Þjóðviljinn - 05.07.1980, Síða 15

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Síða 15
Helgin 5. — 6. jiill. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 A bernskudögum kvikmyndageröar hér voru gerðar miklar kröfur til umburðarlyndis áhorfenda. — Milli fjails og fjöru. í tilefni umræðu um Óðal feðranna: Hvað ræður íslenskra kvikmyn velgengni ikmvnaa? Mannhatur mestan part Um daginn var ég aö rifast við kunningja minn út af Óöali feör- anna, nýrri islenskri kvikmynd. Hann var, eins og fram hefur komiö hjá fleirum, óánægöur með kvenfólkiö I myndinni, þaö var annaöhvort heimskt eöa hugsunarlaust sagöi hann og fannst þetta bera nokkurn vott um kvenfyrirlitningu (svipuö viöhorf hafa komið fram í gagn- rýni hér 1 blaðinu). Ég spuröi si sona: af hverju kvenfyrir- litningu? Eru karlmenn i þessari mynd eitthvaö skárri? Hvaö um þá hugsunarlausu stráka sem hlaupa frá móöur sinni I hennar raunum á út- farardegi fööur þeirra til aö súpa, klipa stelpur og reykja gras? Hvaö um þingmanninn, kaupfélagsstjórann og bisness- manninn, sem hver meö sinum hætti nota sér fátækt og hrekk- leysi „atkvæðanna”? Má vera, sagöi kunningi minn, aö viö ættum þá heldur aö tala um mannfyrirlitningu i myndinni. Þar er allt svo nei- kvætt og ömurlegt. Upp úr slikum hlutum vill höfundur myndarinnar velta sér. Ömurleikinn Ég vissi aö þessi óánægöi áhorfandi kvikmyndar var hrif- inn af bókum Guöbergs Bergs- sonar og sagöi þvi: Hvaö eiga menn þá aö segja um bækur Guðbergs? Neikvæöi á neikvæöi ofan. Þar skín ekki sól Ætla menn aö saka höfundinn um mannfyrirlitningu? Nei, Guöbergur, þaö er allt annaö, sagöi hann. Athugum þetta svolitiö nánar. Guöbergur Bergsson og Hrafn Gunnlaugsson eru auövitaö mjög ólikir höfundar og kannski út i hött aö reyna viö einskonar samanburöargæöamat á þeim. En ég held aö I tilsvari marg- nefnds kunningja megi taka eftir öörum hlut, sem ekki kemur beinlinis viö sérkennum einstakra höfunda. Meö öörum oröum: ég held, ab hér sé á ferö- inni enn eitt dæmi um þaö, aö lslendingar hafa ekki vanist kvikmyndinni, allra sist geta þeir nálgast Islenska kvikmynd meö sama hugarfari og þeir lesa bækur — eöa þá horfa á kvikmyndir sem utan aö berast. Satt aö segja eru þaö miklar ýkjur aö tala um aö margnefnd mynd, Óðal feöranna, sé sér- staklega neikvæö. ólániö eltir um hriö tiltölulega saklausa fjölskyldu og er þaö gæfuleysi alls ekki dularfull geöþótta- starfsemi örlaganna heldur á þab sér ofur skiljanlegar rætur i samfélagi siöari áratuga. Þessi rás atburöa veröur til þess, aö ungur drengur, enn óskrifaö blab aö mestu, lokast inni i þröngum hring og gefur upp á bátinn tilraunir til aö rjúfa hann. Er þetta ekki ofur ein- föld og kunnugleg saga? Jákvæðu kröfurnar Og svo vikið sé aftur aö „nei- kvæðinu”. Hræddur er ég um, aö einnig þeir sem taka sér slik orö i munn átti sig ekki á þvi, hvernig þeir ætla aö beita sliku hugtaki til fordæmingar á lista- verkum. Reyndar hefur um- ræöa i þessa veru ekki veriö neitt aö ráöi á döfinni lengi. En ég man sæmilega vel þá tiö, þega menn fylgdust meö so- véskri umræöu um bókmenntir og listir, þar sem mikib var um þaö talaö, aö þaö þyrfti aö sýna i verkum jákvæöar persónur og sigursælar, sem heföu meö ýmsu móti betur f átökum viö ill öfl og „neikvæö”. 