Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.05.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. mal 1980 ÞJÓDVILJINN — SIDA 5 Fréttaskýrlng eftir að stjórn blaðsins hafði lent i deilum við verkalýðsfélög sem lúta stjorn Sandinista. óþolinmæöi A hinn bóginn verður sem fyrr segir vart viö vaxandi óþolin- mæöi meðal þeirra sem fátæk- astir eru. Vandi hverrar bylt- ingar, sem hefur sigrað I borgarastyrjöld er ekki slst sá, að hinir nýju valdhafar geta blátt áfram ekki breytt bllifi fyrri yfirstéttar I bætt lifskjör. Oöru nær: borgarastyrjöldin skilur eftir sig erfiðleika sem rýra lifskjör þeirra fátækustu. I Nicaragua er matvælafram- leiðslan meira eða minna I rúst- um og skortur á matvælum hefur leitt til brasks og verö- hækkana. Við þessar aöstæður getur vart hjá þvi farið, að hinn snauði fjöldi efni til mótmæla- aðgerða með verkföllum og öðrum hætti — og eins þótt Sandinistafylkingin, FSLN, reyni að brýna fyrir fólki, aö ástandið geti ekki breyst á ein- um degi. Sandinistar lögðu á sinum tlma áherslu á að byggja upp fjöldasamtök alþýðu, bæði fyrir og eftir byltingu. Þessi samtök voru byltingarstjórninni mjög hlýðin I fyrstu, en nti eru þau orðin sjálfstæðari og baldn- ari. Starfsmenn ýmissa fyrir- tækja hafa byrjað aö taka verk- smiöjur i slnar hendur m.a. til aö leggja áherslu á kröfur um hærri laun — enda þótt tals- menn stjórnarinnar reyni eftir föngum að koma I veg fyrir upp- gjör af sliku tagi. önnur ríki Stéttaandstæður hafa m.ö.o. verið að skerpast — og spurt er hvort FSLN fái áfram ráöið rás viöburöa. Afstaöa nálægra rlkja skiptir og miklu máli um fram- vinduna. Kennara og sérfræð- inga hefur byltingarstjórnin fengið I stórum stil frá Kúbu, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Heimsbankinn hafa útvegað henni fjármagn. En Bandarikin hafa fryst loforö um 75 miljónir dollara I þróunaraðstoð við Ncaragua meöan beðið er eftir þvi hverju þar fram vindur. Ekki auka þau meö þvi póli- tiskar vinsældir sinar I landi sem lengur og i rikari mæli en mörg önnur riki Rómönsku Ameríku hefur orðið að búa við þá sambúð við risann I noröri sem kennd hefur verið viö há- karl og sardlnur. AB. i Hvert þróast byltingin? Andstæður skerpast í Nicaragua Þá níu mánuði sem , liðnir eru frá því að | Somoza einræðisherra í ■ Nicaragua var steypt af ■ stóli, hefur Sandinista- ■ fylkingin, FSLN, sem er . siðan langsamlega sterk- | ast pólitíska aflið í land- - inu, reynt eftir föngum | að halda lífi í víðtækri ■ einingu þeirra ólíku þjóð- | félagsaf la, sem ráku hina ■ marghötuðu Somozaætt I úr iandi. En tíðindi síð- J ustu vikna benda til þess I að mjög reyni nú á þol- í rifin í þessari einingu, ■ bæði vegna andófs ■ borgaralegra afla og ■ vaxandi óþolinmæði ■ meðal þeirra sem fátæk- i astir eru. Vinstrisinnar um viöa veröld _ hafa fylgst með kvlöablandinni ■ von með framvindu mála I ■ Nicaragua: mönnum hefur þótt . mikil virði að bylting gæti þró- I ast með lýðræði I landi sem ■ hefur sannarlega ekki verið of- | sælt af lýöfrelsi. Byltingaröflin i ■ Nicaragua hafa aö sinu leyti ■ reynt sitt besta til að foröast þá \ einokun hins pólitiska valds sem ■ hefur oröið hlutskipti svo I margra byltingarþjóöfélaga. | Lestrarherferð. Ýmislegt af þvi sem bylt- | ingarstjórnin hefur byrjaö á ■ hefur tryggt henni aðdáun og I virðingu. Til dæmis að taka má u nefna mikla herferö, sem hófst ■ seint I mars og á að standa i sex ■ mánuöi. Hún miðar að þvi aö út- \ rýma ólæsi, en rúmlega helm- ingur landsmanna hefur til þessa verið hvorki læs né skrif- andi. Venjulegu skólahaldi er skotið á frest i þennan tima og um 100 þúsund nemendur og stúdentar dreifa sér um