Þjóðviljinn - 30.07.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 30.07.1980, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. júii 1980 1 Hruna hefur hver merkisklerkurinn á fætur öörum setið, m.a. Halldór, faðir Daða sem frægur varð I sögum vegna barneignar með Hagnheiði Þetta er Kaldbakur, innsti bær i Hrunamannahreppi. Fjórir km eru aö næsta bæ. biskupsdóttur. Sfðan 1944 hefur séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson setiö staöinn. „GULLHREPPUR OG GRÍMSNESIÐ GÓÐA” Svarti Flói Sultartungur Gullhreppar og Grímsnesið góða Þessi lýsing á helstu sveitum í Arnessýslu mun oftast eignuö Brynjólfi Skálholtsbiskupi en hvort sem visan er rétt feðruð eöa ekki segir hún nokkra sögu. Frá fornu fari hafa Hrepparnir verið búsæld- arleg héruö og þar um slóðir svalt fólk sjaldan eöa aldrei, þótt sáran herjaöi á menn og skepnur viöa um land. Fegurö er afstætt hugtak, en flestum, sem á annaö borð leggja eitthvert mat á landslag, þykja Hrepparnir fagrir. Þaö finnst mér lika, og I sumar hafa þeir skartaö sinu fegursta eins og reyndar Suö- urlandið alltihinni óvenju góöu tiö. Þegar ég var á ferö um Hruna- mannahrepp i fyrri viku voru allir I óöaönn aö raka og snúa og binda og hirða langt fram á kvöld. Þó aö tiö- in væri einmuna góö var ekki vert aö hætta neinu til; alltaf geta skoll- iö á skúrir og þá er betra aö vita tööuna komna undir þak. Börnin sjá um þetta Presturinn i Hruna, séra Svein- björn Sveinbjörnsson mun vera eini presturinn I Árnessýslu sem enn stundar búskap jafnhliöa prestskapnum. Hann lá ekki á liöi sinu bliöviörisdaginn sem mig bar aö garöi, var úti á túni aö raka ásamt tengdadóttur sinni, Ingi- björgu Guömundsdóttur kennara og ungum syni hennar, óla.Svein- björn kvaöst hafa farið aö slá fyrir viku og væri langt kominn enda tiö- in afbragö. Jafnmikil uppskera heföi ekki sést i sveitinni siöan 1965, sagöi hann, hún væri allt aö þriöj- ungi meiri i sumar en i meöalári. „Búiö er nú ekki stórt hjá mér lengur,” sagöi Sveinbjörn, ,,ég er meö fé og hross. Þegar mest er aö gera eins og viö rúningar, sauöburö og heyskap þá koma börnin min og sjá alveg um þetta. Þau eru svo ræktarsöm og dugleg.” Allir kannast viö Þjóösöguna dansinn i Hruna þegar kirkjan átti aö hafa sokkið vegna þess aö söfn- uöurinn dansaöi i kirkjuunni á jóla- nótt og ég spvr Sveinbjörn hvort Hreppamönnum sé nokkuð hætt nú til dags sakir óguölegs lifernis. Ekki taldi presturinn þá i neinni hættu staddaj sveitinni fyrirfyndist ekki annaö en úrvalsfólk, félags- lynt og glatt sem ekki yröi meint af að dansa. „Annars segir sagan aö kirkjan hafi átt aö standa uppi á Hrunan- um, en þaö er útilokaö aö svo hafi veriö. 1 mesta lagi hefur staöiö þar litil kapella. Ég hef talsvert velt fyrir mér þessu örnefni, Hruni. Þar sem ég er alinn upp er landinu skipt i skákir. Ein hét Hruni, enda hrundi á hana mikiö af grjóti á hverju vori. Ætli þetta sé ekki i ætt viö náttúru- nafnakenninguna hans Þórhalls? Hrunakallinn og nálaraugað „Myndin sem þú sérö i Hrunan- um heitir Hrunakallínn. Þessi kall er eiginlega samsettur úr tveimur klettum og skora á milli, rétt manngeng. Þessi skora er kölluö nálaraugaö. Hún er áreiöanlega til oröin vegna áhrifa frá sögunni i