Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. mai 1980 Laus kennarastaða við Gagnfræðaskólann Mosfellssveit. Aðalkennslugrein danska. Umsóknarfrestur til 27. mai. Upplýsingar gefa skólastjóri og yfir- kennari i sima 66586. F ramkvæmdast j óri Lagmetisiðjan Siglósild óskar að ráða framkvæmdastjóra sem fyrst. Umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stjórnarformanni, óla J. Blöndal, Háveg 65, Siglufirði, fyrir 30. þ.m. Starf ritara við sálfræðideild i Hólabrekkuskóla er laust til umsóknar. Upplýsingar gefur forstöðumaður i sima 77255. Umsóknum skal skila til fræðsluskrifstofu Reykjavikur fyrir 30. mai n.k. Laus staða Lektorsstaða í lifeölisfræði i læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vlsindastörf um- sækjanda.ritsmiöarogrannsóknir, svo og námsferil og störf.skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 16. júni nk.. 14. mai 1980 MenntamálaráðuneytiO Laus staða Lektorsstaða 1 stærðfræöi I Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf um- sækjenda, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 16. júni nk. 16. mai 1980 MenntamálaráOuneytið Rafveitustjórar III Eafmagnsveitur rikisins auglýsa tvær stöður rafveitustjóra III fyrir Suðurlands- veitu og Vesturlandsveitu Rafmagns- veitna rikisins: 1) A Suðurlandi með aðsetri á Hvolsvelli 2) Á Vesturlandi með aðsetri i Stykkis- hólmi. Laun samkvæmt kjarasamningum B.H.M., launaflokkur A-113. Skilyrði er, að umsækjandi hafi raf- magnstæknifræði- eða verkfræðimenntun. Reynsla i rafveiturekstri æskileg. Upplýsingar um starfið gefur rekstrar- stjóri Rafmagnsveitna rlkisins i Reykjavik. Umsóknir sendist starfs- mannahaldi fyrir 27. mai n.k., Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 118, 105 REYKJAVÍK. Hugmyndin vaknaði á siðast- liðnu sumri þegar Leikfélag Húsavlkur fékk boð frá Finnlandi um þátttöku I slikri helgi þar. Leikfélag Húsavikur er aðili að leikhring 5 áhugafélaga á Norðurlöndum. Markmið þessara leikhringa er að kynna starfsemi og hugmyndir aðildarfélaganna með bréfaskriftum og heimsókn- um. Hefur þessi hringur starfað með miklum blóma siðan 1975. En á hinum Norðurlöndunum eru þessar leikhelgar algengar. Þá vaknaði spurningin: Hvers vegna eru slikar hátiðir ekki haldnar á Islandi? Ekki vantar grósku i sýningar áhugafélaga hér. Leikfélag Húsavikur átti 80 ára afmæli 14. febrúar siðastliðinn. Akveðið var að halda upp á af- mælið með sýningu á Fjalla-Ey- vindi Jóhanns Sigurjónssonar sem fæddist að Laxamýri i Suður- Þing. fyrir 100 árum. Einnig með þvi að efna til fyrstu leikhelgi áhugafélaga á tslandi. Bárust þó nokkrar fyrirspurnir strax i haust og létu ýmsir i ljós mikinn áhuga um þátttöku. Endirinn var sá aö 3 féiög mættu á Húsavik helgina 2.-4. mai. Undirbúningur er töluverður en við hér i L.H. höfum á að skipa góðu og samheldu liði. Fundur Þessi mynd er úr sýningu Leikfélags Sauöárkróks á Týndu teskeiöinni, en þessi sýning hefur veriö valin tii aö fara utan I haust á norrænt leik- iistarmót I Finniandi. Leikstjóri er Asdis Skúladóttir. Velheppnud „leik- helgi” á Húsavík var haldinn þar sem störfum var skipt niður. Urðu þá til ýmis starfsheiti svo sem gististjóri, brauðsimamær, kaffinefnd, veislunefnd, skreytinganefnd, móttökustjóri o.s.frv., Þegar margir leggja hönd á plóginn gengur þetta allt eins og i sögu. Föstudagskvöldið 2. mai var kynningarkvöld, litið var á sviðið, allar aðstæður kannaöar, drukkið kaffi og mikið sungið. Laugar- dagsmorgunninn