Þjóðviljinn - 05.07.1980, Side 29

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Side 29
Hélgin 5.'—6. jWI. WÓÐVILJÍNN — SIÐA 29 Myndröðin „Ég er...” eftir Ragnheiöi Jónsdóttur. Ljósm. — gel — Þrjár konur að Kjarvalsstöðum A Kjarvalsstöðum stendur enn yfir hin stórmerka sýning á verk- um þriggja mikilhæfra fslenskra listakvenna: Kristlnar Jónsdótt- ur, Geröar Helgadóttur og Ragnheiðar Jónsdóttur. Yfirlitssýning á verkum þeirra Kristinar og Geröar er gagnmerk og gefur góða hugmynd um afköst og snilld þessara tveggja kvenna, einsog margoft hefur verið bent á hór í blaðinu. Ragnheiöur Jónsdóttir sVnir verk sem hUn vann sérstaklega fyrir Listahátlð, sex grafikmynd- ir sem hUn kallar „Ég er...”. Aö sögn Ragnheiöar sýnir flokkurinn karlaveldiö. Myndirnar lýsa þró- un karlmanns sem hefur völd. Hann hefur spjöld fyrir augum og tappa I eyrum og á siöustu mynd- inni er hann oröinn aö styttu meö blómsveig. Þaö er erfitt aö lýsa þessum myndum, ýmislegt kem- ur inn I þær og hefur sin áhrif á þróun mannsins, einkum leikur listamaöurinn sér aö dagblaöi, sem býsna fróölegt er aö rýna I. Frelsiö kemur viö sögu og er and- stætt völdunum. En sjón er sögu rlkari, og eru lesendur hvattir til að skoöa myndaflokkinn þar sem hann hangir á austurganginum. Ragnheiöur Jónsdóttir er tvlmælalaust I hópi okkar albestu grafíklistamanna og hafa verk hennar vakið athygli vlöa um heim. Sýningarnar aö Kjarvalsstöö- um eru opnar daglega kl. 2 til 10. Þeim lýkur 27. júli. — ih Þessi mynd Valdisar er úr bókinni Fosterjord. Myndin er hiíin til ár tveimur filmum. Ljósm. —gel— Valdís sýnir í Djúpinu Valdis óskarsdóttir opnaði I gær sýningu á ljósmyndum I Djápinu við Hafnarstræti. Þar sýnir hán myndir ár bókunum „Rauði svifnökkvinn” og „Fosterjord” auk nokkurra fleiri mynda. Rauði svifnökkvinn kom át 1975, og unnu þau bókina saman, Valdis og ólafur Haukur Slmonarson. Fosterjord er ljóöa- bók eftir finnsk-sænska skáld- konu, Gurli Lindén, og kom út I fyrra. Myndir Valdisar i þeirri bók hafa vakiö mikla athygli og veriö sýndar I Finnlandi. Lesendur Þjóöviljans kannast vel viö ljósmyndir Valdlsar, þvi hún hefur birt margar myndir og myndasögur hér I blaöinu. Einnig hafa smásögur eftir hana birst i Þjóðviljanum (t.d. i siöasta Sunnudagsblaöi), enda er Valdis ekki siöur þekkt fyrir ritstörf sin en ljósmyndunina. Hán hefur gefið Ut 3 barnabækur, samiö margar smásögur og útvarps- þætti af ýmsu tagi. Sýningin i Djúpinu er opin dag- lega frá morgni til kvölds, á opn- unartima veitingastaöarins Horniö, sem er I sama húsi. Myndirnar eru allar til sölu. — ih Flugkabarett á Borgmni Jállleikhásið frumsýndi Flug- kabarett á Hótel Borg I fyrra- kvöld fyrir fullu hási og við mjög góðar undirtektir. Sýningar eru I jálimánuði á fimmtudags- föstu- dags- og laugardagskvöldum, og einnig á sunnudögum kl. 16 fyrir alla fjölskylduna. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir Flugkabarett og er jafnframt höfundur verksins ásamt þeim Erlingi Gislasyni og Þórunni Sigurðardóttur. Fiug- stjóri er GIsli Rúnar Jónsson, og flugfreyjurnar eru leiknar af Eddu Þórarinsdóttur, Sögu Jóns- dóttur, Eddu Björgvinsdóttur og Guölaugu Mariu Bjarnadóttur. Skrokk flugvélarinnar og búninga hannaöi Sigurjón Jóhannsson, tónlistin er eftir Karl Sighvatsson og flugvélstjóri er Þórir Stein- grimsson. Flugferöin tekur eina klukkustund. Gestum er gefinn kostur á snarli og léttvini fyrir sýningu og meöan á henni stendur. Á eftir er dansleikur fyrir þá sem vilja. Hægt er aö kaupa miöa á sýning- una einungis, eöa á sýninguna og dansleikinn i senn. — ih Leikendur I Flugkabarettinum á Borginni. — Ljósm.: __gel___ um helgina Annríki í Norræna Mikiö er um að vera I Norræna hásinu þessa dagana, og stöðugur straumur af gestum, einkum ferðamönnum frá Noröurlöndum. Þrjár sýningar eru I gangi I húsinu. A bókasafninu hefur Elsa Guöjónssen sett upp sýningu á Islensku kvensilfri og þjóöbúning- um. 1 anddyrinu sýna tveir Danir grafikmyndir frá Islandi, Græn- landi og Færeyjum. Þeir eru Kjeld Heltoft og Svend Havsteen Mikkelsen, og er sá siöarnefndi af islenskum ættum. Siöast en ekki sist er svo sumarsýningin I kjallaranum. Þar sýna þeir Benedikt Gunnars- son, Jóhannes Geir og Siguröur Þórir Sigurösson málverk, og Guðmundur Eliasson sýnir högg- myndir. A fimmtudagskvöldum er „opiö hús” fyrir norræna ferðamenn og hefur þaö veriö mjög vel sótt, t.d. var fullt út úr dyrum þar 1 fyrra- kvöld. — ih

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.