Þjóðviljinn - 28.08.1980, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. ágúst 1980
RIBBON: Stdlinn sem ter
sígurför um beiminn, jafnt fyxir
unga sem aidna.
Teíknaður af Niels S. Bendtsen
og framleiddur af KEBE
MÖBLER. Þessi stöll vakti
strax athygli fyrir einfalt en um
lelö failegt útlit og Museum of
Modern Art i New York valdi
stól þennan sem sýningargrip.
RIBBON keraur
úsamansettur
en hver sem er
getur sett hann
saman án verk-
fœra. KIBBON
getur verift
stakur stúli efta r
■
A A A A A A
J CltJ Jwl
. IU' 111 )J ÍÝ
JuJiJOlnj
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
HftHriBHiimHMUÍIlSl "
Sími 10600
Leiðbeiningar um skriffinnskuna
Fjármálaráöuneytiö hefur
gefiö út ýtarlegan bækling
með leiðbeiningum um að-
flutningsskjöl og frágang að-
flutningsskýrslna fyrir inn-
flytjendur og veitir vist ekki
af, svo flókiö sem kerfið er
orðið og skriffinnskan mikil i
þessu sambandi.
Bæklingurinn tekur bæði til
atriða sem eiga viö allar vöru-
sendingar og annarra sem
takmörkuð eru við sérstakar
sendingar eða sérstakar vöru-
tegundir. Er minnt á i inn-
gangi, að þvi betur sem að-
flutningsskjölin eru úr garði
gerð, þvi minni likur eru á töf-
um viö tollafgreiðslu, en
bæklingnum er dreift ókeypis
til innflytjenda á tollstjóra-
skrifstofunni.
Reynir og hljómsveit í FS
Reynir Sigurðsson og hljóm-
sveit munu standa fyrir sveifl-
unni i Eff Ess klúbbnum (i
Félagsstofnun stúdenta) i
kvöld. Sjálfur leikur Reynir á
Nikulás í Nýja galleríinu
vibrafóninn, en með honum
leika Þórður Árnason á gitar,
Tómas Tómasson á bassa og
Asgeir óskarsson á trommur.
A laugardag n.k. kl 14.00
opnar Nikulás Sigfússon mál-
verkasýningu i Nýja Galleri-
inu, Laugaveg 12.
A sýningunni eru 30 vatns-
litamyndir sem allar eru mál-
aðar á s.l. tveim árum. Þetta
er þriðja einkasýning Niku-’
lásar. '
Sýningin verður opin kl. 14.-
20 daglega til 8. september.
Aðgangur er ókeypis.
Fékk 6000. Toyotavélina að gjöf
Ótrúlegt en satt. Þrátt fyrir
allt framboðið, innflutninginn
og fjöldaframleiðsluna á fatn-
aði sauma Islenskar konur enn
svo mikið, að bara eitt umboð,
Toyota, hefur selt 6000 sauma-
vélar frá þvl að innflutningur
þeirra hófst fyrir tæpum sex
árum.
Þegar Þórun Elin Tómas-
dóttir ætlaði að festa kaup á
6000. vélinni, nýrri og fullkom-
inni rafeindasaumavél 4500
EL, hlaut hún hana að gjöf frá
umboðinu ásamt blómvendi.
Það var T.Senga forstjóri
Bretlandsdeildar Toyota-
saumavélaverksmiðjanna
sem afhenti Þórunni gjöfina
og sést við hlið hennar á
myndinni ásamt forstjóra
Toyotaumboðsins hér, Jó-
hanni Jóhannssyni og Sig-
tryggi Helgasyni.
A Zukovsky námskeiöi i sal MH
Zukovsky tónleikar í kvöld ogálaugardag
18 manna flautusveit
flytur nýtt tónverk
Hvorki meira né minna en 18
flautuleikarar frumflytja I kvöid
verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson
tónskáld á kammertónleikum
sem haldnir verða I sal Mennta-
skólans viö Hamrahlið i sam-
bandi viö Zukovsky námskeiö á
vegum Tónlistarskólans i
Reykjavik. Leiöbeinendur og
stjórnendur á námskeiöinu eru
bandariski f iöluleikarinn og
hl jóms veitarst júrinn Paul
Zukovsky og Hautuieikarinn
Robert Aitken frá Kanada.
