Þjóðviljinn - 20.08.1980, Page 15

Þjóðviljinn - 20.08.1980, Page 15
MiAvikudagur 20. ágiist 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 • M Hringið i sima 8-13-33 kl. 9-5 alla virká daga eða skrifið Þjóðviljanurfi frá lesendum Pennavinir!!! Blaðinu hefur borist bréf frá fröken A.M. Braun og er þaö svo i lauslegri þýbingu: Kæri ritstjóri. Ég býö fólki sem er i leit að pennavinum aö senda mér heim- ilisföng sin og nokkur svarmerki (Internationai Reply Coupon) en þau er hægt aö kaupa i öllum pósthúsum.Þrjátiu og fimm svar- merki borga fyrir þjónustu mina og lista yfir frábæra pennavini. Staöfesting á aldri og ástandi veröur aö fylgja. Unglingar undir átján ára aldri, heimavinnandi húsmæöur, fjölskyldur, sjúkling- ar og sakfelldir þurfa aðeins aö senda tuttugu merki. I Þýska- landi og sums staðar i enskumæl- andi löndum er fólk af báöum kynjum, á öllum aldri, ungir sem gamlir, einstaklingar, hjón, fjöl- skyldur, einmanna fólk, hópar af fólki, skólabörn o.s.frv. sem á sér enga ósk heitari en aö hafa sam- band. öllum er velkomið aö skrifa mér. International Correspondence Bureau Attn.: Miss A.M. Braun P.O. Box 527 D-8260 Muehldorf 2 Western Germany Hekla og Katla Maöur nokkur haföi samband viö blaöiö og lét i ljós ugg vegna1 hins óvænta Heklugoss. Sam- kvæmt fréttum hefði engir jarö- skjálftar mælst i grennd viö Heklu og gosiö þvi komiö jafnt búaliöi og visindamönnum á ó- vart. Benti maðurinn á aö stór hluti byggöar á Islandi væri á gosvirku svæöi og þvi sifelld hætta á gosi i byggð svo sem gosiö i Vestmannaeyjum sýndi glögglega. Viömælandi okkar benti lika á aö nú heföu jarö- fræöingar búist við Kötlugosi I nokkurn tima sem taliö væri fullvíst aö ógnaöi byggö i Mýr- dalnum. ,,Ef dæmiö meö Heklu er haft i huga standa þá ibúar Mýrdalsins varnarlausir gagn- vart náttúruöflunum”, spuröi maöurinn aö lokum. Viö höföum samband viö A1 mannavarnir rikisins og feng- um þær upplýsingar aö dæmin sýndu og sönnuöu mikla jarö- skjálftahrinu á undan Kötlugos- um. Dæmin eru þvi vart sam- bærileg. Heimavinnandi húsmæöur fá af- siátt hjá fröken Braun. ~b a r nah • rni ðn Aö búa tíl flugdreka l góðu veðri er gaman að leika sér að flugdreka og það er hreint enginn vandi að búa hann til. 1. Búið til kross úr spýt- um. önnur á að vera svo- litið lengri en hin. 2. Festið band á milli endanna. 3. Sníðið pappír til og límið hann utan um bandið, þannig að spýt- urnar snúi niður. 4 Festið langan spotta í annan enda drekans, og búið til hala, þannig að þið vöðlið saman dagblaði og bindið um miðju þess og festið á halanum með því að vef ja bandinu einn hring utan um blaðið. Þá myndast eins konar slaufa. Þegar halinn er orðinn nógu langur, er flugdrek- inn tilbúinn, nema hvað það þarf ógnar langt band til að halda í þegar hann fer á loft. Svo er bara að skreyta hann fallega, hlaupa svo af stað, halda í bandið og gefa það eftir þegar f lug- drekinn tekst á loft. Það er ofsalega gaman að leika sér að flugdreka. Góða skemmtun. Þorp i Argentfnu Fréttir fyrir ungt fólk Bjarni P. Magnússon og ólafur Jóhannesson stjórna frétta- og for- vitnisþætti fyrir og um ungt fólk. Þátturinn i kvöld fjallar um Suður- og Miö-Ameriku. Þeir kollegar ræöa viö Tryggva Felixson sem hefur dvalist þar syðra og þekkir þvi af eigin raun ástandiö i þessum heims- hluta þar sem óberstar og kommandörar sitja gjarnan yfir hlut manna. Útvarp kl. 20.00 Léttklassísk tónlist Eftir veðurfregnir og til- kynningar 12.45 er tónleika- syrpa. Tónlist úr öllum áttum, þ.á.m. léttklassisk. Það er von þú hváir lesandi góður. Hvað skyldi léttklassik vera? Einhverju sinni fór Sin- fóniuhljómsveitin meö létt- klassiska tónlist um landið en aldrei hafa slikir tónleikar heyrst auglýstir I henni Reykjavik. Skyldi léttklassik vera tónlist fyrir bændur og búaliö? tJtvarpiö viröist aldeilis reyna aö hitta i mark með dagskrá sinni. En af hverju er aldrei auglýst háklassisk tónlist eöa jafnvel smáklasskisk?_______ Útvarp kl. 12.45 Pavarotti Luciano Pavarotti I kvöld kl. 20.45 veröur efni, frá Listahátiö 1980. Sýndur verður fyrri hluti tónleika óperusöngvarans Luciano Pavarotti i Laugardalshöll 20. júni. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur undir stjórn Kurts Her- berts Adlers. Kristín Pálsdótt- ir stjórnaði upptöku. Siöari hluti tónleikanna verður sýnd- ur sunnudagskvöldiö 24. ágúst kl. 20.50. Sjónvarp kl. 20.45

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.