Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Sósíalisminn er ekki hið sama og Varsjárbandalagið Utanríkisstefna italskra kommúnista, tengsl þeirra við Kina og sósialista Pajetta: Höfum viö ekki lært þaö af kaþólikum aö trúa bæöi á Gamla og Nýja testamentiö? Við vildum ekki láta færa okkur í bönd, sagði Pajetta, utanríkismála- stjóri RCI, Kommúnista- flokks (taliu, í nýlegu við- tali við vikublaðið Spiegei, þar sem að því var spurt af hverju ítalir hefðu ekki viljað fara á ráðstefnu, sem Kommúnistaf lokk- urinn franski efndi til í París um síðustu mán- aðamót. Margt fróðlegt kom fram í viðtalinu um afstöðu ítalskra kommún- ista til sósíaldemókrata, Kínverja og utanríkismála almennt. Um ráöstefnuna i Paris sagöi Pajetta m.a.: Viö töldum þaö út I hött aö ræöa um friö og afvopnun án þess aö minnast á ihlutun So- vétrikjanna i Afganistan. Auk þess teljum viö þaö yfir höfuö fáránlegt aö svo missterkir aöilar séu aö ræöa um afvopnun. Viö kommúnistar á Vesturlöndum erum I stjórnarandstööu og höfum ekki vald yfir eldflaugum eins og flokkar i Austur Evrópu. Þaö var af og frá aö viö Italir meö þátttöku okkar i fundinum i Paris samsömuöum okkur stefnu eld- flaugaeigendanna I stjórnum Varsjárbandalagsrikja. Auk þess, sagöi Pajetta, voru italir andvigir þvi, aö á Parisar- fundinum átti einfaldur meiri- hluti aö ráöa en ekki sú megin- regla aö ekki yröi neitt þaö undir- ritað sem viökomandi flokkar ekki kæmu sér saman um. Eldf laugar Um þá stefnu sem Kommún- istaflokkur Italiu hefur sjálfur reynt aö móta sér i afvopnunar- málum sagöi Pajetta á þá leiö, aö PCI heföi lagt til aö bæöi Nató og Varsjárbandalagiö hætti viö upp- byggingu nýrra eldflaugakerfa. Þegar i fyrra hafi þeir krafist þess af Sovétrikjunum að þau hættu viö smiði SS-20 eldflaug- anna meöan á slikum viðræöum stæöi. Afganistan Um Afganistan: Viö erum hvorki meö vestri né austri i þvi máli. Viö erum meö friöi og tök- um sömu afstööu og mörg lönd þriöja heimsins. Viö teljum ekki aö sósialisma I heiminum sé greiði geröur meö þvi aö Sovétrlkin bæta viö sig ferkilómetrum. Viö veröum aö vinna sálir en ekki lönd. Þaö er hættulegt aö setja jafnaöarmerki milli sósialisma og Varsjárbandalagsins. Kína Um Kina: Viö erum ekki á sama máli og Kinverjar I mörg- um greinum. Viö teljum ekki aö striö sé óumflýjanlegt. Viö vildum gjarna aö Kinverjar leit- uöu sér frekar vina meöal vinstri- manna en gaura eins og Frans - Josefs Strauss. En viö erum t.d. sammála þeim um aö þaö veröi aö treysta sjálfstæöi hvers kommúnistaflokks svo og sjálf- stæöi samtaka hlutlausra rikja. Ein fylking? Pajetta var spuröur um viö- ræöur formanns italskra kommúnista, Berlinguers, bæöi viö Kinverja og svo viö forystu- menn þýskra sóslaldemókrata (Willy Brandt) og franska sósial- istaforingjann Mitterand — sem hlytu aö vekja upp reiöi annars- vegar sovéskra kommúnista, hinsvegar franskra. Pajetta sagöi, aö alþjóölegum tengslum italskra kommúnista væri ekki beint gegn neinum. Þeir vildu blátt áfram hafa frumkvæöi um aö leita aö samstööu I málum sem máli skiptu. Hann vildi ræöa viö þýska sósialdemókrata og svo franska sósialista (sem væru miklu róttækari) um friöarmál, en einnig um sameiginleg félags- leg vandamál evrópsk, t.d. þau sem snúa aö farandverkafólki. SKÝRING Spiegel spuröi: Sjáiö þér Kommúnistaflokk ltaliu fyrir yöur sem fánabera i sameinaðri fylkingu verkalýösflokka: sósial- demókrata, sósialista og hluta Evrópukommúnista? Pajetta svaraði: Viö teljum aö allir þessir flokkar eigi aö mars- éra saman eins langt og þeir komast — en hver og einn undir sinum eigin fána. Sál eða Páll postuli Spiegel rakti stefnubreytingar Kommúnistaflokks ttaliu gagn- vart Sovétrikjunum, Kina, Nató