1 þessari um- ræöu var eins og gert ráö fyrir þvi aö td.i hverri kvikmynd eöa skáldsögu væru fundin einhver „rétt” hlutföll milli persóna sem væru holdtekningar jákvæöra eöa neikvæöra afla i pólitiskum og siöferöilegum skilningi. Upphaflega var þetta ekki illa meint en afleiöingarn- ar voru hinar verstu: pólitisku valdi var endanlega beitt til aö þvinga fram „jákvæða” — og meö öörum oröum: einfaldaða og fegraöa mynd af samfélag- inu. Þetta geröist af pólitiskum ástæðum — en I öörum heims- hluta geröist þaö af markaðs- ástæöum, aö farsæl málalok, sigur hins góöa, Happy End, varö aö svo til ófrávikjanlegu lögmáli i fjöldaframleiöslu Hollywood á kvikmyndum. út- koman varö endanlega ekki ósvipuö: einnig þessi fram- leiösla varö til aö breiöa yfir raunveruleg vandamál I sam- félaginu, varö til aö gera ein- faldari og ómerkilegri þær hetjur og skyldufanta sem sýndir voru á tjaldinu. íslensk viðkvæmni Margt af þvi sem mikið bar á á mektardögum sósialrealism- ans svonefnda og svo Hollywood sýnist nú liðin tið. En einhverjar hliðstæður viö þá tima skjóta jafnan upp kolli ööru hvoru og, sem fyrr segir, verða menn varir við þær þegar Islenskir menn búa til kvikmyndir. Það er engu likara en i allmörgum lslendingum búi slik ofurvið- kvæmni gagnvart sinu nánasta umhverfi, aö þeir fari eins og ósjálfrátt aö hugsa sér, aö út- lendir menn, sem fátt vita um Island sitji viö hliö þeirra, og að sú filma sem þeir horfa á, sé þeirra Islandsmynd, og þá veröa menn mjög áhyggjufullir og hugsa eitthvaö á þessa leiö: Þetta er ekki rétt mynd. Þetta er vond landkynning. Ólíkir miðlar Sem fyrr segir: Þaö er ekki sama hvaöa miöil menn nota. Þaö sem leyfist Guöbergi leyfist ekki Agústi eöa Hrafni eða Þor- steini Jónssyni. Og taki menn eftir þvi, aö timinn kemur inn i þetta dæmi meö sérstæöum hætti. Þegar raunsæisskáld- sagan var ab vinna mikla sigra hér á landi á fjóröa áratugnum, gátu talsmenn hins óbreytta ástands efnt til talsveröra æs- inga gegn ýmsum verkum á þeirri forsendu, aö þar væri fariö meö niö um tiltekin fyrir- bæri I islenskum veruleika. Sjálfstætt fólk er frægt dæmi. Hún var i ótal blaöagreinum niö um bændastéttina, niö um at- orku hins sjálfstæöa manns, niö um samvinnuhreyfinguna og af- skapalega vond landkynning. Omurleg bók og neikvæð, full meö lús og skit og ljótleika hverskonar. Þessi róöur var svo sterkur, aö þaö þurfti Nóbels- verölaun til aö hnekkja þvi- likum skilningi á Sjálfstæöu fólki, Heimsljósi og fleiri skáld- sögum i vitund fjölda manna. Óskað eftir samnefnara Þessi reynsla og svo sú staö- reynd, aö menn eru, þrátt fyrir allt, nokkuö vanir bókum hér á landi, hefur orðiö til þess, aö menn hafa yfirleitt sætt sig viö þaö sem stendur i skáldsögum, hve „ljótt” sem þaö er og grimmt. Umburöarlyndib er kannski einum of mikiö á stund- um, þvf þaö vekur upp grun- semdir um aö þaö lifi á þvi aö áhrif bókmennta hafa sett ofan, þær skipta menn ekki sama máli og áöur. Menn eru hins- vegar miklu frekar á varöbergi þegar komiö er aö bókum sem ætlaöar eru börnum. Astriöur geta risiö hátt hvenær sem i slikum bókum er fariö út af troönum brautum I kynferöis- málum, trúmálum og f túlkun á valdi og eignarrétti. Barna- bækurnar eiga aö vera i anda einhvers samnefnara sem gilda skal um allt þjóðfélagið: þar er plúralisminn, samspil fleiri viö- horfa, tortryggilegt fyrirfram. Enn sem komiö er aö minnsta kosti. Og einhver svipaöur tauga- strekkingur er enn á ferö þegar islenskar kvikmyndir veröa til. Þær mæta enn hjá allmörgum einhverjum sérkennilegum mælikvarða, sem er annar en sá sem sama fólk leggur t.d. á is- lenska skáldsögu eöa breska kvikmynd, svo dæmi séu nefnd. Enn er eins og blundi i vitund áhorfenda einhver ósk um sam- nefnara fyrir okkur öll I nýrri is- lenskri kvikmynd af fullri lengd, ósk um, aö þar komi fram