Þjóðviljinn - 11.07.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.07.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. Júll 1980. Rölt um Grasagarð Reyk Þeir gáfu sér naumast tlma til aö tylla sér niður fyrir ljósmyndarann hleðslu- meistararnir Þorkell Garðarsson og Ásmundur Helgason. Mynd: —gel. Þaö var ríkur bóndinn i Svarf- dælingnum Eiriki Hjartarsyni, rafvirkjameistara. Þótt hann eyddi drjúgum hluta ævi sinnar i Reykjavik, þar sem hann sinnti iðn sinni af kostgæfni þá undi hann þvf ekki, þegar til lengdar lét, að hafa ekki gróna jörð undir fótum. Þvi réöist hann I það árið 1929, aö stofna nýbýlið Laugar- dal. Var það á landsvæöi þvi sem nú heitir Laugardalur og — að þvi er fróðir menn herma — dregur nafn sitt af býli Eiriks. Ekki var nú land Eiriks beint árennilegt til ræktunar, þótt vel væri gróið. Eiginlega eintómur forarsvakki, en handverkfæri þá ein tiltæk við framræslu. En Eirikur horföi hvorki 1 fé né fyrir- höfn. Hann mokaði upp moldar- beö til þess að foröast bleytuna, og gróðursetti þar plöntur. Mun hann hafa gróðursett þarna fyrstu trjáplönturnar alþingis- hátiðarárið 1930. Hér verður ræktunarsaga Eiriks i Laugardal ekki rakin, en öll var hún með þeim hætti, að vel mætti varðveit- ast. Grasagarður reis á óðali Eiríks Eirikur Hjartarson átti sinn Laugardal fram til ársins 1955. Þá keypti Reykjavikurborg land- iðaf honum. A 175 ára afmæli höf- uðborgarinnar, 18. ágúst áriö 1961, var svo opnaður þarna á óöali Eiríks Grasagarður Reykjavikur. Varhann byggður á þeim grunni, sem Eirikur hafði veriö aö „hlaða” 1 30 ár. Við það tækifæri gáfu þau hjónin, Jón Sig- urðsson, skólastjóri Laugarnes- skólans. og Katrin Viðar garðin- um 200 islenskar plöntur. Það var myndarlega aö verki verið. Og nú, 20 árum slðar, er Grasa- garður Reykjavikur oröinn merkilegt menningarfyrirbæri i borg, sem til þessa hefur fremur getaö státað af ýmsu öðru en gróðri. Svo gerðist það, s.l. þriðjudags- morgun, að við Gunnar ljósmynd- ari brugöum okkur ofan i Grasa- garöinn. Þar tóku á móti okkur Sigurður Jónsson, forstjóri garðs- ins og Friörik Oigeirsson, verk- stjóri og leiddu okkur um sitt gróöursæla riki. Og þar var svo sannarlega um auðugan garð að gresja og miklu meira að sjá og skoöa en svo að þvl verði lokið af I einni stuttri heimsókn. Garðurinn er 5 þús. ferm. aö flatarmáli en nú er veriö að stækka hann verulega. Þarna getur að lita flestar þær tjátegundir, sem til eru á íslandi. Þar eru, I snyrtilegum beðum, um 280 tegundir islenskra jurta. Auk þess 300 plöntur erlendrar ættar. Spjöld eru við hverja plöntu með heiti hennar á islensku og latinu. Er ekki ótitt, aö ýmsir, sem ala plöntur heima hjá sér en þekkja ekki nöfn þeirra komi I garðinn til þess aö fræðast um nafnið. önnum kafiö Vinnuskólafólk Nú er frá þvi aö segja, að til er hér i borginni stofnun, sem nefn- ist Vinnuskóli Reykjavikur. Starfar hann yfir mánuöina júni og júli. Nemendum skólans er skipt niöur i 33 vinnuflokka, sem starfa viðsvegar um borgina. Undanfarin