og fleirum og spuröi: Er þetta eins og þegar Sál Bibliunnar breyttist I Pál postula, meö þeim mun þó, aö Páll viöurkenndi breytinguna? Pajetta svaraði: „Þegar Sál hélt til Damaskus var hann Gyöingur. Þegar hann sneri þaöan aftur sem Páll, var hann Gyöingur sem fyrr, en einnig kristinn maöur. Hans nýja trú var af gyöinglegum upp- runa — og lagöi undir sig heim- inn. Breytingar og samhengi fylgjast aö. Hvers vegna ættum viö aö halda okkur viö Gamla testamentiö: höfum viö ekki lært þaö af kaþóíikum aö trúa bæöi á Gamla testamentiö og þaö nýja? AB tók saman Sigurför reiöhjólsins Schmidt kanslari: Pólltikusar vilja sýna Ht. Ef til vill er reiðhjólið að leggja undir sig borgirnar aftur? Að minnsta kosti bendir ýmislegt í þá átt f Vestur-Þýskalandi, sem er allt í senn þéttbýlt og mikið bílaland. Fyrir um tuttugu árum gengu þar út á ári hverju um það bil ein mil- jón reiðhjóla, en nú eru keypt meira en f jórar mil- jónir reiðhjóla á ári. Framleiðendur hafa ekki við — ekki frekar en ís- lenskar reiðhjólaverslanir hafa við að panta. 60 af hverjum hundraö Vestur- Þjóöverjum á reiöhjól en 29 eiga bil. Lifið lengur Astæöurnar fyrir auknum vin- sældum reiöhjólsins eru margar. Reiöhjóliö er eölilegt viöbragö viö dýrara bensini, umhverfisvernd- arumræöu, heilsufarsumræöu. Læknar eru farnir aö lofa reiö- hjólamönnum þvi, aö þeir muni lifa aö meöaltali fimm árum lengur en þeir sem ekki hjóla og sé þeim slður hætt viö hjartasjúk- dómum og smitandi pestum ýmiskonar en syndugum bilasát- um. Menn geta haldið áfram meö þann likindareikning og fundiö út, aö þaö fer aö veröa ansi langt bil á milli dánardægra tvíbura ef tm ■ 'Í'X' ■ý* 11 étyv^P^." iiiyf Wim jPPif 1»% || M Kl ' ' ..g mmrnÆmi: 1 m mi A V áí’ írfS B Jp Reiöhjólafólk I Hamborg leitar réttar sins. annar reykir og ekur allt I bfl, en hinn reykir ekki en hjólar. t annan staö er reiöhjólið eink- ar þægilegt i borgarsamfélagi. Mælingameistarar hafa reiknaö þaö út aö reiöhjólamenn séu fljót- ari I förum allar vegalengdir sem eru innan við f jóra kflómetra en bilstjórar. Munurinn getur oröið verulegur þar sem erfitt er um bifreiöastæöi og bilstjórinn verö- ur aö ganga nokkuö á áfangastað. Fyrirgreiðsla 1 Vestur-Þýskalandi reyna yfir- völd einnig aö ýta eftir föngum undir þessa þróun og eru reyndar neydd til þess vegna verulegs þrýsting I þá veru. Aö visu er hlutfall milli reiöhjólabrauta og bilvega enn um það bil einn km á móti tiu, en I sumum borgum, eins og Bremen, er búið aö sjá hjólriöandi fólki fyrir sérstökum brautum á 34% gatna borgarinn- ar. Ýmsar áætlanir eru uppi um aö stórþétta hjólbrautanetiö og þó sérstaklega aö gera þennan val- kost i umferö eftirsóknarveröan i borgarkjörnum, þar sem um leið er áætlaö aö takmarka stórlega bflaumferö og afnema meö öllu á þrengri götum. Þessi mál öll vekja aö minnsta kosti nóga athygli til þess, aö þaö þykir nauösynlegt aö stjórnmála- foringjum aö sýna sig á reiöhjóli. Slysahættan Þaö sem helst veldur áhyggjum i sambandi viö þessa þróun er slysatiönin. 1 fyrra slösuöust um 50.000 reiöhjólamenn i landinu, þar af um 22.000 börn. 1.064 létu llfið. Þetta er innan viö tiu pró- sent þeirra sem slasast eöa deyja i umferöinni, en samt má reikna þaö út aö fimm sinnum meirilik- ur eru á þvi aö reiðhjólamaöur slasist eöa deyi i umferðarslysi en bflstjóri. Astæöurnar fyrir þessari slysa- tiöni eru margar: annarsvegar slæm aöstaöa á vegum og stræt- um, hinsvegar vankunnátta margra hjólreiðamanna i um- feröarreglum. Þá er þvi og viö aö bæta, að kunnáttu manna I aö halda viö hjólum sinum er mjög ábótavant og viðhald einatt van- rækt i hættulegum mæli. AB byggöi á Spiegel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.