sveitir landsins til að kenna lestur og skrift, og læra um leið af bænd- um að taka til höndum við bú- skap. Varfærni 1 efnahagsmálum hafa Sandinistar farið mjög variega. Þeir hafa ekki lofað örum kjarabótum hinum fátæku til handa, en lagt höfuðáherslu á að reisa viö efnahagslifiö, sem er mjög illa fariö eftir borgara- styrjöldina I landinu — koma framleiöslunni aftur á það stig sem hún var fyrir byltingu. Einn af ráðgjöfum stjórnar- innar, Chilemaður sem þar i landi var meölimur I MIR, bylt- ingarflokki langt til vinstri, visar einmitt til erfiðleika al- þýðufylkingarstjórnar Allendes þegar hann leggur áherslu á að i millibilsástandi eins og nú rlkir I landini’. dugi ekki að leggja áherslu á sjónarmið neytenda og launafólks, það verði að taka mið af framleiðslu og fram- leiðni. Þessi stefna þýðir þá ekki sist, að komið sé á friðsamlegri sam- búð viö einkafyrirtæki um aöild þeirra að efnahagslegri uppbyggingu landsins. Við- tækar þjóönýtingar hafa átt sér stað I Nicaragua og þær hafa gengið árekstralitiö, blátt áfram vegna þess að verið var að breyta I samfélagseign gifur- legum auði Somozaættarinnar og handlangara hennar. Hér var um að ræða um 25% af iönfyrir- tækjum, 20% af ræktanlegu Tomas Borge, innanrlkisráðherra og einn af foringjum Sandinista- fylkingarinnar mætir nú, ásamt öðrum ráðamönnum, auknum þrýstingi bæði frá borgarastéttinni og þeim snauða f jölda sem leiö- ist að biða betri daga. landi, einnig hafa bankar og utanrikisverslun verið þjóðnýtt. Urgur í borgurunum Borgarastéttin virtist reiöu- búin til aö gangast inn á þá skil- mála sem byltingarþróunin setti henni. Formaður COSEP (Ráð einkafyrirtækja) segir i nýlegu viðtali við Vegard Bye, norskan blaðamann, aö „einka- fyrirtækin trúa á þessa bylt- ingu”. Hann rifjaöi það upp að borgararnir hefðu haft veiga- miklu hlutverki að gegna i andófinu gegn Somoza, og væru þeir reiöubúnir til að taka þátt i róttækum breytingum á þjóð- félaginu til jöfnuðar. I sama streng hefur Alfonso Robelo tekið, sem hefur átt sæti i bylt- ingarstjórninni og hefur veriö talinn sósialdemókrati. En nú um mánaðamótin siðustu hefur það hinsvegar gerst, að Robelo og svo atvinnurekendaráöið COSEP haía tekið upp baráttu gegn auknum völdum og áhrif- um hinna róttækari Sandinista. Robelo sagöi sig úr byltingar- stjórninni I mótmælaskyni viö það sem hann taldi vera of lltil áhrif flokks sins i rikisráðinu. Og ásamt honum sagði einnig af sér Violeta Chamorro, sem er meöeigandi blaðsins La Prensa, Alfonso Robelo og Violeta de Chamorro: fulltrúar borgaralegra afla sögðu sig úr stjórninni. Forsetakosningarnar í Bandaríkjjunum: Þriðji maðurinn Það þótti tíðindum sæta þegar John B. Anderson, þingmaðurfrá lllinois, dró sig út úr átökum um að verða forsetaefni Repú- blikana næsta haust og ákvað að gefa kost á sér sem óháður frambjóðandi. Hið bandaríska pólitíska kerfi er svo þrælbundið af tveim flokkum, að óháður frambjóðandi hefur aldrei komist nálægt því að eiga möguleika á kjöri. Anderson lýsir framboöi sinu sjálfur með þeim hætti, að þjóöin eigi að eiga kost á vali i nóvember og ætli hann að sjá til að um eitt- hvað verði aö veija. Anderson veit sem er, að stóru bandarisku flokkunum tveim hefur hnignað, og að mikill fjöldi fólks er óánægður með að eiga ekki kost á öðrum en Carter og Reagan i haust. Skömmu eftir að Anderson til- kynnti um framboð sitt játuðu um 22% bandariskra kjósenda, að þeir gætu vel hugsaö sér að kjósa hann I haust, og i seinni skoðana- könnunum hefur bilið milli hans og þeirra Carters og Reagans minnkað enn. Af leiðingar Sem fyrr segir er hið banda- riska kosningakerfi þannig vaxiö, að óháður frambjóöandi