Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.05.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 URNATÚ Samtök herstöðvaandstæðinga HERINN BURÍ Umsjón: Árni Hjartarson Jón Ásgeir Sigurðsson Rósa Steingrimsdóttir Sveinn Rúnar Hauksson Vilborg Harðardóttir Skrifstofa Samtaka herstöðvaand- stæðinga að Tryggvagötu 10 er opin alla virka daga frá kl. 14 til 19. Þar er á boðstólum margvíslegt útgáfuefni Samtakanna s.s. bækur, bæklingar, veggspjöld, merki o.fl. o.fl. Eru merin hvattir til að lita inn ella slá á þráðinn (S. 17966). Þá má minna á gírónúmer Samtakanna, 30309-7, sem ætíð er fjár vant. Guömundur Georgsson: Spyrnum gegn vörðum dauðans Ávarp flutt viö bandaríska sendiráöiö 10. maí 1980 Agara gagara verðir velta vitiskúlu sinni: eitt sinn springur hún ef til vill á ástinni þinni. Svo kveöur Jóhannes úr Kötlum i Sóleyjarkvæði. Það er vel við hæfi, að skáldið hefur þessar hendingar með orðum Æra-Tobba, þvi að þeir menn hljóta að vera ærir, sem sifellt velta vitiskúlu sinni og halda áfram að velta henni, þó að nú sé vitiskúlan orðin svo stór að jafngildi 15 tonna af dýnamiti kynni að springa á ástinni þinni. Samanlagður sprengi- máttur kjarnorkusprengja sem tileru i veröldinni samsvarar 15 tonnum af dýnamiti á hvert mannsbarn á jarðkringlunni. Þeir menn hljóta að vera ærir, sem enn vilja auka við eyð- ingarafl kjarnorkusprengja, þó að fyrir löngu sé svo komið að eyða má öllu mannlifi á jörðu hér, þó að maðurinn ætti sér margfalt fleiri lif en kötturinn. Við,sem höfum litið á söguna um kerlinguna fjórdrepnu sem gamansögu, skiljum ekki gamansemi þeirra manna sem telja að ekki dugi að geta drepið allar kerlingar og karla þessa heims tuttugu sinnum heldur sé knýjandi þörf að bæta nokkrum siptum við. Þeir menn hljóta að vera ærir sem binda fjórðung allra vis- indamanna i heiminum við rannsóknir i þágu vopndauðans á meðan stór hluti mannkyns berst við hungurdauðann. Þeir menn hljóta að vera ærir, sem samsinna þvi að 40% af öllum opinberum fjárveitingum rikja I heiminum sem ætlað er til samfélagslegra þarfa skuli varið til vigbúnaðar á meðan gifurlegt félagslegt misrétti blasir við. Við vitum hvaö hefur ært þau riki sem enn vilja auka við vit- firrt vigbúnaðarkapphlaup. Það er arðvonin. Gróði af vopna- framleiðslu og sölu. Það er barátta um auðlindir. Það er sókn i völd i skjóli vopna til að arðræna og kúga aðrar þjóðir. Ný plata r i .. P» • a dofinni Hljómplatan „Eitt verð ég að segja þér...” sem kom út i fyrra i flutningi Heima- varnarliðsins fékk góðar við- tökur hjá herstöðvaandstæð- ingum og vakti raunar verð- skuldaða athygli langt út fyrir okkar raðir. A þeirri plötu er aöeins litið brot af þeim ljóöum og lögum sem tengjast baráttunni og liggur beint við að Heimavarnar- liðið láti heyra frá sér á ný. Miðnefnd hefur sett starfs- hóp á laggirnar sem vinnur að þvi að safna efni i nýja piötu. Þeir sem búa yfir ein- hverju sliku eða vilja koma með ábendingar ættu að hafa samband við skrifstofu SHA, opið frá kl. 2-6, simi 17966. Hins vegar er oft erfitt að skilja hvaþ hefur ært þá Islendinga sem vilja velta vitiskúlunni með hinum, með þvi að vilja vig- hreiður hérlendis og aðild að hernaðarbandalagi. Að visu vitum við að nokkur stór fyrirtæki hafa verulegan efnahagslegan ávinning af veru hersins. Það hefur valdið öfund annarra hernámssinna sem