var notaður til undirbúnings, voru þá tæknimenn á þönum fram og aftur og orð eins og spóla, kastari, hærra, lægra, lýsing og hljómburður hljómuðu um húsið. Klukkan 2 e.h. hófst svo dag- skráin með þvi að Litla leik- félagið I Garðinum sýndi barna- leikritið Spegilmaðurinn. Börnin tóku mikinn þátt i sýningunni, en ekki mátti sjá hvor skemmtu sér betur börn eða fullorðnir. Næst á dagskránni var Skirn (2 þættir) flutt. af Leikfélagi Siglu- fjarðar. Einnig var eitt einleika- atriði úr Ertu nú ánægð kerling framlag Siglfirðinga. Leikfélag Húsavikur sýndi Vals, en hann var einmitt nýkom- inn frá Finnlandi. Allar sýn- ingarnar þóttu hafa tekist vel. Eftir hverja sýningu voru um- ræður milli leikhúsgesta og ieik- ara. Voru þær svolitið varkárar i fyrstu en sóttu sig er á daginn leið. Kom margt mjög skemmti- legt og gagnlegt fram I þessum umræðum.t.d. hvers vegna, hver væri hugurinn á bak við, hvernig unnið o.s.frv..Hinn almenni leik- húsgestur tók þátt i umræöunum. Sennilega geta þessar umræður þróast upp I að verða opinskárri og enn þá lærdómsrlkari. Miili sýninga voru svo kaffi- veitingar fyrir alla leikhúsgesti. A laugardagskvöld var af- mælishóf L.H.. Formaður setti hófið og las skeyti er borist höfðu. Sigurður Hallmarsson rakti sögu Leikfélags Húsavikur I stórum dráttum. Mikið var sungið, étið og stiginn dans af miklum móði til kl. 3 um nóttina. Sunnudagsmorguninn hófst svo alvara lifsins á ný. Leikfélag Sauðárkróks hóf þá undirbúning að sýningu á Týndu teskeiöinni en súsýning hófst-kl. 4 siðdegis. Svo skemmtilega vildi tii aö laugar- daginn 3. mai fengu þeir að vita það sýning þeirra á Týndu te- skeiðinni hefði verið valin til að taka þátt i leiklistarhátið i Finn- landi I sumar. Allir sem tóku þátt i þessari fyrstu leikhelgi voru sammála um að þessari starfsemi þyrfti aö halda áfram. Það virkar mjög hvetjandi að koma og sjá hvað hinir eru að fást viö, kynnast sjónarmiöum annarra sem hafa sömu áhugamál og eiga við sömu vandamál að striða. Ætti að vera möguleiki að koma slikri helgi á árlega hér á landi þar sem yfir 70 félög eru starfandi og þar af mörg af miklum krafti. Anna Jeppesen form. L.H. Frá Varmalandi I Borgarfiröi þar sem hressingarheimiliö veröur starfrækt I sumar. Hressingarheimili að Varmalandi: Fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn streitu og þreytu Þeir Jón Sigurgeirsson fyrrv. skóiastjóri og Úlfur Ragnarsson yfirlæknir munu I sumar starf- rækja hvildar og hressingarheim- ili að Varmalandi I Borgarfirði. Sumarið 1976 starfræktu þeir félagar hressingarheimili að Laugalandi i Eyjafirði, en siðustu sumur hefur starfsemin dottið niður. „Dvölin að Varmalandi á að gefa fólki andlega og tiifinninga- lega uppbyggingu, þar sem aoai- áherslan verður lögð á fyrirbyggj andi aðgerðir gegn streitu og þreytu”, sagði Jón Sigurgeirsson á blaðamannafundi fyrir skömmu, þar sem kynnt var fyrirhuguð starfsemi að Varma- landi I sumar. Aðstaða verður fyrir 25 dvalar- gesti i einu og geta menn ráðið hversu lengi þeir dvelja, en viku- dvölin mun kosta um 100 þús. kr. innifalið þrjár máitiðir á dag. Hver dagur mun hefjast með stuttri hugleiðslustund og yoga- æfingum, og á kvöldin veröa haldnar helgistundir auk þess sem skáld og tónlistarmenn munu koma i heimsókn. Allar frekari upplýsingar gefur Jón Sigurgeirsson Klappastig 1, Akureyri, en hann er við I sima 96-24274 alla daga milli 13—14 og 18—20 á kvöldin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.