ár hefur Erling S. Tómasson verið skólastjóri Vinnuskólans. Hann hefur nú lát- iö af þvi starfi en við tekið Hjálmar Guðmundsson. Hvaða störf fara svo fram á vegum skólans, hver eru verkefni nemendanna? Jú, sýnishorn af þeim getum viö séð hér I Grasa- garðinum. Þar hefur, undanfarin tvö sumur, 3000 ferm. lands- spilda, sem áöur var óræktuð, ósléttog of lág fyrir það hlutverk, sem henni var ætlaö að gegna, verið hækkuð upp meö þvi aö aka I hana um það bil 3500 tunnum af mold og grús. öllu þessu mikla magni hafa unglingarnir, vinnu- flokkurinn I Grasagarðinum, ekið ihjólbörum. Hvað þær börur eru orðnar margar „þekkir guð einn og taliö getur”. Að þessu sinni vinna þarna i garöinum 16 unglingar en talan ernokkuðbreyt- ileg frá eínu sumri til annars. Þegar þessu mikla undirbúnings- verki er lokiö er svæðiö sléttað, allt grjót hreinsað burtu, valtað, sáð I landið og áburði dreift. Nú er öll þessi stóra og fallega grasflöt undir það búin að þar megi gróð- ursetja tré og plöntur, til augna- yndis öllum þeim, sem inn I garö- inn koma til með aö lita i fram- tiðinni. En ekki er hér með allt upptal- ið, sem nemendur Vinnuskólans hafa unniö og eru að vinna i Grasagarðinum. Þar hafa veggir verið hlaðnir úr gömlum götu- kantsteinum og fáum við ekki betur séð en þeir séu mikil lista- smiöi. Alls er búið að hlaða þarna úr um þaö bil 2000 steinum. Gang- stigar hafa verið lagöir hellum með þeim hætti, að varla veröur betur gert af fagmönnum og gróðurinn hirtur af natni og nær- færni. //Við sjáum þó einhvern árangur" Við dirfðumst aö taka nokkra unglingana tali þótt allir væru þeir önnum kafnir. Sumir höfðu unniö I garðinum áður, hjá öðrum var þetta fyrsta sumariö þar. Þetta voru hressilegir krakkar og vinnugleðin skein út úr hverju andliti. Og störfin voru hin marg- breytilegustu. Sumir voru að hlaða steinkanta, aörir að leggja gangstéttarhellur og ýmsir að hlúa að gróðri. Allir voru þeir á einu máli um að þetta væri mjög skemmtileg vinna. Og „við sjáum þó einhvern árangur af þvl sem við erum aö vinna og svo er um- hverfiö svo skemmtilegt og fallegt”. Þau voru ekkert að flika þvi hvaö kaupið væri, en það er engin hætta á aö þaö sé hærra en svo, aö fyrir þvi sé unniö. Opnað að ári Hugmyndin er að flytja is- lensku plönturnar i þennan nýja hluta garðsins og gera þar um- hverfiö aðlaðandi og sem eðlileg- ast m.a. með þvi að útbúa þar tjarnir, hæöir og hóla. Þar veröur gaman að læra grasafræði. Stefnt er aö þvi aö opna nýja hlutann fyrir almenning á 20 ára afmæli Grasagarösins að ári. Þá hugsum við Gunnar okkur að koma aftur. Aösókn að Grasagaröinum hef- ur alltaf verið nokkur og fer vax- andi. En I amstri dægranna koma menn stundum ekki auga á þá dýrgripi, sem liggja á hlaðvarp- anum. — mhg Þarna er hún Inga Þóra Kristinsdóttir og brosir framan I blómin og ljósmynd- Sigurður Jónsson, forstöðumaður Grasagarðsins og Frlörik Olgeirsson, verkstjóri fræða blaöamenn. arann. Mynd: —gel. Mynd: — gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.