setja fram með áhersluþunga kröfu um jöfnuð i skiptingu her- námsgróðans. Aðrir setja vafa- laust traust sitt á það,að meðan herinn er hér sé tryggt að rót- tækum breytingum á þjóðfélag- inu i átt til meira félagslegs jafnréttis verði ekki komið á. En alltaf verða einhverjir af- gangs, hvers hvatir eru mjög torræðar og er engu likara en stjörnuþokur alheimsins hafi slegið þá blindu á jarðlifið. Með mótmælum okkar gegn kjarnorkuvopnum hérlendis, gegn hersetu og gegn aðild aö NATO viljum við herstöðva- andstæðingar spyrna gegn þeim vörðum dauðans er velta vitiskúlu sinni. Ekki einungis til Lausn á verdlauna- krossgátu Alls bárust 27 lausnir á verð- launakrossgátunní, sem birtist á herstöðvaansdstæðingasiöunni 22. mars s.l., en skilafrestur var til 30. mars. Dregið var úr réttum úr- lausnum, og hlutu eftirtaldir hljómplötuna „Eitt verð ég að segja þér...” að vinningi: Gunnvör Björnsdóttir, Klapparstlg 5, Akureyri. Birgir Stefánsson, Tunguholti, 750 Fáskrúösfirði. Magnús Sörensen, Laugarásvegi 5, 104 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir þeim heppnu á næstunni, en viö minnum alla aðra á að hægt er að panta plötuna frá skrifstofu herstöövaandstæðinga, Tryggvagötu 10, Reykjavik, og verur hún send lysthafendum I póstkröfu. Hér birtist rétt lausn verölaunakrossgátu herstööva- andstæðinga: að hindra að hún springi á ást- inni okkar heldur einnig til að hindra að hún springi á ástinni sérhverrar mannveru sem byggir þessa jörð. Starfsmaður bandarfska sendiráðsins tekur við mótmælum herstöðva- andstæðinga gegn kjarnorkuvopnum úr hendi Guðmundar Georgs- sonar, formanns miðnefndar SHA 10. mai si. —- Ljósm. Rúnar Svein- björnsson. Fram til dáöa, alþingismenn: Andstaða gegn kjamorkuvopnum 1979—80 (102. löggjafarþing) — 193. mál. Sþ. 475. Tillaga til þingsályktunar um bann vifi kjarnorkuvopnum á islensku yfirráSasvæSi. Flm.: Guörún Helgadóttir, Páll Pétursson, Karvel Pálmason, Guðmundur Bjarnason, Geir Gunnarsson. Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að undirbúa löggjöf um bann vi8 geymslu á hvers konar kjarnorkuvopnum hér á landi. Bannið nái einnig tii siglinga með kjarnorkuvopn, flutninga í lofti eða ó annan hátt um eða yfir íslenskt yfirráðasvæði. Jafnframt verði kveðið á uin eftirlit af fslands hálfu með því að lögin verði virk. Greinargerð. Enda þótt skoðanir séu skiptar um veru erlends herliðs i landinu, geta allir lslendingar án efa verið sammála um að hér skuli ekki vera kjarorkuvopn. Þarf engum getum að þvi að leiða, hversu mikil hætta og ógnun við öryggi landsmanna slik vopn eru, og þá ekki sist i námunda við mesta þéttbýlissvæði landsins. Erfitt hefur jafnan reynst að fá við því svör, hvort slik vopn séu hdr i landinu, en í erlendum tímaritum hefur það margoft verið fuliyrt. Það hlýtur að vera hverjum Islendingi áhyggjuefni, ef svo er, hvað svo sem mönnuin kann að þykja um veru hersins að öðru leyti. Það væri mikið ábyrgðor- leysi alþingismanna, cf ekki yrði gengið ótvirætt úr skugga um, hvort fullyrðingar um kjarnorkuvopn á íslandi eiga við rök að styðjast, að ekki sé talað um að slys hlytist af með afleiðingum senl óþarft er að fjölyrða um. Það verður einnig að teljast óþolandi, að hið háa Alþingi skuli ekki hafa óyggjandi upplýsingar um málið, og siík löggjöf sem hér hefur verið lögð til hlýtur oð verða að opna möguieika