Þjóðviljinn - 05.07.1980, Page 32

Þjóðviljinn - 05.07.1980, Page 32
wðvhhnn Helgin 5. — 6. júll. nafn* Vigdís Finnboga- dóttir Það er ekki vaf i á því að nafn þessarar viku er Vigdís Finnboga- dóttir, sem barsigur úr býtum í forsetakosn- ingunum s.l. sunnudag. Hún er fyrsta konan í heiminum sem kosin er lýðræðislegri kosningu til forsetaembættis og hefur kosning hennar vakið gífurlega athygli víða um heim. Við náð- um sambandi við Vig- dísi um kvöldmatar- leytið í gær. Það fyrsta sem okkur datt í hug að spyrja Vigdisi um eftir þessa viðburðaríku viku var hvort hún væri ekki orðin þreytt: „Nei, ég er ekkert þreytt. Þegar ég er glöö, þá finn ég ekki til þreytu. Ég er mjög bjartsýn og ég held að bjart- sýnin gefi mönnum þrek. Sé maöur svartsýnn, þá slævir þaö hugann. Úthald mitt i gegnum þennan tima hefur verið miklu meira en mig grunaöi aö hægt væri aö búa yfir. Anægjulegast hefur veriö aö veröa til þess aö vekja slika athygli á Islandi og islensku þjóöinni. Viö- brögö erlendis eru miklu meiri en ég haföi nokurn tima gert mér i hugarlund. Aragrúi frettamanna, sjón- varpsstööva og fjölmiöla hafa veriö á sveimi til aö hafa samband viö mig og ég hef fengið tækifæri til aö segja frá landi okkar, menn- ingu og mannlifi beggja vegna Atlantshafsins. Það er mikil reynsla aö finna aö heimurinn tekur okkur opn- um örmum á þennan veg og ég vona aö ég beri gæfu til að njóta sama trausts meöal okkar innbyröis.” „Hvaö er nú framundan, — geturöu tekiö þér fri?” „Framundan er aö við Astriöur veröum saman aö ihuga málin i ró og næöi. Viö ætlum aö fara og njóta landsins eins og viö höfum svo oft gert áöur. Siöan tekur viö aö afgreiöa ýmis aökallandi mál og eitt af þvi er aö skrifa formlegt bréf til vina minna i stjórn Leik- félags Reykjavikur og biöja um lausn frá störfum mán- uði fyrr en gert haföi veriö ráö fyrir.” „Hvaö er þér efst I huga á þessari stundu?” „Aö ég megi reynast verö þess trausts sem mér hefur veriö sýnt,” sagöi Vigdis aö lokum. Og viö óskum henni til hamingju meö unninn sigur og þökkum fyrir spjalliö. — þs Xftalsími 1»jöf>\ iljans er K1333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. l'tan þess tima er hœgt aö ná í blaöamenn og aöra slarfsmenn blaösins í þessum slmum : Hitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná í afgreiöslu blaÖsins isíma 81663. Blaöaprent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Uppboöshaldari, Karl Agúst úlfsson, kynnti vöru slna hátt og snjallt (Ljósm. gel). Uppboð á konum á Torfunni Uppboö var haldíö á konum i gær á Torfunni. Alls voru tfu kon- ur I boöi, nokkrar slitnar verka- konur sem seldust fyrir slikk og svo fulltrúar helstu stórgróssera bæjarins meö Feröamistökin Útrás I broddi fylkingar. Þarna gafst einstakt tækifæri til aö krækja sér I ódýran vinnukraft,en einnig fylgdu kostaboö eins og sólarlandaferöir, málning og varahlutir meö i kaupunum. Kemur kvenleg fegurö til meö aö leysa fiskinn af hólmi sem helsta Utflutningsvara þjóöarinn- ar? Um þaö er spurt eftir þetta vel heppnaöa uppboö. Hyggjast Feröamistökin og Alblföukjallar- inn leggja heiminn aö fótum sér meö Utflutningi á konum? Sjá nánar um uppákomu „fimmmenningaklfkunnar” (The gang of five) á bls. 9. —ká Heilbngöisyfirvöld í Kísiliðjunni í gœr: Starfsmannatillögur um mengunarvarnir Sérstakur eftirlitshópur mun fylgja framkvœmdum eftir A fundi i Kisiliöjunni viö Mývatn gærmorgun