Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Fimmtudagur 22. mai 1980 —115. tbl. 45. árg. Alþýðubandalagið krefst fundar í utanríkismálanefnd: Bandaríkjastjórn leggi fram gögnin „Samkvæmt rannsókn- um Arkins er Keflavíkur- herstöðin árásarstöð, en ekki þessi saklausa eftir- litsstöð, sem menn hafa viljað halda fram", sagði Olafur Ragnar Grimsson í viðtali við Þjóðviljann i gær eftir að hann hafði krafist sérstaks fundar í utanrikismálanef nd Al- þingis vegna kjarnorku- fréttar ríkisútvarpsins, sem sagt var f rá i blaðinu í gær. Bill Arkin, sérfræöingnum sem fréttamaður útvarpsins ræddi viö, bar i staðhæfingum sinum mjög saman við þaö sem her- stöðvaandstæðingar hafa haldið fram þ.ám. Ólafur Ragnar 1 eld- húsdagsumræðum s.l. mánu- dagskvöld, að hlutverk her- stöövarinnar sé árásarlegs eðlis og að meö tilliti til þess mikil- væga hlutverks sem hún á að gegna i kafbátahernaði NATÓ, bendi allt til að stöðin sé búin margvislegum vopnum til að gera árásir á sovésk skip og kaf- báta, þ.öm.búin kjarnorkuvopn- um. Geir Hallgrlmsson er formaður utanrikismálanefndar og hefur samþykkt að halda fund um mál- ið og leggja fyrir hann afrit af upptöku rikisútvarpsins á viötal- inu viö B .Arkin. Veröur fundurinn væntanlega haldinn i dag. „Ég mun óska eftir þvi á fund- inum”, sagði Ólafur Ragnar, ,,að islenska utanrikisráöuneytiö fari fram á það viö rikisstjórn Banda- rikjanna, að hún leggi fram ná- kvæm þau fyrirmæli bandarisku flotastjórnarinnar, nr. 5510-83B, sem Arkin vitnaöi til I viðtalinu við útvarpið. Ennfremur að nán- ari grein verði gerð fyrir þeim tækjabúnaði og vopnum sem staösett eru á Vellinum.” — vh SJÁ BAKSÍÐU „Fer ekki Gunnar aö byrja”, sagði einn þingmanna sem höfðu hópast fyrir framan sjónvarpstækið I þingsölum i gærkvöldi. „Nú, ég hélt þaö væri Tommi og Jenni”, sagði annar. Sá cinstæöi atburður gerðist að gert var hié á þingfundum til þess að þingmenn gætu fylgst með forsæt- isráöherra á sjónvarpsskerminum. Sighvatur Björgvinsson hafði upp- haflega óskað eftir þvi að gert yrði hlé, en Sverrir Hermannsson, for- seti neðri deildar, beitti sér fyrir þvi að tækið væri fengið I þinghúsið. Ljósm.: — gel. r Alverið í Straumsvik: V erkfall yfirvofandi Vlða erlendis eru settar hömlur við þvi að fólk vinni of lengi I einu við tölvuskerma sem nú eru óðum að ryðja sér til rúms hér á tslandi. Talið er að hætta geti fylgt þeim vegna geislunar. Myndin er tekin I Gjaldheimtunnien þangað fór Þjóðviijinn til að kanna málin (Ljósm.: gel) — Sjá baksiðu. Andstaða Alþýðuflokksmanna kom í veg fyrir gufuöflun við Kröflu: Aðeins boruð ein hola frá því Fyrri hluti skýrslu iðnaðarráðherra um Kröfluvirkjun birtur í opnu Lagði ekki í umrœður um herstöðina Fréttastofa útvarpsins ætlaöi I gær að fá tvo menn á öndverðum meiði til að ræöa um hlutverk herstöðvarinnar á Keflavikur- flugvelli, þá Ólaf Ragnar Grims- son alþm. og Björn Bjarnason, sem nýlega skrifaöi leiöara um herstöðina i Morgunblaðið. Ólafur var reiðubúinn, en þegar til átti að taka neitaði Björn að mæta I útvarpið þrátt fyrir leiðaraskrif sin, þar sem hann ásakaði m.a. herstöðvaandstæð- inga um að draga sovéskar eld- flaugar hingað með tilvitnunum i timaritið Defence Monitor. — vh Dr. Gunnar í sjónvarpi: „Það skal í gegn” „Þingi verður ekki slitiö fyrr en afgreidd hafa verið þau 3 mál sem enn liggja fyrir þinginu”, sagði dr. Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra i sjónvarpsþætti i gærkvöldi. Hér er um að ræða frumvarp aö nýrri löggjöf um húsnæöislána- kerfi, jöfnun og lækkun hitunar- kostnaöar og frumvarp til láns- fjárlaga. Forsætisráðherra sagöi að inn- an Sjálfstæðisflokksins (stjórnar- andstööuarms) væru nokkrir menn sem ekki vildu að hús- næöismálafrumvarpið yröi aö lögum nú i vor og þrátt fyrir margitrekaðar tilraunir hefði ekki verið hægt að liöka fyrir af- greiðslu þess. Dr. Gunnar lagði þó áherslu á að málþóf og tafir á þingstörfum myndu ekki koma I veg fyrir að frumvarpiö hlyti af- greiðslu I vor. — ekh I skýrslu iðnaðarráð- herra um Kröfluvirkjun vegna óska Alþingis er m.a. minnt á að frá árinu 1976 hefur aðeins verið boruð ein hola til gufuöfl- unar fyrir Kröfluvirkjun en hún gaf allgóða raun. Samkvæmt áætlun sem Rarik hefur gert er Ijóst að ef hefðu verið boraðar 2 holur árið 1979 og 3 holur 1980, hefði hugsanlega fengist rekstrarhagnaður á Kröf luvirkjun þegar í ár. Er þá aðeins miðað við beinan rekstrarkostnað án greiðslu fjármagns- kostnaðar og afskrifta. Astæöan fyrir þessu aðgerðar- ’76 leysi i gufuöflun segir iðnaöar- ráöherra að sé ekki sist „and- staða Alþýöuflokksmanna gegn fjárveitingum tíí aö reyna aö tryggja gufu fyrir virkjunina. Sömu aöilar hafa hinsvegar veriö ötulir viö að spyrjast fyrir um gang mála viö Kröflu og býsnast yfir bágum horfum og fjár- magnskostnaöi...” Minnt er á að hvað sem segja megi um virkjun- ina og hvernig að henni var staöiö hafi veriö ljóst, að eftir að stöðvarhús var risið myndi virkjunin þvi aðeins komast I gagniö að unnt reyndist aö afla til hennar gufu. — ekh A félagsfundi verka- manna í álverinu í Straumsvik í gær var sam- þykkt tillaga þar sem farið er fram á það við trúnaðarmannaráð Hlífar að boðað verði til vinnu- stöðvunar 2. júni. Hallgrimur Pétursson for- maður Hlifar sagöi I samtali við Þjóöviljann i gærkvöldi aö trúnaöarm annaráðiö kæmi saman til fundar i kvöld til aö taka afstöðu til þessara tilmæla. Þetta er annar félagsfundur verkamanna I Straumsvik sem haldinn hefur veriö nú á skömm- um tima. Samningaviöræður hafa staöiö frá þvi i mars en litill árangur orðiö af þeim, að sögn Hallgrims. — GFr Hvers vegna neikvæöar undirtektir? Arni Indriðason, menntaskóla- kennari og handknattleiksmaður, skrifar I Þjv. i dag grein um nei- kvæðar undirtektir islensku Ólympiunefndarinnar við þeirri málaleitan Sovétmanna að is- lenska handknattleikslandsliðið taki þátt i Ólympluieikunum i Moskvu. Hann segir siðar I grein sinni: „Hugsum okkur til dæmis, aö Is- lenska landsliðið i handknattleik hefði nú lent I 1. eða 2. sæti á Spáni I fyrra og þá um leið áunnið sér beinan rétt til þátttöku á Moskvuleikunum. Þar sem is- lenska ólymplunefndin er þeirrar skoðunar aö ekki eigi aö „blanda saman iþróttum og pólitik” (ég tek fram að sjálfur hef ég talið þessa alhæfingu út i hött), hefði oröiö að safna peningum til farar- innar. Þá heföi fyrst og fremst veriö leitaö til fyrirtækja eins og áöur. Hugsum okkur (ég undir- strika, hugsum okkur) að þá væru rekendur fyrirtækja ekki á sömu skoöun og GIsli Halldórsson, for- seti ISI, um að „blanda ekki sam- an Iþróttum og pólitik”. Hugsum okkur að þeir telji aö refsa beri Sovétmönnum fyrir framferði þeirra i Afghanistan, og létu þvi ekkert af hendi rakna i þetta skipti. Hvar stæði Iþróttahreyf- ingin þá?” SJÁ SÍÐU 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.