til eftirlits af hálfu tslendinga með þvi, að eftir lögunum verði farið. Haft var samband við Guörúnu Helgadóttur alþingis- mann i sambandi við væntan- legan flutning á ofangreindri til- lögu. Guörún kvaö meðflutnings- menn sfna vera: Geir Gunnars- son, Albl., Pál Pétursson og Guðmund Bjarnason, Fram- sóknarfl.,og Karvel Pálmason, Alþfl.. Fyrir 3 árum hafi tillaga, sem efnislega var sú sama, ver- ið flutt af alþingismönnunum Svövu Jakobsdóttur (Abl.) og Magnúsi Torfa Olafssyni (Samt. frjálslyndra og vinstri manna) . Siðan aftur fyrir ári af Svövu Jakobsdóttur. Þær hefðu þó ekki náð fram að ganga og dagað uppi i nefnd. Aðspurð kvaðst Guðrún Helgadóttir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins ekki hafa léð máls á að vera meðflutnings- menn tillögunnar, enda hefði Geir Hallgrimsson nýlega harðneitað á þingi, i sambandi DAGFARI Greiöið gíró- seðlana strax! Nú hafa giróseölar veriö sendir út til áskrifenda og eru stuöningsmenn hvattir til aö bregðast skjótt viö. Það er mál manna aö sjaldan hafi eins vel tekist tii um útgáfu Dagfara þar sem saman fer mikiö gott efni og fallegt læsilegt blaö. Þeir sem ekki hafa fengiö blaðið sent geta gerst áskrifendur með einni símhringingu i sima 17966. Unnið er aö þvi aö dreifa Dagfara i söluturna og bókabúöir um land allt og er hann nú fáanlegur i sölu- turnum i Reykjavik, Kópa- vogi og Hafnarfirbi. viö skýrslu utanrikisráðherra, að hér væru geymd kjarnorku- vopn. Ljóst væri þó skv. skrifum erlendra timarita um kjarn- orkumál, til dæmis mætti nefna The Bulletin of Atomix Scientists.að hér væru geymd ' kjarnorkuvopn. Auk þess mætti þaö koma fram, að þvl hefði aldrei verið neitaö, af Banda- rikjamönnum sjálfum, aö hér væru geymd kjarnorkuvopn. Guörún Helgadóttir sagöi, að enda þótt skoöanir væru skiptar um veru erlends hers hér á landi þá ættu allir að geta verið sam- mála um, að ekki skyldu vera hér kjarnorkuvopn, hvorki geymd né flutt um islenskt yfir- ráðasvæði. Herstöðvaandstæðingar vilja hvetja alþingismenn að sýna nú dug i þessu máli og veita tillög- unni brautargengi nú á þessu þingi. Minna má á slys, sem orðið hafa af notkun kjarnorku i friðsamlegum tilgangi, sbr. slysið á Three Mile Island i Bandarikjunum i mars 1979. Og andstaða jafnvel til friðsam- legrar notkunar kjarnorku hefur alltaf veriö að aukast i heiminum. Einnig má nefna slys, sem örðið hafa meö flutn- ing kjarnorkuvopna bæði á Grænlandi og á Spáni. Þjóðir Evrópu hafa nú á siðustu misserum haldið uppi auknu andófi gegn kjarnorkuvopnum og ekki viljað geyma þau i löndum sinum. Hvaðan ætti Islendingum að koma sú fifl- dirfska að veita þessu máli ekki meiri athygli hvað þá andstöðu, meira en raun ber vitni, ef jafn- vel þjóðkjörið Alþingi Islend- inga tekur ekki mál eins og þetta til alvarlegrar umfjöll- unarog samþykkir þessa tillögu þegar i stað. Þó má geta þess, að nú hafa * tveir Framsóknarmenn og einn Alþýðuflokksmaður bæst i hóp þeira þingmanna, sem sýna ábyrgð i þessu máli, og gerst meðflutningsmenn áður- greindrar tillögu og er það ómetanlegt. Að lokum viljum við herstöövaandstæöingar itreka þau ummæli Guörúnar, að þótt skoöanir séu skiptar um veru erlends hers hér á landi ættu allir aö geta verið sam- mála um andstöðu gegn kjarn- orkuvopnum. Fram til dáða alþingismenn. —r.s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.