Þjóðviljinn - 11.07.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.07.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJIXN Föstudagur 11. júll 1980. Magnús Skarphéðinsson vagnstjóri hjá SVR: Aö bæta þjónustuna kostar ekki nein ósköp Fjórar einfaldar og ódýrar lausnir Vinsæl lög á bíla snældum Stjörnukassettur nefnist ný Utgáfa hjá Steinum hf. og Gimsteini hf. og eru einkum ætiaðar tii notkunar i bilum, sem feröafélagi, en einnig heimilisvinur á góöri stund, enda valin á þær vinsæi lög úr ýmsum áttum frá síöustu fimm árum. Alls hafa fyrirtækin gefiö lit 4 bilakassettur, tvær hvort, og eru á hverri um 20 stuölög með islenskum lista- mönnum, um klukkutima spilunartimi á hverri. Meöal þeirra sem fram koma eru Þú og Ég, Stuö- menn, Lónlí Blú Boys, Brim- kló, DUmó og Steini, Spilverk þjóöanna og fleiri og innan tiöar kemur 5. Stjörnukass- ettan meö lögum Gylfa Ægissonar, leiknum af honum sjálfum. Verö hverrar kassettu er kr. 9750, sem telja má hagstætt miöaö viö markaösverö kassetta nú. Úlfabörn I Þjóðviljanum I gær, fimmtudag, birtist frétt um Utkomu nýs námsefnis I samfélagsfræöi. Var þar rangt fariö meö nafniö á einni nemendabókinni. Bókinheitir ,,Clfabörn”og i henni eru frásagnir af svo- nefndum „úlfabörnum”, þ.e. börnum sem taliö er aö hafi alist upp án mannlegs samneytis. Þessi börn hafa aldrei veriö kölluö álfabörn. Þetta leiöréttist hér meö, og eru hlutaöeigendur beönir velviröingar á mistökunum. Frœðslurit: Bætt heyverkun Snemma á þessu ári ákvaö stjórn Búnaöarfélags tslands aö láta semja leiöbeininga- bækling um bætta heyverk- un og senda hann ókeypis öllum bændum landsins. Ætlunin var aö ritiö kæmi Ut áöur en sláttur hæfist, en sökum anna i prentsmiöju dróstprentunin mjög. NU er ritiö þó komiö Ut og er veriö aö setja þaö I póst. Næstu daga mun þaö berast inn á hvert sveitaheimili landsins. Teknir eru fyrir allir þættir heyskaparins. Fyrsti kaflinn fjailar um sláttu- tima. Er þar aö sjálfsögöu lögö áhersla á aö slegiö sé þegar grasiö er sem nær- ingarrikast. Leiöbeint er um hvernig meta á hvenær rétti timinner til aö slá einstakar grastegundir. Þá er kafli um þurrhey. Bent er á aö eftir aö slegiö hefur veriö sé sjálfsagt aö snUa heyinu sem allra fyrst. Leiöbeint er um hvernig draga megi Ur efnatapi I heyi viö þurrkun. Kafli er um súgþurrkun, þar sem bent er á hvernig bændur geta nýtt ' ina sem best. Kafli er um vothe> sverkun og áhersla lögö á aö grundvallaratriöi fyrir grt^ri votheysverkun sé aö hindrn aö loft komist 1 heystæöuna. til að koma I veg fyrir öndunartap og myglumyndun. Loks má nefna aö f bæklingnum er aö finna le>rt^<"ningar um kaup á raforku BUnaðarfélag íslands gefur bæklinginn Ut en ábyrgöarmaöur hans er Jónas Jónsson, bUnaöar- mála.s'jiri. itofundar hand- rits eru MagnUs Sigsteinsson og Ottar Geirsson en teikn- ingar eru geröar af Bjarna Guömundssyni, Magnúsi Sigsteinssyni og Sigfúsi ölafssyni. — mhg — Þaö er hægt aö gera margt til að bæta strætisvagnaþjón- ustuna hér i Reykjavik án þess það þurfi aö kosta nein ósköp, og ég sakna þess aö heyra ekkert i þá átt frá forsvarsmönnum fyrir- tækisins.” Þaö er MagnUs Skarphéöinsson sem þetta segir en hann er strætisvagnstjóri hjá SVR og hefur margoft aö eigin sögn reynt aö koma tillögum sinum á fram- færi við ráðamenn, eða eins og hann oröaöi þaör „Ég hef kembt embættismannastigann ofanfrá ogniöurúr en enga áheyrn fengiö. Þess vegna langar mig til aö koma hugmyndum minum á framfæri hér i Þjóöviljanum,ekki sist vegna þess aö nú er farið aö ræöa þar umferöarmál.'’ — Ég fer ekkert i launkofa meö þaö,sagöi Magnús, aö ég hef oröið fyrir vonbrigöum meö frammi- stöðu Alþýöubandalagsins i þess- um málaflokki. Ég eins og margir aörir kaus flokkinn i siöustu borgarstjórnarkosningum af þvi aö ég trúöi þvi aö meö stjórn hans á borginni myndi margt færast til betri vegar. NU ætla ég mér ekki að dæma um frammistööu Alþýðubandalagsins I borgar- málunum i heild, eflaust hefur margt tekist vel.en þar sem ég þekki best til •— hjá SVR — verð ég aö segja aö ekkert hefur breyst frá fyrri stjórn. Þetta er þvi meira sláandi aö Alþýöubanda- lagð lagöi einmitt mikla áherslu fyrir kosningar á umferöarmái og aukna almenningsvagnaþjón- ustu. Nú feröast daglega meö SVR 40 þús. manns og þá tölu má hækka verulega meö sáralitlum tilkostnaöi. Þetta bentuö þið Alþýöubandalagsmenn á fyrir kosningar og sögöuö þá aö þaö sem meö þyrfti væri viljinn til aö gera hlutina. Vantar viljann núna? — Mér finnst niöurdrepandi aö horfa upp á óbreytta stefnu i þessum málum og ég fæ ekki séö annaö en meö núverandi skipan þar sem engin teikn viröast vera á lofti um breytingar þá veröi hér enn um langan aldur ráöandi sú blikkbeljumenning sem viö þekkjum öll og viljum mörg aö taki enda. En þá ætla ég aö snúa mér aö þessum tillögum sem ég hef I fórum minum. — Þær eru fjórar og allar i samræmi viö málflutning Þjóö- viljans og Alþýöubandalagsins fyrir siöustu borgarstjórnarkosn- ingar. Komist þær i framkvæmd er ég ekki I vafa um aö fleiri en nú muni ferðast meö strætó I vinn- una og skilja bilinn eftir heima. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, lagöi I gærmorgun blómsveig frá rikisstjórninni aö minnisvaröa Bjarna Benedikts- sonar, forsætisráöherra, á Þing- Leigja rútur á álagstimunum — 1 fyrsta lagi þarf aö fjölga vögnum á mestu álagstimunum á morgnana. Þá er ekki þröngt i vögnunum heldur troöiö og oft er fólk skiliö eftir á biöstöövunum. Þetta er ekki nærri eins mikiö vandamál á eftirmiödögum vegna þess aö heimferöir fólks úr vinnu og skólum dreifist á miklu lengri tima. Nú er ákaflega dýrt aö kaupa marga vagna aöeins til aö anna þörfinni i fáa tima á dag, og þess gerist heldur ekki þörf þvi aö önnur lausn er til, miklu ódýr- ari. Þaö erhreint og beint hægt aö fá leigöa rútubila til aö aka á mestu annatimunum. Þetta hefur veriö rætt og ég held mér sé óhætt aö segja aö kostnaöurinn hafi i fyrra veriö áætlaöur 18 þús. á timann meö öllu. Nýr vagn kostar aftur á móti 70 miljónir og væri þessi leiö farin mætti spara sér aö kaupa a.m.k. 5 vagna en nú stendur fyrir dyrum aö kaupa 40 nýja vagna. 340 biðstöðvar 123 biðskýli — I annan staö þarf aö koma upp biöskýium, helst upplýstum og meö leiöaspjöldum á öllum biöstöövum. Nú eru biðstööv- arnar 340 en biöskýlin aöeins 123. Á yfirstandandi kjörtimabili hefur skýlunum aöeins fjölgaö um fimm. Meö sama fram- kvæmdahraöa tæki þaö hátt i öld aökoma biöskýlum á allar stööv- arnar þó aö engin bættist viö. A völlum i tilefni af þvi, aö tiu ár eru liöin frá láti hans. A myndinni er forsætisráðherra viö minnis- varöann ásamt Guömundi Benediktssyni ráöuneytisstjóra. fjárhagsáætlun borgarinnar 1979 var veitt 10 milj. til byggingar skýla og þaö nægöi fyrir fimm. Nú er upphæöin 20 milj. en ennþá hefur ekkert bólað á nýjum skýlum. Væntanlega verða þau samt byggö fyrir veturinn og ekki dregiö fram undir jól aö reisa þau eins og i fyrra. — Þriöja tillagan er sú aö leysa mestu