Þjóðviljinn - 11.07.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. júll 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5
Andrei Sakharof segir frá útlegð sinni:
Herferð til að
í mér og gera
þagga niður
upp við aðra
STy CTaTLB b Moc
hhhhíí QOirosHKK,HHigaH Buecre oo bhom bhcnjxkj
TpyflHOCTH noe3flOK,MOeK CBHaH C BHeHHHH uzpoM
KTEjH panee KOHUSHTpnpoBasniero Ha Heií hk kjr
CTðizeHHtvsii Ha uHe - HeuanoBaiHyK) h oCjiernai
uchxh nrpaeT to,'ito h pyccKHfi,a ohb ohb nanc
Teme b nojioBHHe mecToro yTpa hbhjich hokto ,ot
KTE.Oh yrpoataji ,hto ecjia ee hohi»,to ecTB uo^
uo» E3 TopbKoro a oðpaTHO h noncTpeKaHaii u*
ohh npjiuyT cboh uepu.HeKOTopue HaniH «py3
noÆoÖHuun yrpo3aœi b aspec uoeö zeHH.Kax,
3Ha»,cuox0T jik oaa oapHyirEEai öecnpenHTCT
BepHyTiCH ko MHQ^GJSEaíSSöIUEyEESSinESil^nMS
casHHitíEfflasŒBJj CeroflHH uoh- areHa,HKrannga zo
6oju»œefi onacHOCTH ,ueu H*Tex,KTO BHCTyri
STöu.Mto eme xrqt hbc ^npejiCKasaTii Hesoa
hocti,BHHuaHKe Hpy3eií bo bcqh unpe k' Hasil
xeHa,uoii cocto—
Ha ceófl Heuajiue
HeHaBncTk
^yauHií b eme 6ojn>nei<
BHyTpeHHepo ynoTpeð-
_ TT______ _ - H
4 ua« 1980 rosa
ropbKHH
(jl^ea^uréj
Sakharof og Elena Bonner: 1 niöurlagi bréfsins segir: Kona min er nii i meiri hættu en ég.
Skömmu eftir að so-
véskur her var sendur
inn i Afganistan var
eðlisfræðingurinn og
andófsmaðurinn Andrei
Sakharof handtekinn og
hefur verið i hálfgerðu
stofufangelsi siðan í
borginni Gorkí. Fyrir
skömmu tókst konu hans
að koma úr landi itar-
legri grein, þar sem
hann bæði vikur að
heimsmálum, innan-
landsmálum og að stöðu
sinni nú.
Nauðsynleg hreyfing
Aö þvi er alþjóöamál varöar
heldur Sakharof fast viö nauösyn
samningageröar um afvopnun,
um leiö vill hann að Vesturveldin
hopi hvergi fyrir Sovét-
mönnum — hann fordæmir
ihlutun i Afganistan og styöur þá
sem vilja hunsa ólympiuleikana.
I meðfjöllun Sakharofs á innan-
landsmálum er lögb höfuðáhersla
á þýðingu starfs þeirra sem unniö
hafa að mannréttindamálum, en
ofsóknir og refsingar á hendur
þeim hafa farið harðnandi upp á
siökastið. Um hjálpar- og upp-
lýsingarstarf mannréttinda-
hreyfingarinnar segir hann m.a.
,,Ég er sannfærður um að nauð-
synleg er einmitt svona hreyfing,
hreinræktuð siðferðileg hreyfing,
sem kemur inn i vitund fólks
grundvallaratriðum þeirra breyt-
inga í lyðræðisátt, i átt til þess að
fleiri skoðanir séu virtar, breyt-
ingar sem eru landinu nauðsyn-
legar, og svo friði i heiminum”.
Sakharof hefur áhyggjur af
hinum sovéska „smáborgara”,
sem er veikur fyrir sterku valdi,
reynir i sérgæsku að pota sér
áfram i kerfinu með klikuskap og
annarri spillingu, hann hefur og
áhyggjur af vaxandi þjóðarig og
drykkjuskap. Hann sakar yfir-
völdin einnig fyrir að þau misnoti
minningar fólksins um striðið og
óttann við það, til að fá það til að
sætta sig bæði við misbeitingu
valds, matvælaskort og svo hern-
aðarævintýri.
