Þjóðviljinn - 05.07.1980, Qupperneq 31
Helgin 5. — 6. Júll. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31
DÍLLINN
OG
HER
Ingiríöur Hanna
Þorkelsdóttir skrifar
um útvarp
og sjónvarp:
Mannleg
samskipti
og músik
Tlmi mannlegra samskipta er
genginn I garö. Ég fylltist gleöi
og feginleika og fargi er af mér
létt. Og vitiöi hvers vegna? Jú,
sjónvarpiö fór nefnilega I sitt
árlega mánaöar sumarfri hinn
1. júli s.l. og framundan á ég
hvorki meira né minna en þrjá-
tiu og einn fimmtudag. Og þaö
sem meira er um vert, nú á ég
lika manninn minn heilan og
óskiptan i heilan mánuö, sjón-
varpiö gaf honum lika fri I mán-
uö. Hljóta nú allir aö sjá og
skilja, aö gleöi min er tvöföld ef
ekki hreinlega margföld. Viö er-
um nefnilega hálfgeröir „imba-
kassa”-sjúklingar, ég og hann
maöurinn minn blessaöur. Sjón-
varpiö er liklegast meö allt of
marga góöa þætti og auövelt er
aö ánetjast kassanum og limast
fast i mjúkan sófann.
En nú hefur aldeilis oröiö
breyting á. Viö litum upp og sjá-
um aö þarna erum viö bæöi tvö
og ég ákveö aö nota þennan dýr-
mæta tima vel. Heilsa upp á
vanrækta vini og fá þá til sin i
kaffi og meö þvi. Viö erum búin
aö jafna okkur eftir kosninga-
nóttina og sigurinn mikla þegar
brotiö var blaö I sögunni. Nú
ætlum viö aö taka okkur fri til
meiri mannlegra samskipta. Og
nú ætlum viö aö hlusta á útvarp.
>aö merkilega er nefnilega aö
viö eigum dtvarp sem býöur
okkur upp á margt ágætt og at-
hyglisvert. Ég hlusta mikiö á
útvarp, sérstaklega fyrri hluta
dags og ég neita þvi ekki aö þaö
er sigilda tónlistin þeirra I út-
varpinu sem er aöalhvati þess
aö ég opna fyrir tækiö.
Mér finnst reyndar útvarpiö
standa sig ágætlega i þvi aö
gera öllum til hæfis,en hvaö mig
varöar mætti vera ennþá meira
um klassiska tónlist.
Ég vona aö sem flestir séu
mér sammála um sigildu tón-
listina; hún gefur llfinu fegurö
og gildi og án hennar megum
viö ekki vera. Megi júlimánuöur
veröa mánuöur meiri mann-
legra samskipta og tónlistar.
LIMRUR
Frægö
eftir Þorstein Valdimarsson..
Hinum heimsfræga hana
frá Scala
varö hlustað á næturgala.
Fyrst kúröi hann
hljóður
svo varð kamburinn
rjóöur:
„Þetta kann ekki
einfaldan skala!"
BRAGÐLAUKURINN
Bergljót meö Katrinu dóttur sinni. Ljósm.— gel—.
„ísland er
orkugj afi”
— rætt við Bergljótu Ragnars
myndlistarmann
„Ég hef búiö erlendis aö
mestu leyti undanfarin 20 ár,
lengstaf i Danmörku, en einnig I
Sviþjóö, Noregi og Frakklandi.
Nú er ég aö hugsa um aö flytjast
heim og vera hér i amk. ár. I
fyrra var ég lengi á Italiu og þá
var Katrin dóttir min hér i skóla
og ég vil gjarnan aö hún haldi
áfram i skóla hér á islandi,”
sagöi Bergljót Ragnars,
myndlistarmaöur, þegar viö
spjölluöum viö hana. Tilefniö
var samsýning á málverkum og
teikningum norrænna kvenna,
en Bergljót var ein af frum-
kvöölum aö sýningunni og á
jafnframt verk þar. Sýningin er
nú I Malmö, en fer siöan um öll
Noröurlöndin. Framlag Is-
lensku kvennanna á sýningunni
hefur vakiö veröskuldaöa at-
hygli, en auk Bergljótar eiga
þar verk þær Valgeröur Bergs-
dóttir, Sigriöur Björnsdóttir,
Edda Jónsdóttir, Borghildur
Öskarsdóttir og Björg
Thorsteinsdóttir.
Bergljót hefur veriö viö
myndlistarnám I Stokkhólmi og
Osló og lauk námi viö Kunst-
akademiuna i Kaupmannahöfn.
Þá hefur hún einnig fariö á
námskeiö á Filmskolen i Kaup-
mannahöfn i kvikmyndagerö.
Hún er ein tiltölulega fárra
kvenna, sem hafa lagt stund á
málaralist, en yfirleitt hafa
konur sótt frekar I ýmsar aörar
greinar myndlistar.
„Þaö eru til mjög góöir mál-
arar sem eru konur, en mönnum
hættir til aö horfa á magn en
ekki gæöi. Oftast hafa konur
ekki skilaö sama magni af mál-
verkum og karlmenn, en þaö
þýöir ekki aö gæöin hafi veriö
lakari. Ég held aö lslendingar
mættu gjarnan hugsa meira um
gæöin i listaverkum, en ekki
bara um afköstin. Þaö er lika
vert aö Ihuga, þegar maöur litur
á málaralistina, aö framúr-
stefnulistamenn, sem vilja
reyna eitthvaö nýtt, sækja oft i
ýmsar aörar greinar myndlist-
ar. Þetta er þó áreiöanlega aö
breytast og málverkiö býöur
upp á möguleika til aö nota ný
efni og nýjar aöferöir og ég held
aö þaö eigi framtiö fyrir sér,”
sagöi Bergljót.