bibliunni um úlfaldann og nálar- augaö.” Og meö þaö kvaddi ég prestinn og bóndann og skyldulið hans og hélt áleiöis aö innsta bænum I Hrunamannahreppi, Kaldbak. Svolítið afskekkt Á Kaldbak búa hjónin Hrafnhild- ur Sveinbjörnsdóttir og Asgeir Gestssonásamt börnum sinum 6 og Siggeir vinnumanni. Næsta byggt ból, Þverspyrna, er i fjögurra km fjarlægö en Hörgsholt sem er næsti bær viö Kaldbak er kominn I eyöi. Ég hitti húsfreyjuna heima I bæ en elsta dóttirin Eydis var uppi á þaki aö mála. Asa Maria 10 ára og Gestur 12 ára voru lika heima viö en annaö heimilisfólk úti á túni. Hrafnhildur tekur þvi vel aö segja frá biískapnum „ef þaö er þá frá nokkru aö segja. Viö byrjuöum aö búa hérna 1963 og vorum i fyrstu i gamla bænum. Þetta er rikisjörö en viö eigum allar byggingar, höf- um byggt allt upp sjálf. Þetta er innsti bærinn i sveitinni og ég get ekki neitað þvi aö hérna er ansi af- skekkt. Þaö er allt I lagi á sumrin. Þá koma svo margir bæöi skyldfólk og vinir. Lika vinir krakkanna. En þaö getur oröiö svolitiö einmanna- legt á veturna. Ekki þar fyrir aö mér leiöist. Hér i sveitinni er sér- staklega mikiö félagslif, svo mikiö aö félagsheimiliö á Flúöum ræöur varla viö aö hýsa alla þessa félags- starfsemi. Þaö eru alls konar félög i sveitinni, söngfélag, iþrótta- félag, ungmennafélag, kvenfélag ieikfélag o.fl. og svo má ekki gleyma saumaklúbbunum. Einu sinni á ári er haldinn einn allsherj- ar saumaklúbbfundur á Flúöum fyrir allar konurnar i sveitinni. Þær eru um 100,en auk þess eru svo litlir saumaklúbbar.” Til að lokka rebba Nú kemur Asa Maria inn meö skritiö dýr I fanginu. Litinn yröling. „Já, hann Siggeir liggur á greni á vorin,” segir Hrafnhildur,,,og hann náöi þessum og öörum til I vor. Hann notar þá til aö lokka rebba úr greninu og viö höfum þá i kofa hérna uppi i brekku.” Er ekki mikiö aö gera fyrir hús- freyju á svona stóru sveitaheimili? „Þaö er þaö oft, sérstaklega á sumrin þegar heyskapurinn stend- ur yfir og mikill gestagangur er. Langerfiöast er þaö þó þegar gangnakallarnir eru aö tygja sig á fjöllin. Kaldbakur er siöasti bærinn sem þeir koma viö á áöur en lagt er á fjöllin og þá þarf ég aö gefa 25 fjallköllum aö drekka og aö auki aö búa út minn eigin kall — og stund- um elsta soninn lika — til viku- dvalar á fjöllum. Nei,ég fer ekki i göngur.” Rafmagn fyrir þremur árum „Annars hafa störfin lést mjög eftir aö rafmagniö kom. Viö feng- um þaö fyrir þremur árum. Þang- aö til fengum viö rafmagn frá dieselstöö. Bærinn er svo afskekkt- ur aö þeir hjá rafveitunum vildu ekki leggja i svo mikinn kostnaö, viö uröum reyndar aö borga heil- mikiö sjálf,3 milljónir.” En þú hefur samt tima til hann- yröa, sé ég er? „Já ég grip I krosssauminn og prjóna lika. Ég er aö prjóna mér fyrir eldhúsinnréttingu, seldi 60 peysur I vetur. Ég prjónaöi þær á vetrarmánuöunum. Hvaö fljót aö prjóna? Ég veit nú ekki, einu sinni fitjaöi ég upp á peysu kl. 6 aö kvöldi og var búin aö þvo hana og ganga frá henni kl. 11 næsta morgun. Jú, ég svaf um nóttina, ég prjóna aldrei á nóttinni.” — hs. Húsfreyjan á Kaldbak, Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir ásamt dóttur sinni Asu Marfu til hægri og vinkonu hennar Elinu önnu, sem á heima I Hafnarfiröi en