Þjóðviljinn - 05.07.1980, Side 21

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Side 21
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um barnabækur: Egill í fortíð og nútíð Tvær danskar barnabækur um ísland t Danmörku eru nýkomnar út tvær barnabækur hjá Borgen for- laginu um efni sem okkur kemur viö. t>ær eru báöar eftir rithöf- undinn Palla Petersen sem þekktur er þar i landi fyrir bækur meö viöbötarlestrarefni handa skúlabörnum um söguleg og sam- félagsleg efni. Onnur þessara nýju böka hans er um tsland f samtimanum, hin um lifiö hér I fjarlægri fortiö. Söguhetjur beggja heita Egill. Egill segir frá Kender du Island?er kynningar- rit handa börnum I Danmörku um land, þjóö, sögu og tungu íslend- inga, lagt í munn Islenskum dreng, Agli, sem býr I Borgar- firöi, skammt frá Borgarnesi. Hann lýsir fyrir erlendum jafn- öldrum sinum árstiöabundnum störfum I sveitinni, hvaö hann lærir I skdlanum og hvaö hann langar til aö veröa. A eölilegan háttfléttast saga fortiöar og sam- tiðar inn I frásögn hansí höfundur hefur áreiöanlega tekið eftir þvi hvaö Islendingar eiga erfitt meö aö segja frá atburöum og ástandi án þess aö koma sögunni aö. Drengurinn ber saman sveitalif ml og I gamla daga, segir frá verslun nú og á ýmsum tima- skeiöum I fortíöinni, tvennum siöaskiptum, Alþingi (sem er aö visu haldiö á Þingvöllum!),viö- skilnaöinum viö Dani, þorska- strlöum og Vestmannaeyjagosi. Miöaö viö stærö bókarinnar eru þama saman komnar ótrúlega miklar upplýsingar og eins og nærri má geta eru mörg mál ein- földuö, stundum úr hófi; tlma- lengdir eru óljósar eöa rangar, stjórnskipun landsins til forna hefur höfundur ekki áttaö sig á, ekki heldur verkaskiptingu danskra og Islenskra stjórnvalda eftir 1918. Hann heföi þurft sagn- fræöilega aöstoö viö þessi efni og fleiri; þaö er t.d. klaufalegt þegar segir aö vlkingar hafi flutt hesta til Islands ,,for næsten tusind ár siden” og væri gaman aö vita hver hefur gefiö höfundi þá tölu. Ártaliö 1536 á siöaskiptunum á Is- landi mun eiga betur viö I Dan- mörku og Surtseyjargos hófst 1963 en ekki 1968 eins og stendur I bókinni. Auk þess hefur höfundur ekki skiliö réttir og tilgang þeirra, hann heldur aö þær kindur séu einar reknar I réttir sem eigi aö slátra, og hann segir aö allar Islenskar ær séu hyrndar þótt vel megi sjá á mynd fyrir neöan sem höfundur tók sjálfur aö þær eru þaö ekki. Þaö er vel til fundiö aö láta krakka segja söguna, en miöaö viö villumar heföi kannski veriö snjallara aö láta gestkomandi bam frá Danmörku segja frá en Islenskt barn. Textinn er mjög læsilegur og aögengilegur,en frá- sagnaraöferöin er eflaust líka valin til þess aö breiöa yfir óná- kvæmni, höfundur felur sig i rauninnibak viöungan sögumann auk þess semhann vill nota hann til aö ná sambandi viö lesendur. Bókin er líka mjög aögengileg I útliti, myndir á hverri einustu blaöslöu, fallegar landslags- myndir, grlnmyndir eftir Sig- mund og Halldór Pétursson um pólitíkina, auglýsingar úr dag- blööum og tlmaritum, myndir af peningum, frlmerkjum, skóla- bókum, mannllfi, atvinnulifi. Þaö eru llka myndir af fagurlega lýstum handritum — og illa er ég svikin ef ekki má sjá skeggiö á Stefáni Karlssyni handritafræö- ingi á