Eins og fyrr sagöi var
Bergljót lengi á ttaliu á siöasta
ári, en hún fékk danskan styrk
til aö dveljast I Róm viö aö
mála. Bergljót kveöst eingöngu
hafa unniö viö myndlist undan-
farin tvö ár, en þó ekki geta lifaö
af þvl.
„Margir listamenn lifa af at-
vinnuleysisbótum I Danmörku
og þaö þykir ekkert óeölilegt viö
þaö. Sjálf hef ég gert þaö, enda
er þaö eina leiðin til aö
framfleyta sér ef maöur ætlar
aö helga sig listinni. Ef maður
þarf aö vera háöur þvi aö geta
selt allt sem maður gerir til aö
geta lifaö, er miklu betra aö fá
sér bara vinnu viö eitthvaö ann-
aö. Þetta er ööru visi hér, hér
vinna margir aðra vinnu meö
myndlistinni, en þaö er nánast
ógerlegtl Kaupmannahöfn. Þaö
er eins og fólk geti unniö miklu
meira hér en erlendis. Þaö er
óhugsandi aö Kaupmanna-
hafnarbúar gætu unniö eins
mikiö og hér er gert. Þaö er ekki
bara spurning um vegalengdir
og aöstöðu, ég held aö Island, —
veöráttan, hreina loftiö og
mannlifiö hér, sé mikill orku-
gjafi. Fólk þolir mikla vinnu
betur á tslandi,” sagöi Bergljót.
Myndlistarsýningin, sem
nefnistNordiska kvinnor, á eftir
aö fara til Finnlands og Noregs
áöur en hún kemur hingaö á
Kjarvalsstaöi I vor, en hún end-
ar svo i Arósum I Danmörku.
þs
ÞAR
Kirsiberjatré
og eplatré
—festa rætur við Laufásveginn
Kjúklingalifur
Kjúklingalifur er ekki mjög
mikiö notuö til matargeröar hér
á landi, en þykir herramanns-
matur viöa um heim.
Kjúklingalifur er þó oft hægt aö
fá hér i verslunum, hraðfrysta i
stórum skömmtum. Hér er rétt-
ur, sem er mjög bragögóður
meö brauöi og salati.
250 g kjúklingalifur
200 g smjör
1 msk finhakkaöur rauöur
laukur (Schalottenlaukur)
2 msk sherry eöa koniak
salt og pipar
Brúniö lifrina stutta stundi
smjöri viö mikinn hita. Bætiö
lauknum út i. Saltiö og pipriö.
Lifrin er tilbúin þegar hún er
oröin bleik aö innan.
Veiöiö lifrina upp úr og setjiö
vlniö út i safann á pönnunni,
helliö öllu yfir lifrina og látiö
kólna. Hræriö smjöriö sem má
ekki vera mjög kalt, þar til þaö
veröur létt. Hakkiö lifrina I
hakkavéleöa blandara (mixer).
Blandiö öllu saman. Ef vill má
bæta við salti,pipar og vini aö
lokum til aö auka bragöiö. Látiö
kólna og beriö fram beint úr
isskáp meö góöu brauöi og sal-
ati.
Auöur Loftsdóttir viö kirsuberjatréö á Laufásveginum.
Nú sný ég mér aö land-
búnaðarstörfum. —Mér
er sagt að það sé laust
ráðsmannsstarf á höfuð-
bóli hér sunnan við bæinn.
„Mér fannst ég endilega þurfa
aö gera eítthvaö sérstakt i tilefni
ársins. Þess vegna ákvaö ég að
freista þess aö ná i eplatré og
kirsiberjatré aö utan og gróöur-
setja i garöinum hjá mér”, sagöi
Loftur Olafsson, tannlæknir, sem
nýlega fékk tvö ávaxtatré meö
skipi frá Danmörku og hefur
komiö þeim fyrir i garöinum hjá
sér!
„Þaö var Tryggvi bróöir minn,
sem hjálpöi mér viö þetta og fór i
gróörarstöö i Kaupmannahöfn
sem viðurkennd er af Danmarks
plantetilsyn. Það fylgir þessu
heilmikil skriffinnska og frá Dan-
mörku þarf aö fylgja sérstakt
heilbrigöisvottorö meö trjánum.
Þau komu svo meö skipi til lands-
ins I vor og voru heldur slöpp eftir
sjóferöina. Ég setti trén niöur og
fékk úrvalsskit úr Flóanum á
þau. Siöan kom 3ja vikna sólar-
kafli og nú erum trén farin aö
braggast ágætlega, sérstaklega
kirsiberjatréö”.
Trén komu til landsins i byrjun
júni ogsagðistLoftur hafa borgaö
af þeim 40% toll.
„Mér er sagt af fagmönnum aö
trén hafi mikla möguleika á aö
þrifast vel hér á landi, og þótt ég
geri mér ekki miklar vonir um
ávexti af þeim má segja að þetta
sé heiðarlegt fikt i þá átt aö af-
sanna aö ekki sé hægt aö rækta
ávaxtatré á íslandi”, sagöi
Loftur.
— þs