Þjóðviljinn - 20.08.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.08.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. ágúst 1980 Fegrunar- verðlaun borgarinnar: Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj- anum i gær voru á mánudag veittar viðurkenningar Um- hv erf is m álaráðs Reykjavikur- borgar fyrir fegrun og snyrtingu borgarinnar. Hefur það veriö venja á afmælisdegi Reykjavikur 18. ágúst frá 1947. Ekki hafa það alltaf veriö sömu hlutirnir sem veitt er viðurkenning fyrir, nema hvað á hverju ári hefur verið val- in fegursta gata borgarinnar og var svo einnig nú, þegar Teiga- geröið hlaut þann titil. Mun þetta vera i' fyrsta sinn sem gata i Smáibúöarhverfinu hlýtur slika viðurkenningu og veitti Bryndis Bjarnadóttir, einn ibúa við Teigagerðið henni mót- töku. Götuna völdu Gunnar Helgason fórstjóri, Pétur Hannesson forstöðumaöur hreinsunardeildar og Hafliöi Jónsson garðyrkjustjóri og segir i áliti þeirra að gatan beri þess glöggt vitni að ibúarnir biöa þess ekki að hreinsunarmenn gatna komi með sin tól til að sópa gang- stéttir og malbik. Allt sé sópaö og prýtt og séu ibúarnir samtaka um 1 Leikur og öryggi er allsráðandi við raðhúsin viö Bakkasel i Breiöholti en þar hefur frágangur leiksvæöa verið tekinn fram yfir ýmislegt annað f frágangi lóða og húsa. Ljósm.-ella. Hvatning til borgarbúa um aukna snyrtimennsku og betri umgengni kenning fyrir góðan aðbúnað barna á ibúðarhúsalóðum og þótti rétt að endurtaka það á þessu ári ef það mætti verða borgarbúum hvatning til þess að huga betur að frágangi á leiksvæðum bama. I álitidómnefndar sem Anna Krist- björnsdóttir, fóstra, Auður Sveinsdóttir#landslagsarkitekt og Einar E. Sæmundsson.landslags- arkitekt, skipuöu, kom fram að verk þeirra var erfitt. Liktu þau leit sinni að góðum aðbúnaöi barna i þessari 90 þúsund manna borg við leit að nál i heystakki og hlýtur það að vera þörf ábending til húsbyggjenda. Allt of viða er frágangur á bilastæðum og ööru sliku látiö sitja i fyrirrúmieftir að sjálfri húsbyggingunni er lokið og leiksvæði fyrir börn eru kannski ekki tilbúin fyrr en börnin eru orðnir unglingar. Þá skortir viða á aö við skipulag sé gert ráð fyrir svæðum, þar sem leikþörf barna getur fengiö útrás og öryggi þeirra verði tryggt. Benti dóm- nefndin m.a. á hversu illa hefur verið á þeim málum haldið við blokkir, sem Framkvæmdanefnd byggingaáætlana byggöi i Selja- hverfi i Breiöholti. Einn staður fannst þó i borginni sem dómendurnir voru sammála um aö ætti viöurkenningu skilið. Það eru raðhúsalóöirnar viö Bakkasel i Seljahverfi. Þar hafa fjórar raðhúsaeiningar með alls 36 ibúðum, gengið frá sameigin- legu leiksvæöi fyrir börnin og er leikur og öryggi þar allsráöandi. A tiltölulega litlu svæöi i nánum tengslum viö húsin geta börnin hjólað og leikiö sér en auk þess hefur hvert hús sinn blóma- og trjágarö sem tengist leiksvæöun- um og sýnir aö börn og gróður eiga vel samleið. Fimm börn úr Bakkaselinu veittu viðurkenning- unni móttöku 1 tilefni af Ari trésins þótti ástæða til að vekja athygli á þeim trjágarði sem stórfenglegastur er I Reykjavik, en þaö er garöur Sveinbjarnar heitins Jónssonar, hæstaréttarlögmanns i Artúns- brekku. Ræktunarstarf Svein- bjarnar hófst 1934 og eru þar nú hávaxin tré og garöurinn sann- kallaöur unaösreitur segir i áliti dómnefndar. Hana skipuðu Sigriöur H. Bragadóttair, starfs- maður garöyrkjustjóra, Vil- hjálmur Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Islands og Hafliði Jónsson garð- yrkjustjóri. Garðurinn er um þrir hektarar að flatarmáli og er þar að finna allflestar trjátegundir sem geröar hafa verið tiiraunir með ræktun á,hér á landi. Varval Framhald á bls. 13 að fága umhverfi sitt. Hvert ein- stakt hús hefur fallegan garö og er þaö lóöunum sameiginlegt að þær eru svo vel hirtar að vart verðurá betrakosið. Mættu ibúar við aðrar götur I borginni vissu- lega taka samborgara sina við Teigagerði sér til fyrirmyndar. Merki fegrunarnefndar um- hverfismálaráðs hefur veriö sett upp við götuna og verður þaö þar næstu 10 árin nema umgengni og hiröing götunnar versni frá þvi sem nú er. I tilefni af barnaári var i fyrra i fyrsta skipti veitt viður- tbúar við Teigageröi blða þess greiniiega ekki að hreinsunarmenn gatna komi með tól sln og sópi gangstéttir og malbik. Fegursta gata Reykjavíkur 1980. Ljósm.-ella. Nýbygging Osta- og smjörsölunnar viö Bitruháis hlaut viöurkenningu fyrir gott ytra og innra umhverfi. Ljósm.-ella.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.