Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 16
E VOÐVIUINN Fimmtudagur 22. mai 1980 Aöalsími PjóOviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L'tan þess tima er hægt aft ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt afi ná f afgreiöslu blaðsins islma 81663. Blaðaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Viðbrögð Almannavarna við yfirlýsingu /garnorkuvopna- ýrœðingsins um kjarnorkuvopn á Keflavíkurflugvelli: „Mun leggja málið fyr- ir Almannavarnaráð” — segir Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins „Þessar upplýsingar gera þaö aö verkum aö ég mun leggja þetta mál fyrir til umfjöllunar f Al- mannavarnaráöi rfkisins. Viö höfum fjallaö nokkuö um stööu almannavarna ef til hernaöar- átaka kæmi og viö eigum til ná- kvæmar áætlanir og útreikninga ef til slfks kæmi, en viö höfum hvorki tækjakost né mannafla til aö framkvæma áætlanirnar. Ég vænti þess aö Almannavarnaráö rikisins komi saman innan tveggja vikna og þessi mál veröi þá tekin fyrir í ljósi þessara siö- ustu upplýsinga” sagöi Guöjón Petersen, framkvæmdastjóri Al- mannavarna rikisins er viö spuröum hann um viöbrögö stjórnar Almannavarna viö um- mælum bandariska kjarnorku- vopnafræöingsins þess eölis aö miklar lfkur séu á aö á Kefla- vfkurflugvelli séu geymd kjarn- orkuvopn. „Koma þessi ummæli þér á óvart?” „Vissulega kemur þaö á óvart, þegar þvi hefur veriö lýst yfir hér af fyrrv. utanrfkisráöherra m.a. aö kjarnorkuvopn væru ekki geymd á Keflavíkurflugvelli. Geymsla kjarnorkuvopna á Keflavfkurflugvelli eykur aö sjálfsögöu mjög hættuna á geisla- virku úrfelli og f ófriöi stafar mun meiri hætta af Keflavikurflug- velli sem skotmarki ef hann er birgðastöö fyrir kjarnorkuvopn. Ef þetta reynist rétt veröur aö gera sérstakar ráöstafanir til skýlingar, en staöa Almanna- varna ef til ófriöar kemur er satt aö segja mjög veik. Þeir sem hafa viljaö vinna aö vörnum landsins, hafa ekki sinnt hinum innri vörnum, þótt ég taki ekki aö ööru leyti afstöðu til herstöövar- innar eöa pólitiskra ákvaröana i varnarmálum.” Framhald á bls. 13 Guöjón Petersen. 55 Tölvuskermar í Gjaldheimtunni: Enginn situr við skerm allan daginn segir Sigurdur Kristjánsson deildarstjóri og er Ijós hœttan af þeim fyrir heilsu fólksins 55 „Viö vissum af þvi f upphafi aö tölvuskermarnir gætu veriö ó- heilsusamlegir og fengum m.a. þær upplýsingar frá augnlækni aö ekki mætti vinna viö skermana i heilan klukkutima i einu án þess aö taka hvild. Viö höfum samt ekki sett neinar ákveönar reglur um hámarksvinnu viö þá en reyn- um aö skiptast á yfir daginn”. Þetta sagöi Siguröur Kristjáns- son deildarstjóri i Gjaldheimt- unni I Reykjavik 1 samtali viö þjóöviljann i gær en þar hefur veriö unniö viö tölvuskerma sföan I fyrra. Eins og fram kom i siöasta sunnudagsblaöi Þjóöviljans er búiö aö setja fastar reglur i ýms- um þjóölöndum um vinnu viö svona skerma vegna hættu á sjónskemmdum og hættu á geisl- un. 1 Þýskalandi er t.d. hámarks- vinnutimi viö tölvuskerma 6 klukkustundir á dag og háværar kröfur eru um aB stytta hann I 4 klukkustundir. Fólk sem vinnur viö tölvuskerma kvartar undan þrálátum höfuöverk. Viö spuröum eina stúlkuna f Gjaldheimtunni, Ingunni Sæ- varsdóttur, hvort boriö heföi á hausverk þar og sagöi hún aö þaö heföi veriö fyrst i staö en hægt væri aö stilla lýsinguna og væri hann nú úr sögunni. Kvaö hún stúlkurnar vinna viö skermana eftir þörfum, bæöi f dagvinnu og eftirvinnu. Siguröur deildarstjóri sagöi aö titringur á skermunum ylli dálitl- um óþægindum fyrir augun og reynslan væri sú aö enginn sæti viö þá allan daginn. — GFr Þóf á þingi Fundir i deildum Alþingis f gær einkenndust af viöleitni þing- manna Sjálfstæöisflokksins til aö halda uppi þófi f þeim málum sem voru á dagskrá enda leggur fiokk- urinn áherslu á aö hægja svo á þingstörfum aö ekki takist aö af- greiöa húsnæöismálafrumvarpiö fyrir þinglok. A dagskrá Alþingis I gær voru ýmis mál, sem nauösynlegt er aö afgreiöa fyrir þinglok, m.a. frum- varp um lánsfjárlög og jöfnun og lækkun