umferöarhnútana svo aö vagnarnirhaldi áætlun, t.d. mætti fjölga sérstökum strætógötum og margt fleira kemur eflaust til greina. Upplýsingaskortur — Aö lokum vil ég nefna þaö sem ég heföi kannski átt aö byrja á og þaö er aö sjá svo um aö stöö- ugt upplýsingastreymi berist frá fyrirtækinu út til almennings. Strætisvagnarnir eru þaö fyrir- tæki borgarinnar sem borgarbúar eiga mest skipti viö. Meö þeim feröast 40 þús. manns á dag eöa 13 miljónir á ári. Þaö ætti aö vera , hægur vandi aö dreifa I hvert hús árlega öllum nýjustu upplýs- ingum um feröir vagnanna og aöra þjónustu SVR. Oft er þaö hreinlega vegna ókunnugleika á leiöakerfinu aö fólk notar ekki strætisvagnana og úr þvi veröur aö bæta. Sáraódýrt — en leysir mikinn vanda — Oll þau atriöi sem ég hef taliö hér upp kosta sáralitiö en myndu — ef framkvæmd yröu — leysa mikinn vanda og bæta þjón- ustu viö almenning mjög mikiö. Ég hef reyndar i fórum minum aörar tillögur um aukna og bætta I tilefni af 25 ára afmæli Kópa- vogskaupstaöar veröur haldinn sérstakur fþróttadagur á Kópa- vogsvelli á morgun. Dagskráin hefst kl. 13.45 með þvi aö Hornaflokkur Kópavogs leikur undir stjórn Björns Guö- jónssonar. Kl. 14.00 ganga Iþróttamenn fylktu liöi inn á völl- inn og forseti bæjarstjórnar, Rannveig Guömundsdóttir,flytur ávarp. Siöan veröa fjölbreyttar iþróttasýningar, m.a. sýnir flokkur Ur Iþróttafélaginu Gerplu fimleika. Knattspyrnukeppni veröurá milli Breiöabliks og l.K. og handknattleikur á milli H.K. og K.R. Magnús Skarphéöinsson vagn- stjóri hjá SVR. þjónustu en þær eru allar dýrar, og þar sem fyrirtækiö er sagt illa statt læt ég hér viö sitja. — Annars er stundum eins og peningar séu nægir og ekki þurfi aö spara þegar fariö er út i breyt- ingar. Dæmi um dýra breytingu sem þó gagnast ekki nógu vel er þegar fariö var aö láta leiö 14 ganga um kvöld og helgar á klst. fresti. Þessi eina breyting kostar 20milj. á ári en heföu leiöir 13 og 14 veriö sameinaöar um kvöld og helgar heföi þaö ekki kostaö neitt og auk þess heföi þaö þjónaö hverfinu miklu betur þvi aö þær feröir heföu orðið á hálftima fresti. Hér stendur allt fast — Mér finnst satt aö segja furöulegt aö á meöan nágranna- þjóöir okkar eru aö kikna undan álaginu á strætisvagnana og hafa varla undan aö kaupa nýja vagna og endurskipuleggja leiöakerfin þá stendur hér allt fast. Þaö gerist ekki neitt þrátt fyrir orku- kreppu og ýmislegt óhagræöi af núverandi umferöarskipan. Menn halda bara áfram aö aka á einka- bilnum sinum en þaö er ekki endi- lega þaö sem menn vilja helst. —hs. Þá fer fram árlegt frjáls- Iþróttamót vinarbæja Kópavogs, sem nú er haldið 13. skipti i Kópa- vogi. Auk Kópavogs senda Odense,Norrköping, Tampere og Þrándheimur keppendur á mótiö. Keppendur Islands i kúluvarpi og kringlukasti á Olympiu- leikunum I Moskvu ásamt fleiri islenskum iþróttamönnum munu keppa sem gestir i kúluvarpi og kringlukasti. Þessa sömu helgi.þ.e. 12. og 13. júli, fer fram á Kópavogsvelli meistaramót íslands I frjálsum Iþróttum fyrir aldursflokkana 15- 18 ára og hefst á laugardag kl. 10 f.h.. Allir I strætó. Já vissulega væri þaö æskilegt en oft eru ýmis ljón I veginum. Sums staöar vantar biö- skýli, stundum skilur vagninn þig eftir eöa þú ert eins og sfld i tunnu þegar þú hefur troöiö þér inn. Eins áttu á hættu aö koma of seint I vinnuna ef umferöartafir veröa og á kvöldin þarftu kannski aö biöa i meira en hálftima eftir vagni. Bjarna Benediktssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.