aö i fögru landi býr, þrátt fyrir allt, fagurt mannlif,. Þegar svo kvikmyndahöfundai- leggja einhverjar þær áherslur sem ganga gegn slfkum óskum, er stutt f beiskju og sárindi. Islensk kvikmyndagerö er til, en þvf fer vfst fjarri aö hún sé oröin sjálfsagöur þáttur f tilveru okkar. AB •sunnudags pistill erlendar bækur The Oxford Diction- ary of Saints. David Hugh Farmer. Clarendon Press / Oxford 1979. Heilagra manna sögur voru einkar vinsælt efni aö iesa eöa hlýöa á upplesiö á miööldum og slðar. Verndardýrlingar tóku snemma viö af penates og lares og hver stétt átti sinn dýrling og hver einstaklingur haföi mikla helgi á vissum dýrlingum og haföi oft einhvern fyrir sinn verndar- dýrling. Dýrlingadýrkunin flétt- aöist bókmenntum og listum og á sinum tima urðu legstaöir dýr- linga mjög sóttir af pilagrimum og öörum þeim sem vildu gjarnan tryggja sér góöa vist annars heims. Dýrlingadýrkunin var snar þáttur kristnihalds fyrrum og ekki siður efnahagsllfsins i tengslum viö feröamennsku og hýsingu og fæöslu feröamanna. Iönaöur margskonar og verslun blómstraöi nálægt hinsta legustaö dýrlinga; þar sem margt fólk þyrptist samanvaröeinhver þjón- usta að vera fyrir hendi. Hver dýrlingur átti sinn dag og helgi sumra var svo almenn aö vissir dagar voru haldnir hátfölegir. Dýrlingatilbeiöslan er einn þáttur almennrar menningarsögu meöal kristinna þjóöa og þvf eru rit sem þetta nauðsynleg uppsláttarrit fyrir þá sem stunda menningar- sögu eöa almenna sagnfræöi. Rit- iö er einkum sniöiö aö þörfum þeirra þjóöa sem byggja Bretlandseyjar, en þaö snertir vitaskuld nálægar þjóöir, þvf aö enskir dýrlingar voru tignaöir jafnt margir hverjir f nágranna- löndunum eins og i heimalöndun- um. Skráin nær til þeirra dýrlinga sem liföu og dóu á Bretlandseyj- um eöa voru dýrkaðir þar. Skráin nær yfir eitt þúsund dýrlinga. Messudagar dýrlinga eru skráöir I bókarlok. The English Language in Medieval Literature. Norman Blake. J.Mm Dent 1977. Höfundurinn er kennari viö Háskólann i Sheffield, hann hefur skrifaö nokkrar bækur um enskar bókmenntir. I þessari bók ræöir hann einkum afstöðu lesenda til fornra texta, og telur aö kunnátta I miðaldaensku sé forsenda þess aö menn geti skiliö og notiö þeirra bókmennta sem þá voru skapaöar. Einnig telur hann aö menn þurfi aö kunna nokkur skil á starfi miöaldaskrifarans og jafnvel tækninni viö bókageröina. Nútimamál getur ruglaö rétt mat á miöaldabókmenntum, ósjálf- rátt miðar lesandinn við þaö málfar sem hann hefur vanist og les þvf i máliö, bætir viö og skekkir þaö sem höfundurinn eöa höfundarnir skrifuöu á sfnum tima, svo aö boöskapurinn veröur einhvers konar bastaröur nútfmamáls og miöaldamáls, merkingin skekkist. Höfundurinn sýnir fram á hvernig nútima út- gefendur miöaldatexta búa efniö i hendur lesandans, svo aö þaö veröur annaö fyrir nútimamann- inn en miðaldalesandann. Þvi hefur oft verið haldiö fram aö bókmenntaverk veröi auö- skildari og réttar metin, ef menn vita sem mest um þær aöstæöur sem þau voru unnin viö. Sama gildir vitaskuld um máliö, sem verkin voru skrifuö á, en eins og áöur segir þá lesa t.d. Englendingar miöaldaensku meö nútfma ensku i huga, þvf getur út- lendingur e.t.v. náö betri skiln- ingi á enskum miöaldatextum, heldur en Englendingur, vegna þess aö textinn er honum málfarslega óskyldur. Hann les textann án þess aö tengja hann stööugt háttum og venjum nútima enskrar málnotkunar. Þetta er þörf bók fyrir Englendinga og gæti einnig hentaö vel fslenskum aöstæöum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.