Þjóðviljinn - 11.07.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.07.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. júli 1980. skáh Umsjón: Helgi Ólafsson Þannig tefla hinir ungu Fyrir stuttu var haldið I Buenos Aires heljarins mikiö alþjóðlegt skákmót — opið. Keppendur voru 184,þar af nokkrir stórmeistarar. Röð efstu manna varð þessi: 1—4. Browne, Panno, Smyslov og Emma, 7 1/2 v. hver. 5—9. Taimanov, Tempone, Burgos, Morgado, Zuckerfeld 7 v. hver. Walter Browne góðkunningi okk- ar íslendinga hreppti efsta sætið á stigum en að öðru leyti heldur röðin sér. Sá keppandi sem hvað mesta athygli vakti var 16 ára gamall skólastrákur, Mahia að nafni. Hann hlaut 6 1/2 v. og sigraði m.a. stórmeistaran Quintesosi stórfallegri skák. Þeir tóku eitraðapeðs - afbrigöið til umræöur: tilvikum á svartur að halda velli með miklum sóma.) 12. ...-Bb4 (Það er ekkert aö þessum leik, en þegar skák hefur tapast fara menn yfirleitt á stað með að finna endurbætur. Þess vegna gat að lita i einhverju blaði hugmyndir eins og 12. — Da5 og 12. — Dc5.) 13. Hb3-Da5 15. Bf6!? 14. 0-0-0-0 (Þekkt fórn á svipuöum stöðum. Hér hefur hún alla buröi til aö hrella andstæðinginn m.a. vegna lúmskrar stöðu hróksins á b3.) 15. ...-Rxf6 (Eftir 15. — gxf6 á hvitur leikinn 16. Dh6 með hættulegri sókn.) 16. exf6-Hd8! 17. fxg7-Hxd4? (Það er ekki auðvelt aö sjá hvernig hvitur getur haldið sókn sinni til haga eftir 17. — Dc5!) 18. Dh6! (Auðvitað ekki 18. Dxd4 Bc5. Nú er hótunin 19. Hxf7 og 19. Bb5.) 18. ...-De5 Hvltt: Mahia Svart: Quinteros Sikileyjarvörn .1. e4-c5 6. Bg5-e6 2. Rf3-d6 7. f4-Db6 3. d4-cxd4 8. Dd2-Dxb2 4. Rxd4-Rf6 9. Hbl-Da3 5. Rc3-a6 io. eS (Einn af fjöldamörgum leikjum sem til greina koma. en hefur aldrei veriö sérstaklega hátt skrifaður einkum eftir þá meðferö sem hann fékk i höndum Fischers. En Mahia hefur dálitiö nýtt I huga.) 10. ...-dxe5 11. fxe5-Rfd7 12. Be2!? („Teórian” hefur einskorðað sig við 12. Bc4 eða 12. Re4. 1 báöum 19. Re4! (Stjórnandi hvitu mannanna viröist hreinlega geta hent hvaða spýtukalli sem er á ófriðarbálið.) 19. ...-Dxe4 (19. — Hxe4 er svarað með 20. Bh5.) 20. Bh5-Hd7 23- Hg3-Rc6 21. Hd3!-Bc5+ 24. Bg6! !-Dxg6 22. Khl-Bd4 (Aörir leikir koma ekki til greina.) 25. Hxg6-Re7 26. Hxf7!-Kxf7 (Eða 26. — Rxg6 27. Hf8+ og mát i næsta leik.) 27. g8(D) + -Rxg8 28. Dxh7+ — og Quinteros gafst upp. Glæsi- leg skák, þó e.t.v. standist hún ekki hörðustu kritik. SÝSLUMAÐURINN 1 GULLBRINGUSÝSLU BÆJARFÓGETINN I KEFLAVlK, GRINDAVÍK OG NJARÐVlK SUÐURNESJAMENN 1 vörslum lögreglunnar að Hafnargötu 17, Keflavik.eru fjölmörg reiðhjól i óskilum. Eru hugsanlegir eigendur þeirra beðnir að gefa sig fram við lögregluna fyrir 20. þ.m., en eftir þann tima má búast við, að þau verði seld á uppboði. Bæjarfógetinn i Keflavik • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ Ónnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Blaðberabíó Sjómannamynd í litum með isl. texta sýnd í HAFNARBÍÓI ddj kl. 1.00 á laugardag Rafmagns- verkstæði Kaupfélags V opnfirðinga Um siðustu áramót hóf