Þjóðviljinn - 05.07.1980, Qupperneq 17
Helgin 5. — 6. júll. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Meöalbill vegur um 800 kg.
og maður um 70 kg. 98% af
þeirri orku sem eyðir fer
til að knýja farartækið en
aðeins 2% til að flytja
manninn.
Hvað finnst fólki um réttindi vegfarenda þeirra sem
ganga, hjóla, ferðast með strætisvögnum eða einkabíl-
um? Njóta allir þessir aðilar þokkalegs jafnréttis í um-
ferðinni?
Guðrún Agústsdóttir stjórnarformaður SVR:
Vegfarendur hafa
um fátt aö velja
„Nei, mér finnst ekki hægt aö
tala um jafnan rétt allra vegfar-
enda meöan menn hafa um svo
fátt aö velja til aö komast leiöar
sinnar og raun ber vitni. Hvort
sem okkur likar betur eöa verr
veröur aö horfast i augu viö þá
staöreynd aö meöan strætis-
vagnaþjónustan er ekki full-
komnari en nú eiga menn varla
um annaö aö velja en einkabil-
inn”.
Svo fórust orö Guörúnu Agústs-
dóttur stjórnarformanni SVR um
jafnrétti vegfarenda. „Mér sýnist
aö þaö þurfi aö vera virkilegt
hugsjónafólk sem stendur gegn
þvi að fá sér bfl. Og jafnvel þó aö
hugsjónin sé fyrir hendi og viljinn
lika,er þaö oft á tiöum ekki nóg.
Fólk sem á lltil börn sem þarf aö
koma i gæslu daglega á ekki hægt
um vik billaust. Sama er aö segja
um marga aöra sem búa I hverf-
um þar sem þjónusta strætis-
vagnanna þyrfti aö vera betri og
alla sem eru háöir strætisvögnum
um kvöld og helgar. Allir þessir
eru illa settir billausir. Svo er llka
á þaö aö lita aö þaö eru hreint
ekki allir sem hafa efni á aö eign-
ast bll og eins eru margir sem
ekki hafa bilpróf, bæöi þeir sem
hafa ekki til þess aldur og aörir
sem af einhverjum ástæöum
annaðhvort vilja eöa geta ekki
ekiö bll. Þetta fólk er illa sett I
umferöinni.”
„Mér finnst lika vafasamt aö
hvetja fólk mjög til aö hjóla, hér i
Rvk er bókstaflega ekkert gert
fyrir hjólreiöamenn og ég held
hvergi á landinu öllu. Meöan svo
er getur beinlinis veriö lifshættu-
legt aö hjóla þar sem umferöin er
mest. Margir vagnstjórar hafa
sagt mér aö þeir séu yfirleitt meö
lifiö i lúkunum vegna hjólreiöa-
manna. Samt er ég viss um aö
þaö er fjöldi fólks sem gjarnan
vildi hjóla”.
Helduröu þá aö margir sem nú
eiga bfl myndu losa sig viö hann
væri fleiri kosta vöi I umferöinni
en nú er?
„Ég er sannfærö um aö þaö er
til fullt af fólki sem vildi nota pen-
ingana sina til annars en kaupa
og reka bil ef umferöarskipanin
Guörún Agústsdóttir
væri önnur en þá þarf lika aö bæta
strætisvagnaþjónustuna”.
Hvaö er þaö aöaliega sem
stendur bættri strætisvagnaþjón-
ustu fyrir þrifum hér I Rvk?
„Þaö er fjárskortur fyrst og
fremst. Meöan Strætisvagnar
Reykjavikur eru reknir meö 1240
milj. króna halla er ég hrædd um
aö erfiölega gangi vel aö fá aukiö
fé til rekstrarins”.
En er nauðsynlegt aö þessi
þjónusta beri sig fremur en önnur
þjónusta viö almenning, er þetta
ekki hluti af samneyslunni?
„Þaö hefur alltaf veriö stefna
Alþýöubandalagsins aö sjálfsagt
væri aö greiöa niöur fargjöld meö
vögnunum. Lengi vel stóöu þau
undir 2/3 af rekstrinum, en sl. tvö
ár hefur þetta fariö niöur I 50%.
Þannig greiöir borgin alltaf
meira og meira meö þessum
rekstri og ætti aö gera stórátak I
strætisvagnamálum kæmi þaö
niöur á öörum málum, sem lika
eru nauösynleg. Þetta er spurn-
ing um skiptingu þess fjár sem
fyrir hendi er.”.
„Fargjöld meö strætisvögnun-
um hér eru mjög lág, ein hin
lægstu I Evrópu og viö fáum ekki
aö hækka þau vegna þess aö þau
vega svo þungt I vísitölunni. Ef
fargjöldin hækkuöu sem ein-
hverju nemur þýddi þaö allveru-
lega kauphækkun hjá launa-
fólki”.
Villandi orkuspá
Anna Magnúsdóttir.
Anna Magnúsdóttir
bókasafnsfræðingur
Hjólreiða-
brautir
„Mér finnst áberandi hvað hjól-
reiöamenn hafa litinn rétt i um-
feröinni. Ég bjó um nokkurt skeið
I Danmörku og þar eru hjólreiða-
brautir mjög vlöa. Samt eru
Danir ekki ánægðir og vilja aö
brautunum veröi fjöigaö. Hérna
aftur á móti eru þær ekki til og ég
sé ekki nein merki þess ,aö þær
séu væntanlegar. Ef svona heldur
áfram er ég hrædd um aö sá
áhugi sem nú er vaknaöur á hjól-
reiðum detti niöur og menn gefist
udp á ööru en aö fara allt I bilnum
slnum”.