var ákveöiö aö kalla eftir tillögum starfs- manna um áætlun i mengunar- vörnum og setja upp eftirlitshóp til þess aö fylgja framkvæmd hennar eftir. Aöalhættan i Kisil- iöjunni stafar af kisilryki sem getur valdiö silicos og steinlunga ef þaö kemst i öndunarfæri i veru- legum mæli. A fundinum meö framkvæmda- stjóra fyrirtækisins og trúnaöar- mönnum starfsmanna I gær- morgun voru Svavar Gestsson heilbriöisráöherra, Ólafur Ólafs- son landlæknir og Eyjólfur Sæmundsson öryggismálastjóri ásamt fleiri sunnanmönnum. „Tilgangur þessarar farar var aö kanna hvernig miöabi aögerö- um i mengunarvörnum sem geröar voru tillögur um af hálfu Heilbrigöiseftirlits rikisins á siöastliönu ári”, sagöi Svavar Gestsson er blaöiö ræddi viö hann i gær. „Þaö varö ljóst á fundinum meö trúnaðarmönnum starfs- manna aö nokkuö hefur miöaö i rétta átt en ýmsu er enn ábóta- vant. Akveöið var aö óska eftir tillögun frá starfsmönnum um verkefni i mengunarvörnum á staönum og forgangsrööun þeirra. Sömuleiðis varö aö sam- komulagi aö setja á fót eftirlits- hóp þeirra sem þarna eiga hlut aö máli til þess aö fylgja þeirri áætlun eftir sem samin veröur upp úr tillögum starfsmanna”, Þaö var ekki fyrr en á árinu 1979 sem niöurstööur um mengun af kisilryki i verksmiöjunni lágu óyggjandi fyrir, þannig aö allii viöurkenndu þær. Um 70 til 8( manns vinna i Kisiliöjunni á vökt um allan sólarhringinn. Heil brigöisráöherra kvaö fundinn Kisiliöjunni hafa veriö mjög fróö legan og starfsmenn mjög áhuga samx um úrbætur i mengunar vörnum. —ekh Svavar Gestsson: Enn er ýmsu ábótavant I Kisiliöjunni. Flugmannadeilan aö leysast? I dag eða ekki Samningafundur I flugmanna- deilunni hefur veriö boöaöur 1 dag kl. 14 og sagöi Baldur Oddsson, formaöur félags Loftleiöaflug- manna I gær aö hann væri von- góöur um aö deitan leystist á þeim fundi. „Annaö hvort gengur þetta saman á þeim fundi eöa ekki”, sagöi Baldur, „þaö ber ekki þaö mikiö á milli núna.” Baldur sagöi aö afskipti ráö- herra af deilunni heföu veriö mjög jákvæö, en Steingrimur Hermannsson, samgönguráö- herra boöaöi deiluaöila á sinn fund i gærmorgun eftir aö hafa fengiö flugmenn til þess aö aflýsa verkfalli sem koma átti til fram- kvæmda i dag. Baldur sagöi aö deilumálin heföu veriö reifuö á þeim fundi og andrúmsloftiö heföi hreinsast. Stóö fundurinn 1 hálfan annan tima og sátu hann auk ráö- herra og skrifstofustjóra ráöu- neytisins, Siguröur Helgason, for- stjóri Flugleiöa, formenn beggja flugmannafélaganna og Gunnar G. Schram, sáttasemjari i deil- unni. 1 framiialdi af þeim fundi helt sáttasemjarian'an fund I gærdag meö deiluaðiium og nú er eftir aö vita hvort fundurinn i dag leysir deiluna. — AI Höfðabakkabrúin boðin út: Kostar einn miljarð Heitir nú Elliðaárbrú r hjá Arbœjarstíflu Meö auglýsingu I dagblööunum I dag er óskaö eftir tilboöum i smiöi hinnar umdeildu Höföa- bakkabrúar „fyrir borgarverk- fræöingsembættiö I Reykjavik” og heitir brúin I auglýsingunni „EHiöaárbrú hjá Arbæjarstiflu”. Frestur til aö skila tilboöum i verkiö er til 31. júli n.k., eh áætluö verkalok eru 31. október 1981. Brúin, sem er „samfelld hol- kassabrú” yfil tvö höf úr spenntri heildarbreidd er 10,8 metrar. Aætlað er aö 200 milljónir fari i brdna á þessu ári en heildar- kostnaöur mannvirkisins ásamt aöfærsluvegum beggia vegna er álitinn vera einn miljaröur króna. —AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.