er f sumarbústaö meö foreldrum sinum í nágrenninu. Asgeir bóndi Gestsson á Kaldbak var úti aö binda á túninu I Hruna, haföi brugðiö sér þangaö eftir aö hafa lokiö bindingu á eigin túni. Hann kvaö vélvæöingu á bæjum yfirleitt mikia og svona bindivél ættu margir enda mikið þarfaþing. Þær eru þó dýrar.varla undir þremur miljónum. Sveinbjörn Sveinbjörnsson rakaði með gamla Jaginu. Ingibjörg Guðmundsdóttir tengdadóttir Sveinbjörns tyllti sér smásutnd meö soninn óla. ....og hann lék aö stráum i fangi móður sinnar. Myndir — hs Miðvikudagur 30. júli 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 á dagshrá >Afhverju kom ekki fram, aö sú áhersla, sem nú er lögð á lœgri og manneskjulegri hyggð, er þegar farin að hafa áhrif til að draga úr brottflutningi, og að íbúum borgarinnar hefur ekki fækkað i ár ífyrsta sinn i áratug? Siguröur Haröarson arkitekt Óvandaöur fréttaþáttur A þriðjudagskvöld þann 15.7. kl. 20.00 var á dagskrá Rikisút- varpsins þáttur sem nefndist „Hvaö er aö frétta?”. Samkvæmt viötölum við stjórnendur þáttarins i dagblööum sama dag á þáttur þessi aö vera frétta- og upplýsingaþáttur fyrir ungt fólk. Þar kom einnig fram, aö hug- myndin meö gerö hans væri komin frá útvarpsráöi og fyrir- mynd slikra þátta væri að finna á Noröurlöndum. Þar sem þáttur þessi fjallaöi um skipulagsmál i Reykjavik tel ég óhjákvæmilegt aö gera nokkr- ar athugasemdir viö þá meöferö sem þessi málaflokkur fékk hjá stjórnendum þáttarins, þeim Ólafi Jóhannessyni blaöamanni á Morgunblaðinu og Bjarna P. Magnússyni, einkum m.t.t. þeirr- ar lýsingar á hlutverki þáttarins, sem aö ofan greinir. t fáum oröum sagt er vandfundiö neitt skynsamlegt samhengi milii umfjöllunar þeirra félaga um „skipulagsmál I Reykjavik” og yfirskriftar þáttarins sem frétta- þáttar fyrir ungt fólk. Aö minu mati var þáttur þessi ákjósanlegt dæmi um hvernig ekki á að gera svona þátt. Efni þáttarins var oröiö margra mánaöa gamalt og sem slikt engan veginn á dagskrá i dag, og umfjöllun efnisins var á þann veg, aö varla gæti sam- ræmst þeirri eölilegu kröfu aö efni þessara þátta sé gerö skil á skýran og óhlutdrægan hátt, einkum þegar höföaö er til ungs fólks. En hvert var efni þáttarins og hvernig var umfjöllun þess? Samkvæmt upplýsingum annars stjórnanda þáttarins i dagblaöinu Visi sama dag og þátturinn skyldi útsendast, átti þátturinn m.a. aö fjalla um þaö „ófremdarástand, sem riki i skipulagsmálum Reykjavikur”. Þar var sem sé komin forsenda allrar umfjöll- unar þeirra félaga: Vegna aögeröarleysis núverandi vald- hafa borgarinnar i skipulags- málum væri hér allt i kaldakoli, lóðaskortur og yfirvofandi fólks- flótti og atvinnuleysi. Þetta var forsendan, þátturinn skyldi staö- festa hana. En gefum þeim félögum oröiö: „I þessum þætti munum viö fjalla um skipulags- mál I Reykjavik. Frá þvi er hinn nýi meirihluti i borgarstjórn Reykjavikur kom til valda 1978 hefur litið boriö á aögeröum I skipulagsmálum. Hinn 26. april 1977 samþykkti borgarstjórn Reykjavikur samhljóöa endur- skoöaö aöalskipulag, sem þá lá fyrir. Siðan liöu þrjú ár án þess aö þaö fengi staöfestingu ráöherra. Þaö skipulag geröi ráö fyrir nýjum byggingahverfum 1 landi Keldna, viö Grafarvog, viö Gufu- nes i Korpúlfsstaöalandi, undir