einni þeirra. Hver á aö semja svona bók? I fyrra uröu umræöur um þaö á ráöstefnu barnabókahöfunda og gagnrýnenda I Svlþjóö hverjir ættu aö semja kynningarrit á borö viö Kender du Island. Bæöi Færeyingar og Samar kváöu upp Ur meö aö þeir væru dauöleiöir á aölesa um sjálfa sig I sögum eftir Dani og Norðmenn, þar sem llfiö I þjóðlöndum þeirra væri ein- faldaö til mikils skaöa og róman- tlseraö úr hófi fram I tóntegund- inni „0, hvaö frumbyggjarnir eru barnslega glaöir! ” Þeir vildu fela eigin rithöfundum þessi verkefni og kröföiisi þess aö erlendir útgefendur kölluöu til menn frá þjóöinni sjálfri þegar þörf væri á fræösluefni um hana. Þaö eru til einföld og villandi rit eftir útlenda menn um tsland þóaöbökinsem hér um ræöirfalli aö mínu mati ekki I þann flokk en þeirra hefur þó varla veriö þörf; viö höfum veriö dugleg viö aö framleiöa sllkar bækur sjálf og búa til og viöhalda ákveönum goösögnum um land okkar og þjóö. Raunar hlýtur aö vera gott aö ýmsu leyti aö útlendingur skrifi fræöslubók af þessu tagi, hann þekkir lesendur slna og á auöveldara meö aö setja sig I þeirra spor, sjá hvaöa spurninga þeir vildu spurt hafa og gefa þeim upplýsingar sem eru vel fallnar til að örva þá til umhugsunar. Hann er ekki heldur vifkvæmur fyrir málefnum sem tslendingar ættu margir bágt með aö setja I bækur handa útlendum börnum, og þá á ég einkum viö hersetu Bandarikjamanna á Islenskri grund. Palli getur þess meira aö segja aö ekki séu allir jafn- ánægöir meö þá veru. Hins vegar leggur hann óþarflega mikla áherslu á herinn þegar hann segir aö Ameríkanar hafi bjargaö Vestmannaeyingum undan eldi I gosinu þar; þaö væri gaman aö vita hver gaf honum þær upp- lýsingar. Þaö er ein forsenda þess aö geta skrifaö svona bók aö þekkja lesendur sína, en annaö skilyröi og ekki ómerkilegra er aö þekkja viöfangsefni sitt. Þaö er náttúr- lega fáránlegt af hverjum sem er aö skrifa bók um sögu og samtlð lands sem maöur hefur bara gist nokkrar vikur — nema maöur hafi einstaklega góöa aöstoö viö þaö. Miöaö viö þetta er bók Palla harla góö. En hann skilur illa ts- land og tslendinga; hann sér eng- in einkenni á okkur nema amerikanlseringuna, enda er honum annað betur gefið sem rit- höfundi en glöggskyggni á per- sónur eins og slöar veröur komiö aö. Heföbundinn galli á bók hans er aö hún gerist úti á landsbyggð- inni og segir frá börnum I sveit en ekki I borg; sveitallfið er meira spennandi fyrir þann sem kemur aö utan, amk. I fljótu bragöi. En viöhorf hans eru allrar athygli verö og sjálfsagt taka lesendur hans I dönskum skólum ekki eftir neinum misfellum. Ýmsa meinbugi sem hér hefur verið komið aö heföi höfundur getaö foröast meö þvl aö vinna bók slna I nánu samstarfi viö ts- lending, saman heföu þeir vænt- anlega getaö uppfyllt bæöi höfuö- skilyröin fyrir þvi aö skrifa fræöslubók af þessu tagi. Dan segir frá Agli Hin bókin, Stærke Egil i viking, er mun viökvæmara umræöuefni en Kender du Island. Satt aö segja er hún púðurtunna. Þar segir Egill ekki sjálfur frá, heldur er sögumaöur þrællinn Dan — og húsbóndi hans og söguefniö er Egill Skallagrlmsson á Borg. Hér er ný Egils saga. Dan er tilbúin persóna, danskur drengur sem höfundur lætur Skallagrlm taka herskildi