Þjóðviljinn - 05.07.1980, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. — 6. júli.
5*1 Félagsmalastofnun Reykjavíkurborgar
IJ 5 Vonarstræti 4 simi 25500
Félagsráðgjafi óskast til starfa við fjöl-
skyldudeild, útibúið Asparfellí 12.
Umsóknarfrestur til 26. júli n.k.
Upplýsingar veita yfirmaður fjölskyldu-
deildar, s. 2 55 00, og deildarfulltrúar, s.
7 45 44.
UTBOÐ
Vitastjórn íslands býður út smiði á 465
rúmm steinkeri fyrir vita á Tösku við
Rifshöfn.
Útboðsgagna má vitja hjá Hafnarstjór-
anum á Rifi og á Vitamálaskrifstofunni
Reykjavik gegn 10.000,- kr. skila-
tryggingu.
Tilboðum sé skilað til Vitamálaskrif-
stofunnar eigi siðar en kl. 10.00 24. júli
1980.
Leninisminn
er kominn út!
Grundvallarrit um
flokkskenningar Lenins.
Fæst í Bóksölu stúdenta og
hjá Fylkingunni/
Laugavegi 53 A.
Fylkingin.
ÚTBOÐf
Elliðaárbrú hjá Árbæjarstíflu
Tilboð óskast i smiði „Elliðaárbrúar hjá Arbæjarstlflu”
fyrir Borgarverkfræðingsembættið. Brúin er samfelld
holkassabrú yfir tvö höf úr spenntri steypu.
Heildarlengd brúarmannvirkisins er 104,60 m og heildar-
breidd 10,80 m.
Útboðsgögn eru til synis og afhendingar hjá Innkaupa
stofnun Reykjavikurborgar, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik.
Otboðsgögn eru afhent gegn 100.000,- kr. skilatryggingu.
Frestur til aðskila tilboðum er til kl. 11.0031. júli 1980.
Skilafrestur verks er til 31. október 1981.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Borgarspítalinn
Lausar stöður
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Deildarstjóri.
Staða deildarstjóra á endurhæfingardeild Borgarspital-
ans (Grensásdeild). Umsóknarfrestur til 31. júli. Staöan
veitist frá 1. sept..
AOstoöardeildarstjóri.
Staöa aðstoðardeildarstjóra á slysadeild. Umsóknar-
frestur til 31. júli. Staðan veitist frá 1. sept..
AOstoOardeildarstjóri.
Staða aðstoðardeildarstjóra við lyflækningadeild er laus
nú þegar..
FÓSTRUR
Forstööukona.
Staða forstöðukonu á barnaheimili spitalans Skógarborg.
Umsóknarfrestur til 1. sept..Staöan veitistfrá 1. okt..
Allar upplýsingar varðandi stöður þessar s.s. um kjör og
kröfur til menntunar umsækjanda eru veittar á skrifstofu
hjúkrunarforstjóra, simi 81200 (201) (207).
Reykjavik, 6. júli 1980.
Símmn er $1333
DIOÐVIÚINN Siðumúla 6 S^1333.
Gleði, sviti og tár
— rabbað við Gísla Helgason og Guðmund Árnason
um Vísnavini og norðurlandamót vísnasöngvara
Um þessar mundir er töluverð-
ur fjöldi félaga úr Vísnavinum I
höfuöborg sænskra visnavina,
Gautaborg f Svíþjóö,og taka þar
þátt i Norrænu Visnasöngvara-
móti. Blaöamaður hitti á tvo for-
svarsmenn íslenskra visnavina,
þá Gfsla Helgason og Guömund
Árnason, kvöldiö áöur en haldiö
var af staö, og tóku þeir töfinni
viö undirbúning feröarinnar vel
og svöruöu ljúfmannlega nokkr-
um spurningum.
Efla tengsl visnavina.
„Það er nú oröiö dálftið siðan
við fórum að halda uppi tengslum
viö aðra visnavini á Noröurlönd-
um, einkum i Sviariki, og þessi
ferð er öðrum þræði farin til aö
viðhalda þeim tengslum sem þeg-
ar eru komin á, og auðvitaö lika
til að efla þau og treysta. Viö vilj-
um einnig kynna okkur af eigin
raun það sem er aö gerast I þar-
lendum visnasöng, og betra tæki-
færi gefst varla til þess en á svona
visnasöngvaramóti. Svo erum viö
auðvitað lika aö kynna það, sem
við erum að gera hér heima og
margir hafa séð og heyrt á vlsna-
kvöldunum á Borginni.
Visnahátiðin stendur i þrjá
daga og veröur á Sárö, sem ku
vera eyja nærri Gautaborg. Þar
gefst hverjum og einum færi á að
koma fram og sýna sig, og svo
auðvitað að sjá aðra, sem ekki er
minnst vert — það er ákaflega
mikilvægt aö fylgjast með þvi
hvað félagar okkar á Norðurlönd-
um eru aö fást viö.
Meöal þeirra sem fara auk okk-
ar eru Bergþóra Arnadóttir, Hall-
dór Kristinsson, Aðalsteinn As-
berg Sigurðsson, Árni Guð-
mundsson, Guörún Edda Ólafs-
dóttir og Erna Guðmundsdóttir.