Úlfarsfelli og I Geldinganesi. Ttáögert var aö þar gæti risiö allt aö 5.000 manna byggö. Eins og áður sagöi hefur skipulagiö enn ekki hlotiö staöfestingu og á meöan rikir mikil óvissa um Ióöa- mál Reykvikinga i framtiöinni.” Þannig kjósa stjórnendur frétta- og upplýsingaþáttarins fyrir ungt fólk aö gera grein fyrir aödraganda þess, aö ákveöiö var aö endurskoöa aöalskipulag fyrir hin nýju byggingarsvæöi borgar- innar meö sérstakri bókun i borgarstjórn og ýtarlegri rök- semdafærslu. A þaö minnast þeir félagar hins vegar ekki, heldur gera málflutning minnihluta Sjálfstæöismanna i borgarstjórn og skipulagsnefnd að sinum og byggja formála þáttarins á honum. Engin tilraun er gerö til aö skýra orö og hugtök — hvaö sé t.d. aðalskipulag, hvaö sé staö- festing, hvaða gildi hefur hún, hvaö koma lóöamál þvi viö og hvaöa þýöingu hafa lóðamál og vissa eöa óvissa um þau. Aö ekki sé talaö um tölulegar upplýsingar um t.d. lóðaúthlutanir. Engum slikum spurningum svaraö heldur gefiö i skyn að eftir valda- töku vinstri manna hafi allt sigiö á ógæfuhliöina vegna þess aö aðalskipulagiö var ekki staöfest. En fyrst upplýsingarnar komu ekki fram i' formálanum, heföi maöur ætlaö aö þær kæmu fram hjá viðmælendum þáttarins, þvi stjórnendur sliks þáttar hljóta aö leita frétta og upplýsinga hjá þeim, sem meö þessi mál fara hjá Reykjavikurborg og ábyrgir eru fyrir þessu „ófremdarástandi” i skipulagsmálum. Ekki var þvi þó aö heilsa, heldur var fulltrúi ihaldsins i skipulagsnefnd — titlaöur fyrrverandi forstööu- maöur Þróunarstofnunar — fyrst fyrir svörum og var hann spuröur þeirrar spurningar, af hverju aöalskipulagiö heföi ekki verið staöfest. Aö sjálfsögöu svaraöi hann þvi til, aö hann væri ekki rétti aöilinn til aö svara þvi, en reynir siöan aö lýsa þeim ástæöum, sem meirihluti skipu- lagsnefndar hafi fyrir þvi aö fresta staöfestingu aöalskipu- lagsins! Siöan fylgdu ýmsar spurningarstjórnenda, meira eöa minna leiöandi, og svörin staö- festu aö sjálfsögöu það sem for- málinn lagöi upp meö. Ég hiröi ekki um aö f jalla hér um skoðanir eöa svör þessa viömælanda enda efnislega þau sömu, og fram komu fyrir mörgum mánuöum þegar máliö var til umræöu I borgarstjdrn. t viðtalinu viö full- trúa meirihlutans á eftir komu loks fram svör og skýringar á ýmsum þeim málum, sem til umræöu voru, en á þeim stutta tima og með ómarkvissum spurningum stjórnenda tókst engan veginn aö gefa rétta mynd af málinu. Þessi þáttur var sérlega illa dulbúinn áróðursþáttur sem — undir yfirskini frétta og upp- lýsinga — tók upp nær óbreyttan málflutning Sjálfstæöismanna um skipulagsmál I borgarstjórn. Nær engin tilraun var gerð til aö leita upplýsinga frá réttum og ábyrgum aöilum. Forsenda umræöunnar var aögeröaleysi og ófremdarástand I skipulags- málum, og þátturinn skyldi staö- festa hana. Þaö er augljóst mál, aö Ihalds- minnihlutinn I Reykjavik telur sig eiga verulegra harma aö hefna i skipulagSmálum eftir útreiðina I þeim' málaflokki á siðasta kjör- timabili og þeir sem hann skipa sjá jafnframt fram á, aö veruleg- ur árangur er þegar I sjónmáii i skipulagsmálum Reykjavikur enda veriö unniö af kappi — bæöi viö ný byggingarsvæöi, þéttingu byggöar og skipulagningu miö- bæjarkvosarinnar