Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 22. mai 1980
'fréttir i stuttu máli
SöngfélagiO Glgja ásamt
Tryggvasyni.
Gígjutónleikar á
Söngfélagiö Glgjan heldur
slna árlegu tónleika I Sam-
komuhúsinu á Akureyri
laugardaginn 17. og sunnu-
daginn 18. mat, kl. 4 eh. báöa
dagana. Söngskráin veröur
fjölbreytt aö vanda, m.a.
munu Helga Alfreösdóttir og
Gunnfrlöur Hreiöarsdóttir
syngja ddett f sönghléi. Undir-
leikari aö þessu sinni er Kári
Gestsson.
Söngfélagiö Gigjan var
stofnaö 12. febr. 1967. Stofn-
stjórnanda sinum, Jakobi
Akureyri
endur voru um fimmtlu konur
á Akureyri og hefur kórinn
starfaö óslitiö slöan. Stjórn-
andi hefur frá upphafi verið
Jakob Tryggvason. Söng-
skemmtanir hafa veriö árlega
og hefur söngskrá kórsins ver-
iö mjög fjölbreytt, Isl. og erl.
lög. Til gamans má geta þess
aö strax á fyrstu árunum var
fariö aö flytja gamla
Madrigala og slðan hafa nokk-
ur sllk lög veriö á hverri söng-
skrá.
Elfrun Gabriel í Listasafni
alþýöu
Listasafn Alþýöu stendur
fyrir pianótónleikum I Nor -
ræna húsinu föstudaginn 23.
mal n.k. kl. 20. Einleikari á
pianó er hin kunni
austur-þýski planóleikari
Elfrun Gabriei og eru þetta
einu opinberu tónleikar
hennar aö þessu sinni I
Reykjavlk.
Elfrun Gabriel á glæsilegan
tónlistarferil aö baki allt frá 14
ára aldri og hefur fariö I tón-
leijkaferöir um Noröurlönd og
víöa I Austur-Evrópuríkjum.
Hún hefur haldiö hljómieika
meö fjölmörgum frægum
hljómsveitum Þýska alþýöu-
lýöveldisins, m.a. Staatskap-
elle Berlin, Berliner Sym-
phonieorchester, Staatskapelle
Dresden, Dresdner Phil-
harmonie, Rundfunk-Orchest-
er Berlin og Leipzig.
A efnisskrá planótónleik-
anna I Norræna húsinu á
föstudag eru verk eftir Bach,
Schubert, Karl Ottomar,
Treibmann, R. Schumann og
Chopin.
Réttindi
einstæöra
foreldra
Félag einstæöra foreldra
efnir til almenns félagsfundar
um tryggingarmál og almenn
réttindamál einstæöra for-
eldra og barna þeirra á þeim
sviöum I kvöld.
Veröur fundurinn á Hótel
Heklu, RauöarárstIg,og hefst
kl.21. Svavar Gestsson, trygg-
inga- og félagsmálaráöherra,
er gestur fundarins og flytur
þar tölu. Einnig mun hann
svara spurningum fundar-
gesta og lögö veröur fram
greinargerö I bréfsformi frá
forsvarsmönnum trygginga-
nefndar félagsins.
Sýning Grœnfriöunga: „Björgum
hvalnum”
Greenpeace samtökin hafa
opnaö fræöslusýningu um
hvali, hvalvernd — og hvala-
dráp — I Ásmundarsal viö
Freyjugötu. Þar er skýrður I
máli og mörgum skemmtileg-
um myndum málstaöur sam-
takanna og hvalanna. Sýning-
in er opin daglega kl. 14—22 til
mánaöamóta. — Myndin hér
að ofan var tekin opnunardag-
inn. — Ljósm. —gel—.
Svavar svarar einstæöum for-
eldrum.
Nýir félagar eru velkomnir
og hvetur stjórn FEF einstæöa
foreldra eindregiö til aö fjöl-
menna á fundinn, enda þessi
málefni brýn og ofarlega I
flestra hugum.