ásamt móður hans á leiö frá Noregi til tslands. Móöirin er ekki nafn- greind I sögunni en reynist véra ambáttin Brák sem bjargar Agli meö dauöa sínum. Þegar Egill fæöist fær hann Dan I tannfé, Dan fylgir honum upp frá þvl og lifir hann. Sagan sem Dan segir aö Agli látnum er „sandheden om den ber/smte helt” (4). Sá sannleikur er I hnotskurn aö Egill hafi veriö „illur þjófur og moröingi. Jafnvel mamma hans kallaði hann vlking og sjóræn- ingja. Hann var mesti monthani. Hann vildi ævinlega sjálfur vera hetjan en aldrei leyföi hann mér aö deila sæmdinni meö sér.” (4) Fátt af þessu kemur lesendum Eglu á óvart. Egill var mesti rusti, saga hans leynir þvl ekki. Hitt er annaö mál aö hann átti fleiri hliöar en þá ruddalegu eftir sögu hans aö dæma') þrællinn Dan sníöur þær allar af honum. Hann hefur ekki smekk fyrir kveöskap og enga samúö meö Agli I ólukku- legri ást hans á konu bróöur slns eöa sorg hans eftir syni slna látna. Eftir stendur tilfinningalaus yfirstéttargaur, tákn þess versta sem viövitum um vikingaöldina. Frá sjónarhóli þrælsins er þetta eflaust raunhæf mynd, hann hlaut engan heiöur I orrustulok, engin launheldur, gullhringa eöa glæsi- lega búninga, bara erfiðiö viö aö þrífa herra sinn eftir blóðbaöiö, tjasla honum saman ef hann var sár, hiröa hross hans og vopn. Hann lifir skuggatilveru þótt allt byggist á honum, lika sú listsköp- un og menning sem hann fær ekki aö njóta. Þetta vill höfundur sýna fram á I bók sinni. I samræmi viö þetta sjónarhorn er I Egils sögu Dans lögö mikil áhersla á dagleg störf, öflun fanga á sjó og landi, verkfæra- smlöi, fatagerö, matargerö, mat- arsiöi og fleira húslegt sem höf- undur hefur fengið upplýsingar um annars staöar en I Eglu. Þessi fræösla er þörf og á erindi til is- lenskra barna ekki síöur en danskra, en stundum er hún svo- lltið vafasöm. T.d. segir Dan frá þvi aö hann hafi passaö Egil ung- an og þá skipt um mosa á rassin- um á honum þegar hann geröi á sig. Ætli mosi hafi veriö notaöur til þess??? „Nej, sddan en bisse kan vi ikke være bekendt” Aöalheimild Palla Petersen er Egils saga, en hann notar hana ekki allaheldur velur úr henni at- vik aö eigin geöþótta og endur- segir, einkum þau sem sýna ruddann I Agli, ekki skáldið eöa bóndann. Bókin er ekki löng (84 bls. með fjölda mynda) svo frásögnin er I rauninni bara beinagrind — eina kjötiö utan á beinunum er fræösla um daglegt lif. Sögumar úr æsku Egils eru notaöar, veisluförin og fyrstu manndrápin, fyrsta utanförin, brúökaup Þórólfs og Asgerðar, veislan hjá Báröi (ýtarlegasta frásögnin), brúökaup Egils og heimferö, stuttlega sagt frá hegö- un hans heima og siöustu uppá- tækjum hans. Inn I söguna er 6. júll. ÞJÓÐVILJINN — StÐÁ 21 skotiö frásögnum úr Eddu og öör- um heimildum. Hér gefst ekki tækifæri til náins samanburðar. enda væri hann til lltils, svo rýr er bók Palla. En fátt stemmir þár viö Eglu og sjónar- horniö skýrir ekki allan þann mismun. Skallagrimur kvænist ekki Beru fyrr en hann er búinn aö vera alllengi á íslandi og hún er ekki lengur dóttir Yngvars I bók Palla. Yngvar er þvl ekki lengur afi Egils heldur óvanda- bundinn höföingi og bara frekja I Agli aö vilja fara I veislu til hans þriggja ára. 011 klmni er