Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. mal 1980 / íþróttír g) íþróttir @ íþróttír Œ / ÍBK hlrti bæði stígin Þeir sigruðu FH 2:1 í fremur jöfnum leik 1 Kaplakrikanum Það var afdrifarlkt sparkið sem Pálmi Jónsson sóknarmaður FHinga gaf Guöjóni Guðjónssyni bakverði ÍBK eftir að hafa veriö tæklaður af þeim sama. Eftir nokkurt hlé sem gert var meðan hugað var að meiöslum tók ólaf- ur JUliusson aukaspyrnu og gaf boltann vel fyrir markið til Þóris SigfUssonar sem skoraði sigur- mark Keflvlkinga 2-1 meö góðum skalla. FHingar voru ekki bUnir að átta sigað leikurinn var hafinn á ný fyrr en knötturinn lá I netinu. Þrátt fyrir að Keflvlkingar hirtu bæði stigin áttu þeir með fullri sanngimi ekki nema annað þeirra skilið. Ef eitthvað var, þá sóttu FHingar mun stifar, sér- staklega undir lok leiksins, og munaöi oft litlu að þeim tækist að jafna leikinn. Keflvikingar vörð- ust vel og Ragnar Margeirsson og Ólafur JUlIusson voru vel vakandi á miðjunni og I framlinunni. Fyrri háflleikur var tiðindalaus framan af. Smá vindstrekkingur var I bak- Arthur Bogason sést hér að baki Finnans Hannu Sarielaínen, af hverjum hann hirti Evrópumetið I réttstöðulyftu. ! Arthur setti Evrópumet Akureyringurinn Arthur Bogason setti á laugardaginn nýtt Evrópumet I réttarstöðu- lyftu á lyftingamóti sem hald- ið var fyrir noröan um helg- ina. Arthur gerði sér lltið fyrir og lyfti 335 kg, sem er 2.5 kg betri árangur en fyrra Evrópumet, en það átti Finn- inn Sarialainen. Arthur er 24 ára gamall Akureyringur. Hann hóf að keppa I lyftingum fyrir 2 árum og hefur tekið stórstlgum framförum. Hann keppir I 125 kg flokki. Jafnhliða kraftlyftingum var keppt I olymplskum lyft- ingum eða tvíþraut á laugar- daginn. Þar vann Freyr Aðal- steinsson besta afrekið þegar hann lyf ti 285 kg I samanlögðu. Freyr keppir I 82 kg flokki. —IngH ið á FHingum og þeir áttu öllu betra með að hemja boltann, hins vegar voru Keflvikingar mun ákveðnari. Ásgeir Ellasson kom ekki inná fyrr en undir lok leiksins, en með þeirri ráðstöfun gerðu FHingar stór mistök, þvl miðjan var veik fyrir. Heimir Bergsson nýliðinn frá Selfossi I FHliðinu átti stórgóðan leik og á 12. mln. rétt björguðu Keflvlkingar I horn, eftir að hann hafði leikið vörnina grátt. Stuttu slðan átti Hilmar Hjálmarsson gott skot af stuttu færi að marki FHinga en rétt yfir. A 25. mín. var Pálmi Jónsson kominn einn á auðan sjó á mark- teigsllnu, en ónákvæmt skot fór beint I fangiðá Jóni markmanni. Það sem eftir var hálfleiksins var að mestu tlðindalaust, enda fór leikurinn þá að mestu fram á sama blettinum. Það var svo loks á 10. mln. slð- ari hálfleiks, að Heimir er á ferð- inni I vítateig Keflvlkinga, en aö þessu sinni var honum illa brugð- ið af markverðinum og réttilega dæmd vltaspyrna sem Helgi Ragnarsson skoraði ór af miklu öryggi, 1-0 fyrir FH. En Adam var ekki lengi I Para- dís þvl aðeins þremur mlnútum slðar á ólafur Júllusson góða sendingu fyrir FH markið og Sigurjón Sveinsson var þá réttur maður á réttum stað og skoraði glæsilegt mark með skalla. 1-1. Tveimurmin. slöar kom slöan úr- slitamarkið sem áður var getiö. Þegar stundarfjórðungur var eftir gerðu FHingar örvæntingar- tilraun og skiptu þeim Asgeir Ellassyni og Vali Valssyni inná I stað Helga og Þóris, en það var of seintl rassinn gripið, Keflvlking- ar héldu slnum hlut. Valþór og Heimir áttu skástan leik FHinga og ólafur og Ragnar héldu Keflavlkurhörkunni uppi. -lg Þróttarar réðu ekkert við Nýliðarnirl l.deildinni, Breiða- blik, gerðu sér lltiö fyrir um helg- ina og sigruðu það lið sem álitið var fyrirfram Ilklegt til stórra afreka I sumar. Þrótt. Blikarnir léku létta og skemmtilega knatt- spyrnu og uppskeran var 2-1 sig- ur, sem vafalitið gefur byr undir báða vængi. Á 8. mln leiksins renndi hinn stórefnilegi Sigurður Grétarsson sér I gegnum Þrðttarvörnina og skoraði (sjá mynd hér að neðan). Hann „rúllaði upp” 4 varnar- mönnum, lék á markvörðinn og renndi boltanum I netið, 1-0. Forysta Blikanna jókst á 35.mln þegar Ingólfur Ingðlfsson skoraöi úr þröngu færi. Knötturinn lenti á milli Jóns, Þróttarmarkvarðar og stangarinnar, 2-0. Breiðabliks- strákarnir léku oft á tlðum skemmtilega knattspyrnu og undirtökin voru greinilega þeirra. Blikarnir héldu sinu