Þjóðviljinn - 28.05.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.05.1980, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 28. mai 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Alþingi Framhald^bls. 6;> Lög um ávana og fikniefni. Stjórnarfrumvarp. Samkvæmt lögunum er hámark fésekta vegna flkniefnabrota hækkað Ur 1 miljón króna i 6 miljónir króna i samræmi við verðlagsþróun, en fésektir hafa veriö óbreyttar sið- an 1975. Lög um meðfcrö opinberra mála. Stjórnarfrumvarp. Sam- kvæmt lögunum er sektarheimild lögreglustjóra hækkuð úr 60 þús. krónum i 300 þús. krónur. Þá er og sektarheimild lögreglumanna hækkuð úr 7 þús. krónum i 30 þús. krónur. Lögin gera ennfremur ráö fyrir aö lögreglustjóra veröi heimilaö aö ákveöa, auk sekt- arákvörðunar, eignaupptöku vegna brota, sem sektarheimild lögreglustjöra nær til, enda fari verðmæti eigi fram úr 100 þús. krónum. Jafnframt er dómara heimilað að ákveöa meö bókun eignaupptöku, ef brot er skýlaust sannað, en sökunautur finnst ekki eöa er ókunnugur, enda sé eigna- upptaka þessi takmörkuð við 500 þús. króna verðmæti. Lög um búfjárhald I kaupstöö- um og kauptúnum. Stjórnarfrum- varp. Lögin heimila sveitarstjórn I kauptúni meö færri en 1000 ibúa að setja reglugerö um búfjárhald i kauptftninu með samþykki ráð- herra. Hegningarlögin. Stjórnarfrum- varp. Lögin fela I sér að hámark fésekta veröi hækkað og verði 30 miljónir króna. Lög um heimiid til viöbótarlán- töku og ábyrgðarheimildar vegna framkvæmda á sviði orkumála 1979. Hér er um aö ræða staðfest- ingu á bráöabirgöalögum sem sett voru 16. okt. 1979. Lög um sérstakan skatt á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði. Hér er um að ræða efnislega óbreytt lög er giltu á siðasta ári. Aætlað er að álagning þessa skatts nemi um 1500 miljónum króna á árinu 1980. -þm SKIPAUTGtRÐ RIKISINS M/S Coaster Emmy fer frá Reykjavik þriðju- daginn 3. júni vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Þing- eyri, Isafjörð (Flateyri, Súgandafjörð og Bolungar- vik um tsafjörö), Akureyri, Siglufjörö og Sauðárkrók. Vörumóttaka alla virka daga til 2. júni. M/S Baldur fer frá Reykjavik þriðjudag- inn 3. júni og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreks- fjörð (Tálknafjörð og Bildu- dal um Patreksfjörð) og Breiðafjarðarhafnir. Vöru- móttaka alla virka daga til 2. júni. M/S Esja fer frá Reykjavik fimmtu- daginn 5. júni austur um land til Vopnafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaeyjar, Horna- fjörð, Djúpavog, Breiðdals- vik, Stöðvarfjörð, Fáskrúðs- fjörð, Reyðarfjörð, Eski- fjörð, Neskaupstað, Seyðis- fjörð og Vopnafjörð. Vöru- móttaka alla virka daga til 4. júni. M/S Hekla fer frá Reykjavik föstu- daginn 6. júni vestur um land i hringferö og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreks- fjörð, (Tálknafjörð og Bildu- dal um Patreksfjörö) Þing- eyri, ísafjörð (Flateyri, Súgandafjörö og Bolungar- vik um Isafjörö) Norður- fjörð, Siglufjörö, ólafsfjörð, Akureyri, Húsavfk, Raufar- höfn, Þftrshöfn, Bakkafjörð, Vopnafjörð og Borgarfjörð eystri. Vörumóttaka alla virka daga til 5. júni. Frá Bœndaskólanum á Hvanneyri: Á komandi hausti verða innritaðir nem- endur til náms á 1. hluta við Búvisinda- deild. Skilyrði fyrir inntöku i Búvisinda- deild eru þessi: 1. Búfræðipróf með 1. einkunn. 