Þjóðviljinn - 05.07.1980, Síða 22

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Síða 22
2 2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 5. — 6. Júll. * unglringasriöan * Umsjón: Jórunn Sigurdar- dóttir „Maður sofnar yfir sj ónvarpsfréttunum Viðtal við Helgu Jónsdóttur — 15 ára — frá Höfn í Homafirði sem vinnur íflski en ætlar suður í menntaskóla í haust Höfn i Hornafirði — slatti af eldri húsum niöri viö sjó, slatti af nýjum húsum svolitiö ofar — frystihús, kaupfélag, pósthús, banki, bió og sitthvað fleira. Af- skaplega friösælt og indælt — en viö hvað dunda krakkar sér al- mennt i svona sjávarþorpum langt,langt frá (ó) menningunni i Reykjavik. Til þess að fá ein- hverja hugmynd um þaö kjaftaöi ég soldið viö Helgu nokkra Jóns- dóttur. Jórunn: Hvaö gera krakkar hér svona almennt? Helga: Nú maður er i skóla á vet- urna og i frystihúsinu á sumrin. Jórunn: En félagslifið? Helga: A sumrin getur maöur nú litiö sinnt félagslifi, þvi þá er maður bara að vinna, svo er fé- lagslifið lika aöallega I tengslum viö skólann. Ég spila mest Bridge. Þaö var námskeiö i Bridge i skólanum i hetteöfyrra- vetur, þar sem viö læröum undir- stööuatriöin og siöan hittumst viö yfirleitt einu sinni 1 viku.5-6 sveit- ir og spilum. I vetur kepptum viö á móti i Bridgefélaginu hér og við stóöum okkur sko ekki verr, en hinir sem eru kannske búnir að spila I mörg ár. Svo eru llka skólaböll aörahvora viku. Jórunn: Eru þetta þá diskótek eða hljómsveitarböll? Helga: Það eru plötur — ég held að þaö hafi einu sinni komiö hljómsveit i fyrra. En svo er nátt- úrulega bióið og billjardstofan, sem var opnuö hérna i vetur, þar hanga margir. Jórunn: Hvaöa myndir koma i bióiö hérna? Helga: Bara flestar, sem sýndar eru i bænum, held ég. Jórunn: Lika þær islensku? Helga: Já. Land og synir var sýnd hérna. Jórunn: Og fóru ekki allir að sjá hana? Helga: Jú, ég hugsa aö meira en annar hver maöur hafi séö hana. Mér fannst hún ekkert siöri en út- lendar myndir. Samt hugsa ég aö hún heföi ekki veriö eins skemmtileg ef heföi veriö út- lensk. Þaö var svo gaman aö kannast viö andlitin og heyra tal- aða islensku i bió. Jórunn: Er eitthvaö hægt aö komast á skiöi hérna? Helga: Jú, en maöur þarf aö labba ofsalega langt i snjó — i fyrra var hægt að komast 2 helgar i röö, þaö er mjög óvenjulegt og þá fékk maöur bakteriuna. Jórunn: En aörar Iþróttir? Helga: Þaö er iþróttafélag hérna, en þaö eru mest strákarnir — stelpurnar nenna ekki aö eltast viö bolta. Jórunn: Ekki heldur á sumrin? Helga: Nei, þá er maöur nú oft svo þreyttur á kvöldin aö maöur sofnar yfir fréttunum I sjónvarp- inu, þó maöur ætli aö fara eitt- hvaö út um kvöldiö. Jórunn: Eru þá allir aö vinna i frystihúsinu. Helga: Meirihlutinn af stelpunum er I frystihúsinu, en strákarnir eru lika mikiö I byggingarvinnu. Jórunn: Hvaö vinniö þiö lengi i frystihúsinu á dag? Helga: Yfirleitt frá 8-7 og stund- um til hálf ellefu — timinn er æöislega fljótur aö liöa á sumrin. Jórunn: Finnst þér ekkert leiöin- legt að vinna i frystihúsinu svona sumar eftir sumar? Helga: Jú, stundum, en maöur þekkir þetta oröiö svo vel, svo kemur lika alltaf nýtt fólk á hverju sumri og svo er bara allt aögerasti frystihúsinu og i kring- um höfnina. Ef maöur vinnur ein- hversstaöar annarsstaöar er maöur einhvernveginn útúr. T.d. á haustin I sildinni eru allir i söltun- inni —og það er svo gaman aö sjá öll skipin i höfninni þegar verið er aö landa. Jórunn: Þér finnst sem sagt gott aö búa hérna á Höfn? Helga: Staðir eiga kannski alltaf eitthvaö I manni, þó ég hafi nú ekki beint heimþrá eftir fjöllun- um hér I kring, þegar ég er i burtu — maður saknar frekar foreldr- anna, systkinanna og vinanna. Jórunn: Þekkjast allir hérna meira og minna? Helga: Jú, blessuð vertu — ef maöur hreyfir sig kemur öllum þaö viö. En fólk er lika hjálpsam- ara hérna — mamma var I bæn- um i vetur og þá voru konurnar alltaf aö koma meö eitthvaö. Ég veit ekki hvort þetta er algengt i bænum. Jórunn: Hvenær komstu fyrst til Reykjavikur? Helga: Ég var 12 ára og mér fannst allt æöislega stórt — og þegar eldgosið varö i Vestmanna- eyjum, þá hélt ég aö þaö væri bara hægt að fara meö ryksugu yfir þetta. Jórunn: Hefurðu feröast mikiö? Helga: Já, ég er algjör ferðafuöa. Það eru alltaf skólaferöalög — eftir 6. bekk fórum viö t.d. til Vestmannaeyja. Og núna eftir 9. bekk fórum við hringinn i kring- um landiö