Þjóðviljinn - 28.05.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.05.1980, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 28. mai 1980. ÞJóDVILJINN — StÐA 5 Indira Gandhi i miklum vanda: Sjö mánaða ófriður í Assam Þjóöfrelsishreyfing heimtar brottrekstur Bengala og aukinn hlut í olíuauðnum óeirOirnar hafa lamaO allt atvinnulif um margra mánaOa skeiO. Indverski herinn á, ekki frekar en sá breski á sfnum tima, ekki auOvelt meO aO ráOa viO þaO andéf án ofbeldis sem Mahatma Gandhi notaöi. Undanfarna sjö mánuði héfur verið mikill óf riður í Assam, sem er eitt af sambandsríkjum Indlands og liggur í hinu eldfima norðausturhorni þessa mikla ríkis, milli Bangladesh, Kína og Birma. Um tíu miljónir Assama hafa beint heift sinni yfir atvinnuleysi og misskiptingu tekna af olíu- auði landsins gegn „útlendingum", 2,5—4,5 miljónum manna, sem þeir segja að smám saman séu að verða meirihluti í land- inu og geri Assama sjálfa að annars f lokks borgurum í eigin landi og tungu þeirra að tungu minni- hluta. Þetta er eitt hið alvarlegasta vandamál sem alrikisstjórnin indverska hefur átt við að glima, og þá einkum vegna þess, að Assamar hafa i óhlýðnisbaráttu sinni lokað fyrir oliuleiðslurnar til Bihar — frá Assam koma um 60% af þeirri oliu sem framleidd er i orkusnauðu Indlandi. „útlendingar" Útlendingavandamálið svo- nefnda á sér alllanga sögu. Assam var með strjálbýlli svæðum Indlands, en frá þvi um 1920 hefur fjöldi landlausra Bengala sest þar að og fengu þeir til þess ýmislega fyrirgreiðslu. Um og eftir 1947 þegar Indland var sjálfstætt, fór mikið og blóðugt uppgjör fram, ekki sist I Bengal, milli Hindúa og Múslima, Saga dagaruia endurútgefin á íslensku og ensku Bókin SAGA DAGANNA eftir Arna Björnsson er nú fáanleg i nýrri útgáfu. Bók þessi kom fyrst út árið 1977, en seldist upp á tiltölulega skömmum tima, enda hefur hún verið mörgum handhægt upp- sláttarrit og oft i hana vitnað. I bókinni er að finna ýmsan fróðleik um hátiöir og merkis- daga á Islandi að fornu og nýju, uppruna þeirra og ýmsa siði þeim tengda. Hún er skrifuð á léttu og lifandi máli, og kemur oft skemmtilega á óvart, þvi að hefðir og ástæður ýmissa íylli- daga eru oft meiri og merkilegri en okkur grunar. Útgefandi bókarinnar er Bóka- forlagiö Saga, en auk hinnar nýju islensku útgáfu bókarinnar hefur hún nú verið þýdd á ensku, og mun koma út hjá Iceland Review i næsta mánuði. og þegar austurhluti Bengals varð hluti af Pakistan (Austur- Pakistan) varð Assam að taka á móti nær miljón heimilislausra Hindúa sem þaðan voru hraktir. Þegar svo Austur-Pakistan varð sjálfstætt riki, Bangladesh, árið 1971, með blóðugum innanlands- átökum og styrjöld milli Indlands og Pakistans, bættust um 1.5 miljónir flóttamanna frá Bangladesh og þá „útlendinga” sem fyrir eru. „Útlendingarnir” eru m.ö.o. flestir Bengalir. Þeir sem lengst hafa búið 1 landinu hafa, vegna forskots i menningarefnum og pólitiskrar stöðu á Indlandi, orðið fjölmennir I stjórnsýslu og atvinnurekstri. A hinn bóginn eru allsleysingjar frá fátækasta riki heims, Bangladesh — og þeim heldur áfram að fjölga. Hinir betur settu Bengalir munu hafa stutt sig við Kongressflokk Indiru Gandhi, en hinir snauðu hafa orð- ið til þess, að Kommúnistaflokk- urinn CPM (M fyrir marxistar) og hefur haft höfuðvigi sitt i rikinu Vestur-Bengal, er nú orðin öflug hreyfing, og vann mikinn. sigur i fylkiskosningunum 1977. Barist um störf og jaröir