Úr sýningu LA á Ongstræti Arnar Bjarnasonar.
LA í leikferö:
„Öngstrætið”
austur og suður
s
Avöxtun-
arkvöð
mótmælt
Stjórn Landssambands iön-
verkafólks mótmælti á fundi sin-
um I sl. viku þeim fyrirætlunum
rlkisstjórnarinnar aö setja I lög
ákvæöi um hvar llfeyrissjóöir
ávaxti fjármuni sina.
Bent er á aö minni lífeyrissjóö-
um væri meö þvi gert nær ómögu-
legt aö aöstoöa félagsmenn sina
viö kaup á húsnæöi sem hefur i
mörgum tilfellum ekki reynst
mögulegt nema lán úr llfeyris-
sjóði kæmi til. Þá er minnt á I
fundarsamþykkt aö margir líf-
eyrissjóöir hafi keypt skuldabréf i
fjárfestingalánasjóðum atvinnu-
veganna og viljaö meö þvl stuöla
aö auknu atvinnuöryggi I þeim at-
vinnugreinum sem sjóösfélagar
starfa I.
Verðbætur
ekki út í
verðlagið
Stjórnarfundur
Landssambands iðn-
verkafólks skoraði i sið-
ustu viku á stjórnvöld að
sjá til þess að verðbætur
launa samkvæmt visi-
tölu hinn 1. júni n.k.
verði ekki velt út i verð-
lagið og stöðvi með öllu
almennar verðhækkanir
frá þeim tima.
Lögö er áhersla á þaö I fundar-
samþykktinni aö efla þurfi verð-
lagseftirlit og gera þaö virkt i
landinu öllu. Einnig aö settur
veröi á stofn verölagsdómsstóll
sem verji landsmenn fyrir ófyrir-
leitnu okri.
Þá lýsir fundurinn ennfremur
yfir stuöningi viö viöleitni rlkis-
stjórnarinnar til aö hefta vaxandi
dýrtlö og skoraði á andstööu-
flokka rikisstjórnarinnar aö
styöja þá viöleitni af fullri ein-
lægni.
— ekh
Um þessar mundir er Leikfélag
Akureyrar aö leggja af staö I leik-
för meö leikritiö FYRSTA ÖNG-
STRÆTI TIL HÆGRI eftir örn
Bjarnason um Norö-Austurland,
Austfiröi og Suöurland.
„öngstrætiö” var frumflutt hjá
L.A. fyrr á þessu leikári, hlaut af-
bragösgóöar viötökur hjá áhorf-
endum og var sýnt fyrir troöfullu
húsi fram eftir vetri. Einnig var
Leikfélaginu boöiö aö sýna leik-
ritiö á móti norrænna atvinnu-
leikhúsa, I örebro I Svlþjóö I de-
sember si. og uröu sýningar tvær
ytra, viö góöan oröstir.
FYRSTA ÖNGSTRÆTI TIL
HÆGRI segir frá tveim stúlkum
sem lenda I „strætinu” og frá llfi
þeirra og örlögum.
Nokkrar breytingar hafa oröiö
á hlutverkaskipan slöan leikritiö
var sýnt fyrr á árinu. Meö hlut-
verk stúlknanna fara Svanhildur
Jóhannesdóttir og Sunna Borg,
eins og áöur og aörir leikendur
eru: Guöbjörg Guömundsdóttir,
Gestur E. Jónsson, Sigurveig
Jónsdóttir, Bjarni Steingrimsson,
Theodór Júliusson, Viöar
Eggertsson og Kristjana
Jónsdóttir. Fara flestir leikendur
meö fleiri en eitt hlutverk. Leik-
stjóri er Þórunn Siguröardóttir,
leikmynd geröi Sigurjón Jó-
hannsson og lýsingu annaðist
Ingvar B. Björnsson.