fyrir 4.000 kr. Jórunn: Ha, 4.000. — Helga: Já, sjoppustarfsemin i skólanum og ágóðin af árshátiö- inni stóöu undir ferðinni. Viö borguöum alltaf 1000 kall á viku I sjóö og svo 10.000 kall hvert eftir sildina I haust til þess aö starta þessu. Þetta voru 34 þúsund krón- ur á mann og þegar búiö var aö borga ferðina fengum viö öll 30.000 endurgreidd. Jórunn: Nú ert þú á leiöinni til Reykjavikur I haust, er þaö ekki? Helga: Jú, ég komst inn i Hamra- hliöarskólann og byrja um ára- mótin. Jórunn: Þú hefur heldur viljað fara til Reykjavikur, en á heima- vistarskóla? Helga: Nei, eiginlega heföi ég viljaö fara til Akureyrar. Mér finnst fólk svo rólegt og kurteist þar — I bænum eru allir svo stressaöir. Jórunn: Af hverju fórstu þá ekki til Akureyrar? Helga: Bæöiút af Hamrahliöinni, mér list svo vel á kerfiö þar, svo þekki ég heldur engan á Akureyri og þaö kostar meira en milljón aö búa á heimavist. 1 bænum get ég búiö hjá bróöur minum. Jórunn: Hlakkaröu til? Helga: Já, já. Jórunn: En Höfn — ætlaröu aö fara þangaö aftur — ég meina setjast aö? Helga: Ég veit þaö ekki — nei.... Jórunn: Hvaö mætti nú betur fara? Helga: Ég geri mér þaö nú ekki alveg ljóst — maöur þekkir ekk- ert annað — ég vildi t.d. ekki fá eins og i Reykjavik, syngjandi blaöburöarmenn. Sæl kæra Unglingasiöa. Mig langar svo mikiö til þess aö segja fólki frá mjög góöri bók, sem ég var nú aö lesa i annaö sinn. Það er langt siöan aö þessi bók kom út, en ég efast um aö margir á minum aldri hafi heyrt talaö um hana. Þessi bók heitir „Vindur, vindur vinur minn” og er eftir Guðlaug Arason. Hún snerti mig mjög djúpt og ég hef hugsaö mikiö um hana siban ég las hana. Ég ætla ekki aö reyna aö segja efni hennar I stuttu máli þvl þaö er ekki hægt. Þó verö ég aðeins aö segja frá aðalpersónunni, Eingli i Staung. En mér finnst eins og Eingill i Staung sé nokkurskonar óbrenglaö afbrigöi af manni I okkar samfélagi. Maöur, sem elskar hafiö, náttúruna og dýrin en ekki sjálfan sig og peningana sina. Hann gengur ekki um götur meö gervibros á vör og smælar framan i fólk. Hann er bara hann sjálfur, hann er persóna, sem við öll eigum aö geyma innst inni i okkur. Hjá sumum er þessi persóna nokkuö lifandi og fær stundum aö koma út i dagsljósið, en þó ekki oft og eftir þvi sem aö viö eldumst veröum viö meira og meira eins og umhverfið, þ.e. allir hinir. Bara likamar, vélar, sem mæta i vinnuna á hverjum morgni og sofna viö sjónvarpið á hverju kvöldi, fara siöan á fylleri hálfsmánaöarlega, „aö lyfta sér upp” kallast það. En þá kássast fólk utan I hvort ööru I Holly, fer siðan heim og hossar sér i nýja hjónarúminu, 2ja milljón króna. Hún grætur, hann ælir og litla barniö skælir. Siöan mætir fólk I vinnu og státar af drykkju og djöfullútum helgarinnar, en þaö sleppir þvi aö segja aö innst inni langar þaö mest til aö ganga i burtu, eitthvaö út I náttúruna, setjast á stein og finna nálægö hennar. Innst inni I öllum er i alvörunni rödd, sem segir, „Ég er oröin leið á þessu öllu saman, ég vil komast út úr þessum þrönga skituga heimi, þar sem sýndar-og mikilmennskan er alls ráöandi. Ég vil komast út I náttúruna og skynja hana og finna hafiö. Mig langar svo ósköp mikið til aö tala viö fólk. Segja þaö sem mér i brjósti býr. Hvað ertu eitthvaö skritin, Már? H.B.árgerö 1964. P.S. Ég vona aö bréfiö sé ekki of langt. Ég þurfti reyndar að stytta margt. Aö lokum vil ég þakka þét Guölaugur Arason,fyrir góöabók, ef rithöfundur skrifar aöeins eina góöa bók um ævina, þá ert þú búinn meö þina. Kæra H.B. Nei, bréfiö þitt var sist of langt. Og ég þakka þér kærlega fyrir. Ég verö nú þvi miður aö viöur- kenna að ég hef ekki lesiö þessa ágætu bók en eftir þvi sem þú segir verð ég vist aö drifa i þvi. Hins vegar er ég hjartanlega sammála þér um vélmennskuna, og til þess aö sporna viö þvi i þjóðfélagi, sem er alltaf aö veröa vélrænna og vélrænna — ýtt á takka og allt fer I gang — held ég aö nauösynlegast sé aö vera ekki algerlega afskiptalaus gagnvart þvi, sem er aö gerast. Maöur má ekki láta sér standa á sama um allt, þó þaö virðist i fljótu bragöi ekki koma manni beint viö. Ef þetta bréf frá H.B. verður til þess aö fleiri lesa bókina um vininn vindinn væri gaman aö vita hvaö þeim fyndist. Og auðvitað væri gaman aö heyra meira frá þér H.B.. — og ykkur öllum náttúrlega lika. Bless svo i bili. Jórunn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.