Þjóðviljinn - 11.07.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.07.1980, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. júll 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 á dagskrá >,/Sannleikurinn er sá að Norðurlönd mynda nokk- uð sérkennilega og merkilega heild í vestur- evrópskum menningarheimi, og það er ekkert vafamál að við eigum betra með að varðveita og fá viðurkenningu fyrir því, semgefur okkar menningu gildi, í samfloti innan þessarar heildar, heldur en ein á báti á stórsjó alheimsmenningar sem f æ meira mæli verður mörkuðog stýrð af iðnaðar- og markaðssjónarmiðum". Vésteinn ólason lektor Þaö er ekki á allra færi aö leggja gangstéttarhellur svo vei fari,en þeir eru ekki i neinum vandræöum meö þaö þessir þremenningar. Frá v.: Þröstur Garöarsson, Eyjölfur Gunnarsson og Þorvaldur Stefánsson. Mynd: —gel. Anna Þórdls Siguröardóttir veröur kankvis á svipinn þegar hún sér Gunnar nálgast meö ljósmyndavélina. Mynd: —gei Á norrænu málaári Astundun erlendra tungna er mikil nauösyn fámennri þjóö. Svo aö segja öll samskipti okkar viö erlendar þjóöir fara þannig fram aö viö veröum aö beita erlendum tungum, tungu viömælandans eöa annarri sem báöir kunna. f islenskum skólum er lika variö miklum tima og fyrirhöfn i kennslu og nám erlendra tungna og eru þeir þó margir sem leggja stund á tungumálanám utan viö skólakerfiö, ekki sist ungt fólk sem leggur leiö sina til annarra þjóöa. Allar götur frá miööldum, þeg- ar svo kölluö dönsk tunga var svo litt greind I mállýskur aö Noröur- landamenn áttu hægt meö aö skilja hverjir aöra, hafa Islend- ingar átt mikil samskipti viö þessa nánustu frændur okkar En þvi er ekki aö leyna aö siöustu aldir hafa þessi samskipti veriö sýnu erfiöari en fyrr þvi aö tal Noröurlandaþjóöa, nema helst Færeyinga ef vel er hlustaö, er oröiö okkur óskiljanlegt og okkar tal þeim, nema lærdómur komi til. Meöan samband okkar viö Danmörku var nánast og hér voru bæöi danskir verslunarþjónar og stundum embættismenn, auk þess sem helstu embættismenn islenskir höföu stundaö nám i Danmörku, kom þaö af sjálfu sér aö margir læröu dönsku, nærri þvi sem sitt annaö móöurmál, án þess aö kennsla i skólum kæmi til. Þegar viö losnuöum undan verslunaráþján og stjórnmála- tengsl uröu á jafnréttisgrundvelii breyttust aöstæöur og danska varö kennslugrein i skólum. Þaö er hún enn þótt heimilt sé aö taka próf I norsku eöa sænsku I henn- ar staö. Eftir aö fsland er oröiö sjálf- stætt og fullvalda rfki er eölilegt aö menn spyrji hvort ekki sé meira gagn aö þvi aö leggja stund á tungur stórþjóöa heldur en dönsku, tungu: þjóöar sem er smá á mælikvaröa veraldarinnar og engan veginn auöveld i framburöi. Um þetta hef ég reyndar veriö spuröur i Dan- mörku ekki siöur en hér á Islandi. Timi og kraftar sem fara i dönskunám eru svo mikill þáttur i skólavinnu ungmenna aö full ástæöa er til aö spyrja slikrar spurningar og nauösynlegt aö geta fært fram góö rök ef menn aöhyllast þá skoöun aö enn skuli menn læra dönsku á landi hér. Sérstök ástæöa er til aö taka upp þessa umræöu nú á ári sem kallaö hefur veriö norræna málaráriö af þeim sem starfa aö þvi aö efla samvinnu Noröurlandaþjóöa. Meginástæöan til þess aö okkur er hagur i þvi aö halda áfram þvi menningarsambandi viö Noröurlandaþjóöir sem nám i tungum þeirra veitir er auövitaö skyldleiki þjóöanna og söguleg tengsl. Þessi skyldleiki og sögu- legu tengsl valda þvi m.a. aö hvergi annars