetta er tilkomiö vegna þess aö ófært þótti aö hafa þá mismunun fyrir utan launamismun, aö yfirmenn ættu aö hafa tveggja mánaöa veik- indafrl en undirmenn einn mán- Guörún Helgadóttir. Sérstaða sjómanna í ræöu sem Guörún Helga- dóttir hélt viö umræöur um þetta mál á Alþingi taldi hún einsýnt aö sjómannastéttin heföi slíka sérstööu aö lengri veikindafrl henni til handa þyrftu ekki endilega aö þýöa sömu réttindi til landverka- fólks. Fannst henni óþarfa vandræöagangur vera á þing- mönnum er þeir þæföu þetta mál fram og aftur. „Ég vakti athygli á göllum þessa frumvarps þegar þaö var lagt fram I þinginu og fagna þvf *ss afskaplega mikiö aö þaö hefur ■ veriötekiö til greina og afgreitt, | og þaö hefur veriö gert vel. Hér ■ hafa menn veriö aö vandræöast ■ yfir þvi aö sjómenn séu komnir " meö lengra veikindaleyfi en ■ verkafólk I landi. Menn fallast á ■ að þaö sé nú kannske alveg rétt JJ aö yfirmenn og undirmenn skuli | hafa jafnlangt veikindaleyfi. En ■ menn eru hræddir viö hvaö þaö I er langt.” Auðvitað lengra frí „Hugsa sér, skyldi nú ekki | vera, aðþaö sé töluvert erfiöara ■ fyrir sjómann aö fara aftur tii I vinnu sinnar eftir veikindi, B heidur en manninn sem getur g komiö heim til sfn á kvöldin og -■ talaö viö lækninn sinn hvenær | sem honum sýnist? ■ Auövitaö eiga sjómenn aö I hafa lengra veikindafrf en m annaö fólk. Þaö liggur alveg I _ hlutarins eöli. Og þaö hefur I nefndin (samgöngunefnd neöri ■ deildar) sem betur fer skiliö, | sumir þó meö semingi.” ■ 20% slysa j á sjó : Guörún ræddi ennfremur um | þaö hve sumir þingmenn óttuö- ■ ust afskipti löggjafans af félags- | legum réttindamálum og teldu „ þau einungis eiga heima I kjara- ■ samningum aöila: „Jafnframt eru menn aö tala " um og ég er aö velta fyrir mér | hvaö félagi Guömundur J. Guö- ■ mundsson- háttvirtur þing- | maöur-- hugsar þegar hann B heyrir sllkar fullyröingar og ■ sllkan vandræöagang, aö þaö sé ■ alltaf hættulegt aö blanda laga- ■ setningu i kjarasamninga og I félagslegar umbætur eigi nú aö ■ koma I gegnum kjarasamninga. | Mikiöansans ári held ég aö þær ■ væru stutt komnar, ef lög- ■ gjafinn heföi nú ekki stundum m mannaö sig upp og komiö meö ■ félagslegar umbætur. Ég get ekki séö aö þaö geti " veriö neitt vandamál fyrir út- | geröina, aö greiöa slnu fólki ■ veikindafrl rétt eins og öörum. ■ Og þaö er áreiöanlegt aö sjó- ■ mennirnir okkar færa slnum at- _ vinnurekendum þann auö I bú, I aö þaö minnsta er aö þeir greiði ■ þeim sómasamlegt veikindafrl. | Og ég vil itreka þaö sem hátt- ■ virtur þingmaöur Árni ■ Gunnarsson sagöi hér áöan, aö ■ þó aöeins 8% starfandi manna _ séu sjómenn eru 20% vinnuslysa I á sjó. Þessir menn eru nú aö ■ koma I land eftir 54 ára útivist | og fá 140 þúsund kr. á mánuöi úr ■ llfeyrissjóði sjómanna. Þingið manni sig upp ! Er nú ekki mái til komiö aö | einmitt Alþingi manni sig upp ■ og reyni aö bæta eitthvaö kjör | þessara manna. En þaö er ■ nefniiega meö sjómenn eins og Z fiskinn. tslendingar hafa alltaf I dauöskammast sin fyrir aö ■ boröa fisk, og þaö er alveg eins I og sjómenn hafi aldrei almenni- ■ lega komist á blaö, þegar talaö I er um félagslegar úrbætur.” ■ Um þessa ádrepu Guörúnar ■ spunnust heitar umræöur á ■ þinginu m.a. vorkunnsemi " Karvels Pálmasonar I garö út- | geröarmanna sinna á Bolungar- ■ vík. Ekki skal vitnaö I þær hér, I en vonandi fara þingmenn ekki I * sauöburöinn, á skak eöa I lax- ■ veiöi án þess aö félagsmála- “ pakki sjómanna komist endan- Z lega allur á blaö. — ekh ■ skcorrié „Skyldi ekki vera aö þaö sé töluvert erfiöara fyrir sjómann aö fara aftur til vinnu sinnar eftir veikindi, heldur en manninn sem getur komiö heim til sln á kvöldin og talaö viö lækninn sinn hvenær sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.