og Grjóta- þorps. Þeir nota þvi allar tiltækar Ihaldssprautur i fjölmiölum til aö sverta núverandi meirihluta meö falsrökum, röngum staöhæfing- um eöa venjulegum ihaldsrökum. Umræddur útvarpsþáttur er gott dæmi um þetta. Annaö nýlegt dæmi gefur aö lita I nýjasta hefti Iðnaöarblaösins, sem gefiö er út af Frjálsu Framtaki en þar hljóö- ar formáli meö fyrirsögninni „Kreppa i Ibúöarbyggingum” nær eins og formáli útvarpsþáttarins: „Mikill skortur hefur veriö á byggingarlóöum i Reykjavik siö- ustu tvö árin og veldur þar mestu um frestun á framkvæmd aöal- skipulags Reykjavikur frá þvi 1977. Akvöröun um þá frestun var tekin i upphafi kjörtimabils nú- verandi borgarstjórnarmeiri- hluta vinstri manna...” Oll byggir þessi grein á sömu forsendum og útvarpsþátturinn, en þó heldur meira sé þar af raunverulegum upplýsingum eru rangtúlkanir höfundar á þeim og aörar staöhæfingar i kjölfar þeirra meö ólikindum. Lykiloröiö er lóðaskortur — öll umfjöllun skipulagsmálanna miöar aö þvi aö sýna fram á, aö allt stefni i óefni vegna lóöaskorts, og ekki hikaö viö aö halda fram staöhæf- ingum um aö undirbúningsvinna vegna lóöahúthlutana hafi veriö stöövuö eða hún legiö niöri siöan nýr meirihluti tók viö. I Visi 6. júni kveöur viö svipaö- an tón hjá borgarverkfræöingi — taka þurfi duglega á i skipulags- málunum til aö útrýma lóöa- skortinum og vitnar óspart i tölur og áætlanir, sem fyrrverandi meirihluti tók miö af, en minnist ekki á nýrri spár og áætlanir, sem núverandi meirihluti vinnur eftir og sem byggja á ný jum og brey tt- um forsendum. Þar eru litlir buröir hafðir uppi til aö túlka stefnu núverandi meirihluta i skipulagsmálum. Meö þessum linum var ekki ætlunin aö taka til efnislegrar umfjöllunar þau mál, sem til um- ræöu hafa verið hér aö ofan, slik umfjöllun biöur betri tlma. Mér fannst hins vegar full ástæöa til aö benda á hvernig ihaldiö kemst upp meö aö misnota rikisf jölmiöil eins og útvarpiö i pólitiskum til- gangi undir yfirskini frétta og upplýsinga. Þaö veröur aö teljast dæmalaus ósvifni aö halda þvi fram sem umræöugrundvelli I fréttaþætti, aö ekkert hafi gerst i skipulagsmálum Reykjavikur s.l. 2-3 ár, leita engra upplýsinga hjá t.d. Borgarskipulagi Reykjavikur og byrja siöan á aö ræöa viö full- trúa minnihlutans i skipulags- málum borgarinnar. Af hverju kom ekki fram, aö aöalskipulag nýrra byggingarsvæöa er svo til fullgert og hefur þegar veriö kynnt efnislega i skipulagsnefnd og borgarráði; aö staðfesting þess skipulags er engin forsenda fyrir þvi, aö byrjaö sé aö deiliskipu- leggja ný hverfi; aö stefnt sé aö reglubundinni úthlutun lóöa næstu árin, um 4-500 á ári a.m.k. og ekkert bendi til þess, aö sú áætlun geti ekki staöist; aö lóöa- skortur og brottflutningur erú engin ný fyrirbæri i Reykjavik — að Reykvikingum fór aö fækka þegar uppúr 1970 þegar árlegar lóöaúthlutanir voru i hámarki; aö ein af aöalástæöunum fyrir brott- flutningi til nágrannasveitarfé- laganna er sú einhliöa áhersla, sem lögö hefur veriö á byggingu fjölbýlishúsa, en sú áhersla sem nú er lögö á lægri og manneskju- legri byggö er þegar farin aö hafa áhrif til aö draga úr brottflutningi og að ibúum borgarinnar hefur Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.