Þjóðviljinn - 28.05.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.05.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. mai 1980. Umsjón: Ólafur Lárusson Landslids- ynging Heigi Jónsson, Helgi Sigurðssi-, Jón Asbjörnsson og 'SImon Símonarson báru sigur lir býtum I landsliðseinvlginu, er lauk sl. miðvikudag. Þeir sigruöu sveit Hjalta Ellassonar (Asmundur, Orn og Guölaugur) meö 292 imp- stigum gegn 262 imp-stigum. Er einvlgið var hálfnaö, var staöan 143-121 sveit Hjalta I vil. Þriöji hlutinn I einviginu var spil- aöur sl. þriðjudag. Þar lauk fyrri hálfleik, meö sigri Hjalta, 42-29,og var staöan þá oröin 185-150, sveit Hjalta I vil. 1 seinni hálfleik, þarsem lukkan sneri baki viö Hjalta-mönnum, sigruöu yngri mennirnir 60-18 og náöu forystu I einvíginu, meö 210-203. En Hjalta- menneru þekktir fyrir allt annaö en aö gefast upp, og I fjóröa hlutanum, er spilaður var daginn eftir, unnu beirfyrri hálfleik meö 40—37, og spennan jókst. Yngri mennirnir áttu því 4 stig til góöa, er síðasti hálfleikur einvígisins hófst, 247-243. Og bættu viö þá innistæðu, meö því aö gjörsigra þá lotu með 45-19. Heildarstig þvi 292-262. Helgarnir hafa ekki fyrr spilað i landsliöi I opnum flokki, en eru margreyndir I keppnum yngri manna ytra. Þeir hafa veriö okkar albesta par yngri manna gegnum árin, þó aðeins hafi þeii hægt á hin siðari ár, enda báðir læknar aö mennt. Þeir eru frænd- ur, Helgi Sigurðsson er sonur hins góðkunna bridgemanns fyrr á árum, Siguröar Helgasonar lög- fræðings, og Helgi Jónsson er sonur Guörúnar Helgadóttur skölastjóra Kvennaskólans. Þeir hafa spilaö saman má segja alla slna keppnistlö I efri „klassa”, en Sigurðsson og Sverrir Armannsson áttu sæti saman I fyrsta landsliöi yngri manna 1973. Jón Asbjörnsson er óþarft aö kynna. Þó má geta að hann hefur spilað Ilandsliöi á móti m.a. Karl Sigurhjartarsyni og Páli Bergs syni. Aörir meðspilarar hans hafa veriö Jón Hjaltason, Sigtryggur Sigurösson o.fl. Slmon Slmonarson er eflaust einn albesti spilari okkar gegnum árin. Frægur er makkersskapur hans við Þorgeir heitinn Sigurðs- son, en saman voru þeir okkai besta par, aö dómi flestra. Siöan hefur hann spilað viö ýmsa spil- ara, svo sem Stefán Guöjohnsen (I landsliði), Hall bróöur sinn Slmonarson o.fl. Þessir fjórir menn skipa þvi landslið okkar I ár, auk þriðja pars, er valið verður i samráði viö þá fjórmenningana. An efa, veröur þaö par Guðlaugur R. Jó- hannsson og Orn Arnþórsson, okkar besta par I dag. Vonandi gefa þeir félagar kost á sér til landsliðs. Asmundur og Hjalti vikja nú úr landsliði að sinni, en þeir hafa verið drottnandi par þennan ára- tug, sem genginn er. Aö hyggju þáttarins, er þeim félögum llk- lega ekki svo sárt að gefa yngri mönnunum kost á reynslu I lands- liði að þessu sinni. Enda vel viö hæfi, að par úr röðum yngri spil- ara, sem hafa veriö sterkir hin slöari ár hér, öðlist sklrn á er- lendri grundu, sem fulltrúar Is- lands. Til hamingju frændur. Adalfundur Bridgefélagsins Aöalfundur Bridgefélags Reykjavlkur var haldinn sl. mið- vikudag I Domus Medica. A dag- skrá voru venjuleg aðalfundar- störf. Ný stjórn var kjörin fyrir næsta starfsár. Er hún þannig skipuð: Jakob R. Möller for- maður, Þorgeir P. Eyjólfsson v- formaður, Sigmundur Stefánsson gjaldkeri, Guðbrandur Sigur- bergsson ritari og Jón Baldursson fjármálaritari. Or stjórn gekk Sævar Þor- björnsson. Endurskoðendur voru kjörnir sem fyrr Stefán Guöjohnsen og Þórarinn Sigþórsson. Fulltrúar á landsþingið voru kjörnir Jakob R. Möller (sjálf- kjörinn) Sigmundur Stefánsson og til vara, Jón Baldursson. Fulltrúi I stjórn Reykjavlkur- deildarinnar var kjörinn sem fyrr Vigfús Pálsson. A fundinum komu fram eftir- farandi airiði: 1. Tekjur BR voru...2.743.306 2. Gjöld...........2.743.306 3. Tekjuafgangur.. (hagnaöur af rekstri).........137.306 4. Eignir..........1.780.447 5. Skuldir.........1.280.000 6. Höfuðstóll........362.875 Ákveðiö var aö hækka félags- gjald úr kr. 6.000.00-1 kr. 8.000.00. (Formaöur vildi meina, aö hækkunin væri lækkun). Og félagsmenn eru hvattir til aðgreiða gjaldið fyrir áramót, þvl þaö gæti reynst erfitt fyrir suma, aö greiöa þetta gjald, eftir að myntbreytingin tekur gildi. Framkom áhugi á samskiptum viö önnur félög I formi helgar- móta o.fl. Hafi einhver félög áhuga á sllku á næsta starfsári, eru þau beðin um aö hafa sam- band við stjórn BR. Frá Mótanefnd Bridge- sambandsins Dregiö hefur veriö i 1. umferö Bikarkeppninnar. 29 sveitir til- kynntu þátttöku. Eftirtaldar sveitir spila saman I 1. umferð. Fyrrtalda sveitin á heimaleik: Sveit Kristjáns Kristjánssonar Reyðarfiröi og sveit Kristmundar Þorsteinssonar Hafnarfiröi, Sig- uröar B. Þorsteinssonar Reykja- vlk — Armanns J. Lárussonar Kópavogi, Þorgeirs Eyjólfssonar Reykjavlk — Ingimundar Arna- sonar Akureyri, Jóns Stefáns- sonar Akureyri — Aöalsteins Jörgensen Hafnarfiröi, Páls As- kelssonar tsafiröi — Skúla Einarssonar Reykjavik, Kristjáns Lilliendhal Reykjavik — Þórarins Sigþórssonar Reykja- vik, Agústar Helgasonar Reykja- vik — Þórarins B. Jónssonar Akureyri, Jóns Þorvaröarsonar Reykjavlk — Olafs Lárussonar Reykjavik, Arnars Hinrikssonar Isafiröi — Jóhannesar Guð- mannssonar Hvammstanga, Svavars B. Björnssonar Reykja- vik — Hjalta Eliassonar Reykja- vlk, Sigfúsar Arnasonar Reykja- vlk — Arnars Guöjónssonar Hvammstanga, Baldurs Ingvars- sonar Hvammstanga — Kristjáns Blöndals Reykjavik, Stefáns Vil- hjálmssonar Akureyri — Einars Guömundssonar Akranesi. Eftirtaldar 3 sveitir sitja yfir i 1. umferö: Sveit Aöalsteins Jóns- sonar Eskifiröi, Boga Sigur- björnssonar Siglufiröi, Sigriöar S. Reykjavlk. 1. umíerð skal ljúka fyrir 16. júní. Keppnisgjald er kr. 30.000.-. Fyrirliöar eru áminntir um að koma keppnisgjaldi til stjórnar Bridgesambands tsiands fyrir upphaf leiks I 1. umferö. — Mótanefnd. Sumarbridge i Kópavogi Asarnir hafa aö undanförnu keppt eins kvölds keppnir á mánudögum. Veröur þvi haldið áfram, meðan enn mæta ein- hverjir er áhuga hafa á ab spila yfir sumartlmann. Spilaö er á mánudögum, I Fél. heim. Kópa- vogs (ekiö aö austan megin við húsiö). Keppni hefst kl. 19.30. Allir velkomnir. r Almennur bændafundur á Snæfellsnesi Krefst aukins aðlögunartíma til breyttra búskaparhátta Fjölmennur bændafundur Búnabarfélags Snæfellinga, sem haldinn var að Breiðabliki 8. mai sl. og ræddi landbúnaðar- málin einsog þau horfa við núna og þám. kvótakerfiö, taldi óverjandi annað en að bændur fái aukinn aðlögunartima til breyttra búskaparhátta frá þvi sem nú er gert ráð fyrir viö beit- ingu framleiöslukvóta. Telja snæfellskir bændur það sanngjarna kröfu, aö rlkisvaldið aðstoði viö þessa aölögun, ma. vegna þess aö bændur hafa ekki áöur fengið lagalegan rétt til framleiðslustjórnunar. Þeir lögöu áherslu á aö beit- ing framleiöslukvóta eins og nú er fyrirhugað geti ekki veriö varanleg lausn, heldur verði Umsjón: Magnús H. Gíslason samhliða að gripa til hliöarráö- stafana og framleiðslumark- miöa, sem tryggja fulla búsetu landsins og bændum sambæri- leg kjör og aörar stéttir hafa. Eskikjör "j -ný | verslun j á j Eskifirði j Föstudaginn 16. mal var' opnuð ný verslun hér á Eski-| firði, Eskikjör. Verslunin er il nýstandsettum og glæsilegum J húsakynnum samhliöa verslun. Eilsar Guönasonar. En það eru I hjónin Ells Guðnason og Erna I Nielsen sem eru eigendur Eski-* kjörs. Ahersla verður lögð á góða I þjónustu við kaupendur og lagt • kapp á fjölbreytt úrval mat- * væla^ þvl hefur verið sett á staö I kjötvinnsla I sömu húsakynnum I og Eskikjör. Kjötvinnslan er vel J búin tækjum og veröur væntan-J lega til að auka fjölbreytni II verslun og þjónustu. Ellsl Guðnason hefur stundað verslun J I tæp 30 ár og hyggst hvergi láta . deigan slga, verslun hans hefurl nær eingöngu veriö byggö upp I sem fjölskyldufyrirtæki. Það er J ekki of oft Itrekaö hversu stór, liður I kjörum nútlmamannsins | verslunin er og góö verslun um- ■ talsverð kjarabót. 1 þessu efnil hygg ég samdóma álit manna I að þau Ells og Erna hafi lagtl góðan skerf af mörkum. ■ H.A.J. I Foreldra- : félag ! við j dagheimili j Stofnað hefur veriö I Nes-J kaupstaö Foreldrafélag Dag- J heimilisins og er markmiöiö aö I efla og styöja starf heimilisins I eftir mætti, ma. meö öflun leik- J fanga og bóka, efnis til föndurs . og á annan hátt. Ennfremur aö I efla kynni milli foreldra og I starfsfólks dagheimilisins meöj fundum og annarri félagsstarf-, semi. 1 stjórn félagsins eru kosin af I foreldrum Arni Þormóðsson, J Björk Rögnvaldsdóttir og Þur-, tður Ingimundardóttir og til-1 nefndar af starfsfólki Guðrún I Björnsdóttir og Jóhanna J Stefánsdóttir. Viðtal við ODD JÚLÍUSSON verkamann Verum ekki eins og pólitísk geldneyti Gerðistu ungur sósialisti, | Oddur? ■ — Um leið og ég sá óréttlætið i ! þjóöfélaginu og misskiptingu I hinna svokölluðu llfsgæða. I Andúö mln á hvers konar hern- ■ aöarbrölti hvar sem er I heimin- I um spilar einnig þarna inn I. Ertu ánægöur með þessa I rikisstjórn? J — Ekki aö öllu leyti. Margt er I jákvætt viö hana, en I annað mætti fara betur. t>að er I andstætt i pólitikinni að verka- J lýösflokkar skuli heitbindast I borgaralegum öflum. En þessi I tvö öfl eru höfuöfjendur eins og ■ viö vitum. Hvaða bókmenntir lest þú I helst? — Ég hef gaman af sögu J verkalýöshreyfingarinnar eins J og Vori i verum eftir Jón Rafnsson, einnig ritum Magn- úsar Kjartanssonar, Sigfúsar Sigurhjartarsonar, Einars Olgeirssonar og ööru þjóö- félagslegu efni, sem lýtur að frelsi og rétti hins vinnandi manns. Þú kannar töluvert vöruverð I verslunum og skrifar um það pistla I Eyjablaöiö, málgagn Alþýöubandalagsins hér? — Ég geri þaö ööru hvoru. Þó pistlarnir séu ófullkomnir og gefi hvergi nærri rétta mynd af raunveruleikanum segja þeir svolitla sögu. Ég tel að neyt- endafélög og annaö ámóta I þeim dúr sé raunhæfasta leiöin til kjarabóta þar sem marg- sannaö er aö innkaupsverð á vöru er ekki þaö hagstætt þar sem afæturnar eöa milliliöirnir eru svo margir. Hvert er álit þitt á verkalýðs- baráttunni I dag? — Forusta verkalýðshreyf- ingarinnar er að mlnu mati steingeld og úr tengslum við umbjóðendur sina. Af þvi leiðir andvaraleysi, sem svo blóð- markar baráttuna, eða eigum viö kannski aö segja baráttu- leysiö. Raunar er þaö álit mitt að á siöari árum hafi veriö samiö fyrir auðvaldiö, en ekki láglaunafólkið. Þú ert ákveöinn I aö halda hinni sósialisku baráttu áfram? — Ég hef hugsað mér aö berjast fyrir hinn vinnandi lýö. Ekki sem pólutiskt geldneyti. Heldur sem virkur hlekkur i keöju mlns stéttarfélags. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.