Undir smásjá KGB
1 niöurlagi greinar sinnar segir
Sakharof frá þeirri meðferð sem
hann hefur sætt. Fer sú frásögn
hér á eftir i styttri þýðingu:
Lögreglumaður stendur vörð
við dyrnar i ibúð minni dag og
nótt og hleypir engum inn nema
meðlimum fjölskyldunnar, tveim
kunningjum i Gorki (sem eftir
hverja heimsókn eru teknir i yfir-
heyrslu hjá leynilögreglunni,
KGB), og svo einhverjum gest-
um, sem eru i reynd að skapi
KGB. Ég hefi ekki sima, og ef ég
reyni að hringja til Moskvu eða
Leningrad frá simastöð, þá er
sambandið jafnóðum slitið að
skipun agenta KGB sem fylgja
mér jafnaneftir.Égfæ fá bréf,
og þá einkum skammarbréf mér
til „uppeldis” einstaka sinnum
komast þó til min póstkort með
árnaðaróskum frá útlöndum, og
ég er mjög þakklátur höfundum
þeirra. 1 húsinu sem við búum i
hefur verið sett upp sérstaklega
fyrir mig útvarpstruflunarstöð og
til að hlusta á útvarp neyðumst
við hjónin til að ganga um göt-
urnar á kvöldin með transistor-
tæki (meðan við „spássérum”
eru agentar KGB að róta i papp-
irum minum i ibúðinni og
skemma i leiðinni ritvélina mina
eða segulbandstækið).
Ekki á minu valdi
Sakharof kveðst fást við vis-
indastörf, en hafa fá tækifæri til
að umgangast starfsbræður. Ein
undantekning var gerð þegar von
var á vesturlandavisinda-
mönnum til Moskvu, þá var sam-
starfsmönnum Sakharofs i
Visindakademiunni leyft að
heimsækja hann einu sinni og
ræða eðlisfræðitiðindi. Ég bý,
segir Sakharof, miklu betur en
vinir minir, sem hafa verið
dæmdir i útlegð eða til fanga-
búðavistar. En allt það sem mér
hefur verið gert á sér ekki
minnstu stoð i lögum, þetta er
hluti af almennri og grimmri
herferö gegn þeim sem hugsa.
öðruvisi, tilraun til að fá mig til
að þagna og auðvelda uppgjörið
við aðra.
Sakharof rekur siðan fram-
göngu yfirvalda við sig frá þvi i
janúar, mótmæli sin og það, að
hann sé reiðubúinn að mæta fyrir
dómstólum. Einnig rekur hann
mikla svivirðingaherferð gegn
honum sem farin er i blööum.
Hann þakkar erlendum starfs-
bræðrum sem hafa krafist þess að
útlegðarúrskurðurinn veröi úr
gildi felldur og fái Sakharof að
snúa aftur til Moskvu eða flytja
úr landi ef honum sýnist svo.
Sjálfur segir hann ekki af eða á
um seinna atriðið, en segir „það
mál er ekki á dagskrá hjá mér þvi
aö ákvörðun um það er ekki á
minu valdi”.
Að lokum segir Sakharof, að
kona hans fari með þetta bréf til
Moskvu, en Elena Bonner hefur
deilt með honum öllum erfið-
leikum viö vaxandi hatur KGB.
Sakharof skrifar:
Eina vörn okkar
„Fyrir skömmu birtist maður
nokkur,sem kvaðst vera frá KGB
kl hálf sex að morgni hjá tengda-
móður minni og hótaði henni þvi,
að ef að dóttir hennar, hætti ekki
ferðum sinum milli Gorki og
Moskvu þá myndu þeir gripa til
sinna ráða. Nokkrir vinir okkar
hafa þegar fengið bréf með svip-
uðum hótunum i garð konu
minnar. 1 hvert skipti þegar
konan min leggur upp i ferð, veit
ég ekki hvort hún kemst á leiðar-
enda eða hvort henni tekst að
komast áfallalaust til min aftur,
Þó að konan min sé formlega
frjáls er hún i meiri hættu en ég.
Ég biö þá sem taka minu máli að
muna það. Það er ógjörningur að
segja fyrir hvað okkar biður.Eina
vörn okkar er að okkar sé getið,
aövinir okkar um allan heim láti
sig örlög okkar varða.”
áb tók saman.
r
Olympiuleikar fatlaöra:
Éfla sjálfstraust
og rjúfa einangrun
Skylmingar I hjólastólum.
