Þjóðviljinn - 28.05.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.05.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. mai 1980. Samstaöa 9 er komin út með fjölbreyttu efni — m.a.: Sið-nýlendustefnan íran, Afganistan Kvenfrelsi og stéttabarátta Sögulega efnishyggjan Kaupið timarit vinstrihreyfingarinnar! Fæst i Bókabúð Máls og menningar og Bóksölu stúdenta. Einnig er hægt að gerast áskrifandi hjá Berglindi Gunnarsdóttur, Hjónagörðum við Hringbraut, ibúð 160, Reykjavik. Garðabær Y f irkennaras taðan við Hofsstaðaskóla (6—9 ára deildir — útibú frá Flataskóla) er laus til umsóknar. Upplýsingar gefa skólastjóri Flataskóla og formaður skólanefndar. Umsóknarfrestur er til 10. júni n.k. Skólanefnd. • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 53468 SATT-kvöld í Klúbbnum: Hlj ómar, Bubbi og Guðmundur Ingólfs Helgi Jósefsson hengir upp verk sin. Myndin til vinstri viö málarann heitir Skáldin frá teigi, sú til hægri Trúboðinn. Söngsveitin ásamt stjórnanda sinum. Skagfirska söngsveitin meö tónleika í kvöld Sjötta SATT-kvöidiö veröur haldiö í Klúbbnum i kvöld og kemur þá fram m . a. vin- sælasta hljómsveit sins tima á islandi, Hljómar frá Kefiavik. Bubbi Mortens mun ásamt Utangarösmönnum flytja nokkur lög af hljómplötu sinni, sem er rétt ókomin á markaöinn. Bubbi Morteins er einn þeirra yngri tón- listarmanna sem hvað mesta at- hygli hefur vakiö upp á siðkastið. Jazz-trio Guðmundar Ingólfssonar mun leika á mið- hæðinni, en einnig verður boðið á JAM-session á sama stað. A þessum tónleikum gefst mönnum einnig kostur á að ger- ast meölimir í plötuklúbbi SATT, sem hefur það að markmiði að stuðla að þróun islenskrar alþýðutónlistar. Árlegir vortónleikar Skagfirsku Söngsveitarinnar verða að þessu sinni haldnir i Austurbæjarbiói i kvöld kl. 19. A efnisskrá eru m.a. lög eftir tónskáldin Pál isólfsson, Skúla Halldórsson, Sigfús Halldórsson, Franz Schubert, Jó- hann Strauss auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Frumflutt er lag eftir Skúla Halldórsson við ljóð Þuriðar Kristjánsdóttur, sem þau tileinka Söngsveitinni sérstaklega. Skagfirska Söngsveitin fer norður i Skagafjörð um mánaða- mótin og heldur þar þrenna tón- leika: i Höfðaborg, Hofsósi föstu- daginn 30. mai kl. 21, Bifröst, Sauðárkróki laugardaginn 31. mai kl. 15 og Miðgarði sama dag kl. 21. Eftir samsönginn þar verð- ur svo dansleikur. Söngsveitin er nú að vinna að útgáfu nýrrar hljómplötu, sem væntanleg er á markaðinn bráð- lega. Frú Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir er stjórnandi kórsins og Ölafur Vignir Albertsson leikur með á pianó. Sýnir í V opna- fjardar- skóla Helgi Jósefsson opn- aði sl. föstudag mál- verkasýningu i Vopna- fjarðarskóla. Þetta er önnur einkasýning Helga, hin fyrri var haldin i húsi Verkalýðs- félags Vopnafjarðar i fyrrasumar. Fékk sú sýning hinar bestu við- tökur, var fjölsótt og seldust mörg verk. Helgi Jósefsson hefur stundað kennslu við Vopnafjarðarskóla sl. sex ár eða frá þvi að hann lauk námi I Myndlista- og h^ndiða- mm iii I II 114árflll8 Efft 9^*3- °g flauelsbuxur, sokkar, nær 11MM 9 fatnaður, handklæði. .stekkjarbakki skóla íslands. A sýningunni nú eru 47 verk, unnin I pastel, vatnslit og oliu. Viðfangsefnin eru aðallega sótt i umhverfi og mannlif á Vopna- firði. Karlakór Keflavikur Sam- söngvar og söng- ferðalag Karlakór Keflavikur hélt sina árlegu samsöngva 20. og 21. maf. Vegna þess að færri komust að en vildu endurtek- ur kórinn samsönginn i kvöld kl. 20 i Félagsbiói i Keflavik. A föstudag 30. þessa mán- aöar heldur svo kórinn i söngför um Vesturland. Kór- inn syngur i Bióhöllinni á Akranesi á föstudagskvöldið I ólafsvikurkirkju á laugar- dag og I félagsheimilinu i Stykkishólmi um kvöldið. Fjórir einsöngvarar syngja með kórnum. Stjórn- andi er Sigurður Demetz Fransson. Undirleikari er Ragnheiður Skúladóttir. Kórfélagar eru 40. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.