Andófshreyfingin i Assam er þvi beint gegn bæði flokki alrikis- stjórnarinnar og marxistum. I eðli sinu er þetta miðstéttarhreyf- ing, og eins og algengt er um slik- ar hreyfingar, hefur hún þjóðernishyggju mjög ofarlega á blaði. Um tvær miljónir manna ganga atvinnulausar, það er barist hart um hvert starf og við þær aðstæður blossar þjóðahatriö upp. Einna mest er deilt um störf sem krefjast ákveðinnar mennt- unar — en þau eru nú flest i höndum Bengala. Það er einnig barist um jarönæði: 60% Assanbúa er landlaus eða hefur ekki nóg land til að geta brauðfætt fjölskyldur sinar. En allmikill hluti landsins er i höndum múslimskra — og um leið bengalskra innflytjenda. Hér við bætist óttinn við að Assamþjóð sé að verða minnihluti i landi sinu. Andófshreyfingin er og dæmigerð miðstéttarhreyfing i þvi, að hún blæs upp hatur á Kommúnista- flokknum-marxistum, CPM, á þeirri forsendu að hann sé út- lendur flokkur, „bengalskur” — og þar að auki hallur undir Sovét- rikin að undanförnu. Herinn kvaddur til Assamhreyfingin heimtar að útlendingarnir séu reknir á brott. Skólar hafa ekki starfað i landinu siðan I haust, margskonar óhlýðnisbarátta hefur farið fram, 200—300 Bengalir hafa verið ,—\ O MHm 400 Assam er I norOausturhorni Indlands þaöan liggur enn straumur allslauss flóttafólks frá Bangladesh (skástrikaö) og magnar upp hatur á öllum „aOkomumönnum”. myrtir. Alrikisstjórnin hefur sent her á vettvang — fyrst og fremst til að reyna að opna aftur fyrir oliustraum úr 700 km langri ieiðslu, sem liggur frá Assam til Biharrikis. Það hefur hernum ekki enn tekist — þegar þetta er skrifað — úr þeirri leiðslu hefur ekki komið dropi siðan um ára- mót. I þvi efni hafa Assamir ekki gleymtlexium Mahatma Gandhis sem fann upp baráttuaðferð andófs án ofbeldis: hvað á ind- verski herinn að gera þegar þúsundir kvenna sitja um oliu- dælumiðstöðvarnar, eða liggja á öllum vegum að þeim nótt sem dag? Olíuvopnið Oliuvopnið er það sterkasta sem Assamir hafa yfir að ráða. Það er kannski ekki nema von að þvi sé beitt: frá Assam koma 60% af hráoliu Indlands, en rikið fær ekki nema um 5 aura af hverjum litra i sinn hlut. Helstu oliu- vinnslustöðvarnar eru i Bihar. Svipað má segja um aðrar auð- lindir: um helmingur af ind- versku te kemur frá Assam, en tefirmun eru i Kalkútta eða London, og þar lendir og obbinn af gróðanum. Svo til allt krydd landsins kemur frá Assam, en aðeins fjórði hver af þeim sem vinna við þá framleiöslu er Assami. Hreyfingin getur þvi með mjög skýrum dæmum bent á að lands- menn njóti litils góðs af auð- lindum i næsta umhverfi, og þar með er á dagskrá komin sigild- asta ástæða fyrir aðskilnaðar- hreyfingum I hinum ýmsu rikjum margra þjóða. Eöa eins og haft er eftir S.B. Sharma, einum af for- ingjum Assamhreyfingarinnar: „Ef við hefðum aðeins fengiö tiunda hlutann af þvi sem við höfum sent til annarra hluta Ind- lands, þá hefði okkur vegnað vel. Sjálfstætt Assam mundi veröa næstum þvi jafn rikt og Saudi- Arabia.” Svipaðar ástæður lágu til þess aö reynt var að gera Katanga, hinn málmauðuga suðurhluta Kongórikis, að sjálfstæðu riki eftir að sjálfstæði fékkst, (Það Kongó heitir nú Zaire). Fingur stórvelda Enn er ekki vitað, hvernig Indira Gandhi ætlar að glima við þá hreyfingu, sem nú hefur stöðvað eða lamað mestallt atvinnulif i Framhald á bls. 13 Hélt til haga yfir 6 þúsund bréfum „Elskulegi Herra Sivertsen Ekki er Skirnir kom- inn enn til Félagsins. Ég fékk þvi einn að láni og gleypti hann i mig, eins og harðan fisk, og teiknaði upp á innlögð blöð, það sem mér datt i hug. Mig gildir einu, þó þér segið það sé allt vitlaust, einasta að það mætti standa: ,,að Skirnir núna i ár er ein- hver sú vandaðasta bók, sem leingi hefir komið út frá Félaginu”. Þannig segir i upphafi bréf frá „yðar ætið els.” Sveinbirni Egilssyni skrifuöu á Eyvindar- stöðum 12. ágúst 1837 til Jóns Sigurðssonar i Kaupmanna- höfn. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Hið Islenska þjóðvinafélag hafa nú hleypt af stað i minn- ingu aldarártiðar Jóns útgáfu úrvals bréfa til hans. 1 fyrsta bindinu eru bréfritararnir fjórir, þeir Sveinbjörn Egilsson kennari á Bessastöðum og siðar rektor i Reykjavik, Gisli Hjálmarsson læknir i Múlaþingi. og Þingeyingarnir Sigurður Guðnason bóndi að Ljósavatni og sr. Þorsteinn Pálsson á Hálsi. Umsjónarmenn þessa 1. bindis eru þeir Finnbogi Guð- mundsson, sem bjó til prent- unar bréf Sveinbjörns, Bjarni Vilhjálmsson sem annaðist bréf Gisla Hjálmarssonar og Jó- hannes Halldórsson sem hefur veg og vanda að bréfum Þing- eyinganna. Skýringar vð bréfin eru aftast i bókinni en hún er 179 síður, prentuð hjá Alþýðuprent- smiðjunni. Slikur hirðumaður var Jón Sigurðsson að hann hélt saman öllum bréfum sem honum bár- ust. I Landsbókasafni og Þjóð- / Urval úr bréfum til Jóns Sigurðssonar skjalasafni eru varðveitt hvorki meira né minna en yfir 6000 bréf til Jóns Sigurðssonar frá um 870 bréfriturum. Til samanburðar þá eru á söfnunum tveimur varðveitt rúm 830 bréf Jóns Sigurðssonar til nálægt 140 við- takenda. Tilviljun réð, segir i formála, hvað varð um bréf hans sjálfs. Sem dæmi er nefnt, að I umræddum söfnum er að- eins eitt bréf Jóns til Benedikts Gröndals, en 97 bréf Benedikts til Jóns, 2 bréf frá Jóni til As- geirs Einarssonar bónda og al- þingismanns á Þingeyrum, en 52 bréf frá Asgeiri til Jóns og á móti 200 bréfum Jóns Guð- mundssonar ritstjóra til Jóns Sigurðssonar koma aðeins 10 bréf hans til Jóns ritstjóra. Aður hafa komið út á vegum Bókmenntafélagsins og Menningarsjóðs tvö bindi af bréfum Jóns til nær 50 viðtak- enda i heild. Stjórn Þjóðvinafélagsins hefur i hyggju að gefa út eitt eða helst tvö bindi, til viðbótar þvi sem nú er að koma út, með úr- vali bréfa til Jóns Sigurðssonar og biður nafnaskrá lokabindis. Félagiö hefur mjög takmarkað fé til útgáfustarfseminnar og ræðst það þvi nokkuð af viðtök- um hver skriður verður á fram- haldi útgáfunnar. 1 þvi bindi sem nú kemur fyrir Jón Sigurðsson var slikur hirðu- maður að hann hélt saman öll- um bréfum sem honum bárust. sjónir manna hefur sú stefna verið valin að sögn umsjónar- manna útgáfunnar að birta all- an þorra bréfa þeirra f jórmenn- inganna til Jóns og flest i heilu lagi. 1 bréfum Sveinbjarnar Egilssonar er fylgt staf-og merkjasetningu hans þau átján ár, er hann skrifaöist á við Jón. Sveinbjörn var einn þeirra manna, sem mótuðu stafsetn- ingu þjóðarinnar á siðustu öld, og reifar hann. hana talsvert i bréfum til Jóns. 1 lok formála segja umsjónar- menn: „Allmikill fjöldi manna á bindin tvö með bréfum Jóns Sigurðssonar sjálfs, og hljótum vér að ætla að óreyndu, að þeir muni nú bera sig eftir þessum bréfum til hans, auk þess sem bréfasöfn, sem einhver veigur er I, eiga I rauninni erindi til allra, sem unna sögu þjóðar- innar og kynnast vilja ævikjör- um og lifsviðhorfum liðinna kynslóða.” — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.