Þjóðviljinn - 05.07.1980, Síða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN" Helgin 5. — 6. Júll.
STARF OG KJOR
Ingvar Kristjánsson geðlæknir
ENDURHÆFING ER
BESTA LÆKNINGESF
Geðrænir kvillar hrjá 25-30% íslendinga
— Samkvæmt könnun
Tómasar Helgasonar
prófessors eru það um
25—30% íslendinga sem
einhvern tima ævinnar
fá geðrænan kvilla eða
sjúkdóm sem þeir þurfa
að leita aðstoðar með.
Þessir kvillar eru mis-
alvarlegir en stærsti
hópur öryrkja á íslandi
eru geðsjúkir.
Þetta segir Ingvar Kristjánsson
geölæknir á Landspitalar.um og
hann heldur áfram.
— Hins vegar er þaö ekki nema
litill hluti af þessu fólki sem leitar
sér lækninga og enn minni er hóp-
urinn sem unnt er aö veita viöun-
andi meöferö. Sjúkrarými og
aöstaöa til lækningar geösjúkum
er af alltof skornum skammti en i
meöferö þessara sjúklinga veltur
ákaflega mikiö á aö læknirinn
hafi nægan tima til aö sinna þeim.
Sé timinn of naumur getur allt
veriö unniö fyrir gig.
Spáin stóðst ekki
Nú hefur mikiö veriö talað um
aö hafa geösjúkrahús opin, hvað
segir þú um þá stefnu?
— Fyrir um 15 árum var uppi
sú stefna viöa um lönd m.a. I
Bretlandi þar sem ég læröi aö
breyta allri lækningameöferö
geösjúkra, þaö átti aö fækka legu-
rýmum og færa allar geödeildir
inn á almenn sjúkrahús.
Mestöll þjónusta viö geösjúka átti
samkv.þessari stefnu aö fara þar
fram og á dag- og göngudeildum.
Þetta mistókst gjörsamlega,
spáin stóöst ekki og afleiöingin
Broadmoor sem er öryggisgæslu-
stofnun yfirfylltist eftir aö búiö
var aö leggja niöur mikiö af
gömlu geöveikráspitölunum,
vegna þess aö geödeildir á
almennum sjúkrahúsum og dag-
stofnanir gátu ekki ráöiö viö
erfiöari sjúkratileflli.
— Ég er samt þeirrar skoöunar
aöbest sé aö hafa sem allra
flestar geödeildir opnar en þaö
sýnir sig aö lika er þörf á lokuöum
deildum. Sumir eru það mikiö
veikir, hafa t.d. mjög brenglaö
veruleikaskyn, aö þeir þurfa aö
vera a lokaöri deild þar sem hald-
iö er utan um þá.'
Hver er veikastur?
Hvaða geðsjúkdómar hrjá
menn aðallega?
— Þunglyndi , geðklofi og
taugaveiklun af ýmsum gráöum
eru algengustu sjúkdómarnir
sem viöerum aöfást viö. Geöklofi
er alvarlegur andlegur
sjúkdómur og hann fá 0.8—1.2%
fólks en þar með er ekki sagt aö
fólk sem er haldið öörum geöræn-
um kvillum sé minna veikt i
sjálfú sér. Þaö er svo erfitt aö
leggja dóm á þaö. Maöur sem er
taugaveiklaöur sem svo er kallaö
gegnir kannski starfi sinu og fé-
lagslegum skyldum meö sóma en
fæstir vita aö hann er veikur, þar
eö einkennin fara oft leynt.
Hann þjáist en i leynum. Annar
veröur e.t.v. skyndilega mikiö
veikur og einkennin eru mjög
áberandi. Hann er lagöur inn á
spltala, fær þar meöferö og fer
svo út I lifiö aftur. Ég tel ekki
sjálfgefiö aö hinn siöamefndi hafi
orðið meira veikur en sá tauga-
veiklaöi.
Oftrú á lyf
Er það rétt sem oft er sagt aö I
taugaveiklaö fólk og fleiri sem
eru illa á sig komnir andlega sé
dælt lyfjum endalaust?
— Margir héldu þvi fram aö
geölyfin sem komu á markaöinn
milli 1950 og 60 myndu valda bylt-
ingu I meöferö geösjúkra. Nú
þyrfti ekki annaö en gefa lyf og
máliö væri leyst. Þetta er mikill
misskilningur, aö visu er hægt aö
halda niöri einkennum margra
geösjúkdóma með lyfjum og
sumir sjúkdómar eru þess eölis
aö lyfja er þörf lengi. En sem
varanleg lækning koma lyfin várt
aö haldi. Þessi oftrú á lyfjameö-
ferö stafar m.a. af misskilningi.
Þegar lyfin komu á markaðinn
var fyrir nokkru fariö aö breyta
um lækningaaöferöir viö geö-
sjúka. Þaö var fariö aö endur-
hæfa sjúklinga en sú lækninga-
aöferö er nú I hvaö mestu áliti
meöal geölækna á geösjúkrahús-
um. Þetta féll aftur á móti I
skuggann fyrir lyfjum og þeim
var þakkaöur bati geösjúkra.