Eins og skýrt var f rá hér
í blaðinu i fyrradag er ný-
lokið ólympíuleikum
fatlaðra í Hollandi, sem
þóttu fara mjög vel fram
og voru þar unnin ótrúleg
afrek. Bandarikjamenn,
Pólverjar og Vestur-Þjóð-
verjar fengu þar flest
verðlaun, íslensk stúlka
vann þar til gullverðlauna.
Þátttakendur munu hafa
verið um 2000 frá 41 landi.
Nokkrar upplýsingar um ólym-
piuleika fatlaðra er að sjá i ný-
legu hefti af Spiegel, sem kom út
um það bil sem leikarnir voru aö
hefjast. Þessir leikar hafa veriö
haldnir siðan 1960, jafnhliða hin-
um hefðbundnu ólympiuleikum, i
ítallu, Japan, Vestur-Þýskalandi
og Kanada. Leikarnir áttu sam-
kvæmt þessu að fara fram i
Moskvu I sumar, en Sovétmenn
neituðu aö skipuleggja slika leiki
og mættu heldur ekki til leiks i
Hollandi. Einu Austur-Evrópu-
þjóðirnar sem taka þátt I olym-
piuleikjum fatlaðra eru Pólverjar
og Tékkar.
Byrjaði 1948
Iþróttamót fatlaöra eiga sér
ekki ýkja langa sögu. Það var
Bretinn Ludwig Guttmann, sem
fyrstur stofnaði til sliks móts.
Guttman stjórnaði endurhæfing-
arstöð fyrir fólk sem slasaðist á
strlösárunum i bænum Stoke
Mandeville skammt frá London.
Hann komst aö þeirri niðurstööu,
aö Iþróttir væru vel til þess falln-
ar að efla sjálfstraust fatlaöra og '
rjúfa þá einangrun sem þeir kom-
ast gjarna i. 1 þeim bæ efndi Lud-
wig Guttman til „Stoke Mande-
ville” leikja árið 1948 og voru
þátttakendur sextán, allt ör-
kumla fólk Ur striöinu. Þessi mót
voru siðan haldin árlega á Bret-
landi og hreyfing þessi hefur sið-
an breiöst ört út.
Hagnýtur árangur
Þaö var italska ólympiunefndin
sem bauð fyrst upp á Ölympiu-
leika fyrir fatlaða, fóru þeir fram
samhliöa ólympluleikunum i
Róm 1960. Leikar þessir fóru svo
fram i annaö sinn I Japan 1964.
Japönsk stjórnvöld hrifust svo af
þeim árangri sem fatlaðir náðu,
að leikarnir urðu beinlinis til þess
gagns, að stofnað var verksmiðja
fyrir starfsfólk sem allt var lam-
að upp að mitti. Nú eru þrjú fyrir-
tæki i Japan rekin af fötluðum.
Fórnarlömb umferðar-
slysa
A dagskrá ólympluleika fatl-
aðra eru tólf greinar iþrótta —
bogfimi, keiluspil, skotfimi,
sund, skylmingar, blak, lyftingar,
frjálsar iþróttir, kappakstur á
hjólastólum og fleira.
1 þeim löndum sem taka þátt i
ölympiuleikum fatlaðra eru nú
um 30 miljónir manna sem eiga
viö fötlun að strlöa. Meirihluti
þeirra sem Iþróttir stunda eru
fórnarlömb umferðarsly sa.
Eþiópinn Bikila Abebe varð
tvisvar ólympiumeistari I mara-
þonhlaupi — siðan hann lamaðist
i bilslysi hefur hann tekiö þátt i
borðtenniskeppni og bogfimi-
keppni ólympiuleika fatlaðra.
Hitta í mark
Það er einkum I bogfimi sem
fatlaöir ná jafngóöum eða betri
árangri en þeir sem fulla heilsu
hafa. Erich Mammel heitir þjóð-
verji, sem er bundinn við hjóla-
stól, — 1972 munaöi afar litlu að
hann kæmist i ólympiulandslið
lands sins i þessari iþróttagrein.
Og Bretar sendu lamaöa boga-
skyttu sem fulltrúa sinn á Ólym-
pluleika heilbrigðra i Múnchen.
Ariö 1976 náði einfættur Pól-
verji árangrinum 1 min.3,2 sek. I
hundrað metra skriðsundi. Sá
árangur hefði nægt honum til sig-
urs á ólympiuleikunum i Stokk-
hólmi 1912. A leikunum i Hollandi
tókst einfættum Kanadamanni,
Arnie Boldt, að stökkva 1,96 m i
hástökki. —áb.