Þetta segir Anna Magnúsdóttir
bókasafnsfræöingur á verkfræöi-
stofu Siguröar Thoroddsen,en hún
býr viö Nýbýlaveg I Kópavogi.
„Ég er llka viss um þaö”, held-
ur Anna áfram, „aö fólk notaöi
strætisvagnana miklu meira en
þaö gerir ef feröirnar væru tiðari.
Ég vinn inni 1 Armúla,og þurfi ég
aö skreppa I bæinn tek ég alltaf
strætó. Mér finnst þaö alveg glap-
ræöi aö vera aö fara þaö i einkabil
um miöjan daginn, umferöin er
svo mikil aöþú ert alveg eins fljót
aö fara meö strætó. Það er svo
annaö mál aö stundum er alltof
seinlegt aö fara meö strætis-
vagni, sérstaklega um helgar og á
kvöldin, þá eru feröirnar svo
strjálar, ekki nema á hálftima
fresti”.
Þar sem ég bý er aöstaöa fyrir
gangandi og hjólandi vegfar-
endur ákaflega slæm. Gangstétt
er engin og svo á aö fara aö
breikka götuna—Nýbýlaveginn.
Umferðin um hann er nú þegar
alltof hröð. og ekki batnar
ástandiö eftir aö gatan hefur
veriö breikkuö. Mér fyndist aö
heldur heföi átt aö gera ráöstaf-
anir sem hægöu á umferðinni, svo
sem aö fjölga gangbrautar- og
umferöarljósum”.
Islenskar umferðar- og orku-
spár gera yfirleitt ráö fyrir
óbreyttri stefnu i umferöarmál-
um og þar meö fjölgun einkablla.
Þannig er þvi fariö meö spá
Orkustofnunar frá i fyrra þar sem
spáö er um fjölda einkabila til
ársins 2000. (Morgunbl. I mars
1979). Samkv. henni veröa rétt
rúmlega tveir um hvern bll áriö
2000, nú eru þaö 2.8 á bll. Um
miöjan níunda áratuginn veröa
um 1000 manns um hverja 400
bila.
Væri spá sem þessi unnin með
almannaþarfir i huga hlytu aörir
kostir aö vera athugaöir um leiö
og spáö um þróunina út frá mis-
munandi forsendum. Þaö er ekki
gert og þvl er spáin villandi, ef
ekki óheiöarleg.
Hvernig myndi hún t.d. lita út
ef stefnubreyting yröi I umferöar-
málum á þann veg aö strætis-
vagnaþjónusta batnaöi almennt
um helming eöa meira ásamt
öörum ráöstöfunum sem
minnkuöu þörfina fyrir einkabll?
Slík spá gæti sýnt aö einkabllum
muni fækka fram til aldamóta I
staö þess aö fjölga.
Litum á þrenns konar spár:
— Spá Orkustofnunar gerir ráö
fyrir óbreyttri stefnu i um-
feröarmálum og hlutfallslegri
f jölgun bilaflotans og veröur þá
bilaeignin um aldamót 141 þús.
— Hófleg spá um fjölgun bifreiöa
I takt viö fólksfjölgun miöar á
86 þús. bilum.
— Breytt stefna i umferöarmál-
um getur komiö bilafjöidanum
niöur I 50—58 þús. bila.
Þetta sýnir aö spá Orkustofn-
unar er háö stefnumörkun þjóö-
félagsins I umferöar- og orkumál-
um en hún er einnig vel fallin til
aö venja menn viö þensiuhug-
takiö og telja mönnum trú um aö
þaö hljóti aö vera nánast náttúru-
lögmál aö bilum fjölgi hlutfalls-
lega, þannig aö bráölega um
aidamót veröi allir Islendingar
„komnir á fjögur hjól” eins og
dagblaöið Vlsir oröaöi þaö ný-
lega.
Spá um fólksbifreiöafjölda
Ár Ibúafjöldi þús. Folksbifreiöar á 1000 íbúa Bifreiöafjöldi þús. Eyösla Ml/ári
1976 220,9 294 65,0 100,0
1977 223,9 309 69,1
1978 227,0 322 73,2
1979 230,0 336 77,2
1980 233,1 349 <r> H co 116,1 (112,4)
1981 236,1 361 85,2
1982 239,2 373 89,1
1983 242,2 384 92,9
1984 245,3 394 96,6
1985 248,3 404 100,2 129,4 (123,6)
1986 251,4 413 103,7
1987 254,4 421 107,1
1988 257,5 428 110,3'
1989 260,6 435- 113,5
1990 263,6 442 116,5 136,1 (128,2)
1991 266,6 448 119,4
. 1992 269,7 453 122,2
1993 272,7 458 124,9
1994 275,7 462 127,5
1995 278,7 466 130,0 137,5 ( 127,6)
1996 281,7 470 132,4
1997 284,7 473 134,7
1998 287,7 476 136,9
1999 290,7 478 139,1
2000 293,6 481 141,2 135,1 (123,6)
Þessi spá Orkustofnunar um þróun umferöar og fólksbllaf jölda til aida-
móta er varla réttlætanieg þar sem ekki eru jafnhliöa geröar umferöar
spár sem byggja á öörum forsendum. Svona vinnubrögö þykja ekki góö
latina lengur og spár sem þannig eru unnar teljast ekkl áreiöanlegar.