Kaup- félag Vopnfirðinga að reka raf- magnsverkstæði það, sem Alex- ander Arnason hefur rekiö undanfarin ár. Verður það til húsa á efri hæð byggingarvöru- deildarinnar. Ýmsar endur- bætur þarf þó að gera á húsinu áður en verkstæöiö getur að fullu tekið til starfa. A verkstæðinu munu verða til sölu margskonar rafmagns- vörur. Verkstæðið mun og kapp- kosta að veita alla þá þjónustu sem áður var að fá á verkstæöi Alexanders. Alexander Arnason hefur tekið að sér forstöðu verk- stæðisins, en auk hans vinna þar þrir aörir starfsmenn. — mhg Auknir möguleikar A aðalfundi Sambands isl. samvinnufélaga, sem haldinn var i Bifröst 11. og 12. júni sl. kom fram eftirfarandi tillaga frá Stefáni A. Jónssyni, bónda á Kagaðarhóli: „Aðalfundur Sambands isl. samvinnufélaga 1980 samþykkir að fela stjórn Sambandsins að leeeia vaxandi áherslu á að aðstoða sambandsfélögin við að koma á fót atvinnufyrir- tækjum I sinu heimahéraöi,ma. með tæknilegri aðstoö. Sé þetta gert með tilliti til nýrra atvinnu- tækifæra i kauptúnum og sveit- um vegna fyrirsjáanlegs sam- dráttar i búvöruframleiöslu”. Var tillaga þessi einróma sam- þykkt á fundinum. —mhg Hrisárbrekkufoss i Grlmsá. Ragnar Olgeirsson, Oddsstöðum: Slæm umgengni A aðalfundi Kaupfélags Vopn- firðinga var talsvert rætt um sláturhús félagsins og Isaf- greiðslu, að þvi er segir i frétta- bréfi kaupfélagsins. Fundar- mönnum leist ekki meira er svo á umgengnina I sláturhúsinu, og þótti hún ámælisverð. Starfs- menn kaupfélagsins hafa iöu- lega á liðnum vetri neglt fyrir dyr og glugga svo að óboðnir gestir kæmust ekki inn i húsið en allt hefur komiö fyrir ekki. „Innbrot eru tið af fólki, sem gengur miklu ver um en skyn- lausar skepnur”, segir I frétta- bréfinu. Sláturhúsið hefur afgreitt is til báta og togara og heldur þvl áfram þar sem út litur fyrir aö Tanga verði ekki leyft að byggja isturn við nýja frystihúsið á næstunni. Mjög er brýnt að ljúka við að byggja ofaná viðbyggingu: við sláturhúsið þar sem neðri hæð þess liggur nú þegar undir skemmdum. Ekki mun þó láns- fé til þeirra framkvæmda liggja álausu. —mhg Frá Vopnafiröi Um Lundar- reykjadal Röðull, blað Alþýöubanda- lagsins I Borgarnesi og nær- sveitum, hefur tekið upp þann ágæta sið að kynna lesendum einstök sveitarfélög I Borgar- íjarðarhéraði. Landpóstur hef- ur gerst svo djarfur að hnupla þessum sveitalýsingum, þvi þær eru hvorttveggja I senn fróðleg- ar og skemmtilegar. Ennþá höf- um viö sloppiö við ávitur hvað þá refsingu fyrir gripdeiidirnar og höldum þvi uppteknum hætti. 1 siðasta tbl. Rööuls kynnir Ragnar Olgeirsson, bóndi á Oddsstöðum, Lundarreykjadal. Fer sú kynning her á eftir: Lundarreykjadalshreppur af- markast af Reykholtsdals-, Hálsasveitar-, Þingvallasveit- ar, Skorradals- og Andakils- hreppum. Sennilega hefur dalurinn ver- iö sjálfstætt sveitarfélag allt frá fyrstu tið hreppaskiptingar á Is- landi. Sveitarfélagið hefur alla tið byggt tilveru sina aö lang mestu leyti á hefðbundinni landbún- aðarframleiðslu með smávegis stuðningi af silungsveiði i. fail- vötnum (aðallega