sótt- hreinsuö burt af þeirri frásögn, hún verður átakanlega leiöinleg og ruddaleg I munni Dans. Þegar Egill vill fara með fjölskyldunni til afa sins hefur Egluhöfundur eftir Skallagrimi: „Ekki skaltu fara, þvi að þú kannt ekki fyrir þér aö vera I fjölmenni, þar er drykkjur eru miklar, er þú þykir ekki góöur viöskiptis, aö þú sért ódrukkinn.” Palli lætur Dan end- ursegja þau orö svona: „Nej Egil. Du er sgu báde for lille og for fræk. Du kan finde pá mangeulykker. Du drikker dig jo bare fuld. Nej, sádan en bisse kan vi ikke være bekendt”. (18) Lýsingin á veislunniminnirlltiö á frásögn Eglu. Skallagrimur hverfur afsiöis meö ambátt, en Yngvar kýs fremur aö skemmta sér meö drengjum en stúlkum: Han sad meö armen om en ung mand, og den unge helt rindmede. — Ingen var I tvivl om, at de to mænd kunne lide hinanden. (22) í staöinn fyrir persónu Egils sem höfundur rænir frá okkur sem þekkjum hann fáum viö enga. Höfundi tekst ekki aö skapa áhugaveröa persónu úr þrælnum Dan, hann kemur fyrst og fremst fram sem fýlupoki, fullur af (rétt- látri) geövonsku og hefnigirni, en sem dregur engar ályktanir af llfi sinu og kjörum slns fólks. Þó vott- ar fyrir uppreisnarhug og hressi- leika I lokin þegar Dan situr I friöi hjá munkum eftir lát Egils og þeir lofa honum vegsemd hjá guöi á himnum eftir dauöann: — Bara þaö veröi nú ekki leiöin- legt? — Bara ég sakni ekki Egils sterka og ævintýranna meö hon- um? Kannski ætti ég frekar aö fara til helvltis? (84) Þar er hann viss um aö Egill uni sér I eillfum slagsmálum viö djöfla. Aörar persónur eru litlaus oröin tóm. Stillinn á sögunni er fátæk- legur og frásögnin hrá — jafnvel þótt ekki sé miöaö viö fyrirmynd- ina. Lokaorö Ég dreg þá ályktun af ofan- greindum athugasemdum aö Palle Petersen heföi ekki átt aö velja Egil á Borg sem söguefni, hann heföi átt aö láta Eglu liggja og ráöast á lægri garö. Maöur vinnur ekki á goösögnum meö fræöslu um matreiöslu og sveröa- smiöi, hversu vel útilátin sem sú fræðsla er. Hann hefði getaö fundiö minni háttar persónu I Is- lendingasögum eöa búiö sér til persónu. Fræöslan heföi oröið sú sama, en sögupersónur heföu not- iö sln betur ef þær þyrftu ekki aö standa I skugga risans. Þaö þarf. mikiö listafólk til aö hrófla viö þessum gömlu bókum, helst verö- ur aö skapa listaverk I staö lista- verks — og engum hefur enn tek- ist þaö nema Halldóri Laxness I Gerplu. A hinn bóginn má segja aö Egils saga Dans geri Eglu ekkert til, hún stendur jafnrétt eftir. Ef til vill hafa dönsk börn gaman af bók Palla, en varla laöar hún þau aö íslendingasögum. Bókin er skreytt teikningum eftir Ullrich Rössing sem eru unnar af vandvirkni I smáatriö- um, listamaöurinn er fróöur um þetta tlmaskeiö. Kunnáttan bregst honum þó þegar til Islands kemur — enda hefur hann ekki komið þangaö. A flestum úti- myndum þaöan eru snyrtileg eld- fjöll gjósandi I baksýn (eöa rýkur litillega upp úr þeim) án þess aö þvl fylginokkuróþrif eöa æsingur I landsmönnum. Ekki hefur lista- maöurinn heldur skoöaö myndir frá Þingvöllum. Hvort tveggja er þetta honum til vansa. En allar teikningar af gömlum munum og minjum eru nosturslega unnar og upplýsandi. Silja Aöalsteinsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.