Þessi hópur hefur komið sér sam-
an um að troða upp á aöalkon-
sertinum, en hann verður haldinn
I Liseberg, frægum skemmtistað
IGautaborg. Þar eiga allar þjóöir
aö koma fram, hver með sinn
hóp. Við ætlum að troða upp undir
nafninu Grýla. Það er þó sár-
grætilegt, að við getum ekki haft
með I för fleiri góða visnavini,
sem komið hafa fram á visna-
kvöldunum. Við gerðum tilraun
til að fá styrk frá menntamála-
ráöuneytinu, en félaginu var
synjaö. Þannig urðu margir frá
aö hverfa af efnahagslegum
ástæðum, sem sómi heföi verið að
hafa meö I feröinni.”
Reynslan af vetrarstarf-
inu.
„Það hefur orðiö okkur ósvikið
gleðiefni, að þessi visnakvöld sem
verið hafa nú I seinni tið á Borg-
inni, eiga stöðugt meira fylgi að
fagna. Viö renndum I upphafi dá-
litiö blint I sjóinn meö hið frjáls-
lega form, en það hefur gefist
mjög vel. Þaö hefur sýnt sig að
fólk kann ágæta vel að meta það
aö vita aldrei á hverju það á von.
Það er líka ánægjulegt að vita til
þess, að Visnakvöldin eru orðin
fastur depill I menningarlifi
bæjarins, mikið af góðum kröft-
um hafa komiö þar fram, og þaö
er óhætt að segja, að hér sé aö
myndast dugmikill kjarni ágætra
visnasöngvara. Við höfum lika
greinilega orðið varir viö að það
er oft samá fólkið, sem hefur sótt
visnakvöldin og það má ætla, að
þau hefðu ekki orðið jafnvinsæl og
raun ber vitni, nema af þvi að
Guðmundur Árnason
GIsli Helgason
visnasöngvararnir sem koma
fram, eru allir saman, karlar sem
konur, Urvalskraftar. Þetta finnst
okkur mikiis virði.
Reykjavík — Svlþjóð —
dreifbýlið?
Það er I stefnuskrá félagsins að
stuðla að stofnun visnavinadeilda
viðsvegar Uti um land. Við höfum
einnig farið töluvert héðan og
haldið vi'snakvöld, m.a. á þessum
vetri I Festi i Grindavik, og svo
reyndum við að leggja undir okk-
ur Austurland I frumbernsku
visnavina hérlendis. Það tókst
misjafnlega hvaö aðsókn varöaöi,
en vonandi höfum við þó skiliö
eitthvað eftir okkur. Og svo má
ekki gleyma kassettunni, sem við
vorum aö gefa Ut — á hana geta
menn hlustaö hvar sem er á land-
inu, óháð bUsetu. Þessi kassetta
kom til af þvi, að við tveir vorum
búnir að viöa að okkur feiknjnikl-
um tækjum til hljóðupptöku og
tókum upp á þvi i bríarli að hljóð-
rita visnakvöldin.
Sumpart áttu þó upptökurnar
að geta nýst þeim visnavinum
sem vildu hlusta á sjálfa sig og á
þann hátt þróa bæöi söng sinn og
undirleik, og I þvi skyni hafa upp-
tökumar reynst vel.
Svo fæddist sú hugmynd að gefa
Ut safn af þvi besta sem fram
hefði komið á kvöldunum, og þaö
er ætlunin að gefa Ut fleiri en eina
kassettu, enda er tilgangurinn og
kosturinn augljós. Með kassett-
unni er hægt að rifja upp
skemmtileg vlsnakvöld, kynnast
vlsnasöng, og svo er þetta ekki
sist gefið Ut f þeirri von að afla
megi félaginu peninga.”
Væntanlegt með vetrin-
um
„Við stefnum að þvl að halda
visnakvöldunum áfram reglu-
lega, höldum áfram að taka þau á
segulband til varðveislu, og von-
um að þessari fyrstu kassettu
verði tekið svo vel, að við getum
ráðist I Utgáfu annarrar um ára-
mótin næstu.
Svo má ekki gleyma þvi, að
þrátt fyrir visnakvöldin og allan
þorra fólks sem þau sækir, erum
viö félagsskapur með félags-
bundna meðlimi, og þeir verða aö
eiga kost á að hittast innbyrðis,
bæði til skrafs og ráöagerða, en
ekki siður til aö reyna efni sitt,
visur og söng, hver fyrir annan.
Þess vegna var þaö, að við ákváð-
um að hafa félagakvöld reglulega
næsta vetur, og höfum fengið inni
fyrir þau aö Frlkirkjuvegi 11. Þar
á okkar meðlimum aö veitast
tækifæri til að syngja fyrir aöra,
án þess aö um fullæft prógram sé
að ræöa. Það er hverjum vlsna-
söngvara brýn nauðsyn að eiga
kost á þvi.”
Persónuleg plötuútgáfa
„Það er nU eiginlega ekki kom-
inn tími til að segja eitt eöa neitt
frá þvi'sem við tveir munum gera
eftir að visnamótinu 1 Gautaborg
lýkur. Þaö ætti þó aö vera óhætt
aö gera opinbert að við munum
skálma á fund Hanne Juhl, sem
velþekkt er hér á landi fyrir
visnasöng sinn og þátttöku I
Musica Nostra ásamt okkur. Það
stendur til að endurvekja Musica
Nostra, feröast um Sviþjóö I sum-
ar og stefna á hljómplötuUtgáfu
meö haustinu. Einn mikill unn-
andi vi'snasöngs hefur til umráða
hljóðver i' Lundi I Suður-Svlþjóð
og hefur Itrekaö látiö I ljós áhuga
á að taka okkur upp og Utvega
siðan Utgefanda. En þetta er nU
allt á frumstigi ennþá. Það er
ekki vert að segja frá þvi.”