Þjóðviljinn - 05.07.1980, Síða 5
Helgin 5. — 6. júlí. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Múrarasambandið
skorar á vinnuvcitendur
að fara að ræða samningamálín
í ályktun fjórða þings
Múrarasambands ís-
lands, sem haldið var i
byrjun júni, er þess
krafist að rikisstjórnin
beiti nú þegar áhrifum
sinum til lausnar vinnu-
deilunum auk þess sem
skorað er á vinnuveit-
endur að fara nú að ræða
samningamálin af sann-
girni og alvöru.
Rikisstjtírninni er bent á aö
lækka skatta launþega, halda
niðri verBi á brýnustu lifsnauð-
synjum með'lækkun skatta og
hertu verðlagseftírliti og endur-
skoða verðlagsgrundvöllinn. Þá
er gerö krafa til greiðslu fullra
visitölubóta á öll laun og þess
krafist að þrep launastigans verði
ákveðin i samningum. Þingið
mótmælir harðlega þeim áróðri
sem uppi hefur verið gegn upp-
mælingartöxtum iðnaðarmanna
og krefst þess að tilraunum til
skerðingar á verðbótum til þeirra
og annarra sem vinna eftir launa-
hvetjandi kerfi veröi hætt. Þá
mótmælir þingið ásælni rikis-
valdsins f hina almennu sjóði
verkalýðsfélaganna.
Bent er á að til þess að halda
jafnri og góðri atvinnu i bvee-
ingariðnaði þurfi sveitarfélögin
að kappkosta aö hafa nóg af
byggingarhæfum lóðum á boð-
stólum og að efla beri félagslegar
ibiíðabyggingar, þar sem
húsnæðiskostur sé snar þáttur i
kjörum launafólks.
Formaöur MUrarasambands
tslands til næstu tveggja ára var
kjörinn Helgi Steinar Karlsson,
Reykjavik, en fráfarandi for-
maður, Kristján Halldórsson, gaf
ekki kost á sér til endurkjörs.
Þess má geta að Múrarasamband
tslands hefur þá sérstöðu að vera
ekki i heildarsamtökum launa-
fólks, hvorki i Sambandi bygg-
ingarmanna né i Alþýðusam-
bandi tslands... — AI
tlr leik öster og Malmö FF á miövikudaginn.
Teitur bestur á vellinum:
Kjörinn í
landsUðið
segir sœnska blaöiö Dagens Nyheter
Yfirlýsing
Flugleiða:
Flug-
freyjum
var sagt
upp ádur
Þær flugfreyjur starfandi hjá
Flugleiöum, sem fengu tilkynn-
ingu um starfslok um siöustu
mánaðamót voru allar 1 sumar-
starfi, og ráðningarbréf þeirra
hljóðaði eingöngu upp á þafj, segir
i frétt frá Kynningardeild Flug-
leiöa, sem vill gera athugasemd
viö bréf frá stjórn og trúnaðar-
mannaráði Flugfreyjufélagsins,
sem birt var I blöðum 1 gær. Enn-
fremur segir í fréttinni:
„Flugfreyjurnar 31, sem fengu
tilkynningu um starfslok nú i
haust höfðu allar áður fengið upp-
sagnarbréf, en veriö boðið
sumarstarf hjá félaginu. Þeim
var jafnframt þvi boði sagt aö
þeim yrði tilkynnt starfslok með
góðum fyrirvara. Með þeirri til-
kynningu, sem send var 31 flug-
freyju s.l. mánaöamót var svo
gert.
Það er þvi misskilningur að
með þeirri tilkynningu, sem aö
ofan er getiö hafi verið um raun-
verulegar uppsagnir aö ræða þar
sem uppsagnir höfðu áður fariö
fram”.
Lækka
Spánverjar
verölag um
helming?
Það er mikil kreppa i spænsk-
um feröamannaiönaði og ráöu-
neyti þaö á Spáni sem fer meö
ferðamál er nú aö ræöa mögu-
leika á aö lækka um helming
verölag á hótelum og veitinga-
húsum.
Fiugfélög sem hafa lifaö á
Spánarferöum eru einnig mjög
illa stödd.
Spánverjar vilja leggja mikiö á
sig til aö endurheimta þann
straum feröamanna sem
hefur veriö þeirra drýgsta gjald-
eyrislind. Spánn hefur til aö
mynda misst þriöja hvern feröa-
mann frá Norðurlöndum, miöaö
viö aöstreymi fyrri ára.
Skagamaðurinn Teitur
Þórðarson lætur að sér
kveða í Svíþjóð. Meistara-
taktar eru nú sagðir yfir
liði hans öster sem sl. mið-
vikudag yfirspilaði
Malmö-FF 4—0. Þetta eru
nú efstu liðin f Allsvenskan
ásamt Gautaborgarliðinu.
Fyrir tveimur árum var
öster sænskur meistari og
blandar sér áreiðanlega í
þá baráttu í sumar með
sama spili segir Dagens
Nyheter.