2. Stúdentspróf á raungreinasviði, próf frá frumgreinadeild Tækniskóla íslands eða annað jafngilt framhaldsnám. Umsóknir um námsvist við Búvisinda- deild, ásamt afritum prófskirteina, berist skólastjóra fyrir 10. júni n.k. Þeim nemendum, sem hyggjast afla sér nauðsynlegrar undirbúningsmenntunar fyrir Búvisindadeild með námi við frum- greinadeild Tækniskóla íslands, sem starfrækt er i Reykjavik, á Isafirði og á Akureyri, er bent á að hafa samband við skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri fyrir 18. júni n.k. Innritun nemenda i bændadeild er hafin. Skólaárið 1980/81 býður skólinn upp á eins vetrar búnaðarnám skv. eldri löggjöf og jafnframt tveggja vetra nám skv. lögum um búnaðarfræðslu nr. 55/1978. Inntöku- skilyrði i bændadeild eru þessi: 1. Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og fullnægt lágmarkskröfum um einkunnir til inngöngu i framhalds- skóla. 2. Umsækjandi hafi öðlast reynslu við landbúnaðarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en eitt ár, bæði vetur og sumar. 3. Umsækjandi sé eigi haldinn neinum þeim kviila eða háttsemi sem hamlað geti skólavist. Umsóknir á umsóknareyðublöðum skól- ans studdar afritum af prófskirteinum, staðfestingu á sveitavist og læknisvottorði berist skólastjóra fyrir l. ágúst n.k. Skólastjóri AlÞYÐUBANDALAGIÐ Áríðandi tilkynning til félaga ABR. Þar sem fjárhagur félagsins er mjög slæmur um þessi mánaðamót, hvetur stjórn ABR alla þá sem enn hafa ekki greitt gjaldfallin árgjöld, að greiða ÞaU nÚ Þeg3r' Stjórn ABR. Aðalfundur ABR. Aöalfundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn fimmtu- daginn 29. mai kl. 20.30 i Lindarbær. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur um lagabreytingar frá laganefnd um næstu stjórn félagsins frá uppstillinganefnd munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með þriöjudeginum 27. mai. Félagar f jölmennið. Stjórnin. Indira Framhald af bls. 5. Assam. Sjálf lætur hún að þvi liggja, að stórveldin séu meö fingurna i þessum málum. Kreppan i Assam er svar banda- risku leyniþjónustunnar CIA og Kinverja við Afganistan, er þá sagt. Sú samsæriskenning bætir þá við, aö Kinverjar gætu vel hugsað sér að ná tökum á Assam: þar er olia, þar er skammt til Bengalflóa. (Samanber kenninguna: Sovétmenn eru á leiö til Persaflóa og Indlandshafs um Afganistan). Ekki höfum viö enn rekist á neitt það sem benti til þess að samsæriskenning þessi styðjist við áþreifanlegar staðreyndir. Hitt er vist, aö ef Assamhreyf- ingin þróast yfir I aðskilnaöar- stefnu (eins og þegar Austur - Pakistan varð Bangladesh), þá eru öll helstu stórveldi komin inn i myndina fyrr en varir. AB Atvinna í boði er hlutastarf við skipulagningu á dreifingu og sölu timarits er kemur út árs- fjórðungslega. Áhugasamir leggi inn nöfn og heimilisfang með upplýsingum um nám og fyrri störf á afgreiðslu Þjóðvilj- ans, merkt SH 30. Orkustofnun óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppa- bifreiðar og einn pallbil („Pick-up”). Upplýsingar i sima 83934 kl. 9—10 næstu daga. TOMMI OG BOMMI FOLDA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.