staöar er hægt aö búast viö eins miklum áhuga á islenskum málefnum og skilningi á okkar vandamálum og einmitt meöal Noröurlandaþjóöa. Um þaö breytir engu þótt þessar þjóöir séu ekki alltaf fúsar til aö sjá hagsmunaárekstra, sem þær eru sjálfar flæktar i, meö okkar augum, eins og komiö hefur i ljós i fiskveiöimálum. Hver er sjálf- um sér næstur. Þó er ekki vafi á þvi aö íslendingar hafa meö mörgum hætti notiö frændsemi v. Noröurlandaþjóöir og skilnings þeirra á sérstööu okkar. Þar ber auövitaö handritamáliö hæst en margt fleira mætti nefna, s.s. Norræna húsiö. Sannleikurinn er sá aö Noröurlönd mynda nokkuö sérkennilega og merkilega heild I vesturevrópskum menningar- heimi, og þaö er ekkert vafamál aö viö eigum betra meö aö varö- veita og fá viöurkenningu fyrir þvl, sem gefur okkar menningu gildi, I samfloti innan þessarar heildar, heldur en ein á báti á stórsjó alheimsmenningar sem i æ meira mæli veröur mörkuö og stýrö af iönaöar- og markaös- sjónarmiöum. Aö þessu þarf naumast aö eyöa fleiri oröum þvl aö sem betur fer er þaö flestum ljóst. Þaö er llka svo aö veruleg áhersla á Noröurlandamál og menningu þarf hvorki aö einangra okkur frá alþjóölegri menningu eöa gera okkur háö Noröurlandabúum. Mörg fslensk ungmenni fara til bóklegs og verklegs náms á Noröurlöndum og hljóta þar staö- góöa menntun, en hinir eru auö- vitaö fjöldamargir sem leita I aörar áttir, bæöi til austurs og vesturs og sú fjölbreytni færir okkur margt heillavænlegt. Þótt nemendur I grunnskólum hefji fyrr nám I dönsku en ensku (og etv. hefst þaö nám óþarflega snemma) er þaö augljóst aö áhrifavald enskunnar og nota- gildi I heimi nútimans er svo mik- iö aö hún skipar I vitund skóla- fólks meö réttu sess sem þýö- ingarmesta erlenda máliö. Viö þvi er engin ástæöa til aö spyrna. Noröurlandamál eru þar full- sæmd af ööru sæti en þá þarf llka aö leggja verulega rækt viö þau. Miklu varöar aö mönnum sé þaö ljóst aö nám i einu Noröurlandamálanna, hvort sem þaö er danska, norska eöa sænska, er lykill aö öllu málsvæöi Noröurlanda, þvi aö þessi þrjú mál eru svo náskyld sem kunnugt er. Skólarnir þyrftu meövitaö aö opna augu nemenda fyrir þessu og veita leiösögn sem hjálpar mönnum yfir þá lágu þröskulda sem á milli eru. Þaö gleymist stundum þegar rætt er um nám I erlendum tung- um hér á landi aö til er evrópsk tunga sem opnar fyrir okkur merka og ágæta menningu, tunga sem viö getum lesiö meö lltilli fyrirhöfn án nokkurs skólanáms, talaö og skiliö eftir litla æfingu. Ég á viö færeyskuna. Núna þegar Isl. ráöamenn eru hver á eftir öörum farnir aö koma heim úr Færeyjaheimsóknum og lýsa þvi yfir aö Færeyingar séu komnir fram úr okkur i vandaöri framleiöslu fiskafuröa, I fisksölu- málum og fleiri sviöum sjávarútvegs, svo aö ekki sé minnst á vegagerö, þá förum viö kannski almennt aö átta okkur á þvi aö þeir eiga lika ágæta þjóömenningu, ekki sist á sviöi bókmennta og myndlistar, sem okkur væri ávinningur aö þekkja miklu betur. Hér er verk aö vinna fyrir skólana. Viö hljótum I framtiöinni aö leggja aukna áherslu á kynningu á færeyskri tungu og menningu I skólum og brjóta þannig niöur þaö sem eftir kann aö sitja af kjánalegum fordómum gagnvart þessari ágætu frændþjóö okkar. Vera má aö mörgum finnist hugmynd um norrænt málaár undarlegt uppátæki, en nánari ihugun sýnir okkur aö margt er nauösynlegt aö vinna á þvl sviöi. NORDISKT SPRÁKÁR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.