1 leiknum á miövikudaginn út-
nefndi. Dagens Nyheter Teit sem
„mann leiksins”. Hann gerði eitt
þriggja marka i fyrri hálfleik og
bakverðir Malmö-FF réðu ekkert
við hann. Oster-liöið er mjög jafn-
sterkt og sérstaklega þykja mið-
vallarspilarar þess góðir. Sagt er
að eigi liðiö góðan dag standist
ekkert fyrir þvi.
I framlinunni segir DN að allt
hafi veriö á hreyfingu kringum
Teit Þóröarson hinn marksækna.
Leikinn 1 leiknum hafi hann unnið
I baráttu sinni við bakverði
Malmö-FF. DN segir að ötvfrætt
myndi Teitur sóma sér vel I
sænska landsliðinu og styrkja
það. Um það þýði hinsvegar ekki
að ræða og hann verði að láta sér
nægja að vera sjálfkjörinn i is
lenska landsliðiö úr þvi að hann
er ekki sænskur rfkisborgari.- ekh
Neil Grant, einn úr hópnum sem hingaö kemur. Hann er 18 ára
gamall og stundar enskunám viö York-háskóla.
Ætla að kenna
kajak-róður hér
Fimm manna hópur frá Kajak
klúbb I Watford I Englandi er
væntantegur til tslands á þriöju-
daginn kemur og ætla ma. aö
kenna og leiöbeina islenskum
áhugamönnum um þessa iþrótt.
Fyrirliöi hópsins er Neil Shave,
þekktur kajak-ræöari I Englandi,
en með honum koma þrir ungir
ræöarar, sá yngsti 14 ára.
Hópurinn mun skipta sér i
tvennt og kenna annarsvegar
kajakiþrótt á sjó og hins vegar á
ám og vötnum. Þeir koma til
Seyöisf jaröar, Akureyrar,
Reykjavikur og Hafnar i Horna-
firði og dveljast hér alls i þrjár
vikur.
Það er Samband kajak- og kanó
ræöara, British Canoe Union, sem
stendur fyrir ferðinni i samstarfi
við iþrótta- og æskulýðsmáladeild
menntamálaráðuneytisins hér
með stuöningi ýmissa fyrirtækja
og stofnana i Bretlandi, sem ma.
lána eða leggja til mestallan út-
búnaöinn. Klúbburinn sem hópur-
inn tilheyrir heitir St. Friendship
KayakKlub. —vh
Vildi draga fram
helstu meginatriði
— segir Haukur Helgason
í samninganefnd BSRB
I upphafi samninga-
nef ndarf undar BSRB
sem haldinn var á fimmtu
dag og skýrt er frá annars
staðar í blaðinu bar Hauk-
ur Helgason skólastjóri
fram tillögu þar sem lagt
er til að gengið verði til
samninga við ríkisvaldið
að fullnægðum nokkrum
meginatriðum sem flutn-
ingsmaður taldi líklegt að
fengjust fram.
I samtali viö Þjóöviljann
daginn eftir fundinn sagöi Haukur
að I rauninni hefði hann ekki
reiknað meö að tillagan yrði
samþykkt á fundinum. heldur
hefði hann flutt hana fyrst og
fremst til aö draga fram megin-
atriöi kjaradeilunnar og til aö
skýra stöðuna nú. Siðar á fundin-
um dró Haukur tillögu sina til
baka.
Þau atriöi sem Haukur taldi i
tillögu sinniskilyrði f.yrirað gengiö
yrði til samninga um eru I stuttu
máliþessi: Að grunnkaupstilboð-
iö verði tvöfaldað, tlminn til að fá
persónuuppbót styttist, yfir-
vinnustuðull hækki, ekkert þak
komi á visitölu, tryggt verði að
félagar f BSRB sem flokkast 1
sambærilega launaflokka og
félagar I BHM verði ekki lægra
launaöir en þeir, tryggt veröi aö
reglan um möguleika á starfslok-
um við sextugt nái fram að ganga
og að samningurinn gildi I eitt ár,
frá 1. júli 1980 til jafnlengdar að
ári. Jafnhliða þessu verði samiö
um önnur atriði á grundvelli
þeirra viðræöna sem farið hafa
fram við fulltrúa rikisvaldsins á
undanförnum vikum. — hs
Vöndum val á
barnabókum
Kennarar á námskeiði sem
haldið var I Æfingaskóla
Kennaraháskóla lslands nýlega
tóku til umræðu stöðu barnabóka,
innihald þeirra og gildi. Kennar-
arnir komust aö þeirri niðurstöðu
aö mjög þyrfti að vara við aukn-
um hlut fjölþjóöaprents, sem
hefur streymt á markaðinn, má
þar nefna Tinnabækurnar og
Strumpabækurnar. Þeir segja
þessar sögur fátækar að orðum og
óaðgengilegar börnum sem eru
aö læra að lesa og skrifa. Þá segja
kennararnir aö þessar bækur séu
fullar af fordómum og samfélags-
myndin sem þar birtist er
gjörólik þvi sem börnin þekkja og
hjálpar þeim ekki að skilja
umhverfi sitt.
Kennararnir itreka þá beiðni til
bókaútgefenda að þeir dragi úr
útgáfu þessara bóka en geri sitt
til að efla útgáfu islenskra barna-
bóka. Að lokum skora kennararn-
ir á alla að vanda val bóka sem
börnum eru gefnar.