1 kvöld og annaö kvöld veröa
sýningar á Húsavlk, á laugardag,
24. mai á Vopnafiröi og Raufar-
höfn á sunnudag. Annan I hvita-
sunnu verður sýnt I Valaskjálf á
Egilsstööum, 27. mai I Egilsbúö,
Neskaupstað, 28. á Reyöarfiröi,
29. I Breiödalsvlk, 30. á Höfn I
Hornafiröi, 31. Vlk I Mýrdal, 1.
júnl á Hvolsvelli, 2. aö Flúðum, 3.
i Aratungu og miövikudaginn 4.
júnl á Borg I Grlmsnesi.
Sinfóniuhljómsveitin:
Síðustu áskriftar-
tónleikar vetrarins
Tvisöngur Jóns Nordals fyrir fiðlu og viólu
Þær Guöný Guömundsdóttir
konsertmeistari og Unnur Svein-
bjarnardóttir flytja Tvlsöng fyrir
fiöiu, viólu og hljómsveit eftir Jón
Nordal meö Sinfónluhljómsveit
tslands I kvöld I Háskólabiói á
sföustu áskriftartónleikum
hljómsveitarinnar I vetur.
Onnur verk á efnisskránni eru
Sinfónía Concertante KV 362 eftir
Mozart og 4. Sinfónla J. Brahms.
Stjórnandi er Gilbert I. Levine,
sem þykir meö efnilegustu ung-
um hljómsveitarstjórum Banda-
rikjanna nú, en hann er fram-
kvæmdastjóri og fastur hljóm-
sveitarstjóri Norwalk Symphony
Orchestra og hefur stjórnaö
mörgum hljómsveitum vlöa um
Evrópu og Amerlku. .
Tvlsöngur Jóns Nordals var
saminn aö ósk Stiftelsen Malmö'
Konserthus og meö þá Einar
Sveinbjörnsson fiöluleikara og
Ingvar Jónasson vlóluleikara i
huga, en þeirfrumfluttu verkiö 8.
janúar s.l. með Sinfóniuhljóm-
sveitinni i Malmö undir stjórn
Hans-Peter Frank.
Verkiö er I einum þætti og
byggir, eins og nafnið bendir til,
aö nokkru leyti á þjóölegri hefö,
tvisöngnum, sem er gamall Is-
lenskur söngmáti sem hélst ó-
breyttur öldum saman. Sam-
stigar fimmundir og lydiska tón-
tegundin eru einkennandi fyrir
þennan söngmáta og I verkinu
Jón Nordal, tónskáld.
bregöur fyrir eftirllkingu á hon-
um en þó I mjög frjálsri mynd.
— vh
Bókmenntakynning MFÍK
Menningar- og friöarsamtök is-
lenskra kvenna gangast fyrir
bókmenntakynningu I Félags-
stofnun stúdenta viö Hringbraut 1
kvöid kl. 20.30.
Kynnt veröa ritverk sex is-
lenskra og tveggja erlendra
kvenna. Nina Björk Arnadóttir og
Kristin Bjarnadóttir lesa þýö-
ingar sinar á ljóöum Vita Ander-
sen og Mörta Tikkanen, sem báö-
ar eru mjög þekkt ljóöskáld á
Noröurlöndum. íslensku höfund-
arnir eru Guörún Guöjónsdóttir,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnea
Matthlasdóttir, Olga Guörún
Arnadóttir, Steingeröur Guö-
mundsdóttir og Svava Jakobs-
dóttir.
Flytjendur auk höfunda veröa:
Guörún Asmundsdóttir, Sigur-
björg Arnadóttir, Asa Ragnars-
dóttir, Hjördls Bergsdóttir og
Fanney M. Karlsdóttir.
Kaffiveitingar veröa i hléi.
Bókmenntakynningar eru ár-
legir viöburöir I starfsemi MFÍK,
og hafa þær jafnan veriö mjög vei
sóttar.