Verkið hefur Þorkell samið sér-
staklega i tilefni námskeiðsins
þetta ár, kallar það R.A. ’s Dozen
og tiieinkar Aitken, sem haldið
hefur meistaranámskeið i flautu-
leik. t
Námskeiðið fer fram i MH og
sækja þaö 105 hljóðfæraleikarar
frá tiu löndum, en þetta er i fjóröa
sinn sem Tónlistarskólinn gengst
fyrir sliku námskeiði og er talinn
mikill fengur að geta gefið fólki
kost á að njóta tilsagnar þessara
mikilhæfu tónlistarmanna.
A námskeiðinu nú hefur auk
flautunámskeiðsins verið lögö
áhersla á flutning stórra hljóm-
sveitarverka frá þessari öld og
æfð kammertónlist. Meðal verk-
efna sem fengist hefur verið við
er Petrushka Stravinskys,
Organum fyrir hljómsveit eftir
Carl Ruggles, Modules eftir Earl
Brown, kammertónlist eftir
Elliott Carter og Anton Weber og
stór verk fyrir flautusveitir.
Kammertónleikarnir i kvöld i
MH hefjast kl. 20,30 en lokatón-
leikar námskeiðsins verða
sinfóníutónleikar í Háskólabiói
nk. laugardag, 30. ágúst, kl. 14.30.
Aðgangur að báðum tónleikunum
er ókeypis og öllum heimill.
„Þú og ég” á söngvakeppni í Póllandi
Björn Birnir sýnir
á Kjarvalsstöðum
Björn Birnir myndlistamaður
opnar á morgun málverkasýn-
ingu I vcstursal Kjarvalsstaða, en
hann lauk á sl. ári MSc prófi frá
Rikisháskóianum I Terre Haute I
Indiana i Bandarikjunum.
A s.l. ári hélt Björn sýningar i
Bandarikjunum og Kanada, en
hefur ekki sýnt á íslandi siðan
1977, i Norræna húsinu. 1 kynn-
ingu Charles Reddingtons list-
fræðings á listamanninum sem
gefin hefur verið út með myndum
hans i tilefni sýningarinnar segir
hannm.a. að þessitvöárhafigert
Birni mögulegt að einbeita sér að
málverkum sinum og skynja til
fulls listamannahæfileika slna.
Hann talar um ný áhrif banda-
risks landslags I málverkum hans
og andstæður sem hann hafi notað
til að ummynda sléttuna i Indiana
i viðfeðma islenska paradis.
Ein af myndum Björns á sýning-
unni.
Urðu í
Söngdúettinn ,,Þú og ég” varft i
4. sæti i söngvakeppni sjónvarps-
stöðva Austur—Evrópu, Inter-
visionkeppninni, sem að þessu
sinni fór fram i Sopot 1 Póllandi.
,,Þú og ég”, þe. Helga Möller og
Jóhann Helgason fluttu lagiö
Dans, dans, dans, af plötu
Gunnars Þórðarsonar, sem
einnig var með I ferðinni og
stjórnaði 60 manna hljómsveit
sem sá um undirleikinn i lagi
hans. Þátttakendur i keppninni
voru alls 28, frá öllum löndum
Austur—Evrópu, Englandi, Hol-
landi, Grikklandi, Spáni, Kúbu og
þau þrjú frá tslandi. Sjónvarpað
var beint frá keppninni, 16
klukkustundir alls, til allra
austantjaldslandanna.
Sigurvegari keppninnar varft
enska hljómsveitin Jigsaw, I öðru
sæti varð rússneskur dægurlaga-
söngvari og grisk söngkona I þvi
þriðja og munaði einu atkvæði á
henni og Islenska dúettinum.
Gunnar ÞórOar, Jóhann og Helga
Pólverjar ætla að bjóða spólu vesturlöndum og er dúettinn þar
með besta efninu frá keppninni til á meðal. Einnig verður gefin út
sýninga f sjónvarpsstöðvum á kassetta meft þessu efni.
fjórða sæti