— pvl er samt ekki aö neita aö
umræöan um lyf ýmiss konar og
hætturnar sem stafa af notkun
þeirra hefur stundum veriö ansi
'óábyrg. Oft fara blaöamenn aö
skrifa um einhver tiltekin lyf og
rægja þau niöur úr öllu valdi á
tiltölulega þröngum forsendum.
Margir hafa ekki aöstæöur til að
kynna sér málin nógu vel sjálfir
og veröa hræddir viö þessi lyf og
neita aö taka þau jafnvel þó aö
um bráönauösynleg lyf sé aö
ræöa, eins og lyf sem geöklofa-
sjúklingar þurfa aö fá.
Skortir tima og
aðstöðu
Hvaða lækingaaðferð telur þú
árangursrlkasta?
— Fyrir þá veikustu endur
hæfingu fyrst og seinast, auk
psykoterapln I ýmsum myndum.
Ef endurhæfing er ekki fyrir
hendi er nánast sama hvaö viö
geruin. Þá er alltaf hætta á aö
sæki 1 sama horf. Geðsjúklingum
getur hnignaö gifurlega á
skömmum tlma en þvi fyrr sem
þeir leita sér lækningar og
komast I meöferö þvl betra.
teningnum og aö þvl er varöar
sjúkrarými bæöi háir okkur tlma-
leysi og eins skortir aöstæöur til
endurhæfingar. Ef vel ætti aö
vera þyrftum viö aö geta boöiö
upp á heila meöfe^öarröö ef svo
má segja. Segjum aö maöur veröi
mikiö veikur og þurfi aö leggjast
inn á lokaöa deild. Þar fær hann
hjúkrun og læknisþjónustu viö
hæfi. Siöan á þessi maður aö eiga
kost á aö færast á aöra deild þar
sem kerfiö er opnara og aö lokum
á hann aö komast heim til sln og
fara aö vinna og lifa sjálfstæöu
llfi. Til aö þetta geti oröiö þarf aö
taka vinnustaöina meö I mynd-
ina. Margir útskrifaöir
geösjúklingar treysta sér ekki út
á almennan vinnumarkaö en geta
sem best unnið á vernduðum
vinnustöðum. Þeir vinnustaöir
eru varla til hér á landi. Ég vil þó
taka fram aö margir atvinnurek-
endur eru sérstaklega skilnings-
góöir og eru stööugt meö I vinnu
menn sem oröiö hafa fyrir and-
legum skakkaföllum. I Bretlandi
er um þaö löggjöf aö vinnustaöir
sem ná vissri stærö eru skyldaöir
til aö taka ákveöiö hlutfall
öryrkja I vinnu.
Ungt fólk áttar
sig fyrr
Er einhver sérstakur hópur
fólks sem leitar til geðlækna
öðrum fremur?
— Mér finnst ungt fólk bæöi
átta sig fyrr á aö eitthvaö sé aö og
tilbúnara aö koma til okkar en
eldra fólk og þaö er llka yngra
fólkiö sem neitar fremur lyfja-
meöferö.
Hrjá geðsjúkdómar jafnt konur
og karla?
— Geöklofi er jafnalgengur hjá
báöum kynnum samkv. könnun
Tómasar Helgasonar en
þunglyndi kvenna er helmingi
algengara en karla. Drykkja er
algengari meðal karla en kvenna
ennþá en sennilega hverfur sá
munur og lyfjamisnotkun beggja
viröist jafnmikil.
Konur og lyf?
Er það rétt sem ég hef frétt að
læknar hillist til að gefa konum
fremur en körlum róandi lyf?
— Þaö held ég ekki. Hins vegar
veit ég þaö aö margir heimilis-
læknar hafa af þvi áhyggjur hvaö
lltill tlmi er til aö sinna sjúkling-
um.
Eru geðsjúkdómar banvænir?
— Ekki kannski I sjálfu sér en
þaö er staöreynd aö geösjúkir
falla gjarnan fyrir eigin hendi.
Svo ég vitni enn I könnun Tómas-
ar þá gera þaö 16% þunglyndis-
sjúklinga og 3% geöklofa.
tslenskar tölur um drykkju-
sjúklinga hef ég ekki en meðaltal
nokkurra erlendra kannana sýna
aö 1 af hverjum 10 drykkju-
sjúklingum sem hefur verið I
meöferö fargar sér og 1 af hverj-
um 20 sem vitað er aö hafi veriö
drykkjusjúkur án þess aö hann
hafi komiö til læknis.
Svo við snúum okkur að launun-
um, eru ekki læknar hátekju-
menn?
— Svoer sagt aö minnsta kosti.
Læknafélag lslands semur viö
sjúkrastofnanir, almannatrygg-
ingarog sjúkrasamlög. Ég er sér-
fræöingur meö fjögurra ára
starfsreynslu og föst mánaöar-
laun fyrir 40 stunda vinnuviku er
910.030. Sérfræöingslaun eftir 15
ára starfsreynslu eru 1.023.662. 1
fyrra var sett á okkur eftirvinnu-
þak þannig aö viö megum ekki
vinna nema 20 stundir á mánuöi I
eftirvinnu. Þetta finnst okkur
vont, þaö er ekki gott aö þurfa aö
neita sjúklingi um þjónustu vegna
þess aö y firvinnutlminn er
búinn. — hs