hefur litla sigurmöguleika. Hitt er svo annaö mál, að framboð And- ersons getur haft mjög viðtækar afleiðingar. Það gæti veriö, að Anderson, sem telst til frjáls- lyndra á bandariskan mæli- kvaröa, gæti bundið það mikiö fylgi, að sigurmöguleikar hins ihaldssama Reagan fengju þann meirihluta sem þeir þurfa — þar með yrði aö visa forsetakjöri inn á fulltrúadeild þingsins og væri það I fyrsta skipti að slikt gerðist siðan árið 1825 þegar upp kom samskonar hnútur og John Quincy Adams var kjörinn for- seti. Afleiðingar framboðsins til lengri tima gætu verið fyrst og fremst þær, aö veikja tveggja flokka kerfiö. Repúblikanaflokk- urinn og Demókrataflokkurinn eru báðir sambræðsla ýmiskonar hagsmunaafla og hafa margir gefist upp við að átta sig á þvi hver vill hvaö. Satt best að segja sýnist Anderson ekki skýra linur i bandariskum stjórnmálum. Hann var fyrr talinn mjög langt til hægri en hafi nú þokast I átt til frjálslyndis. Þvi til sönnunar er á það minnt, aö hann sé fylgjandi stjórnarskrárbreytingum um jafnréttismál, frjálsum fóstur- eyðingum og niðurskuröi á út- John Anderson; hann kemst ekki aö, en hann gæti dregið all- langan slóða á eftir sér. gjöldum hermála. A hinn bóginn fylgir hann ákveöinni hægristefnu I efnahagsmálum — vill m.a. skera niður rikisútgjöld á ýmsum sviðum. „Hjartaðer tilvinstri, en veskið er hægra megin” er haft eftir honum” Þegar pólitiskar lýsingar af þessu tagi eru lesnar sýnist erfitt að átta .sig á þvi hvaöa akkur Bandarikjamönnum kann að vera i manni eins og Anderson — nema þeir vilji hafa hann til þess eins að lýsa yfir vantrausti á fhalds- gaurinn Reagan eða Carter hmn ráðvillta. — An þess þó aö geta losnað við þá. —áb Ný bók um orustuna um Atlantshafið Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér fimmtu bókina I ritröðinni Heimsstyrjöldin 1939-1945. Bókin er Orustan um Atlantshafið eftir Barrie Pitt, sem sjálfur starfaði I breska sjóhernum I styrjöldinni og hefur ýmist ritað eöa ritstýrt bókum um báðar styrjaldirnar. Bókin segir frá átökunum á At- lantshafi fyrri hluta striðsins, þegar Þjóðverjar herjuöu á skip Bandamanna úr lofti og úr sjó. Lýst er þeim gifurlegu búsifjum sem þýskir kafbátar ollu á skip- um Breta og þeirra þjóða, sem fluttu Bretum vistir sjóleiðis. Slðan er lýst hinni öru tækniþróun I sjóhernaöi sem geröi kaf- bátunum stöðugt erfiöara fyrir. Og enn seig á ógæfuhliðina fyrir Þjóöverjum þegar Bandarikin drógust inn i átökin á Atlantshafi. Hér er lýst rækilega i máli og myndum orrustu Hood og Bis- march og endalokum beggja skipanna vestur af íslandi, svo og frægum endalokum þýska orrustuskipsins Graf Spee. Einnig daglegu lifi þýskra kaf- bátsmanna. Einn myndakafli bókarinnar er frá Islandi og fjall- ar um umsvif Bandamanna hér- lendis. Bókin er 208 bls. með fjölda mynda. Prentstofa G. Benedikts- sonar annaðist setningu og filmu- vinnu, en prentun og band er unnið I Toledo á Spáni. Bach-orgeltónleikar Næstkomandi fimmtudags- kvöld 22. mai kl. 20.30 verða orgeltónleikar I Háteigskirkju. A efnisskrá eru eingöngu orgel- verk eftir J.S. Bach: Toccata, Adagio og Fúga i C — dúr, Choralfantasia: 1 dauðans bönd- um drottinn lá, Triosonata I C —dúr, Sálmaforleikur: Guö miskunni nú öllum oss, Passa- caglia og FUga I c—moll. Við org- elið er dr. Orthulf Prunner, organisti I Háteigskirkju. Hann hefir haldið orgeltónleika bæði erlendis og hér á landi og hefur honum verið boðiö að halda orgel- tónleika i dómkirkjunni I Gauta- borg og i Þýzkalandi. Dr. Orthulf Prunner er einn nemenda Peter Planyavsky, dómorganista i Vinarborg og hins heimskunna Anton Heiller.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.