á fyrri tið) og laxveiöi i Grimsá og Tunguá. Á ýmsu hefur gengið með efnahagslegt öryggi og afkomu innbyggjara þessarar sveitar, ekki siöur en annarra sveitar- félaga á umliðnum öldum Is- landsbyggðar. Ariö 1703, þegar fyrsta mann- tal var tekið á Islandi, voru Ibú- ar sveitarinnar 166 að töiu, þar af var 31 sveitarómagi. Um þetta vitna fimm hreppstjórar mpö sinni undirskrift og segja a.: ,Er ei sjáanlegt fyrir vorri itund, að þessi sveit kunni dir þessum ómagafjöida að risa, hvort vér (sem allt annað umvarðandi og nauðsynlegt) i Guðs forsjá gefum”. Svipuð saga þessu var að ger- ast I öllum byggðarlögum þessa lands allt fram á okkar öld, en með bættri félagslegri samstöðu hefur málum þeirra umkomu- litlu og þjóöarinnar I heild þok- að til betri vegar, þótt seint verði fullkomnu réttlæti náö. Fyrsta des. 1979 var Ibúatala sveitarinnar 119. Tala jaröa I hreppnum, sem setið er á, er 21. Þrjár jaröir eru i eyðien tvær þeirra nytjaðar af nágrannabæjum. Sumum gömlu jaröanna hefur veriö skipt I tvö býli. A öðrum jörðum eru rekin félagsbú, þannig að i dag eru bændur 25. Kirkjustað- ur sveitarinnar er að Lundi. Sveitarfélagiö er ein kirkju- sókn. Prestur var i sveitinni fram yfir 1930, en með kirkju- skipunarlögunum 1907 var ákveðið áð afleggja prestsetur á Lundi þegar starfandi prestur hætti þjónustu. Var sú skipan framkvæmd við lát séra Sigurð- ar, sem siðastur var prestur með búsetu á Lundi. Búnaöarfélag sveitarinnar er mjög virðuleg stofnun og gömul, sennilega komin eitthvað á ann- að hundrað ára. Ungmennafélag var stofnaö i sveitinni 1911.A fyrstu starfsár- um sinum byggði félagið sam- komuhús aö Lundi en þegar ak- fær vegur kom inn dalinn flutti félagið starfsemi sina að Braut- artungu. Þar starfrækir félagið nú sundlaug og félagsheimili. Kvenfélag Lundarreykjadals var stofnað 1938. Kvenfélagið hefur látið mörg góð mál til sln taka og veriö veitandi innan sveitarfélagsins. Þá hefur starfað I sveitinni deild úr Kaupfélagi Borgfirð- inga, allt frá stofnun þess. Um dalinn renna tvær ár, Grimsa og Tunguá. Rennur Tunguá I þá fyrrnefndu um miöjan dal. Auk þesssem þessar ár veita f jármagni inn I sveitina i gegnum hlunnindi sin, eru þær til fegurðarauka. Fyrir ofan svæði það, sem laxgengt er, eru margir fossar og fagurt lands- lag, sérstaklega inn með Grimsá. Starfandi er veiðifélag um Grimsa og Tunguá. Auk Lund- dælinga eiga aöild að þvi jarðir i Andakilshreppi, sem eiga land aö Grimsá. Félagið á veiðihús, sem sett hefur verið niður I Hestslandi. Sameiginlegt upprekstrar- félag er meö Lundarreykjadals- hreppi og Andakilshreppi ofan Andakilsár. Hefur svo verið um langt árabil. 1 sveitinni vantar nauðsyn- lega aðstöðu i iðnaði, eða ein- hversk. atvinnutækifæri fyrir ungt fólk, sem vill eiga heimai sveitinni en ekki stunda hefö- bundinn búrekstur. 1 þvi sam- bandi kemur I hug mikil auðlind, sem er fyrir hendi i sveitinni, en það er jarðhitinn. 1 Lundarreykjadal er gott mannlif og nágrenni með ágæt- um. Ragnar Olgeirsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.