hitunarkostnaöar. Þing- menn Sjálfstæöisflokksins héldu langar ræöur um þessi tvö mál. Klukkan niu f gærkvöldi átti aö hefjast i neöri deild önnur um- ræöa um húsnæðismálafrum- •arpiö, en þaö hefur verið sam- ykkt I efri deild. Gert var ráö yrir að fundur I deildinni gæti taöiö langt fram á nótt. Vegna Iráttar á afgreiöslu húsnæöis- nálalöggjafarinnar bendir flest il þess aö þingstörfum muni ekki júka fyrr en um miöja næstu viku fyrsta lagi. — þm 55 „Þekki ekki þetta blað’ — segir Mik Magnússon, blaðafull- trúi hersins, um Ðefence Monitor „Ég heyrði þetta viötal ekki og veit ekkert um þaö. Fréttir i Is- lenskum fjölmiðlum, útvarpi eöa blööum eru einkamál Islendinga. Þaö hefur ekkert veriö fjallaö um þetta viötal hér”, sagöi Mik Magnusson, blaöafulltrúi hersins á Keflavikurflugvelli er viö spuröum hann álits á viötalinu viö kjarnorkuvopnafræöing banda- riskrar u ppl ý s i n g a m iö - stöðvar um varnarmál I Washington, en viðtalið kom f ut- varpi í fyrrakvöld. Aðspuröur kvaöst Mik Magnus- son ekki þekkja blaöið Defense Monitor, sem vitnaö er til i viötal- inu, né heldur kjarnorkuvopna- fræöinginn sem rætt var við. — þs Tilvísunin í leyniskjöl flotans um öryggismál kjarnorkuvopna: Strikuð út úr handbókinni Siguröur Kristjánsson deildar- stjóri: Viö vissum af hættunni frá upphafi. Ingunn Sævarsdóttir: Dálftiö bar á hausverk fyrst f staö. Eins og sagt var frá i Þjóðviljanum i gær er í handbók fyrir hermenn á Keflavíkurflugvelli frá ár- inu 1978 vísað til leyni- skjala bandarísku flota- stjórnarinnar um öryggis- mál kja rnorku vopna (C5510—83B) þar sem gef- in eru fyrirmæli um við- brögð við skyndilegum og ófyrirséðum aðstæðum. Þessi fyrirmæli eru ekki í nýjustu útgáfu þessarar handbókar, en bókina frá 1978 er ekki að finna i varnarmáladeild utanrik- isráðuneytisins/ að þvi er sagt var frá í útvarpsfrétt- um i gær. Stofnunin Center for Defence Information í Washington, þar sem William Arkin sérfræöingur um bandarfskar herstöövar, vinnur, en frá honum eru téöar upplýsingar komnar, er sjálfs- eignarstofnun og óháö bandarisk- um yfirvöldum. Þar vinna 13—14 fastráönir starfsmenn og 3 laus- ráönir og er hún fjármögnuö meö framlögum einstaklinga og sjóöa m.a. frá ýmsum friðarsamtök- um. Hún veitir hverjum, sem um biður, upplýsingar og telur sig ekki leggja pólitfskt mat á þær. Bandariskir þingmenn leita mjög oft upplýsinga til hennar, en hún er talin standa vinstra megin viö miöju miöaö viö hliöstæöar upp- lýsingastofnanir i Bandarikjun- um. — GFr Endurskoðun á gömlum orkusölusamnirigum víða hafin: Fylgjumst náið með meiri en nokkurn grunaöi. Siöan sagði Hjörleifur Guttormsson í gœr 6agöi ráöherra: „Þrátt fyrir nokkra hækkun á „1 Noregi og viöar hafa stjórn- völd nii til athugunar aö knýja fram leiöréttingu á gömium og ó- hagstæöum orkusölusamningum til stóriöju og hljótum viö aö fylgjast náiö meö þeirri tram- vindu”, sagöi Hjörleifur Gutt- ormsson iönaöarráöherra m.a. á ráöstefnu Rannsóknarráös um iönþróun I gær. I ræöu hans kom fram aö þær forsendur sem gengiö var út frá viö samninga um raforkuveriö til ISAL um miöjan sjöunda áratug- inn heföu ekki staöist. 1 fyrsta lagi heföi oliuverö I heiminum veriö mjög lágt á þeim tima og talið aö raforka frá kjarnorku- verum yröi jafnvel ódýrari en vatnsorka áöur en langt um liöi. í ööru lagi heföi veröbólga I Bandarikjunum þá ver- iö hverfandi lftil, en samiö um fast verö I dollurum til langs tlma. Báöar þessar forsendur heföu brostiö: Orkuverö I heimin- um hefur stórhækkaö og verö- bólgan I Bandarfkjunum oröiö raforkuveröinu siöar, er orku- kostnaöurinn sem hlutfall af framleiöslukostnaöi á áli hér á landi miklu lægri en miöaö var viö 1 upphafi. Þannig var þetta hlutfall I Noregi ennþá 15% áriö 1978, en tæp 7% á sama tima hér á landi.Ef litiö er á innlendu kostn- aöarliöina f heild um sama leyti, þ.e.a.s. laun og raforku, kemur i ljós aö hlutfall þeirra I framleiöslukostnaöi var 33% I Noregi en 20% á íslandi.” — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.