striki framanaf seinni hálfleiknum, en undir lokin slökuöu þeir á og þeg- ar 10. min. voru til leiksloka minnkaði Halldór Arason muninn fyrir Þrótt, 2-1. Breiðabliksliðið kom mjög á óvart I þessum leik, sérstaklega voru margar sóknarlotur þeirra vel útfærðar. Þar voru Helgi Bengtsson og Þór Hreiöarsson oft I aðalhlutverkum svo og Sigurður Grétarsson. Þá var vörn og markvarsla þeirra traust. Þróttararnir náðu sér aldrei al- mennilega á strik I þessum leik. Þeir hafa vafalltið álitið sér sigurinn vlsan. Það skyldi ekkert lið gera þegar Breiöablik er ann- ars vegar. —IngH Fyrra mark Breiðabliks staöreynd. Siguröur Grétarsson (örin bendir á hann) hefur leikiö varnarmenn Þróttar grátt og rennir boltanum inetið.Mynd: —gel Valsmenn halda sínu striki Matti afgreid lipra sóknarmenn Blikanna „Þet+a var létt hjá okkur eftir að Matti hafði skorað annað markið/ fyrr ekki. Auð- vitað er maður ánægður hvernig þetta gengur hjá okk- ur þessa dagana, sérstaklega hvað Matti kemur sterkur út. Við nýtum okkar færi vel. Nú þýðir ekkert annað en að halda áfram af f ullum krafti," sagði hress fyrirliði Valsmanna, Guðmundur Þorbjörnsson eft- ir að Valur hafði sigrað KR 3-0 á Iaugardaginn. Það var Matthías Hallgrímsson, sem skoraði öll mörk Vals. Hann hef ur þar með skorað 4 mörk í 2 leikjum. Ekki dónaleg byrjun það. Leikurinn á laugardaginn fór rólega af stað, en einhvern veginn kom strax I ljós aö sóknarlotuur Valsmanna voru mun markvissari og skarpari en Vesturbæinganna. A 20. min kom mjög fallegt þrlhyrningsspil hjá Valsmönn- um, sem endaöi meö hörkuskoti Al- berts. Hreiðar markvöröur KR hélt ekki knettinum og þá var Matti réttur maður á réttum tlma. Hann fylgdi vel eftir og þurfti ekki annað en aö ýta boltanum inn fyrir marklínuna, 1-0. Aöeins 3 min. slöar sluppu KR-ingarn- ir fyrir horn þegar skoti Guðmundar var bjargaö á llnu. Þaö var ekki fyrr en á 26. mln. að KR fékk almennilegt markfæri þegar Sverrir skaut framhjá úr góöu færi. A 35. min. smeygðu KR- ingarnir sér laglega I gegnum vörn Vals, en skot Sæbjarnar fór yfir. Nokk- uö dofnaði yfir leik Vals siðustu mín. fyrri hálfleiks og voru KR-ingarnir mun meira með boltann. Úr einu f annað Pétur Pétursson i sviðsljósinu Pétur Pétursson og félagar hans hjá hollenska knattspyrnu- liðinu Feyenoord uröu bikar- meistarar um helgina og kom Pétur nokkuð við sögu I leiknum. Mótherjarnir voru Hollands- meistarar Ajax, sem byrjuðu á þvl aö ná forystunni meö marki Danans Arnesen, 1-0. La Ling misnotaöi síöan vltaspyrnu fyrir Ajax. Þá var komið að Pétri og jafnaði hann metin úr vitaspyrnu, l-l. Van der Leuwe skoraði annað mark Feyenoord um miðbik seinni hálfleiks og Pétur sá um að afgreiöa Ajax endanlega þegar hann skoraði þriðja mark Fey- enoord á 75. mln. Pétur er nú kominn til Islands og mun hann leika með landslið- inu U-21 árs gegn Norðmönnum á fimmtudaginn. Margir kunnir leikmenn I itölsku knattspyrnunni fengu þunga dóma. Meðal þeirra var hinn frægi Paolo Rossi, en hann var valinn I heimsliðiö eftir frammistöðu sina á HM I Argen- tlnu. Rossi var dæmdur I 3 ára bann frá ítalskri knattspyrnu. Þessu sérstæða málier ekki þar meö lokið, þvl allir þeir sem það eru viðriönir eiga eftir að fá dóm hjá hæstarétti Itallu. Heimsmet i tugþraut Daley Thompson, hinn 21 árs gamli Breti, setti um helgina nýtt heimsmet I tugþraut á móti I Austurrlki. Hann hlaut 8622 stig og bætti gamla metið Bruce Jenn- er, sem sett var á OL 1976, um 4 stig. Harðir dómar i mútumálinu Italska knattspyrnusambandið tók um helgina mjög harkalega á hinu margumtalaöa mútumáli knattspyrnumanna þar I landi. Sambandið dæmdi hið fræga liö AC Milano niður I 2. deild, en liðið hafnaði I 3. sæti 1. deildarkeppn- innar I vor. Þá var markvöröur liðsins dæmdur frá knattspyrnu- iökun ævilangt og miðvörðurinn má ekki leika fótbolta á Itallu I 10 ár. Frábær árangur i kúluvarpi Úr þvl að ný met I frjálsum eru á dagskránni má geta þess að kúluvarparinn Geoff Capes setti á sunnudaginn nýtt breskt met þegar hann varpaði kúlunni 21.68 m. Met þetta setti hann i lands- keppni Englands, Hollands, Ung- verjalands og Wales. Enskir sigr- uðu I þeirri keppni. Enskir steinlágu Væntanlegir mótherjar lslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.